Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1992, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1992, Síða 9
LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1992. 9 Kolfinmir og Brá standa efst kynbótahrossa Nú er flestum stórsýningum kynbótahrossa lokið ef undan er skilið fjórðungsmót hestamanna á Vesturlandi. Ekki er úr vegi að líta yfir farinn veg og kikja á afburða- gripi ársins til þessa. Hrannar frá Kýrholti hefur kom- ið fram á sjónarsviðið svo um mun- ar með hæstu aðaleinkunn fjög- urra vetra stóðhests. Hann fékk 8,18 í aðaleinkunn á sýningu á Heflu. Hrannar er með einkunnir yfir 8,00 jafnt fyrir byggingu sem hæfileika. Byggingareinkunnin er 8,05 en hæfileikaeinkunnin 8,31, sem er hæsta hæfileikaeinkunn fjögurra vetra stóðhests á þessu ári. Viðar Jónsson í Keflavík er eig- andi Hrannars sem er undan Ófeigi frá Flugumýri og Stjömu frá Kýr- holti. Svartur frá Unalæk kemur næst Hrannari en töluvert er í næstu hesta. Svartur fékk 8,16 í aðaleink- unn á sýningu Stóðhestastöðvar- innar í Gunnarsholti. Svartur fékk 8,28 fyrir byggingu, sem er jafn- framt hæsta byggingareinkunn fjögurra vetra stóðhests í sumar, og 8,14 fyrir hæfileika. Svartur er undan Kjarval frá Sauðárkróki og Fiðlu frá Snartarstöðum og er í eigu Odds Björnssonar á Unalæk. Tveir aðrir fjögurra vetra stóð- hestar hafa fengið yfir 8,00 í aðal- einkunn: Höldur frá Brún 8,06 og Gumi frá Laugarvatni 8,02. Sextán fjögurra vetra stóðhestar hafa fengið 7,75 eða meir í aðaleinkunn. Fimm vetra flokkurinn bestur Þrjátíu og tveir fimm vetra stóð- hestar hafa fengið einkunnina 7,75 eða meir, þar af níu yfir 8,00. Kjam- ar frá Kjarnholtum, undan Kol- grími frá Kjamholtum og Hrefnu frá Holtsmúla, er hæstur með 8,14 í aðaleinkunn. Þá einkunn fékk hann í dómi á Stóðhestastöðinni í Gunnarsholti. Kjamar fékk 8,15 fyrir byggingu og 8,13 fyrir hæfi- leika og er í eigu Jens Petersen á Stokkseyri. Brennir frá Kirkjubæ, Farsæll frá Ási og Seimur frá Víðivöllum fremri fengu alflr 8,10 í aðalein- kunn á sýningum í vor. Vörður frá Enni hefur fengið hæstu bygging- areinkunn fimm vetra stóðhests í sumar 8,35, en Seimur frá Víðivöfl- um fremri hæstu hæfileikaein- kunnina 8,57. Kolfinnur frá Kjam- holtum efstur allra Hæst dæmdi stóðhesturinn á þessu ári er Kolfinnur frá Kjam- holtum. Vignir Siggeirsson tamn- ingamaður hefur verið með Kolf- inn í tamningu í Skagafirðinum í vetur og sýndi hann á héraðssýn- ingu Skagfirðinga fyrir viku. Kol- finnur fékk geysiháar einkunnir: 8,00 fyrir byggingu, 8,61 fyrir hæfi- leika, sem jafnframt er hæsta hæfi- leikaeinkunn sex vetra stóðhests og 8,30 í aðaleinkunn. Kolfinnur er undan Þætti frá Kirkjubæ og Kolf- innu frá Kröggólfsstöðum og er í eigu Gunnars Baldurssonar á Kvíarhóli. Kveikur frá Miðsitju kemur næstur með 8,25, Segufl frá Stóra-Hofí, Sokki frá Sólheimum og Þengifl frá Hólum með 8,18 en aðrir minna. Sokki frá Sólheimum hefur fengið hæstu byggingarein- kunn allra kynbótahrossa á land- inu það sem af er sumri 8,58. Þijá- tíu og þrír stóðhestar hafa fengið einkunnina 7,75 eða meir, þar af tólf yfir 8,00. Brá og Kolskör lang- efstar eldri hryssna Brá frá Sigmundarstöðum 8,32 og Kolskör frá Gunnarsholti 8,31 hafa fengið langhæstu dóma sex vetra hryssnanna og er langt í þá þriðju. Brá fékk 7,85 fyrir byggingu og 8,79 fyrir hæfileika, sem er jafnframt hæsta hæfileikaeinkunn kynbóta- grips á þessu ári, á forsýningu fyr- ir fjórðungsmótið á Vesturlandi. Kolskör fékk 8,05 fyrir byggingu og 8,57 fyrir hæfileika á héraðssýn- ingu í Skagafirði. Brá er undan Viðari frá Viðvík og Brynju frá Sig- mundarstöðum og er í eigu Reynis Aðalsteinssonar en Kolskör er undan Kolfinni frá Kjarnholtum og Glóð frá Gunnarsholti og er í eigu Eyrúnar Ýrar Pálsdóttur. Tuttugu og tvær sex vetra hryssur hafa fengið 8,00 eða meir í aðaleinkunn í sumar. Einungis þijár af þessum sautján hryssum hafa fengið yfir 8,00 fyrir byggingu. Engin fjögurra vetra hryssa yfir 8,00 Fáar ungar hryssur hafa komist yfir 8,00 i aðaleinkunn í sumar. Fimm vetra hryssumar eru fjórar en enginn fjögurra vetra hryssa hefur náð því takmarki. Morgunstjama frá Stóra-Hofi er hæst dæmda fimm vetra hryssan. Hún fékk 8,13 fyrir byggingu, 8,20 fyrir hæfileika og 8,16 í aðalein- kunn á héraðssýningu á Gadd- staðaflötum fyrir viku. Morgun- stjama er undan Stíg frá Kjartans- stöðum og Gæfu frá Stóra-Hofi og er í eigu Sigurbjörns Eiríkssonar. Engin íjögurra vetra hryssa hef- ur fengið yfir 8,00 í aðaleinkunn. -E.J. Brá frá Sigmundarstöðum er hæst dæmda hryssa ársins. Knapi er Reynir Aðalsteinsson. Kolfinnur frá Kviarhóli er hæst dæmdi stóðhestur ársíns. Knapi er Vignir Siggeirsson. DV-myndir E.J. IMotar þú vettlinga þegar þú lest bækur? Bók þarf ekki að kosta 2000 krónuf til aö vera góó. Urvalsbækur kosta 790 krónur og ennþá minna í áskrift! Á næsta sölustaó eða í áskrift í síma (91)63 27 00 Það er vissara meðan þú lest þessa: - annars nagar þú neglurnar upp til agna! Æsileg spennusaga úr New York ímans K K Bifreið þessari var stolið frá Skeifunni 9 31. maí si. Þeir sem geta gefið upplýsingar um hvar hún er niðurkomin vinsamlegast hafi sam- band í síma 686915. Fundariáun 25.000 kr. Bifreiðin er MMC Galant, hvít að lit, árg. 1990, nr. LL 398

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.