Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1992, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1992, Blaðsíða 22
22 FÖSTUlíAGUK 31.■ JÚLÍ 1992. Sérstæð sakamál Eugene Halterman var þrjátíu og fimm ára, endurskoðandi, sérfræð- ingur í skattamálum og metorða- gjarn. Það síðastnefnda varð öðru fremur til þess að vinnuálag hans jókst stöðugt og þar kom að það varð of mikið fyrir hann. En fljót- lega komst hann að því að með því að reykja hass komst hann yfir helstu streitueinkennin. Nú gat hann haldið áfram að vinna mikið en þar kom aö hassið dugði ekki sem fyrr. Þá fór hann að neyta heróíns og dag einn uppgötvaði hann, sér til mikillar skelfingar, að hann var orðinn svo háður eitur- lyfinu að hann gat ekki hætt að neyta þess. Kona Eugenes, Cherry, tók þetta mjög nærri sér, eins og vonlegt var, og bað hann að leita aðstoðar læknis. í fyrstu vildi Eugene ekki heyra það nefnt en þar kom að hann viðurkenndi að eina leiðin til að losna úr viðjum eiturlyfsins væri að leita aðstoðar sérfræðings. í mars 1987 fór hann því á fund Lisu Booth, læknis sem hafði sér- hæft sig í meðferð eiturlyfjasjúkl- inga. Hún bjó í heimaborg Euge- nes, San Diego í Kalifomíu. Á lyfjakúr Lisa Booth lét Eugene taka lyfið metadon. Hún lét hann fá nóg til tveggja daga í einu en það leiddi til þess að hann varð að koma oft til hennar. Það var einmitt það sem hún vildi því hún þurfti að fylgjast náið með sjúklingnum. Fyrsta mánuöinn virtist allt ganga vel en þá fór Eugene að neyta heróíns á nýjan leik því honum fannst metadonið ekki duga sér. Auðvitað tókst honum ekki að leika á svo reyndan sérfræðing sem Lisa Booth var. Hún lagði þvi til að hann tæki fóggur sínar næsta föstudag og flyttist heim til hennar um helg- ina. Hún gæti þá haft eftirlit með honum þar til hann færi til vinnu á mánudagsmorgninum. Sagði hún að slíkt fyrirkomulag í nokkra mánuði yrði til þess að draga svo mikið úr neyslulöngun hans að eft- ir þann tíma gæti hann haldið sig við metadon eingöngu. Eugene ræddi máliö við konu sína, Cherry, sem leit svo á að betra væri aö sjá af manni sínum um helgar en fyrir fullt og allt. Ný aðferð læknisins Fyrsta fóstudaginn sem Eugene var á heimili Lisu Booth var hann mjög dapur. Öryggisleysi sótti að honum, bæði af því að hann var að heiman og af því að hann hafði ekki heróín. En Lisa réð bót á síð- ara vandamálinu. Hugmynd henn- ar var ekki aðeins að hjálpa honum til að komast yfir vanda hans og þegar þunglyndið kom aftur yfir hann á laugardeginum tók hún fram sprautu og heróínskammt. Eugene kom strax auga á hvort tveggja en spurði einskis. Hann þreif sprautuna og skömmu síðar lá hann uppi í sófa, brosandi eins og sá sem er með öllu áhyggjulaus. Þegar hann vaknaði á sunnu- dagsmorgun var hann nokkra Eugene Halderman. Cherry Halderman. Hann reyndi að malda í móinn en þá sagði Lisa: „Hlustaðu nú á mig, Eugene. Þú veist að ég vil hjálpa þér. Það er ekkert athugavert við þetta. Þetta er allt saman þáttur í meðferðinni. Treystu mér.“ Cherryfærfréttir Eugene fannst Lisa, sem var fimmtíu og eins árs, ekki sérstak- lega aðlaöandi en hún var heldur ekki fráhrindandi. Honum fór því að líða líkt og barni sem er þægt og fær laun fyrir. Þegar hann hefði verið „þægur“ við Lisu, eins og hann var nú farinn að kalla hana, fékk hann sín laun, heróínskammt. stund að átta sig. Hann vissi ekki hvar hann var. En þegar hugsunin skýrðist sá hann að hann var ekki í gestaherberginu sem hann hafði fengið til umráða á fostudeginum. Lisa kom nú inn til hans og batt enda á frekari heilabrot. Hún hélt á bakka með morgunmat, lagöi hann við hliðina á rúminu og spurði brosandi: „Svafstu vel?“ „Já,“ svaraði Eugene. „Annars var ég undir miklum áhrifum í gær.