Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1992, Qupperneq 16
16
LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1992.
Skák
f slenska sveitin í sjötta sæti á ólympíuskákmótimi í Manila:
Ennþá betra
en í Dubai
Jón L. Ámasan, DV, Manila:
Efdr fimmta sæti í Dubai, áttunda
í Novi Sad og nú sjötta sæti í Man-
ila hljóta íslendingar aö hafa tryggt
sér sess meðal sterkustu skákþjóða
heims. Árangurinn í Manila er sér-
lega eftirtektarverður. íslenska
skáksveitin varö fremst Vestm--
Evrópuþjóða og einungis fyrrum
Sovétlýðveldi og skáksveit Banda-
ríkjamanna hrepptu hærri sæti.
Samkvæmt „gömlu heimsmynd-
inni“ væru Islendingar í verð-
launasæti.
Óhætt er að segja að íslensku
skákmennirnir hér í Manila séu
þreyttir eftir átök síðustu vikna en
samdóma álit allra er að þetta hafi
verið erfiðasta ólympíumótið til
þessa. Fyrirfram var íslenska
sveitin í 14. sæti í styrkleiöaröðinni
og ávallt var teflt gegn sterkum
andstæðingum. Við mættum átta
þjóðum sem voru hærra skrifaðar
en við: í staö einnar sovéskrar
sveitar eins og var hér „í þá gömlu
góðu daga“ var nú tylft sveita frá
fyrrum Sovétríkjum og þijár frá
Júgóslavíu - allt mjög sterkar
skáksveitir. Engum blöðum er um
þaö aö fletta að sjötta sætið nú,
meðal 110 keppnisþjóða, er ennþá
betri árangur en fimmta sæti í
Dubai 1986.
í íjórtán umferðum vann íslenska
skáksveitin níu töfl en tapaði fimm.
Sveitin slapp stóráfallalaust frá
mótinu - tapaði aldrei stærra en
með minnsta mun, 1,5 gegn 2,5
vinningum. Aldrei var jafntefli 2-2.
Við unnum íra, Dani, Perúmenn,
Svisslendinga, Kirgistani, Eng-
lendinga, Hollendinga, Rúmena og
Tékka. Margar þessara þjóða hafa
oft reynst íslendingum erfiðar, t.d.
Danir og Rúmenar, svo ekki sé
minnst á Englendinga og Hollend-
inga og líklega höfum við aldrei
unnið Tékka fyrr en nú. Töpin voru
gegn Bosníu-Herzegóvínu, Banda-
ríkjamönnum, Ungveijum, Rúss-
um og Þjóðverjum.
Allir íslensku skákmennimir
stóðu vel fyrir sínu. Jóhann Hjart-
arson fékk 6,5 vinninga af 12 á 1.
borði (54,2%) og tefldi gegn mjög
sterkum stórmeisturum - mótheij-
ar hans höfðu aö meðaltali yfir 2600
Elo-stig. Margeir Pétursson fékk 5,5
v. af 10 (55,0%), Helgi Ólafsson fékk
5 v. af 9 (55,6%), Jón L. Ámason 7
v. af 11 (63,6%), Hannes Hlífar Stef-
ánsson 7 v. af 9 (77,8%) og Þröstur
Þórhallsson 2,5 v. af 5 (50%). Liðs-
stjórinn, dr. Kristján Guömunds-
son, átti oft úr vöndu aö ráöa, því
að allir vora frískir og allir vildu
tefla. Þröstur tefldi fæstar skákir
en frammistaða annarra liðs-
manna bitnaði á honum. Hann var
sá eini sem ekki var með yfir 50%
vinningshlutfall en hann tapaði
sinni síðustu skák og gafst ekki
kostur á að bæta úr því. Aldrei fyrr
hefur íslensk skáksveit á ólympíu-
móti veriö jafnsterk.
Þessi var staöa efstu þjóða:
1. Rússland 39 vinningar
2. Uzbekistan 35 v.
3. Armenía 34,5 v.
4. Bandaríkin 34 v.
5. Lettland 33,5 v.
6. ísland 33,5 v.
7. Króatía 33,5 v.
8. -10. England, Úkraína og Georgía
33 v.
