Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1992, Side 16
16
LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1992.
Veiðimenn - veiðimenn
Tilboð óskast í veiðirétt í Skraumu, Hörðudals-
hreppi. Tilboð sendist til Guðmundar Jónssonar,
Ketilsstöðum, 371 Búðardal, fyrir 1. maí nk. Upplýs-
ingar í síma 93-41394. Réttur áskilinn til að taka
hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
HUtSA ÍBÚDIR Á SPÁNI
INTERNATIONAL
Ath. næsta skoðunarferð 9. apríl nk.
Aðeins 4 sæti laus.
íbúðir - raðhús - einbýlishús af öllum stærðum á
verði frá ísl. kr. 1,5 millj.
LEITIÐ UPPLÝSINGA
BMSA ÁBYRGIR AÐILAR í ÁRATUGI
UMBOÐIÐ Á ÍSLANDI, SÍMI 91 -44365- FAX 91 -46375
Tilboð óskast í neðanskráðar bifreiðar sem hafa
skemmst í umferðaróhöppum:
Nissan Sunny 1991
Toyota Corolla 1300 1988
Toyota Carina II 1986
Toyota Carina II 1986
Toyota Corolla GT 1985
Toyota Corolla 1300 1985
Skoda130 GL 1987
Skoda120 L 1985
Nissan Cherry 1983
MMCColt 1984
MMC L200 pickup 1981
Fiat Uno45 1984
Range Rover 1976
Ford Taunus 1971
Suzuki Alto 1982
Fiat Uno 1984
Yamaha XT 350 bifhjól 1991
Bifreiðarnar verða til sýnis mánudaginn 6. apríl 1992 í Skipholti
35 (kjallara) frá kl. 9-15. Tilboðum óskast skilað fyrir kl. 16 sama
dag til bifreiðadeildar Tryggingar hf„ Laugavegi 178, Reykjavík,
sími 621110.
VERNDŒON VA
TRYGGING HF
LAUGAVEG1178 SIMI 621110
.
CLIP ER NYTT OG
SÉRSTAKT BINDI FRÁ
LIBRESSE
LITLIR VÆNGIR BRJÓTAST
UM BUXNABRÚNINA OG
VARNA LEKA
ÞVi VERÐUR BINDIÐ SEM
EÐLILEGUR HLUTI AF
BUXUNUM
Hendsala
Kaupsel hl., Laugavegi 25. sími 27770
Matgæðingur vilcuiinar_:
Lambalifur í
sparifötunum
- með sveppum, lauk og ofnbökuðum beikonkartöflum
Þaö er Þröstur Reynisson, mat-
reiðslumeistari á Akranesi, sem er
matgæðingur vikunnar að þessu
sinni. Þröstur hefur rekið Hollt og
gott, alhliða veisluþjónustu, um
nokkurra ára skeið og einnig veit-
ingastaðinn Langasand síðastliðna
tvo mánuði. Hann útskrifaðist úr
Hótel- og veitingaskólanum og frá
veitingahúsinu Stillholti á Akra,
nesi 1984. Matreiðslumenn eru ekki
tíðir gestir í þessum þætti. Þröstur
segist ekki gera mikið í eldhúsinu
heima en hann geri þó af og til eitt-
hvað gott fyrir fjölskylduna, eins
og lifur í sparifótum. Sá réttur er
í miklu uppáhaldi hjá allri fjöl-
skyldunni og oft eldaður „enda
hollur og góður matur. Ég hef líka
gaman af að bjóða gestum heim og
bera eitthvað gott á borð handa
þeim.“
Það sem þarf
(fyrir fjóra)
2 lifrar
10 sneiddir sveppir
saxaður laukur
2 dl rjómi
1-2 tsk. kjötkraftur
1 msk. brandy (má sleppa)
4 msk. olía (til steikingar)
kryddhveiti (blandað salti og pipar)
Þröstur Reynisson.
DV-mynd Árni
í beikonkartöflumar
Soðnar kartöflur skornar í sneiðar
1 bréf fínt skörið beikon
saxaðar paprikur (gul, rauð og
græn)
2 dl rjómi
1 bolh rifinn ostur
Þannigerfariðað
Gott er að byrja á kartöflunum
af því að það tekur lengri tíma að
matreiða þær. Raðiö sneiddum
kartöflunum í smurt eldfast fat.
Sjóðið saman rjóma, beikon,
paprikur og kjötkraft og hellið yfir
kartöflurnar. Stráiö ostinum yfir
og bakið í ofni við 180 gráður þar
til rétturinn er fallega brúnaður.
Látið kartöflurnar bíða í ofninum
þar til lifrin er tilbúin.
Lifrin er himnudregin, skorin í
þunnar sneiðar, velt upp úr hveit-
inu og steikt á mjög heitri pönnu í
um 30 sekúndur á hvorri hlið. Hún
er bragðbest ef hún er aðeins bleik
í miðjunni. Færið lifrina á disk og
haldið volgri.
