Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1992, Qupperneq 25
LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1992.
25
Börnin á Blönduósi voru alveg ófeimin viö að taka lagiö með Helga: Geta pabbar ekki grátiö ... ?
DV með hljómsveitinni Síðan skein sól á Norðurlandi:
Rokk og ról
í Sólartúr
Hljómsveitarmenn og rótarar söfnuðust í rútuna við Umferðarmiðstöðina
að morgni föstudags.
Gengið frá gistingu á Hótel Eddu á Stóru-Tjörnum, Ljósavatnsskarði.
Þar nutu Sóiarmenn einstakrar gestrisni. Það var kátt í móttökunni.
Ragnar Sigurjónsson, ljósmynd-
ari DV, slóst í för með hljómsveit-
inni Síðan skein sól um síðustu
helgi. Haldið var að Ýdölum
skammt frá Húsavík þar sem
hljómsveitin reif þakið næstum því
af með rokki og róh. Um 700 manns
komu á baliið sem haldið var á
föstudagskvöld og voru allir í
miklu stuði. Daginn eftir var haldið
á Blönduós þar sem Sólarmenn
tróðu upp á bamaballi fyrr um
Helgi Björnsson söngvari var í miklum ham í Ýdölum og fékk salinn
hreinlega til að bulla og sjóða undir kröftugu Sólarrokki. DV-myndir Rasi
kvöldið - trylltu síðan stóru bömin
þegar líða tók aö miðnætti.
Hér má sjá myndir sem Ragnar
tók í þessum túr meö Sóhnni.
-hlh
Til að líta nógu villimannlega út
setti Helgi söngvari egg i hárið.
Sólarmenn fylgjast með aðförun-
um á fyrstu myndinni, hjálpa til við
að þurrka á annarri en á þriðju
er Helgi tilbúinn i slaginn.
Sviðsljós
Fyrsti írski setterinn á íslandi:
Var hann í eigu
Gríms Thomsen?
Ljóðskáldið Grímur Thomsen
(1820-1896), seni sat á Alþingi, var
lengi í utanríkisþjónustu Dana og er
yfirleitt talinn eitt helsta skáld róm-
antísku stefnunnar á íslandi, var
hændur að dýmm. Grímur mun hafa
átt írskan setter sem má meðal ann-
ars sjá á myndinni af Grími hér á
síðunni. Að eiga írskan setter er í
sjálfu sér ekki merkilegra en að eiga
aöra hunda. Öllu merkilegri þykja
hins vegar vangaveltur sem ganga
út á það að Grímur Thomsen hafi átt
fyrsta írska setterinn sem kom hing-
að th lands, hafi reyndar komið með
hann með sér frá Danmörku.
Hundaáhugamaður sem DV ræddi
við var á ferðinni í Kolaportinu á
dögunum og rakst þá á póstkort af
Grími með setterinn. Hann rýndi í
myndina og sölumaðurinn spurði
hvort hann hefði mikinn áhuga á
Grími. „Nei,“ sagði hundaáhuga-
maðurinn, „mér er alveg sama um
Grím en mér hst mjög vel á hundinn
hans.“
Eftir viðtöl við áhugamenn um
hunda og áhugamenn um Grím
Thomsen er spurningunni um hvort
Grímur hafi átt fyrsta írska setterinn
á íslandi enn ósvarað. í bókinni
Merkir íslendingar má hins vegar sjá
klausur er lýsa dýravininum Grími:
„Við skepnur var hann góður og
mátti ekki sjá þeim misþyrmt. Hafði
hann hið mesta dálæti á hundum og
hestum."
Við birtum hér mynd af Grími og
írska setternum. Þeim er vita hið
sanna í málinu er velkomið að hafa
samband við helgarblað DV.
-hlh
Grfmur Thomsen með írskan setter við fætur sér. Var þetta fyrsti írski sett-
erinn á íslandi?
Stjórnendur fyrirtækja, ath.
Sendibílstjórar, sem aka daglega frá Reykjavík um
Suðurnesin og Selfosssvæðið, óska eftir föstum
flutningum með þrifalegar vörur, stórt sem smátt.
Samnýtt flutningatæki - sparnaður í rekstri.
Hafið samband við auglþj. DV
í síma 91-632700. H-5480.
ÚTBOÐ GATNAGERÐ
Sandgerðisbær óskar eftir tilboðum í gatnagerð í
Norðurgötu og Miðtúni.
Helstu magntölur eru: uppúrtekt 13003
fylling 25003
lagnir 220 m
10 niðurföll
503 sprengingar.
Útboðsgögn verða afhent á Bæjarskrifstofunni Sand-
gerði, Tjarnargötu 4, og Verkfræðistofu Halldórs
Hannessonar, Bæjarhrauni 20, Hf. Tilboðin verða
opnuð á Bæjarskrifstofu Sangerðis föstudaginn 3.
júlí kl. 11.00.