Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1992, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1992, Blaðsíða 42
62 FÖSTUÍÐAGUR 31. JÚiLÍ’ 1992. Afmæli Lára S. Guðmundsdóttir Lára Sigríður Guðmundsdóttir hús- móðir, Skúlagötu 40a, Reykjavík, verður áttræð á þriðjudaginn. Fjölskylda Lára er fædd í Kárdalstungu í Vatnsdal og ólst upp á þeim slóðum en móðir hennar vann við heimilis- og ráðskonustörf á ýmsum bæjum í Vatnsdal. Þær mæögur fluttu að Sólheimum í Svínavatnshreppi þeg- ar Lára var 14 ára. 1930-40 vann Lára algeng sveitastörf í Húna- vatnssýslu og var ennfremur í vist í Reykjavík, m.a. hjá Theódór Jak- obssyni skipamiðlara sem bjó á Sjafnargötu 11. Hún stofnaði heimili með eiginmanni sínum á Blönduósi 1941 og þar bjuggu þau til 1966 er þau fluttu til Reykjavíkur. Eiginmaður Láru var Sveinberg Jónsson, f. 6.6.1910, d. 19.11.1977, bifreiðastjóri. Foreldrar hans voru Jón Gíslason sjómaður og Margrét Sigríður Brynjólfsdóttir húsmóðir. Sambýlismaður Láru er Guðjón Hansson,f. 26.7.1920, leigubifreiða- stjóri og ökukennari. Böm Láru og Sveinbergs: Birgir Þór, f. 14.2.1941, leiktjaldasmiður, maki Erla Kristín Jónasdóttir, þau eiga tvær dætur, Birgir Þór á fimm böm frá fyrra hjónabandi; Sigur- laugÞórey, f. 19.7.1942, starfsmaður Borgarspítala, maki Ásgrímur Jón- asson, þau eiga þrjú böm; Gísli, f. 20.9.1944, málarameistari, maki Guðrún Benediktsdóttir, þau eiga fjögur börn; Margrét Sigríður, f. 4.12.1945, verslunarmaður, maki Baldvin Júlíusson, þau eiga þrjú börn; Sigurgeir Ingi, f. 11.3.1951, matreiðslumaður, maki Margrét Böðvarsdóttir, þau eiga fjögur börn; Lára, f. 31.10.1956, húsmóöir og verslunarmaður, maki Örlygur Jónatansson, þau eiga þrjú böm. Lára og Sveinberg misstu nýfædda dóttur 1943. Dóttir Láru er Sjöfn Ingólfsdóttir, f. 17.7.1939, bókavörð- ur og formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, maki Bjarni Ólafsson, þau eiga tvö börn. Synir Sveinbergs frá fyrra hjónabandi: , Brynjólfur, mjólkurbústjóri, maki Brynja Bjarnadóttir, þau eiga þrjú börn; Jón Sveinberg, bifreiðastjóri, maki Sesselja Bjarnadóttir, þau eiga þrjár dætur; Grétar, bifreiðastjóri, maki Guðrún Steingrímsdóttir, þau eigaþrjúbörn. Hálfsystkini Láru, sammæðra: Fjóla Þorleifsdóttir ljósmóðir, maki Ingólfur Guðmundsson, látinn; Ingvar Þorleifsson bóndi, maki Sig- ríður Ingimundardóttir; Steingrím- ur Theódór Þorieifsson, bygginga- tæknifræðingur, maki Ethel Thor- leifsson; Svanhildur Sóley Þorleifs- dóttir, látin, húsmóðir, maki Ragnar Þórarinsson; Sigurður Þorleifsson, dóíbernsku. Foreldrar Láru voru Guðmundur Jónsson og Sigurlaug Hansdóttir. Stjúpfaðir Láru var Þorleifur Ingv- arsson. Sigurlaug og Þorleifur Lára Sigriður Guðmundsdóttir. bjuggu í Sólheimum í Svínavatns- hreppi. Lára tekur á móti gestum mánu- daginn 3. ágúst í Risinu, Hverfisgötu 105 í Reykjavík, kl. 17-19. Ólafur F. Magnússon Ólafur Friðrik Magnússon, læknir og varaborgarfulltrúi, Búlandi 34, Reykjavík, veröur fertugur á mánu- daginn. Starfsferill Ólafur er fæddur á Akureyri en ólst upp í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MH1972, embætt- isprófi í læknisfræði frá HÍ1978 og sémámi í Sviþjóð í heimilislækning- um 1984. Ólafur starfaði á Landspítalanum og Fæðingarheimili Reykjavíkur á námsárum og var aðstoðarlæknir á Borgarspítalanum, Landspítalanum og