Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1992, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1992, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1992. Skák KasparovumVladimir Kramnik: „Hef aldrei séð efni- legri skákmann" Með heimsmeistarann Garrí Ka- sparov á fyrsta borði þótti sýnt að rússneska sveitin hefði góða mögu- leika á aö ná guilverðlaunum á ólympíumótinu í Manila. Kasparov brást heldur ekki félögum sínum. Hann hélt einkasýningu á fyrsta borði, tefldi glæsilega og fékk 8,5 vinninga úr 10 tefldum skákum. En leynivopn Rússa var Vladimir Kramnik sem hélt upp á 17 ára af- mælið í mótslok. Kramnik var fyrsti varamaður sveitarinnar og reyndist svo sannarlega betri en enginn - leyfði aðeins jafntefli við Helga Ólafsson og fékk 8,5 vinninga af 9 mögulegum. „Hæfileikaríkasti skákmaðurinn sem ég hef séð hér er Kramnik," sagði Kasparov um félaga sinn í Dortmund um páskana. „Ég hef aldrei nokkru sinni séð skákmann sem teflir ekki lakar en ég þegar ég var sextán ára,“ sagði Kasparov ennfremur. „Ég hef aldrei sagt þetta fyrr. Judit Polgar kom mér til að brosa og ég trúði ekki á aðra skákmenn. Kamsky fékk mig til að hlæja. En sextán ára teflir Kramnik frábær- lega vel. Hann er skákmaður. Margir tefla ekki skák heldur leika leiki. Kramnik teflir skák.“ Þessi tvö ká - Kasparov og Kramnik - skópu yfirburðasigur Rússa á ólympíumótinu sem höfðu tryggt sér gull er einni umferð var ólokið. Nú skulum við kynnast handbragði þeirra. Skákimar sem hér fara á eftir eiga það sammerkt að hefjast með kóngsindverskri vöm. Heimsmeistarinn metur hana mikils og sömuleiðis ungir rússneskir skákmenn. En Kramnik kann greinilega að taka hraustlega á móti henni. Hvítt: Gata Kamsky Svart: Garri Kasparov Kóngsindversk vörn. 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. f3 0-0 6. Be3 e5 7. d5 c6 8. Dd2 cxd5 9. cxd5 a6 10. Bd3 Rh5 11. g4? í þessari þekktu stöðu gerir Kam- sky sig sekan um furðuleg mistök. Betra er 11. Rge2 og eftir 11. - f5 12. exf5 gxf5 getur hvítur hrókað stutt eða langt og getur gert sér vonir um að ná yfirhöndinni. 11. - Rf4! Auövitaö! Kasparov er óragur við að fóma peði, enda verður svart- reita biskupinn stórveldi á homa- línunni eftír 12. Bxf4 exf4 13. Dxf4. Þegar á hólminn er komið þorir Kamsky ekki að taka peðið en þá er síðasti leikur hans út í hött. 12. Bc2 b5 13. Df2 Rd7 14. Rge2 b4 15. Ra4 a5! 16. Rxf4 exf417. Bxf4 Re5 Hvítur hefur náö peðinu imdir hagstæðari skilyrðum - hefur all- ténd ekki þurft að láta svartreita biskup sinn af hendi. Virk staða heimsmeistarans vegur þó fyllilega á móti - riddarinn á a4 stendur einnig illa. Kannski hefði Kamsky mátt hróka stutt í stöðunni í stað þess að stinga höfðinu í gin Ijóns- ins. 18. 0-0-0?! Rc4 19. Be3 Eitthvað varö að taka til bragðs gegn hótuninni 19. - Bd7 og b2 rið- ar til falls. En þessi biskup er dýr- mætur og varla var á stefnu- skránni að láta hann af hendi. 