Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1992, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1992, Síða 26
26 LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1992. Einangrun, villilíf og sjálfsþurftarbúskapur á Galtarvita: Hér verða allir að villimönnum segir Valur Fannar vitavörður sem lifir nær eingöngu á náttúrunnar gæðum „Ég held að sá sem er ekki villi- maður, þegar hann kemur hingað, verði það. Það er nokkuð víst,“ segir Valur Fannar, vitavörður á Galtar- vita á Vestfjörðum. Valur og eigin- kona hans, Guöbjörg Tryggvadóttir, hafa verið vitaverðir þar í fjögur ár sem þykir mjög mikið á þessum ein- angraða stað. A þeim tíma hafa þau eignast tvær dætur, Lindu Rós og Snædísi. Galtarviti er í Keflavík undir Gelti, fyrst reistur 1920 en endurbyggður 1959. Vitinn er algerlega einangrað- ur, eina leiðin er að fara með bát inn á Súgandafjörð eða langar og hættu- legar vegleysur yfir íjöllin til Bolung- arvíkur. í einangruninni hafa þau lært að lifa á náttúrunni og nú orðið kaupa þau ekkert nema mjólkurmat, um önnur matfóng sjá þau sjálf. Alger sjálfs- þurftarbúskapur „Þetta hefur þróast út í að vera alger sjálfsþurftarbúskapur. Við kaupum eiginlega bara mjólkurvör- ur nú orðiö svo matarreikningurinn er orðinn lítill sem enginn. Ég hef verið mikið hérna í veiðimennsku. Það er náttúrlega þorskurinn hérna í haflnu og svartfuglinn og skarfa- veiðin er skemmtileg á haustin. Síð- an náði ég að veiða tvo helsingja eft- ir margra daga vinnu. Svo er náttúr- lega rjúpnaveiðin hérna í desember. Þá stofnaði ég til stríðs við minkinn þegar ég kom hingað enda hefur smáfuglaiífið breyst til muna, það var voðaléga snautt fyrst. Þetta er mjög árstíðabundið héma. Maður er mikiö í veiðimennsku. Á vorin og allt sumarið er maður í sjó- fiskinum, á haustin að skjóta fugl og alveg fram í desember er maður í rjúpunni. Minkurinn er náttúrlega allt árið og síðan er sveppatínsla mikil héma og ber. Að auki höfum við verið héma með kindur og hæn- ur. Ég er voða mikið úti við. Maður er alltaf að gera eitthvað, herða flsk, reykja kjöt og allan fjandann. Og náttúrlega að hnýta flugur til að búa sig undir að sleppa aftur til byggða. Það er eiginlega það versta að hafa ekki komist í veiði en á móti kemst maður náttúrlega í akkorðið í þorsk- því. Það er ekki fyrir hvern sem er að búa hérna, alls ekki. Við emm búin að vera hérna í fjögur ár sem er það mesta síðan hinn frægi Óskar Aðalsteinn fór fyrir tæpum tveim áratugum eftir 24 ára vist! Fólk hefur verið hérna í eitt eða tvö ár, það er nú alit og sumt. Það er samt voöa gott að prófa þetta, sérstaklega ef maður lítur á aö maður eyðir kannski 50-60 árum í bænum - þá sér maður ekki eftir íjórum árum í svona allt aðra veröld eins og þetta í rauninni er.“ Frá Flugleiðum ívillilifnað „Ég held að þeir ráði ekki hingað barnafólk en geta lítið gert í því þeg- ar þau koma eftir á. Annars hafa nú eiginlega alltaf komið börn hérna.“ - Dægradvölin er þá að búa til börn og veiða dýr? „Já, lifa villilífi, það er nú svona meginþráðurinn í þessu. Það er næg- ur tími til að búa til böm og gera nákvæmlega það sem maður hefur alltaf langað til að gera. Ég hugsa að það verði erfltt fyrir mig að fara héð- an, ég gríp ekki byssuna og rölti nið- ur í fjöru í bænum. Þetta verða kannski minni viðbrigði fyrir Guð- björgu því hún hefur aðallega verið með börnin hejma. Hún hefur notið lítils af útiverunni á við mig, hefur meira verið í hannyrðum og prjóna- skap og þess háttar." Valur og Guðbjörg unnu bæði hjá Flugleiðum og lifðu ósköp venjulegu lífi í Reykjavík áður en Galtarvita- ævintýrið hófst. Nú um mánaðamót- in lýkur hins vegar ævintýrinu enda eldri dóttirin