Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1992, Side 43
LAUGARDAGUR 27. JÚNl 1992.
55
Fréttir
Sýslumannsembætti frá i. júlí
Stjórnsýsluumdæmin
v •
q Bolungarvik
$ (safjt
Patreksfjöt
Siglufjörður ,
Akureyri
Stykkishólmur
© o
) 0:1
Húsavík
Seyöisfjöröi^r.
Neskaupstaðui
Eskifjörður
Borgarnes^
0 Akranes
Hafnarfjörður Q Reykjavik
KeflavíkQ QQKopavogur
Keflavikurflugvöllúr Selfoss
' O Hvolsvöllíi
Vestmannaeyjar -'i-..
O C
Höfn
©
O Vík
Hlutverk sýslumanna
• Lögreglustjprn, nema í Reykjavík.
- Ákæruvald í sakamálum sem aðeins
varða sektum eða varðhaldi og í öll-
um áfengis- og umferðarlagabrotum.
• Tollstjórn, nema í Reykjavík.
• Fjárnám. . Ágreiningsmálum
• Nauðungarsölur. V má skjóta til hér-
• Dánarbússkipti. I aðsdómara.
• Þinglýsingar.
• Úrskurðir um um-. Ákvarðanir sýslu-
gengnisrétt for- L manna ma kæra ///
e draogbarna í dómsmáiaráðun.
• Meðlagsgreiðslur
• Staðfesting á samningum um forsjá
barna.
• Hjónavígslur og skilnaðarleyfi.
• Innheimta opinberra gjalda þar sem
hún er ekki hjá sérstökum gjaldheimtum.
• Umboð fyrirTryggingastofnun
ríkisins utan Reykjavíkur.
• Skráning firma og félaga annarra en
hlutafélaga.
• Ýmsar leyfisveitingar.
• Atkvæðagreiðsiur utan kjörfundar.
• Sáttaumleitanir í einkamálum fyrir
dómstólum.
• Staðfesting opinberra skjala.
!o
I1
c
a
«o
'£5
15
-ra
E
0)
E
'O
Q
;g
1
5
Umdæmi héraðsdóma
• Sakamál - Einkamál.
• Úrskurðir vegna ágreiningsmála sem
upp koma við gerðir sýslumanna vegna:
- dánarbússkipta,
- nauðungarsölu,
- kyrrsetninga,
- lögbanns,
- þinglýsinga og fleira.
• Úrskurðir um greiðslustöðvanir,
gjaldþrotaskipti og opinber skipti á
dánarbúum (skipun skiptastjóra).
• Úrskurður um ágreiningsmál um forsjá
barna.
• Úrskurðir um ágreining sem rís við
skipti.
ísafjörduf-0j
YÉSTJFJRÐIR
VESiURLANÐ
Borgarnes (1)
m
Reykjavík (21^
REYKJANE^-
Hafnarfjörður (71.
NORÐURLANB!
VESTRA
?ú-'
norðurlandT
EYSTRA )
Akureyri (3) \ Egilsstaðir (1)
\
AUSTURLAND
SUÐURLAND
Selfoss (V
Framkvæmdavald og dómsvald telst aðskilið frá og með 1. júlí:
Aðskilnaðurinn á að
tryggja óhlutdrægni
- stuðlað að aukinni þjónustu sem ekki þarfað sækja um langan veg
„Ef Guðni hefði komið með
þennan samning til okkar á föstu-
deginum og heðið okkur um að
afgreiða þetta þá hefðum við sagt
já,“ sagði Helgi Jóhannsson, for-
stjóri Samvinnuferða-Landsýnar
þegar hann var spurður hvort
hans fyrirtæki heföi á einhverj-
um tíma getið tekið við skuld-
bindingum Flugferða-Sólarilugs.
„Viö heföum þurft aö taka sér-
staklega á einhverjum málum,
það er ef fólk hefiir verið búið að
greiða verulega mikið ínn á. Við
heföum getað leyst vanda 80 til
90 prósent farþeganna."