Landakotsspítala og héraðslækn- ir á Hvammstanga og Dalvík 1978-81. Hann stundaði læknisstörf samhliða námi í Svíþjóð 1981-84, var heilsugæslu- og sjúkrahúslæknir á Blönduósi 1984-86 og hefur verið sjálfstætt starfandi heimilislæknir í Reykjavík frá þeim tima. Olafur er formaður Félags sjálf- stætt starfandi heimilislækna, formaður samninganefndar heimil- islækna utan heilsugæslustöðva, í stjóm Læknafélags Reykjavíkur, varaborgarfulltrúi í Reykjavík, í stjóm Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur, í stjóm heilsugæslu- umdæmis Vesturbæjar, í heilbrigð- ismálaráði Reykjavíkurlæknishér- aðs, í stjóm heilbrigðis- og trygging- armálanefndar Sjálfstæðisflokks- ins, i stjóm Félags sjálfstæðismanna í Fossvogs-, Smáíbúða- og Bústaða- hverfi og sat áður í stjóm Félags sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holta- hverfi. Hann hefur skrifað greinar í blöð og tímarit, einkum um heil- brigðismál. Fjölskylda Ólafur kvæntist 6.4.1974 Guðrúnu Kjartansdóttur, f. 9.3.1953, BA og kennara. Foreldrar hennar: Kjartan Magnússon, stórkaupamaður í Reykjavík, og Sigríður Guðmunds- dóttir, fyrrv. iðnrekandi. Böm ðlafs og Guðrúnar: Anna Sigríður, f. 3.2.1974; Magnús Frið- rik, f. 25.7.1979; Kjartan Friðrik, f. 25.7.1979. Bróðir Ólafs er Stefán Ágúst, f. 15.6.1950, verslunarmaður, maki Ragnheiður Ólafsdóttir, röntgen- tæknir. Hálfsystir Ólafs, samfeðra, er Nína Valgerður, f. 24.12.1948, kennari, maki Tómas Bergsson, við- skiptafræðingur og kennari. Foreldrar Ólafs: Magnús Ólafsson, f. 1.11.1926, d. 2.9.1990, læknir og hjartasérfræðingur í Reykjavík, og Anna G. Stefánsdóttir, f. 13.8.1930, ritari. Ætt Magnús var sonur Ólafs, stud. med. og ritstjóra Víðis í Vestmanna- eyjum, Magnússonar, form. á Seyð- isfirði og síðar Vestmanneyjum, Jónssonar, b. á Geldingá í Leirár- sveit, Jónssonar, b. í Deildartungu í Reykholtsdal, Jónssonar. Móðir Ólafs var Hildur Ólafsdóttir, útvegs- bónda á Landamótum á Seyðisfirði, Ólafur Friðrik Magnússon. Péturssonar. Ágústa Hansína Pet- ersen, móðir Magnúsar Ólafssonar, var dóttir Aage Lauritz Petersen, símstjóra í Vestmannaeyjum og síð- ar skattstofufulltrúa í Reykjavík, og fyrri konu hans, Guðbjargar Jónínu Gísladóttur, kaupmanns og útvegs- bónda í Hlíðarhúsum í Vestmanna- eyjum, Stefánssonar. Anna G. er dóttir Stefáns Ágústs, forstjóra Sjúkrasamlags Akureyrar, Kristjánssonar, b. á Glæsibæ við Eyjafjörð, Jónssonar, Sigfússonar frá Syðra-Hóli. Móðir Stefáns Ág- ústs var Guðrún Oddsdóttir, b. i Dagverðamesi, Jónssonar. Sigríð- ur, móðir Önnu G. Stefánsdóttur, var dóttir Friðriks Daníels, b. í Arn- amesi og síðar á Kambhóli við Eyja- fiörð, Guðmundssonar. Móðir Sig- ríðar var Anna Guðmundsdóttir, b. og hreppstjóra frá Hesjuvöllum, Ámasonar. Viktoria Markúsdóttir, Hverfisgötu 69, Reykjavik. Hún tekur á móti gestum laugar- daginn 8.8. að heimili dóttur sinn- ar, Kleifarási 6, Reykjavík. Vilborg Jónsdóttir, Suðurgötu47a, Siglufirði. Halldór Gunnarsson, Aðalgötu 15, Árskógshreppi. Margeir Pétur Jóhannsson, Brúnastekk 4, Reykjavík. Guðrún Hinriksdóttir, AðaJgötu 10, Súgandafirði. Snjólaug Valdemarsdóttir, Melum, Dalvík. Jóna G. Ámadóttir, Skeggjagötu 19, Reykjavík. Gunnar Guðbrandsson, Karfavogi 38, Reykjavik. Jón Þorkelsson, Hofgerði7a,Vogum. Magnús Jónsson, Grænubrekku 2, Sauðárkróki. Sigríður Sigurðardóttir, Ægisíðu52, Reykjavík. Jón