á þriðja ári og þarf að komast innan um önnur börn. „Við vorum búin að koma okkur vel fyrir þegar okkur datt þessi vit- leysa í hug. Við eigum ennþá hús í bænum og stefnum jafnvel að fara aftur þangað en annars er ágætt að vera hér og við höfum jafnvel hug á að koma okkur fyrir hérna, annað- hvort héma á Suðureyri eða ísafirði. Þetta er búið að vera alveg dýrlegt!" - Hvemig datt ykkur þetta í hug? „Þetta var bara einhver ævintýra- þrá en það var nú aldrei meiningin að vera hér í fjögur ár. En jafnvel eftir þessi fjögur ár erum viö ekki „Þetta er ansi góður prófsteinn á samband karls og konu.“ Éinangrunin er griðarleg en jafnframt er nægur tími til að gera allt sem hugurinn girnist. „Það er nægur tími til að búa til börn og gera nákvæmlega það sem mann hefur alltaf langað til að gera.“ DV-myndir Brynjar Gauti Einangrunin er griðarleg á Galtarvita, sérstaklega yfir vetrartimann. Einu samgöngumöguleikarnir eru með bát yfir á Suðureyri eða langar vegleysur yfir hættulegan fjallgarö til Bolungarvíkur. Nú er eldri dótti þeirra á þriðja ári og þarf að komast innan um önnur börn svo hún verði ekki alger mannafæla. inum. Ég er með eina handfærarúllu á gaflinum á Sódíakkinum (slöngu- bátur) og kemmst upp í 200 kíló þess vegna á tveimur tímum. Við borðum mikið fisk og annað sem ég hef veitt. Það má kannski segja aö það sé ekki fyrir hvem sem er aö físka héma fyrir framan, ekki svona einn, tveir og þrír, en það er fljótt að koma. Svo kem ég heim með fiskinn, flaka hann, nætursalta, salta og herði. Við höfum sparað okkur mjög mikið með því. Og við höfum verið með sauðfé og maður er stund- um að éta sig alveg hnöttóttan af eggjum. Við höfum mest tekið hænsnaeggin en líka tínt fýlsegg og svartbaksegg. Þannig að það em víða matarkistumar héma.“ - Þannig að þið þurfið bara kýr til að fullkomna sjálfsþurftarbúskap- inn? „Já, en þá þarf maður bara að heyja svo helvíti mikið og það er þreytandi að slá með ljánum. Það gekk svo skelfilega fyrst að ég var kominn al- veg á fremsta hlunn með að reka kerlinguna á fjórar lappir og byija bara að handreyta þetta, ég sá ekki fram á að geta slegið með þessu. En eftir að maður komst upp á lag með þetta þá er þetta ekki svo mikið mál en þetta er náttúrlega alltaf voðaleg fyrirhöfn samt. Þetta er ábyggilega einn af fáum stöðum á landinu þar sem enn er slegið með orfi og ljá og þurrkað á gamla mátann og ekkert helvítis rúllubaggageim." Prófsteinn á sambandið „Þetta er eins einangrað og maöur getur hugsað sér, ég hugsa að það komi fleira fólk á ári á Hombjarg en hingað. Hingað kemur fólk nær ein- göngu yfir vetrartímann á sleðum og þá í stórum hópum ef þannig viðr- ar en svo kemur enginn kannski í tvo mánuði." - Verðið þið þá ekkert þreytt hvort á öðru? „Þetta er ansi góður prófsteinn á samband karls og konu,“ segir Valur Fannar og Guðbjörg tekur heilshug- ar undir það. „Þetta er náttúrlega gríðarleg ein- angrun, það er ekki hægt að neita LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1992. 39 1 ! , M j I ' ' '\ ■ ■: ' ; . ■ : . ' .-x : ■ \ ' „Sá sem ekki er villimaður þegar hann kemur hingað verður það,“ segir Valur Fannar, vitavöröur á Galtarvita. Fjölskyldan lifir nær eingöngu á sjálfsþurftarbúskap. Valur veiðir fisk sem hann flakar, herðir og saltar. Hann skýtur alls kyns fugla, tínir egg og sveppi. Þau hafa hænur, kindur og kálf auk heimaframleiðslunnar. ennþá búin að gera allt sem við ætl- uðum okkur, það er allt annað að gera hérna en að dunda sér við hann- yrðir.