Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1992, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1992, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR' 31. JOLf Í992. 7 Sandkom Fréttir Þaðmágera inargttilað lengjasumarið sci!) venjuloga eraUtofstuttá Fróni. Þó svo aöframlcið- emiurýmissa vörutegimda hafiekkihaftí huga þörf okk- arhérálengra sumri þá minniravaxta- ilmurafsum- um vörum óneitanlega á Ianga sum- ardaga og nætur. Og ef til vill ha£a aöstandendur þjóðhátíðarinnar í Vestmannaeyjum haft eitthvað slíkt í hugaþegar þeir pöntuðu stóran skammt af veijum með jarðabetja- iykt sem þeir eru sagðir ætla að selj a á hátiðarsvæðinu. Eftirspumin ku vera svo mikil að senda þurfti hrað- skeyti utan til að aukasending fengist hingaðheimítækatíð. Hjartsláttur .þaðerheldur dauftímer hijóðiðeftir þettajsagði CarlJ Eiriks- sonsemlentií S0.sætiaf52í enskrikeppnií skotfimiá ólympíuleikun- umíBarcelona. Þaðerckki skrýtiðnð mennséudauf- irþegarmikili hjartsláttur kemur í veg fyrir að menn nái ekid betri árangri en fyrr- greíndum, „Égfékkmikinnhjart- siátt, mun rneiri en éger vanur. Það getur verið af miklum hita, ég er allt- af sveittur hér,“ erhaft eftirCarb í Morgunblaðinu. Sigurviss Hún virtist ekkihafamikl- aráliyggjuraf hitaniuná Spáni.móðirin semkomáfund dagblaðsljós- myndaranokk- ursogbaftum myndafís- lenskalands- liðinuíhand- knattleik. Myndina æti- aöi móðirin, h verrar sonur er í landsliðinu, að ramma inn og bafa tilbúna þegar hð- ið kæmi heim með gullið, að því er hún greindi frá, hvort sem það var nú sagt i alvöru eða ekki. En það gerir auðvitað ekkert til að halda í vonina. í ökuprófi ÁSiglufirði hefurþaðkom- iðfyriraðeitt algeogasta urn- ferðarmerkið, biöskyldu- merkiö.hefur veriö sett öfugt upp, þ.e.mjói cndirmhefur- vísaðupp. Þetta erbaraeittaf mörgum dæm- umumhvemig staðiðerað uppsetningu umferöarmerkja og yf- irborðsmerkingu gatna í bænum, að þ ví er greint er frá í iandsmálablaö- inu Hellunnl Það eru nethdarmenn tekið hefur við verkefhum Umferðar- nefndar, sem skýra frá óánægju sinni með aö bæjarráð skuli aðeins hafa samþykkthreytingar sem f raun voru svo sjálfsagðar aö vart hefði þurftaö ræða. „Þaö er ekki andskotalaust að stunda ökunám í bæ þar sem nem- endur reka sig á ósamræmi miili umferöarlaga og raunveruleikans hér. Sumir hafa jaihvel lent í ógöngum i ökuprófi vegna þessa, að ekki sé talað um þegar konhð er í bæiarfélögsemblíta betur lögum og reglum.“ Umtjón: Ingibjorg Bára SvalnsdótBr Reykvlkingur í gleði á Sauðárkróki: Telur lögregluna hafa ekið yf ir sig - íhugar að fara fram á bótakröfur Reykvíkingur um fertugt íhugar að fara fram á bætur frá tryggingafé- lagi lögreglubíls á Sauðárkróki vegna áverka sem hann hlaut á Sauðárkróki um síðustu helgi. Mað- urinn var þar að skemmta sér ásamt öðrum og telur lögreglubílinn hafa ekið á sig með þeim afleiðingum að hann hafi fallið í götuna. Maðurinn braut í sér framtönn, gleraugu brotn- uðu og tveir skurðir voru saumaðir saman í andhtinu. Félaga mannsins, sem var óánægður með afskipti lög- reglunnar, var stungið í steininn. Þeir félagar voru báðir ölvaðir. Lög- reglumaðurinn, sem ók bílnum, neit- ar alfarið að hafa ekið á manninn. Félagarnir voru viðstaddir verð- launaafhendingu á Hótel Mælifælli á laugardagskvöld eftir sandspyrnu- keppni sem haldin var á Sauðárkróki fyrr um daginn. Eftir að hafa verið synjað um inngöngu á skemmtistaö hótelsins síðar um nóttina gerðist umræddur atburður skammt frá hót- ehnu. Maðurinn sagði í samtali við DV að á einhvem hátt hefði hann rekist utan í lögreglubílinn og legið eftir blóðugur í götunni. „Lögreglan fór í burtu en kom aftur eftir að félagi minn hafði kallað hana til. Þeir fóru með hann í fangelsi og þaðan með mig á sjúkrahús. Ég á ekkert saknæmt við lögreglumenn- ina tvo í lögreglubílnum en ég mun íhuga að fara fram á bætur frá trygg- ingafélagi bílsins. Lögfræðingur minn er að skoða lögregluskýrslur af máhnu.