Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1992, Síða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1992.
Fréttir
Nýtt frumvarp aö samkeppnislögum:
Nær vart yf ir fyrirtæki sem
þegar haf a verið stof nuð
í frumvarpi að samkeppnislögum er ekki tekið fram hversu hátt markaðs-
hlutfall fyrirtækja má vera án þess að það brjóti í bága við ákvæði frum-
varpsins.
Sú ákvörðun Hagkaups og Bónuss
að rugla saman reytum sínum hefur
valdið talsverðum taugatitringi. Al-
mennir dagvörukaupmenn, t.d. á
höfuðborgarsvæðinu, vita sem er að
í krafti stærðar getur „Hagbón", eins
og einn viðmælanda DV kallaði fyrir-
tækin eftir að Hagkaup keypti helm-
inginn í Bónusi, gert mun hagstæð-
ari innkaup en áður. Annan rak
minni til þess að það væri ekki ýkja
langt síðan Jóhannes í Bónusi hefði
látið hafa eftir sér í viötali að það
væri hverju fyrirtæki óhollt aö véra
með meira en 10% markaðshlutdeild.
En hver er markaðshlutdeild Hag-
kaups og Bónuss? Talað er um 35%
markaðshlutdeild á höfuðborgar-
svæðinu og 30% ef miðað er við land-
ið allt. Hins vegar eru tölur af þessu
tagi hreinar getgátur þar sem gögn
varðandi verslun á íslandi eru tæp-
lega nógu haldgóð. M.ö.o. eru vöru-
flokkar ekki nægjanlega vel greindir
í sundur svo að illt er aö sjá hvaö er
matvara og hvað ekki.
„Svona samruni dregur úr sam-
keppni. Sú hætta er fyrir hendi að
þetta leiði til hækkaðs vöruverðs
þegar frá líður,“ sagði Georg Ólafs-
son verðlagsstjóri.
Frumvarp til samkeppnislaga
Síðastliðinn vetur var lagt fyrir al-
þingi frumvarp til samkeppnislaga. í
fyrstu grein segir að lögin hafi þaö
markmið að vinna aö hagkvæmri
nýtingu framleiðsluþátta þjóðfélags-
ins og efla virka samkeppni í við-
skiptum með því að vinna gegn
óhæfilegum hindrunum og takmörk-
unum á frelsi í atvinnurekstri og
vinna gegn óréttmætum viðskipta-
háttum. í annarri grein segir að lögin
taki til hvers konar atvinnustarf-
semi, svo sem framleiðslu, verslunar
og þjónustu, án tillits til þess hvort
hún er rekin af einstaklingum, félög-
um, opinberum aðilum eða öðrum.
Líklega verður frumvarpið aö lög-
um næsta vetur. Það vekur athygh
að í 18. grein er hvergi minnst á nein-
ar prósentm- hvað varðar markaðs-
hlutdeild. Ástæðan mun vera hin sí-
gilda smæð landins. Aðeins er sagt:
„Telji Samkeppnisráð að samruni
fyrirtækja eða yfirtaka fyrirtækis á
öðru fyrirtæki dragi verulega úr
samkeppni og sé andstæð markmiði
laga þessara getur ráðiö lagt á bann
við fyrirhuguðum samruna eða yfir-
töku fyrirtækja og mælt fyrir um
ógildingu á samruna eða yfirtöku
sem þegar hefur átt sér stað...“
Einn viðmælanda DV sagði að
Samkeppnisráð hlyti að hafa nóg að
gera þegar það yrði að veruleika þar
sem lögin virtust vera afturvirk.
Hann benti m.a. á Flugleiðir og Eim-
skip í því sambandi en markaðshlut-
deild Eimskipafélags íslands í milli-
landaflutningum er um 70%. Þaö
væri því fleira en samruni Bónuss
og Hagkaups sem yrði umfjöllunar-
efni á fundum Samkeppnisráðs.