Samningur Guðna viö Flugleiö-
ir þykir óvenjugóður og með þvi
besta sem sést hefur. En eins og
áður hefur komið fram var gert
ráð fyrír aö gjald af hvetjum far-
þega tii Lundúna og Kaupmanna-
hafnar og tll baka væri 11 þúsund
krónur og 5,500 fyrir þá sem ætl-
uðu aðra ieiðina. Aðrir sem
standa í feröaskrifstofurekstri
segja aö það sé hreint ótrúlegt að
Guöni Þórðarson hafi verið það
illa staddur prhagslega að hann
hafi ekki getað’ uppfyllt skilyrði
samningsins og eins hitt að hann
hafi ekki leitað til annarra um
að taka samninginn yfir áður en
hann neyddist til að hætta, Með
því hefði verið hægt að leysa
vandá flestra farþeganna, sér-
staklega þar sem samningur
Guðna við Flugleiöir þykir
óvenjuhagstæður. -sme
Borgarráðfjár-
magnarstörf
fyrirskðlafélk
„Ég á ekki von á aö við þurfum
að fjölga sumarstörfum frekar.
Ákvörðun borgarráðs ætö að
ieysa aö fullu úr atvinnuþörf
skólafólks í Reykjavík," segir
Markús Örn Antonsson, borgar-
stjóri í Reykjavík.
Borgarráð hefur ákveðið að
verja 94 milljónum til að tryggja
reykvísku skólafólki atvinnu í
sumar. Fyrir þessa fjármuni
verður hægt að ráða um 330 sum-
arstarfsmenn til viöbótar þeim
1530 sem áður var ráðgert að
ráða. Hjá Reykjavíkurborg telst
mönnum til að á fimmta hundrað
skólanemar hafi verið án atvinnu
í lok síöasta mánaðar. í fyrra
sumar voru 1307 skólanemar i
vinnu hjá Reykjavíkurborg.
Af þessarí fjárhæð renna um
28 milljónir til Skógræktarfélags
Reykjavíkur og garðyrkjustjóra
sem þýðir að sumarstörfum fjölg-
ar um hundraö hiá hvorum aðila.
Gatnamálasijóri fær tæpar 37
milljónir og eiga þær að duga fyr-
ir vel á annað hundrað sumar-
störfum. -kaa
ÞeirtekjuhðMri
drógutilsín 2,2
milljarða
Þjóðhagsstofhun hefur nýlega
birt tölur um dreifingu atvinnu-
tekna á undanfömum árum, eða
fiá 1986 til 1990.
Heistu niöurstöður eru þær aö
tekjumunur hefur aukist á þessu
tímabili. Ef öllum framtefjendum
er skipt í tvo hópa, tekjulægri og
tekjuhærri, má sjá að hlutur
tekjulægri helmingsins minnkaði
úr 22,2% árið árið 1986 í 20,6%
áriö 1990. Þessi tilfærsla svarar
til 2JZ milljaröa króna. Þróun
tekjudreifingar er svipuð ef at-
hugunin er miðuð við alla framt-
eijendur á aldrinum 25 til 65 ára.
Tekjumunurinn eykst Öli árin frá
1986 til 1990 en þó mest milli ár-
anna 1989 og 1990. -Ari
Með aöskilnaði dómsvalds og um-
boðsvalds þann 1. júlí munu ýmis
embættisstörf ekki lengur verða í
höndum sömu manna, til dæmis
sýslumanna og bæjarfógeta sem til
þessa hafa 1 senn verið dómarar og
lögreglustjórar í ýmsum málum, sér-
staklega í sakamálum.
Með aðskilnaðarlögunum verða
bæjarfógetar og borgarfógeti úr sög-
unni. í staðinn koma sýslumenn.
Sýslumenn verða handhafar fram-
kvæmdavalds en héraðsdómarar
handhafar dómsvalds. Með þessu á
að tryggja að óhlutdrægir aðilar ann-
ist úrlausnir máia á tveimur mis-
munandi stigum. Dómsvald í einka-
málum og sakamálum verður flutt
frá sýslumönnum og bæjarfógetum
til héraösdómstóla.