19. - Rxe3 20. Dxe3 Hb8 21. Bb3 Bd7 22. Kbl De8 23. Rb6 Bb5 24. Hd2 a4 25. Bc4 Hb7! hvemig tefldu hetjumar í Manila? ■ - Frá ólympíuskákmótinu i Manila: Kasparov mænir á Kamsky í upphafi skákar þeirra Frá tafli Rússa og íslendinga. Jóhann, Margeir, Helgi og Jón gegn Khalifman, Kramnik og Vlswanavin - klukkan gengur á heimsmelstar- ann Kasparov, sem er ókominn. Hótar 26. - b3 og síðan er hann tilbúinn aö leika Dd8 eða Db8 og vinna riddarann. Til þess að losa hann úr klemmunni neyðist hvítur Umsjón Jón L. Árnason til að opna línur að höfðingja sín- um. Kamsky finnur bestu leiðina til aö fresta aftökunni. 26. e5! b3! 27. axb3 axb3 28. Bxb3 Db8 29. Rc4 Bxc4 30. Bxc4 Bxe5 Hvítur getur ekki variö stöðuna til lengdar. Mislitir biskupar auka á sóknarmátt svarts. 31. De2 Da7 32. Hcl Ha8 33. b3 Bf4 34. Kc2 He7 35. Dd3 Dc5 36. Hbl He3! Sterkara en að hirða skiptamun. 37. Dd4 Ha2+ 38. Kdl Hxf3! 39. Dxf4 Hxf4 40. Hxa2 Dgl + 41. Kc2 Dxh2+ Og Kamsky gafst upp. Hvítt: Vladimir Kramnik Svart: John Nunn Kóngsindversk vöm. 1. d4 RfB 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. f3 0-0 6. Be3 c5 7. dxc5 dxc5 8. Dxd8 Hxd8 9. Bxc5 Rc6 10. Ba3 a5 11. Hdl Be6 12. Rd5 Bxd5 13. cxd5 Rb4 14. Bb5 Rc2+ 15. Kf2 Á upphafsárum þessa afbrigöis var leikiö 15. Ke2 Rxa3 16. bxa3 Hac8 er svartur hefur færi fyrir peðið. 15. - Rxa3 16. bxa3 e6!? 17. d6 e5 18. Re2 Bf8 19. d7 Bxa3 Þessir leikir munu ailir hafa sést áður, enda er doktor Nunn afar lærður í kóngsindversku fræðun- um. Þótt hvítur eigi sterkan frels- ingja á d7 er erfltt að færa sér hann í nyt - Nunn hefur eflaust talið svartan eiga teflandi stöðu. En nú fer Kramnik að tefla af miklum þrótti. 20. g4! h6 21. h4 a4 22. Hd3 Bb2 23. g5! hxg5 24. hxg5 Rh7 25. fHa5 26. Hd5 f6? Afleikur, sem Kramnik notfærir sér skemmtilega. Á hinn bóginn hefði 26. - a3! gefið svörtum góða möguleika á að halda taflinu. X á A A i X •• fi 1 A á A A A £ ■ iv s ABCDEFGH 27. Hxh7! Kxh7 28. gxf6 exf4 29. e5! Svartur ræður ekki við alla frels- ingjana. 29. - Kh6 30. Rxf4 Bxe5 31. Hxe5 Hxd7 32. Bxd7 Hxe5 33. f7 Og svartur gafst upp. Skoðum aðra skák með Kramnik, þar sem hann fer hamförom. Hvítt: Vladimir Kramnik Svart: Z. Lanka (Lettland) Kóngsindversk vörn. 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. f3 0-0 6. Bé3 Rbd7 7. Dd2 c5 8. d5 Re5 9. Bg5! Rfd7 10. Bh6! Sterkara en 10. f4 f6 11. Bh4 Bh6! með óljósum afleiðingum. 10. - Bxh6 11. Dxh6 a6 12. h4 f6 13. Dd2! Da5 14. f4 Rf7 15. Rf3 Hb8 16. a4 Rb6 17. Bd3 Bg4 18. Rh2 Bd7 19. b3 Kh8 20. 0-0 Ra8 21. Db2 Hg8 22. Rf3 Bg4 23. e5! Bxf3 24. exf6! Ætlunin var aldrei að drepa aftur á f3 heldur fóma manni. Takið eft- ir að Kramnik hefur komið drottn- ingu sinni haganlega fyrir á homa- línunni sem nú opnast. Fléttan byggist ekki síst á því hve illa svörtu mennimir em í sveit settir. Það má vissulega deila um það hversu skynsamlega svartur hefur teflt. 24. - Bg4 25. fxe7 Hg7 26. Re4 Rc7 27. Rf6 Bh5 28. Hael Re8 29. Rd7! Ha8 30. f5 g5 31. hxg5 Rxg5 32. f6 Hf7 33. Bf5 Rc7 34. Rf8! Laglegur leikur, sem hindrar - Bg6, eða að hrókurinn komist á g8. Svartur kemur engu skipulagi á stöðu sína. Ef 34. - HxfB 35. exfB=D+ HxfB 36. f7+ og vinnur. 34. - h6 35. He3 b5 36. g4 bxc4 37. gxh5 c3 38. Hxc3 Rxd5 39. Hd3 c4 40. bxc4 Dc5+ 41. Dd4 Dxd4+ 42. Hxd4 Re3 43. Bg6 Kg8 44. Hxd6 Og svartur gafst upp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.