Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1992, Page 60
o«
-NJS
F R ÉTT
S K O T I
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um
frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir
hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað
í DV, greiðast 3.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku
greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn-
leyndar er gætt. Við tökum við frétta-
skotum allan sólarhringinn.
Ritstjóm - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími
Frjálst,óháö dagblað
LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1992.
Faldi svikin með Ijósritum
var hins vegar sýknaður af sakargiftum um brot í opinberu starfi
Fymun innkaupastjóri Orkubús
Vestíjarða á ísafirði hefur verið
fúndinn sekur um rúmlega einnar
milijónar króna fjárdrátt í starfi
sínu árið 1988. Héraðsdómur Vest-
fjarða dæmdi manninn i 5 mánaða
skilorðsbundið fangelsi.
Innkaupastjórinn hafði yfirum-
sjón meö öllum innkaupum og
birgðahaldi á lager Orkubúsins. I
nóvember 1988 óskaði orkubús-
stjóri eftir að endurskoðandi gerði
athugun á bókhaldi varðandi inn-
kaup á lagervöru til fyrirtækisins.
Grunur hafði vaknað um íjárdrátt
með fólsuðum gögnum - ýmist
gjaldeyriskaupanótum eða vöru-
reikningum. Innkaupastjórinn
sagði þá starfi sínu strax lausu.
Við yfirheyrslur viöurkenndi
maðurinn strax fjárdrátt. Kvaðst
hann hafa dregið sér samtals 'rúma
eina milljón króna í fjögur skipti
árið 1988. Hann fékk í öllum tilvik-
um óútfyllta tékka hjá gjaldkera
Orkubúsins undir þvi yfirskini aö
ætla að greiða fyrir vörur til bús-
ins. í tvö skipti var alls ekki um
nein innkaup að ræða. Maðurinn
viðurkenndi aö hafa einfaldlega
skrifað út 176 og 271 þúsund króna
ávísanir og dregið sér báðar upp-
hæðirnar. í hin tvö skiptin var
hluta af andvirði tékka varið til
gjaldeyriskaupa en mismuninn,
tæplega 600 þúsund krónur, hag-
nýtti maðurinn sér sjálfur.
Innkaupastjórinn gaf gjaldkeran-
um ávallt upp tékkafiárhæðirnar
og greindi honum munnlega frá því
í hvað peningarnir heíðu farið.
Hann dró hins vegar aö skila gjald-
eyris- og vörureikningunum þang-
að til farið var að reka á eftir hon-
um. f>á tók hann það til bragðs að
ljósrita eldri reikninga úr bókhaldi
Orkubúsins, vélritaði þær fiárhæð-
ir sem þurfti á þá til aö stemma af
bókhaldið og skilaðí síðan „skjöl-
unum“ inn.
Við yfirheyrslur kvaðst maður-
inn hafa gripið til framangreindra
örþrifaráða þegar sýnt þótti að
húseign hans yrði seld á nauðung-.
aruppboði. Við ákvörðun refsingar
var litið til hreinskilnislegrar játn-
ingar mannsins - hann hafði þegar
endurgreitt þaö fé sem hann dró
sér - og „vammlausrar" hegðunar
hans á þeim fiórum árum sem liðin
eru frá brotunum.
Ríkissaksóknari kraföist þess að
maöurinn yrði einnig dæmdur fyr-
ir brot í opinberu starfi en dómur-
inn sýknaði hann af þeim sakar-
giftum, meðal annars vegna þess
að skilgreining iðnaðarráðuneytis-
ins á orkubúinu væri ekki á þá leið
að eðli starfs innkaupastjórans
væri frábrugðið hliðstæðum stöð-
um í öðrum atvinnufyrirtækjum á
landinu. Jónas Jóhannsson hér-
aðsdómari kvað upp dóminn.
-ÓTT
Akureyri:
Atvinnuleysi
fer minnkandi
Hæstiréttur í nauögunarmáli:
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
4
4
Atvinnuleysi fór minnkandi á Ak-
ureyri í síðasta mánuði og virðist
vera að rætast talsvert úr í þeim efn-
um, að sögn Sigurbjargar Héðins-
dóttur hjá Atvinnumiðlun Akur-
eyrar.
í lok febrúar voru 333 á atvinnu-
leysisskrá en nú um mánaðamótin
síðustu voru skráðir án atvinnu 305.
Að vísu er fækkunin ekki mjög mik-
0 en Sigurbjörg sagðist hafa það á
tilfinningunni að talsvert væri að
rætast úr þessa dagana, hvort sem
það ástand myndi vara eða ekki.
Verkafólk er langfiölmennast á at-
vinnuleysisskrá á Akureyri.
2 ára fangelsi
varð að sýknu 4
4
»BÍL ASTrt
ÞRÖSTIIR
68-50-60
VANIR MENN
Hæstiréttur hefur sýknað tæplega
fimmtugan karlmann af ákæru um
nauðgun. Sakadómur Kópavogs
haföi hins vegar dæmt hann í tveggja
ára fangelsi og til greiðslu 350 þúsund
króna í skaðabætur til konunnar
sem kærði hann.
Atburðurinn átti sér stað í íbúð í
Breiðholti. Maðurinn og konan voru
ölvuð og bæði gestkomandi í íbúð-
inni. Fyrir héraðsdómi viðurkenndi
maðurinn að konan hefði mótmælt
samförum þeirra í fyrstu. Hann við-
urkenndi jafnframt að hafa haldiö
fyrir munn hennar. Læknisrann-.
sókn staðfesti roða á munni konunn-
ar, eins og eftir grip, og eymsl á legg
og fæti konunnar. Sakadómur Kópa-
vogs sakfelldi manninn með hliðsjón
af framburði. konunnar, að hluta til
á framburði mannsins, svo og lækn-
isskýrslu.
Hæstiréttur taldi varhugavert að
telja sannað aö um nauðung hefði
verið að ræða með hliðsjón af því að
vafa beri að meta sakborningi í hag.
-ÓTT
Yf irvinnubann mjólkurf ræðinga
Fuglarnir á tjörninni kunna að vel að meta brauðin. Að minnsta kosti tóku
þeir vel við þegar bæjarstarfsmenn voru að fóðra þá i gær. DV-mynd GVA
Mjólkurfræðingar hafa boðað
ótímabundið yfirvinnubann frá og
með 10. apríl næstkomandi. Tilgang-
urinn er að knýja á um samninga
sem hafa verið lausir frá því í sept-
ember síðastliðnum. Yfirvinnubann-
ið kann að hafa áhrif á framboð á
mjólkurvörum yfir páskana þannig
að það verði minna en ella.
Að sögn Geirs Jónssonar, for-
manns samninganefndar mjólkur-
fræðinga, var siðasti samningafund-
ur í fyrradag. Eftir miðnætti slitnaði
upp úr og hefur nýr fundur ekki ver-
iö boðaður.
-JSS
LOKI
Þeireru hálfsúrir,
þessir mjólkurfræðingar!
Veður á sunnudag og mánudag:
Slydda og hiti yf ir f rostmarki
Á sunnudag verður fremur hæg austlæg átt. Það verður slydda á Vestfiörðum og við norðurströndina en annars rigning,
einkum þó á Suður- og Suðausturlandi. Hiti verður á bilinu 1-5 stig.
Á mánudag verður norðaustanátt, sums staðar nokkuð hvöss. Slydda eða snjókoma verður um landið norðanvert og hiti
um frostmark en að mestu þurrt og tveggja til fimm stiga hiti syðra.
4
4
4
4
4
4
4