Verkaskipting
stokkuð upp
Með aðskilnaðarlögunum verður
jafnframt stuðlaö að því að embætti
sýslumanna í landinu veiti aukna
þjónustu með því að ekki þurfi að
sækja hana um langan veg.
Með aðskilnaðarlögunum verður
verkaskipting framkvæmdavalds
og dómsvalds stokkuð upp. Breyting-
ar verða á ýmsum sviðum. Áður var
framkvæmd fjámáms, nauðungar-
uppboða, dánarbússkipta og gjald-
þrotaskipta í höndum sýslumanna
þar sem þeir voru dómarar fyrir fó-
geta-, uppboðs- eða skiptarétti.
Eftir 1. júlí verður breyting þama
á. Sýslumenn munu áfram annast
fjámám, nauöungarappboð og dán-
arbússkipti en þar verður ekki um
dómsúrskurði aö ræöa heldur hrein-
ar og klárar framkvæmdavaldsað-
geröir. Komi hins vegar upp ágrein-
ingur við gerðir sýslumanna í þess-
um málum er hægt að skjóta þeim
til héraðsdómstóls að uppfylltum
ákveðnum skilyrðum. Úrskurðir um
gjaldþrotaskipti, skipun skiptastjóra
og greiðslustöðvanir fara hins vegar
um hendur héraðsdómara.
27 sýslumenn en
8 héraðsdómstólar
í 26 sýslumannsumdæmum á land-
inu munu sýslumenn fara með lög-
reglu- og tollstjóm. I Reykjavík mun
lögreglustjóri hins vegar fara áfram
með það Mutverk, svo og tollstjórinn
í Reykjavík með sitt.
í höfuðborginni fellur embætti
borgarfógeta niður en í staðinn kem-
ur sýslumannsembættið í Reykjavík
- dómsvald hans flyst til Héraðsdóms
Reykjavíkur. Borgardómur, Saka-
dómur Reykjavíkur og Sakadómur í
ávana- og fíkniefnamálum falla niður
en héraösdómstóll með 21 héraðs-
dómara kemur í staö þeirra emb-
ætta. Héraðsdómur Reykjavíkur
verður með aðsetur í Dómhúsinu við
Lækjartorg, í gamla Útvegsbanka-
húsinu. Sýslumaðurinn í Reykjavík
mun hins vegar hafa aðsetur þar sem
Borgarfógetaembættið var til húsa í
Skógarhlíð 6. Til sýslumanns í
Reykjavík og Héraðsdóms Reykja-
víkur munu Seltimingar, íbúar í
Kjalamess- og Kjósarhreppum og
Mosfellsbæ nú sækja þjónustu sína.
Lögreglustjóri og
sýslumenn fá ákæruvald
í sumum afbrotamálum mun með-
ferðarferh vægari mála styttast -
sakamálum sem aðeins varða sekt-
um eða varðhaldi. Mörg þeirra þurfa
nú ekki lengur að fara frá lögreglu-
embættum til ríkissaksóknara. Nú fá
lögreglustjóri í Reykjavík og sýslu-
menn (sem lögreglustjórar) ákæra-
vald sem þýðir að málum getur lokiö
með sáttum hjá viðkomandi embætt-
um eða ákærur gefnar út og þær
sendar beint til dómstóls ef svo ber
undir. Ákæravald í öllum áfengis-
og innferöarlagabrotamálum verða í
höndum lögreglustjóra og sýslu-
manna.
Ríkissaksóknari mun áfram gefa
út ákærar í sakamálum að undan-
skildum framangreindum málum
sem sýslumenn og lögreglustjórinn í
Reykjavík fá umboð til að annast.
Ríkissaksóknari mun áfram verða
æðsti ákæravaldsaðili og mun hafa
yfirumsjón með ákærumálum lög-
reglustjóraembættanna.
-ÓTT