Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1992, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1992, Blaðsíða 36
48 LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1992. Helgarpopp Primal Scream var sú hljómsveit sem mest var hampað á Bretlandi á síðasta ári. Hljómsveitin sendi frá sér plötuna Screamadelica sem hampað var sem meistaraverki og ekki að ástæðulausu. Á plötunni tefla Bobby Gillespie og félagar djarft. Primal Scream tínir blóm á fegurstu stöðum Umsjón Snorri Már Skúlason í rósagarði rokksins og útkoman er fjölbreytt og skemmtileg plata, Scre- amadelica. Lítil afköst en góóar afurðir Primal Scream var stofnuð í Glasgow árið 1984. Það leiö þó rúmt ár þar til hljómsveitin sendi frá sér sína fyrstu afurð á plasti. Á þessum tíma var Jesus and Mary Chain að slá í gegn og Bobby Gillespie var upptekinn á hljómleikaferðalagi með hljómsveitinni og á meðan mátti hans eigin sveit sitja á hakanum. Fyrsta smáskífa Primal Scream, All Fall Down, vakti töluverða athygli en það var ekki fyrr en með popps- mellinum Crystal Crescent 1986 að sveitin komst á kortið. Enn máttu aðdáendur hijómsveitarinnar bíða í ár eftir fyrstu breiðskífunni en hún kom á markað 1987 og kallaðist Sonic Flower Groove. Tveimur árum síðar fylgdi breiðskífan Primal Scream í kjölfarið en hvorug þessara platna náði að slá almennilega í gegn þó gagnrýnendur efuðust ekki um gæði hlj ómsveitarinnar. Það var svo á síðasta ári að hljóm- sveitin sendi frá sér Screamadelica sem breskir gagnrýnendur töluðu um sem einu alvöru plötu ársins 1991. Undanfari hennar var smáskíf- an Loaded sem var nokkurs konar óður til skemmtanafíkla og sprautu- þræla.'Lagið náöi strax miklum vin- sældum á House-klúbbum í Bret- landi og fór í 16. sæti breska smá- Skoska sveitin Primal Scream. skífulistans, einu sæti ofar en Sykur- molarnir með Hit í janúar en 16. sætið var langbesti árangur Primal Scream á vinsældalista. Smáskífur sem bragð er að Hljómsveitin hélt upp á árangur lagsins með trylltu samkvæmishaldi í tvo mánuöi áður en haldið var í hljóðver. Þar var Screamadelica hljóðrituð á aðeins sex vikum. í maí sendi Primal Scream frá sér annað smáskífulag af plötunni og var þar á ferðinni dreymin sónata í „scream'1- dúr. Lagið, sem heitir Higher than the Sun, var í þeim anda sem Bobby Gillespie er þekktur fyrir en í þetta skiptið hitti hann gagnrýnendur og aðdáendur hljómsveitarinnar í hjartastað. Hvorugir héldu vatni og j)ó lagið færi ekki jafn hátt á Usta og Loaded þá voru umsagnir pressunar hástemmdari en áður. Þær voru á þann veg að ekki var fyrir venjuleg- an mann að skilja og það veit á gott þegar breskir gangrýnendur eru annars vegar. Þegar hstar Melody Maker og New Musical Express voru skoðaðir í árslok kom í ljós aö fyrr- nefnda blaðið valdi lagið það þriöja besta sem útgefið var á árinu en NME setti það í efsta sætið. Fjölbreyttplata en heilsteypt Screamadelica er undarleg plata þar sem kryddað er með undarleg- ustu bætiefnum en hrærigrauturinn reynist vel. Housetónlist, diskó, elektrónísk tónlist, nýbylgju- og hipparokk, öllu þessu eru gerð skil á plötunni. Einhver sagði