Misbeiting bönnuð
Þó að stærð markaöshlutdeildar
skipti miklu máli þarf hún ekki alltaf
aö vera ipjög há til þess að um mark-
aðsyfirráð sé að ræða. T.d. getur hóf-
leg markaðshlutdeild í tengslum við
tæknilega sérþekkingu, yfirráð yfir
hráefnum og yfirráö yfir íjármagni
gefið fyrirtæki möguleika á að
ákvarða verð eða stýra framleiðslu
eða dreifingu á verulegum hluta
þeirra vara sem um ræðir.
EB telur 80% markaðshlutdeild
ótvírætt leiða til markaðsyfirráða. í
reynd hefur markaðshlutdeild 57%
og þar yfir verið talin nægileg til
þess að um markaðsyfirráö sé að
ræða. 40 til 45% markaðshlutdeild
er í sjálfu sér ekki nægileg til þess
að hægt sé að fullyrða án frekari
upplýsinga að markaðsyfirráð séu
fýrir hendi en þó eru ekki gerðar
kröfur um miklar viðbótarupplýs-
ingar til þess að sýna fram á að sú
markaðshlutdeild sé nægilega há.
Fréttaljós
Áskell Þórisson
En ýmis atriöi geta gert það aö
verkum aö lág markaðshlutdeild
leiöi til markaðsyfirráða. Undir 11%
eru markaðsyfirráð þó talin útilokuð
en 20 til 40% geta hins vegar skapað
markaösyfirráð ef fyrirtæki eru óháð
fjármagni, hráefnum, samkeppnis-
aðilum o.s.frv.
í frmnvarpinu er ítrekað að mark-
aðsyfiráð sem slík eru ekki bönnuð
heldur misbeiting þeirra.
Eftirlit með samruna
Það er náiö samband á milli mis-
beitingar á markaðsráðandi stöðu og
eftirhts með samruna fyrirtækja,
segir í frumvarpinu. En það eru ekki
nema rúmlega tvö ár frá því að EB
setti reglur um eftirlit með samruna
fyrirtækja. Þær höfðu þó verið í und-
irbúningi í 15 ár en samstaða um þær
náðist ekki fyrr en 1989. Samkvæmt
57. gr. EES-samningsins eru reglur
EB á þessu sviði teknar upp. Fram-
kvæmd reglnanna verður þó nær
alfarið í höndum EB en í náinni sam-
vinnu við eftirlitsstofnun EFTA.
Samrunareglumar taka aðeins til
samruna sem fer yfir ákveðna veltu-
tölu. Þannig þarf velta þeirra fyrir-
tækja sem hyggjast renna saman að
vera yfir 5 milljarðar ECU í öllum
heiminum og a.m.k. tvö fyrirtækj-
anna þurfa að selja fyrir 250 milljón-
ir ECU hvort innan Evrópubanda-
lagsins til þess að samruninn falli
undir reglu þess. Þessi mörk eru
mjög há og er því ólíklegt að þessi
grein muni hafa áhrif á íslensk fyrir-
tæki.
Norðmenn settu markið við
20%
Neytendasamtökin hafa látið í ljós
áhyggjur vegna kaupa Hagkaups á
50% hlut í Bónus. Jóhannes Gunn-
arsson, formaður samtakanna, sagði
aö þetta þýddi óhagkvæmara vöru-
verð þegar fram Uðu stundir. Þessu
hefur Jóhannes Jónsson í Bónus
mótmælt.
Magnús Finnsson, framkvæmda-
stjóri Kaupmannasamtakanna, sagði
að í nýlegu, sambærilegu frumvarpi
í Noregi hefði verið gert ráð fyrir að
fyrirtæki mætti ekki öðlast nema
20% markaöshlutdeild. íslenska
frumvarpið gerir ráð fyrir mati Sam-
keppnisráðs. „Mörgum þykir þessi
samruni leiða til þess að þama
myndist stór blokk sem muni ráða
miklu. Það er alltaf matsatriði hvort
blokk sé svo stór að hún sé hættuleg.
Sú er skoðun margra aö svo sé.“
Hvað varðar frumvarpið sagði
Magnús að það hlyti að vera aftur-
virkt - ef ekki hefðu lögin ekkert
gildi.
Og þar stendur hnífurinn í kúnni.