“ Lögregluþjónninn, sem ók bílnum umrædda nótt, sagðist í samtah viö DV ekki hafa orðið var við að maður- inn hefði lent utan í bílnum. „Ég kannast við hluta þessa máls en get aö takmörkuðu leyti tjáð mig um það. Það var mikil ölvun fyrir utan hótelið þessa nótt. Sagt er aö maðurinn hafi falhð í götuna, og ef- ast ég ekkert um það, en það er al- rangt að ég hafi ekið á hann. Þegar við vorum kallaðir á staðinn vildi félagi mannsins koma með okkur. Við vildum það ekki en hann lét öll- um illum látum og sýndi óskiljanlega framkomu. Þaö endaði með því að við tókum hann með okkur og færð- um hann í fangageymslu. Síðan fór- um við með hinn á sjúkrahúsið þar sem læknir gerði að sárum hans,“ sagði lögregluþjónninn. -bjb Farsímagjöld ekki lækkuð - meðan kerfið er í uppbyggingu Mínútugjald vegna farsímanotk- unar er 16,60 krónur. Verð fyrir hverja mínútu á dýrustu langlínu innanlands er 6,23 krónur. Þegar far- síminn var tekinn í notkun var gjald- ið miðað við dýrustu langlínu. Marg- ir undrast því hvers vegna verðmun- urinn er svo mikill nú. „Það hafa orðið miklar verðlækk- anir á langlínu innanlands undan- Verslimarmannahelgin: Umferðarráð með útvarps- útsendingar Að sögn Óla H. Þórðarsonar hjá Umferðarráði eykst umferð á vegum um verslunarmannahelgina ár frá ári. Umferðarráð hefur gripið til þess ráðs núna í samstarfi við lögreglu um allt land að starfrækja miðstöð á skrifstofu ráðsins um verslunar- mannahelgina. Til þess hefur verið fenginn sérstakur búnaður til út- varpssendinga sem eykur tíl muna möguleikana á að koma upplýsing- um á framfæri við ferðalanga. Út- varpsstöðvarnar munu síðan koma til hðs við Umferðarráð og senda efni þeirra áleiðis. Að sögn Óla eru tugir manna tekn- ir fyrir ölvun við akstur um verslun- armannahelgar. Umferðarráð vill eindregið hvetja' alla ökumenn tíl þess að aka ei undir áhrifum áfengis. Lögreglan mun verða heldur fáliö- aðri en undanfarin ár. Einungis tveir bílar verða í vegaeftirliti á Reykja- víkursvæðinu miðað við fjóra á sama tíma í fyrra. Á móti berst lögreglunni liðsauki frá Landhelgisgæslunni og tvær þyrlur frá Þyrluþjónustunni. Lögreglan þendir fólki á að skilja vel við húsin áður en lagt er af stað í ferðalag. -em farin ár eða um 80 prósent að meðal- tali. Samsvarandi lækkun hefur ekki orðið á gjöldum vegna notkunar far- síma. Kerfið er enn í uppbyggingu og hefur það verið forgangsverkefni að láta það vera þéttriðið net um landið. Því hefur ekki þótt ástæða til að lækka gjöld vegna farsímanotk- unar til jafns við venjuleg langlínu- samtöl," segir Helga Ingólfsdóttir blaöafulltrúi Pósts og síma. Handvirka farsímakerfið var tekið í notkun 1983 en sjálfvirka kerfið 1986. Notendur sjálfvirka kerfisins eru nú 13.900 og hefur þeim fjölgað um 300 frá síðustu mánaðamótum. Notendur handvirka kerfisins eru 445. Að sögn Hrefnu hélt Póstur og sími að handvirka kerfið myndi detta upp fyrir þegar það sjálfvirka var tekið í notkun. „Það hefur hins vegar komið í ljós að þegar einhver skiptir yfir í sjálfvirka kerfið er þaö alltaf einhver sem tekur við númerinu hans í handvirka kerfinu þar sem hægt er að fá gömlu símana fyrir lít- inn pening." -IBS dJLÆSTU SHELLSTÖÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.