Primal Scre- am spila sama lagiö 10 sinnum á plöt- unni en alltaf í nýrri útsetningu þannig aö erfitt væri að greina sömu laglínuna. Þetta eru ýkjur en segir meira en mörg orð um fjölbreytnina. Bobby Gillespie og Primal Scream steypa saman nútíð, fortíö og framtíö og hlæja að öllu saman. Leikgleðin er allsráðandi og platan flokkast undir það að vera vel danshæfur samkvæmisgripur með þenkjandi yfirbragði. Bítlarnir, The Stooges, Love, Happy Mondays og Dee Lite detta inn í lög en eru horfin jafnharö- an. Primal Scream leiðir þessa og fleiri öðlinga í dansinn og útkoman er Rokk með stóru erri. Perlur íslenskrar tónlistar á disk - Steinar endurútgefa hátt í 50 íslenska titla á geisladiskum Þann 17. júní árið 1975 hófst nýr kafli í sögu íslenskrar dægurtón- hstar. Þá hóf hljómplötufyrirtækið Steinar starfsemi með útgáfa á ein- hverri umtöluðustu hljómplötu á íslandi, Stuðmannaplötunni Sum- ar á Sýrlandi. Fyrirtækið minnist 17 ára afmæhs síns á þessu ári með útgáfu 35-45 íslenskra titla og er þar um að ræða efni sem hefur verið ófáanlegt svo árum skiptir. Hér er um að ræöa tónhst sem gef- in var út á sínum tíma á merkjum SG, Fálkans og Steina. Að sögn Jónatans Garðarssonar er leitast við að hafa gerð umslags og texta- blaðs eins upprunalegt og kostur er, en í sumum tilfehum er aukið við upplýsingar. Það sama gildir með tónlistina, þó sums staðar hafi þurft að skerpa hljóm með endur- hljóöblöndun enda útgáfan miðuð við geisladiska og þar eru kröfur aðrar en á vinylnum. Útgáfan, sem kallast Homsteinar íslenskrar tónhstar, hófst sl. fimmtudag og komu þijár plötur út þann dag. Fram th 17. júní verða endurútgefnir 17 titlar en talan 17 verður eins konar þema þessarar útgáfu. Endurnýjuð kynni af gömlum vinum Á fimmtudaginn komu á markað plöturnar Sturla, margrómað meistaraverk Spilverks þjóðanna, Hinn íslenski Þursaflokkur og safnplatan Aldrei ég gleymi sem inniheldur 17 ballöður frá síðustu 17 árum. Þann 9. apríl verða gefnar út tvær plötur. Annars vegar Fyrir sunnan Fríkirkjuna með Heimi og Jónasi og hins vegar fyrst plata Savanna tríósins frá 1964, en hún heitir Folksongs from Iceland. í lok apríl koma svo á markað tvær ólíkar plötur, Á þjóðlegum nótum með Ríó tríói og ímynd með Egó. Útgáfan heldur áfram seinni hlutann í maí með tveimur plötum sem hafa verið ófáanlegar um ára- bil. Þar eru á ferðinni Eitt sumar á landinu bláa með Þremur á pahi og 40 vinsælustu lög síöari ára með Silfurkórnum. Kaffibrúsakarlarnir öðlast endurnýjun lífdaga í byrjun júni og Mávasteh Grýlanna kemur á markað 11. júní. Þessari fyrri endurútgáfulotu Steina lýkur svo á þjóðhátíðardag- inn en þá verður fyrsta plata Stuð- manna, Sumar á Sýrlandi, útgefin á geisladiski með 17 síðna texta- og upplýsingabók. Auk hennar verður fyrsta plata Trúbrots gefin út á sama tíma en á þeim diski verður eitt lag sem ekki hefur verið gefið út fyrr. Lagið heitir Breyttu bara sjálfum þér og sýnir Karl heitinn Sighvatsson í miklum ham á orgel- inu. í haust heldur þessi endurútgáfu- törn Steina áfram og þá verða allt að 30 titlar settir á markað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.