“ Launin léleg en afkoman ágæt „Launin eru léleg en afkoman ágæt,“ segir Valur Fannar. Þau fá bæði rétt rífleg lágmarkslaun með 40% staðaruppbót svo að samtals eru launin rúmlega 150:000 krónur. Á móti kemur að flestir venjulegir kostnaðarliðir sparast, eins og húsa- leiga, rekstur bifreiðar, rafmagn, hiti, sími og svo framvegis. Að auki hafa þau leigt húsið sitt fyrir sunnan og matarreikningurinn er hverfandi vegna hlunnindanna. Vinnan á Galtarvita felst aðallega í að lesa af veðurathugimarmælun- um á þriggja tíma fresti allt árið um [ðureyri ISAFJORÐUR Barði Flateyrl 2 km 'V\ Galtarviti Galtarviti er í Keflavík undir Gelti, fyrst reistur 1920 en endurbyggður 1959. Engir vegir liggja að vitanum enda er Atlantshafið við túnfótinn og við taka há og hættuleg fjöll. Einangrunin er gríðarleg en jafnframt ævintýraleg. Öallinu. Hér fer gersamlega allt á kaf og það sést ekki neitt, allt hvítt. Það fer allt á kaf um áramótin og er alveg fram í júní.“ - Erþettaekkiþreytandiáveturna? „Ég veit það ekki, mér finnst það ekkert síðra ef ég á að segja alveg eins og er. Þá er bara að lesa og svo er maður að stúdera rebbann í fjall- inu, það er best á veturna, þá sést hann best. Við stúderuðum til dæmis eitt par héma heilan vetur, hún var hvít en hann mórauður. Hvíta tófan á mjög auðvelt með að veiða uppi í snjónum, ijúpu og þess háttar héma uppi í fjalli og uppi í dal en Móri fór hins vegar alltaf eftir ijörunni, tíndi fisk og það sem rak upp. Greyin fengu ekkert prívatlíf." - Þú vilt kannski ekkert fara? „Nei, ég gæti alveg hugsað mér að vera lengur en ég get líka vel hugsað mér aö fara aftur í bæinn. Mér finnst þetta vera mest stelpnanna vegna, sérstaklega þessarar eldri, hún er orðin það stálpuö að hún þarf eigin- lega að komast innan um böm. Ann- ars verða þær hræðilegar mannafæl- ur.“ Þau segjast aldrei hafa tekið sumarfrí á meðan á dvölinni stóð fyrir utan mánaðartíma þegar yngri stelpan fæddist „Það er nú einu sinni svoleiðis að þegar besti tíminn er kominn héma, maður er úti að grilla á hveijum degi, þá á maður að vera að fara í sumarfrí. Við höfum yfirleitt verið þann tíma líka því þeir hafa ekki vilj- að að maöur tæki vetrarfrí. En mein- ingin er nú að taka tvo mánuði núna, hvað sem við forum að gera.“ - Erað þið búin að ákveða framhald- ið? „Nei, nei, ekki neitt, það er svo vont að plana það héðan. Fyrsta skrefið er bara að koma sér í burtu.“ -Pj kring og að halda öllum vélum gang- andi. Svo þarf að lesa af vitanum einu sinni í viku. Galtarviti er ein af fáum alþjóðlegum veðurathugunarstöðv- um og það er Vita- og hafnamála- stofnunin, Veðurstofan og Alþjóða flugmálastofiiunin sem kosta rekst- urinn. í vitanum gefst því nægur tími til frístunda. Valur Fannar hefur verið að taka stúdentinn utan skóla á með- an á dvölinni stendur og á nú aðeins eftir þau fog sem ekki er hægt að taka utan skóla. Þau geta fengið bókakassa með 40 bókum mánaðar- lega þegar varðskipið kemur en nú orðið segjast þau lítið notfæra sér það. Mest lásu þau fyrsta veturinn þar sem þá höfðu þau ekkert sjón- varp. „Við söknuðum sjónvarpsins ekki mikið og nú orðið horfum við ekki mikið á þaö, ekki eins og í bænum þar sem maður settist kannski niður yfir fréttunum og sat svo þangað til það var búið, það var skelfileg tíma- eyðsla." Þroskar sjálfs- bjargarviðleitnina „Já, ég held að við höfum breyst talsvert á þessum fjórum árum. Til dæmis hefur maður þroskast mjög mikið í sjálfsbjargarviðleitni. Oft og tíðum hefur ekki verið boðið upp á annað. Annaðhvort bjargar maður sér sjálfur eða maður bjargar sér ekki. Við værum ekki búin að vera héma í fjögur ár nema bara af því að maður komst upp á lag með að komast héma á milli, bæði á slöngu- bátnum og á fjallinu. í desember og janúar er þetta þó fvillkomin einangr- im því maður fer ekkert þá á milli á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.