11.-14. Bosnía-Herzegóvína, Þýska-
land, ísrael og Tékkóslóvakía 32,5
v. o.s.frv.
Hannes Hlifar Stefánsson náði siöasta áfanga að stórmeistaratitli. Sá hængur er þó á að til þess að veröa stórmeistari þarf hann að hafa a.m.k.
2500 Elo-stig. Á skákstigalistanum, sem tekur gildi 1. júlf nk., hefur Hannes 2455 stig. Honum verður eflaust ekki skotaskuld úr þvi að ná tilskild-
um stigum og þá verður hann sjálfkrafa stórmeistari - sjöundi stórmeisari íslendinga.
Rússar sigraðu með miklum yfir-
buröum og munaöi mest um tvo
menn, sem svo sannarlega reynd-
ust betri en engir. Heimsmeistar-
inn, Garrí Kasparov, hélt skáksýn-
ingu á fyrsta boröi - fékk 8,5 v. af
10, og oftar en ekki gekk hann gjör-
samlega frá mótherjanum. Þá vakti
frammistaöa ungs pilts, Vladimirs
Kramniks, mikla athygli. Kramnik,
sem hélt upp á 17. afmælisdag sinn
með því aö taka á móti gullverð-
launum, fékk 8,5 v. af 9 - leyfði
aðeins eitt jafntefli, við Helga Ól-
afsson. Khalifman, Dolmatov og
Vizvanavin stóðu einnig fyrir sínu
í sveitinni en Alexei Dreev var sá
eini þeirra sem ekki var taplaus -
tapaði fjóram skákum.
Úrslit á ólympíumótum ráðast í
lokaumferðunum og sveiflumar
geta veriö miklar. Þannig hefði ís-
lenska sveitin hæglega getað lent
mun neðar í röðinni, því aö útlitiö
í skákunum viö Tékka var hreint
ekki fagurt um tíma. Jóhann fóm-
aði peði gegn Ftacnik á 1. borði en
náði ekki nægilegum færum og
fékk tapaða stöðu.
En honum tókst að klóra í bakk-
ann og halda jafntefli. Þá komst
Margeir ekkert áleiðis með hvítu
gegn Stohl á 2. boröi og Hannes
komst heldur ekkert með Hracek á
fjórða borði. Staöan í skák minni
gegn Mokry á 2. boröi leit heldur
ekki gæfulega út og sannast sagna
átti ég allt eins von á því að verða
mát í 20 leikjum. En Mokry lenti í
tímahraki og glutraöi stöðunni nið-
ur. Þannig breyttist 3-1 ósigur í
2,5-1,5 vinninga sigur og sjötta sæti
í höfn.
Stórmeistara-
áfangi Hannesar
Með frammistöðu sinni náði
Hannes Hlífar Stefánsson þriöja og
síðasta áfanga sínum að stórmeist-
aratitli. Sá hængur er þó á að til
þess aö verða stórmeistari þarf
hann að hafa a.m.k. 2500 Elo-stig. Á
skákstigalistanum, sem tekur gildi
1. júlí nk„ hefur Hannes 2455 stig
- fékk „nokkrar gamlar syndir í
höfuðiö" frá fyrri mótum, þar sem
Jiann stóö sig miður. Honum verð-
ur eflaust ekki skotaskuld úr því
að ná tilskildum stigum og þá verð-
ur hann sjálfkrafa stórmeistari -
sjöundi stórmeistari íslendinga.
Hannes tefldi yfirvegaö og vel í
Manila og er hann var kominn með
6,5 v. af 8 hafði hann náð stórmeist-
araáfanga, þótt hann hefði tapað
síðustu skákinni, en níu skákir
varð hann að tefla. Þetta setti liös-
stjórann, dr. Kristján, 1 mikinn
vanda við að stilla upp liöinu fyrir
lokaslaginn, því að í raun og vera
var ekki ástæða til aö hvíla neinn.
Kristján tók þá ákvörðun að láta
sama lið tefla og haföi unnið Eng-
lendinga og Rúmena en því verður
sennilega seint svarað hvort það
hafi verið rétt ákvörðun.