Bætið olíu á pönnuna og léttsteik-
ið laukinn og sveppina. Hellið síðan
rjómanum, kraftinum og brandy-
inu á pönnúna. Þegar sósan sýður
er hún tilbúin. Bragðbætið að
smekk með salti, pipar og soyja-
sósu. Hellið sósunni í eldfast fat og
raðið lifrunum fallega í sósuna.
Þetta er borið fram með hrísgrjón-
um, salati og nýbökuðu brauði.
Þröstur skorar á vin sinn, Viðar
Magnússon verslunarmann, að
vera mafgæðing næstu viku.
„Hann þarf að fara að dusta rykið
af matreiðslubókunum fyrir stóraf-
mæhð sem framundan er,“ segir
Þröstur.
-hlh
Hinhliðin_____________________________________________________________________
Leiðinlegast að
standa í biðröð
- segir Jón Kr. Gíslason, þjálfari ÍBKí körfubolta
Uppáhaldsleikari: John Cleese.
Uppáhaldsleikkona: Pass.
Uppáhaldssöngvari: Basia, tékk-
nesk söngkona sem sungið hefur
með Matt Bianco.
Uppáhaldsstjórnmálamaður: Eng-
inn.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna:
Homer Simpson.
Uppáhaldssjónvarpsefni: NBA-
körfuboltinn og Simpson-fjölskyld-
an.
Ertu hlynntur eða andvígur veru
varnarliðsins hér á landi? Andvíg-
ur.
Hver útvarpsrásanna finnst þér
best? Ég hlusta mest á Bylgjuna og
FM.
Uppáhaldsútvarpsmaður: „Lalli
segir“ eða Lárus Halldórsson.
Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið
eða Stöð 2? Stöð 2.
Uppáhaldssjónvarpsmaður: Lárus
Halldórsson.
Uppáhaldsskemmtistaður: Hann er
í Köben og heitir Det elektriske
hjorne eða rafmagnshomið.
Uppáhaldsfélag í íþróttum: ÍBK.
Stefnir þú að einhverju sérstöku í
framtíðinni? í nánustu framtíð
stefni ég að því að verða íslands-
meistari í körfubolta.
Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég
vann og hef hugsað mér að viima
í næsta sumarfríi. Ég er ungur og
hraustur og þarf ekki svo mikið
sumarfrí. Þó langar mig að komast
aöeins til útlanda.
-hlh
Jón Kr. Gíslason, þjálfari og leik-
maður körfuknattleiksliðs ÍBK,
verður svo sannarlega í eldlínunni
næstu daga en ÍBK og Valur kljást
þá um Islandsbikarinn í körfu-
bolta. Um röð leikja er að ræða,
heima og heiman til skiptis. Það lið
sem verður fyrra til að vinna þrjá
leiki verður íslandsmeistari. „Úr-
slitaleikirnir gegn Val leggjast
mjög vel í mig. Valmsenn eru á
toppnum á réttum tíma og því
verða þetta hörkuleikir."
Jón hefur leikið körfubolta með
Keflvíkingum frá 1978. Hann gerð-
ist þjálfari í lok leiktímablisins 1989
en þá urðu Keflvíkingar meistarar.
Hann hvarf til Kaupmannahafnar
í eitt ár en tók aftur til við að þjálfa
og leika með liðinu við heimkom-
una. Auk þess að vera á kafi í
körfubolta kennir Jón krökkum í
Holtaskóla í Keflavík. Jón sýnir nú
á sér hina hliðina
Fullt nafn: Jón Kristinn Gíslason.
Fæðingardagur og ár: 14. október
1962.
Maki: Auður Sigurðardóttir.
Börn Engin.
Bifreið: Subaru árgerð 1988.
Starf: Kennari og körfuboltaþjálf-
ari.
Laun: í lagi.
Áhugamól: Körfubolti og utan-
landsferðir.
Hvað hefur þú fengið margar réttar
tölur í lottóinu? Þrjár.
Hvað finnst þér skemmtilegast að
gera? Að fara til útlanda. Ég hef
Jón Kr. Gíslason.
ferðast töluvert um Evrópu og
Bandaríkin en langar líka á fjar-
lægari slóðir.
Hvað finnst þér leiðinlegast að
gera? Að standa í biðröð.
Uppáhaldsmatur: Pastaréttir og
kínverskir réttir.
Uppáhaldsdrykkur: ískalt Coca
Cola.
Hvaða íþróttamaður finnst þér
standa fremstur í dag? Michael
Jordan hjá Chicago Bulls.
Uppáhaldstímarit: Bandaríska
körfuboltablaðið Hoop.
Hver er fallegasta kona sem þú
hefur séð fyrir utan maka? Whitney
Houston.
Ertu hlynntur eða andvígur ríkis-
stjórninni? Andvígur, vegna niður-
skurðarins í mennta- og heilbrigð-
ismálum.
Hvaða persónu langar þig mest til
að hitta? Pat Riley, þjálfara körfu-
boltaliðs New York Knicks.