Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1992, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1992, Side 26
26 LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1992. Fréttaritari DV meðal Hollywoodstjamanna: Smyglaði sér í sam- kvæmi fræga fólksins Þau fjögur fengu aö fara inn í samkvæmi fræga fólksins eftir óskarsverðlaunaafhendinguna aöfaranótt þriöjudagsins. Friðrik Þór Friöriksson, Hera Sigurðardóttir, Sigurjón Sighvatsson og Ari Kristinsson. Hemmi Gunn, sem var aö taka upp þátt sinn í Los Angeies, varð aö láta sér nægja aö vera utan viö veisluna. Þeir sem hafa séð Lömbin þagna hljóta að sjá Hannibal Lecter fyrir sér en þaö er enginn annar en Anthony Hopkins sem hér kemur ásamt eiginkonu sinni nánast í fangið á Hlédísi. Jodie Foster, besta leikkona ársins, meö óskar sjálfan í höndunum. DV-myndir Hlédís Sveinsdóttir/Roger Croci Oskarsverðlaunahafinn Jack Palance án slifsis og frekar þreytulegur aö sjá. Hjartaknúsarinn Tom Cruise ásamt eiginkonu sinni, Nichole Kidman, og fjölda lifvarða. Hver vildi ekki komast i návigi við þessar þrjár stjörnur i Hollywood, Whoopi Goldberg í miðiö ásamt óskarsverðlaunahafanum Mercedes Ruehl og leikstjóranum Spike Lee. „Þeir blaðamenn sem ætluðu sér að komast inn í samkvæmið eða vera viðstaddir óskarsverðlaunaaf- hendinguna þurftu að útvega sér miða í desember sl. þannig aö við áttum enga möguleika á að komast þar inn,“ sagði Hlédís Sveinsdóttir, nemandi í arkitektúr í Los Angeles, sem gerðist fréttaritari DV meðan á óskarsverðlaunaslagnum stóð. Hlédísi tókst það sem öðrum var ómögulegt, að smygla sér inn þar sem heimsfrægir Hollywoodleikar- ar voru að ganga inn í tjald þar sem skemmtun fór fram í eftir að af- hendingunni lauk. Þar var boðið upp á veitingar og stiginn dans langt fram á nótt. Einu íslending- amir sem þar komust inn voru Friðrik Friðriksson, sem fékk fjóra boðsmiða, eiginkona hans, Hera Sigurðardóttir, Siguijón Sighvats- son og Ari Kristinsson. Aðrir íslendingar sem flugu yfir til Los Angeles þurftu að láta sér nægja að sitja í heimahúsi og fylgj- ast með úrslitunum í sjónvarpi. Hlé- dís sat ásamt ellefu öðrum íslend- ingum og horfði á sjónvarpið í heimahúsi skammt frá þeim stað sem athöfnin fór fram. Ákveðið hafði verið að hún hitti Friðrik Þór fyrir utan eftir verðlaunaafhend- inguna. Þar var einnig staddur Her- mann Gunnarsson ásamt tökuliði sem var að vinna þátt sinn Á tali. „Þegar ég hafði tafað við Friðrik sá ég hvar leikaramir voru að fara yfir í tjaldið þar sem dansleikurinn var og allt fullt af vörðum þar í kring. Þama var runnabeð sem ég og kærasti minn, Roger Croci, litum til með þá von að við gætum smygl- að okkur þar í gegn. Ailt í einu kom leikkonan Whoopi Goldberg og var strax gripin í viðtal við sjónvarps- stöð. Augu öryggisvarðanna vom á henni það augnablik sem við Roger smeygðum okkur inn á svæðið, bæði með myndavélar. Þetta gerðist mjög snöggt og áður en við vissum vorum viö innan um alla helstu Hollywoodleikarana sem tóku því afar vel að við væmm að mynda,“ útskýrir Hlédís. Hún sagði að einn vörðurinn hefði gengið til þeirra og sagt þeim að láta minna á sér bera. Annað var það ekki. „Það voru mjög fáir að taka myndir, eiginlega bara við tvö og sjónvarpsfólk. Leikkaramir tóku okkur mjög vel og sumir stilltu sér upp fyrir okkur. Þetta var rosalega garnan," sagði Hlédís ennfremur. Þau Hlédís og Roger tóku þrjár filmur þá stuttu stund sem þau dvöldu framan við tjaldið. Enginn tók því illa að þau væm þar aö mynda. „Tveir mjög þekktir grín- arar í bandaríska sjónvarpinu stilltu sér upp, grettu sig og göntuð- ust við okkur nokkra stund. Annar leikari, sem ég man ekki nafnið á, ræddi við okkur og grínaðist einn- ig. Þeir allra frægustu töluðu hins vegar ekki við okkur.“ Hlédís hafði samband við þekkt- an bandarískan ljósmyndara til að fá vinnslu á filmunum og hann varð orðlaus er hann sá myndimar sem hún hafði náð. Sjálfur var þessi ljósmyndari á veitingahúsi sem heitir Spago, en þangað fóm einnig margir þekktir leikarar eftir afhendinguna, og tók myndir. Þær myndir sem hann náði seldi hann til New York fyrir stórar fjárfúlg- ur, að sögn Hlédísar. „Mér fannst þetta kvöld ævintýri líkast og raunar ótrúleg tilviljun að við skyldum komast svona ná- lægt þessu fræga fólki. Þetta var ógleymanleg stund," sagði Hlédís Sveinsdóttir. Hún kunni þó ekki við aö biöja fræga fólkið um eigin- handaráritanir enda kannski nóg að komast í návígi við það. Sjálf- sagt em margir sem hefðu viljað vera í hennar sporum þessa stuttu stund. Hluta myndanna, sem þau Hlédís og Roger náöu, geta lesend- ur DV virt fyrir sér hér á síðunni. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.