Kr. Magnússon, Melaleiti, Leirár- og Melalireppi. Guðmundur Ingi Sigurðsson, Álfheimum 46, Reykjavik. Sævar Þorsteinsson, Löngumýri 24, Akureyri. Anna H. Öskarsdóttir, öyggðarholti 25, Mosfellsbæ. Einar Rúnar Stefánsson, Ugluhólum 6, Reykjavík. Pétur Jakob Jóhannsson, Fiskakvísl 22, Reykjavík. Þórdís Þórunn Harðardóttir, Raðhúsi l.Heiðarskóla, Leirár- og Melahreppi. Sigfús Hlíðar Dýrfjörð, Rafnkelsstaðavegi 5, Garði. Jónína María Sveinbjamardóttir, Esjugrund 32, Kjalameshreppi. Andlát Knútur Jónsson Knútur Jónsson, fyrrv. bæjarritari á Siglufirði, Hávegi 62, Siglufiröi, lést24. júlí. Knútur verður jarðs- unginn frá Siglufiarðarkirkju á morgun kl. llf.h. Starfsferill Knútur var fæddur 5.8.1929 í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá VI1949 og var í framhaldsnámi í rómönskum mál- um í Ósló, Kaupmannahöfn, París, MadridogRóm. Knútur gegndi ýmsum störfum um ævina. Hann var skrifststj. Al- menna bókafélagsins, fulltrúi fram- kvæmdastj. Síldarútvegsnefndar á Siglufirði, framkvæmdastj. Tunnu- verksmiðju ríkisins, skrifststj. Hús- eininga og bæjarritari Siglufiarðar. Knútur var aðalfulltrúi í bæjar- stjóm Siglufiarðar fyrir Sjálfstæðis- flokkinn og forseti bæjarstjómar í fiögur ár. Hann tók virkan þátt í félagsstarfi Sjálfstæðisflokksins og starfað í kjördæmisráði Sjálfstæðis- flokksins á Norðurlandi vestra. Knútur tók þátt í margvíslegu fé- lagsstarfi á Siglufirði og var m.a. í Lionsklúbbi og stangaveiðifélagi. Knútur var stjómarmaður í Spari- sjóði Siglufiarðar og Lífeyrissjóði verkalýðsfélaga á Norðurlandi vestra. Fjölskylda Knútur kvæntist 17. október 1953 Önnu Snorradóttur, f. 15. júní 1926. Foreldrar Önnu vom Snorri Stef- ánsson, framkvæmdastjóri Síldar- verksmiðjunnar Rauðku, og Sigríð- ur Jónsdóttir. Fósturdóttir Knúts: Hafdís Fjóla Bjamadóttir Olsen, f. 20.6.1967, gift Jóhanni Þór Ragnarssyni, nema, þau eiga eina dóttur, Önnu Þóm. Fóstursonur Knúts: Óskar Einars- son, f. 2.10.1970, nemi, unnusta hans er Asta Ásólfsdóttir, nemi. Systur Knúts: Gyða, f. 27.9.1920, ekkja eftir Friðjón Bjarnason, prentara; Ema, f. 12.12.1922, gift Sigurði Ingasyni, fyrrv. póstfull- trúa, þau eiga þrjá syni. Bróðir Knúts, sammæðra: Ólafur Hólm Einarsson, f. 17.6.1914, pípulagn- ingam., kvæntur Þorgerði Gríms- dóttur, þau eiga þrjú böm. Foreldrar Knúts vom Jón Hall- dórsson, verkamaður í Reykjavík, og Gíslína Magnúsdóttir. Ætt Jón var sonur Halldórs, b. á Bring- um í Mosfellssveit, Jónssonar, b. og formanns á Hrauni í ÖJfusi, Hall- dórssonar, b. og formanns á Egils- stöðum í Ölfusi, Guðmundssonar. Móðir Halldórs á Bringum var Guð- rún Magnúsdóttir, b. á Hrauni, Magnússonar, b. og formanns í Þor- lákshöfn, Beinteinssonar, lögréttu- manns á Breiðabólstað í Ölfusi, Ingi- mundarsonar, b. á Hólum í Stokks- eyrarhreppi, Bergssonar, b. í Bratts- holti, Sturlaugssonar, ættfóður Bergsættarinnar. Móöir Jóns verkamanns var Vilborg Jónsdóttir, Knútur Jónsson. b. í Urriðakoti í Garöahreppi, Þor- varðssonar, b. á Vötnum, Jónsson- ar, b. og silfursmiðs á Bíldsfelli, Sig- urðssonar, ættfóður Bíldsfellsættar- innar. Móðir Jóns í Urriðakoti var Guðbjörg Eyjólfsdóttir, b. á Krögg- ólfsstöðum, Jónssonar, ættföður Kröggólfsstaðaættarinnar. Gíslína var dóttir Magnúsar, b. á Hnjóti í Örlygshöfn, Ámasonar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.