“ Þá svipti hún af sé morgun- sloppnum og í Ijós kom að undir honum var hún allsnakin. Síðan skreið hún upp í rúm til Eugenes. Lisa Booth læknir. Cherry, kona Eugenes, hafði ekki hugmynd um þessa sérstöku „með- ferð“. Hún sá bara fljótlega á manni sínum að honum virtist líða betur og yfir því gladdist hún. Þegar aprílmánuður var nær liðinn hringdi Lisa Booth til hennar og lýsti ánægju sinni með framfarir Eugenes. Hún sagði þó að hún væri hrædd um að hann væri ekki enn búinn að ná sér nógu vel til að standa á eigin fótum og lagði því til að hann yröi heima hjá sér nokkrar helgar enn. Cherry var ekki hrifin af hugmyndinni en gerði sér engu að síður ljóst að færi Eugene að nota eiturlyf á ný væri öllu lokið fyrir honum. Hún vissi ekkert um að Eugene notaði enn heróín, hvað þá að hann fengi það hjá Lisu Booth lækni. Grunsemdir Cherryvakna Þegar Lisa Booth hringdi á ný til Cherry í maí og lýsti enn ánægju yfir franmfórum Eugenes en sagði þó nauðsynlegt að hann yrði heima hjá sér næstu tvær til þrjár helgar hætti Cherry að lítast á blikuna. Þegar Eugene kom heim þá um kvöldið sagði hún við hann að nú væri helgardvölinni hjá Lisu Booth lækni lokið. Hún ætlaði sjálf að hjálpa honum til að ná því marki sem þau hefðu sett sér. En Cherry til mikillar undrunar sýndi Eugene engin gleðimerki. Þess í stað varð hann nánast óður. „Þú hefur engan rétt til að segja Lisu hvað er best fyrir mig,“ hróp- aði hann. „Hún er sú eina sem get- ur leitt þetta mál tíl lykta.“ Síöan gekk haim út. Cherry til undrunar kom hann hvorki heim daginn eftir né þar næsta dag og þegar hann kom ekki heim að kvöldi þriðja dagsins ákvað Cherry að fara til hans og biðjast fyrirgefningar. Hún ók heim að húsi Lisu Booth og sá bíl Eugenes standa þar. Svo gekk hún að dyrunum og hringdi bjöllunni. Eftir nokkra sfimd kom Lisa til dyra. „Má ég fá að tala við Eugene?" spurði Cherry. „Það er ekki hægt,“ svaraði Lisa. „Hann er í baðkerinu að slaka á.“ Svo skellti hún hurðinni á Cherry sem stóð agndofa og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Komið á óvart Þetta olli Cherry heilabrotum. Hún vissi aö Eugene vildi ekki liggja í baðkeri og fór því alltaf í sturtu. Cherry læddist varlega á bak viö húsið og í gegnum stóra gluggana sá hún Eugene sitja hálf- nakinn inni í stofu með bros sem hún þekkti vel. Þannig brosti hann alltaf þegar hann hafði sprautað sig með heróíni. Lisu og Eugene brá mjög þegar Cherry birtist skyndilega í garð- dyrunum. „Út með þig„“ hrópaði Lisa. „Já, ég skal gjarnan fara,“ svar- aði Cherry, „en ég tek Eugene með mér.“ „Ég fer ekki með þér,“ sagði Eug- ene skælbrosandi. Cherry hikaði augnabhk. Svo yf- irgaf hún húsið og Lisa brosti sig- urviss. Hún taldi sig hafa unnið baráttuna um Eugene. Málalok En Lisa reiknaði ekki með bar- áttuhug Cherry. Þremur tímum síðar kom hún aftur með skamm- byssu sem Eugene hafði gefiö henni til að verja sig með, gerðist þess þörf meðan hann fór á fund við- skiptavina sem bjuggu utan borg- arinnar. Eugene var í vímu og áttaði sig ekki hvað var að gerast. Hann heyrði nokkra skothvelh og sá Lisu grípa um brjóstið og hníga niður á sófann. Án þess að streitast nokkuð á móti fór hann með konu sinni út í bíl og heim með henni. Daginn eftir fór smám saman að renna upp fyrir honum hvað gerst hafði á heinúli Lisu Booth. Um hríð sat hann og hugsaði ráð sitt. Hann sá óljóst fyrir sér atburði gærdags- ins og þegar hann var búinn að jafna sig það mikið að hann gat hugsað nokkum veginn skýrt varð honum ljóst að nú væri lokið tíma- bili heróínneyslu og framhjáhalds í lífi hans. Loks reis Eugene á fætur, gekk að símanum og hringdi á lögregl- una. Rannsóknarlögreglan gat fljót- lega staðfest aö frásögn Eugenes og Cherry væri rétt. Málið var sent saksóknara sem gaf út ákæru á hendur Cherry og hún kom síðan fyrir rétt. Kviðdómendur og dómari sýndu Cherry skilning. Hún hafði fengið mann sinn til að leita læknis í þeim tilgangi að hann fengi lækningu svo hann gæti hætt að neyta eitur- lyfja og lifað eðlilegu lífi á ný. En læknirinn hafði brugðist. Cherry fékk vægan dóm því ljóst var að hún hafði unnið verknaðinn í örvæntingu. Hún hegðar sér vel í fangelsinu og því verður dvöl hennar þar ekki löng. En hún er ekki gift Eugene lengur. Honum tókst ekki að losna við eiturlyfin og er nú orðinn hrak. Hann hefur glatað fiölskyldu sinni, heimili og viðskiptavinum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.