En aftur að Hannesi. Áttundu
Umsjón
Jón L. Árnason
skákina tefldi hann gegn Rúmen-
anum Istratescu í þrettándu um-
ferð. Tvö jafntefli í tveimur skák-
um hefðu nægt Hannesi til áfanga
en hann var þó ekki á því aö gefa
mótheijanum fyrirhafnarlítið jafn-
tefli. Hins vegar var augljóst af tafl-
mennsku Rúmenans aö hann hafði
ekkert á móti því aö skipta vinn-
ingnum með Hannesi. Hann sldpti
upp öllum mönnum sem hann sá
og elti drottningu Hannesar um
allt borð. En í endataflinu tókst
Hannesi að snúa á hann og gerði
það býsna skemmtilega.
Hvitt: A. Istratescu (Rúmeníu)
Svart: Hannes Hlífar Stefónsson
Fjögurra riddara tafl.
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Rc3 Rc6 4.
Bb5 Bb4 5. 0-0 0-0 6. Bxc6 dxc6 7.
Rxe5 Bxc3 8. dxc3 Rxe4 9. Bf4
X X A h
& A A A A
A
A 4 m
A S A A A s A A
ABCDEFGH
Andstæðingur Hannesar hefur
teflt frámunalega leiðiniega og nú
bauð liann jafntefli. Hannesi datt
ekki í hug að þekkjast boðið, þótt
staöan bjóði ekki upp á mikið. E.t.v.
klingdu orð liðsstjórans í eyrum
Hannesar: „Tefla með flórhjóla-
drifinu í dag!“ sagði hann fyrir við-
ureignina. 9. - Df6 10. Df3 Rd6 11.
Hfel Be6 12. Rd3 Hfe8 13. Dg3 Rf5
14. Dg5 Dxg5 15. Bxg5
Hvítur hefur loks náö drottninga-
kaupum og taflið er hnífjafnt. En
Hannes teflir áfram.
15. - b6 16. Bf4 Hac8 17. a4 fiB 18. h3
c5 19. a5 g5 20. Bh2 c4 21. Rb4 c5 22.
Ra6 Bf7 23. Hxe8 Hxe8 24. Kfl Hd8
25. Bc7 Hd2 26. axb6
Hér er 26. Bxb6!? axb6 27. axb6
athyglisverður möguleiki - virðist
leiöa til jafnteflis.
26. - axb6 27. Bxb6 Hxc2 28. Rxc5
Bd5!
Sterkara en 28. - Hxb2 og ekki
spillir að hvítur gæti fallið í gildr-
una 29. Hdl? Bxg2+! 30. Kxg2 Re3 +
og hrókurinn fellur.
29. Rd7 Kf7 30. Hdl Be4! 31. Bc5 Rh4
32. g3 Bd3+ 33. Kgl Rf3+ 34. Kg2
Be4 35. Rb6 Hxb2 36. g4 Hc2! 37. Kg3
Ef 37. Bb4 þá 37. - Rd4 +! og síðan
38. - Re2+ og c-peðið hlýtur að
falla. Hannes hefur smám saman
náð aö snúa taflinu sér í vil en
ætla mætti þó aö vinningurinn
gæti orðið torsóttur.
37. - Hxc3 38. Hd7+ Kg6 39. Be3 Re5
40. He7 h5 41. gxh5 Kxh5 42. He8?
Bc6 43. He6?
Gætir sín ekki á lævísri brellu
svarts.
8
7
6
5
4
3
2
1
ABCDEFGH
m & s * 4 á +
A A
X ÉL A W:
43. - Hxe3+!! 44. fxe3 c3
Svarta peðið verður ekki stöðvaö!
Ef 45. HxfB c2 46. Hfl Rd3, vinnur
síðan hrókinn og skákina þar á eft-
ir.
45. Rc4 c2 46. Rxe5 cl=D 47. Rxc6 f5
Einfaldara hefði verið 47. - Dgl +
48. Kf3 g4+ og vinnur í nokkrum
leikjum.
48. Kf2 Dd2+ 49. Kfl Kh4 50. Rd4
Kxh3 51. Re2 Dd5 52. Hh6+ Kg4 53.
Kel De4 54. Kd2 f4 55. exf4 gxf4 56.
Hh8 Dd5+ 57. Kc2 f3 58. Rc3 Df5+
59. Kd2 Df4 +
Og nú loks gafst Rúmeninn upp.