Meginreglan er sú aö lög eru ekki
afturvirk. Hins vegar stendur í 18.
greininni að Samkeppnisráð geti
mælt fyrir um ógildingu á samruna
eða yfirtöku sem þegar hefur átt sér
stað. Ætii Samkeppnisráð muni fetta
fingur út í kaup Hagkaups á Bónusi,
sterkri stöðu Flugleiða eða yfirburð-
um Eimskips?
Þær fréttir berast úr utanríkis-
ráðuneytinu að fjöldinn aUur af
vanþróuðum ríkjum í öðrum heim-
sálfum sækist nú eftir ráðgjöf ís-
lendinga og leiösögn í sjávarút-
vegsmálum. Binda menn miklar
vonir við að íslenskt atgervi og at-
orka geti þannig nýst erlendum
þjóðum á sviði veiða og vinnslu.
Til stendur að senda bæði menn
og skip á fjarlægar veiðislóðir og
útiendingamir bíða í biðröðum eft-
ir ráögjöf okkar.
Þessi tíðindi eru því athyglisverð-
ari sem íslendingar sökkva dýpra
í fen skuldasúpunnar og kreppunn-
ar, sem stafar af látlausri ofveiði
og ágangi á fiskistofna hér við ís-
landsstrendur. Hafrannsókna-
stofnun og erlendir sérfræðingar
hafa lagt til að þorskveiðar verði
skomar niður um 40 til 50% og
flestöU sjávarútvegsfyrirtæki
landsins em á heljarþröm fyrir og
ekki á bætandi. Enda stendur ríkis-
stjómin í ströngu við að útskýra
það fyrir mönnum aö hún muni sjá
til þess að enginn fari yfir 5%
skerðingu sem þýðir náttúrlega
ennþá meira tap en veriö hefur.
Er svo ætlast til að sjávarútvegur-
inn plummi sig í tapinu og helsta
ráöið við því er að forstjóramir og
sægreifamir selji lúxusbílana sína
til aö láta minna bera á því hvað
þeir séu ríkir í tapinu.
Það er ennfremur athygUsvert í
þessari stöðu að sjávarútvegsráð-
herra hefur lagt fram tfilögur um
skerðingu á þorskkvóta og aðgerðir
til bjargar sjávarútveginum sem
ekki er tekið mark á. Sjávarútvegs-
ráðherra lagði til að tekið væri
mark á fiskifræðingum og hann
lagði ennfremur til að Hagræðing-
arsjóði skyldi beitt til að úthluta til
þeirra sjávarplássa sem verst fara
út úr skeröingunni.
En forsætisráðherra gaf skít í
þessar tillögur sjávarútvegsráð-
herra og fiskifræðinganna. Forsæt-
isráðherra og aörir þeir sem hafa
meira vit en sjávarútvegsráðherra
hafa sem sagt tekið fram fyrir
hendur sjávarútvegsráðherra og sá
síðamefndi situr enn í ríkisstjóm-
inni með þaö eitt í huga að koma í
veg fyrir frekari skaöa af hálfu
þeirra sem hafa meira vit á sjávar-
útvegsmálum heldur en hann sjálf-
ur.
Þetta hefur leitt til þess að forsæt-
isráðherra talar ekki lengur við
sjávarútvegsráðherra mn sjávar-
útvegsmál til að hann skaði ekki
þann skaða sem hlýst af þeim skaða
sem felst í niðurskurðinum. Þess í
stað ferðast hann um með vara-
formanni sínum og fjármálaráð-
herra til helstu útgerðarplássa
landsins til að útskýra tillögur sín-
ar um aðgerðir í sjávarútvegsmál-
um sem sjávarútvegsráðherra hef-
ur enn ekki séð. Og fær ekki að
sjá, því hann hefur ekki vit á sjáv-
arútvegsmálum.
Reyndar er því haldið fram að
tillögur forsætisráöherra og
Byggöastofnunar séu þær sömu og
sjávarútvegsráðherra lagði fram í
upphafi, en það er ekki sama hver
leggur fram tillögur og ekki sama
hvemig þær eru matreiddar og
þess vegna er sjávarútvegsráð-
herra ekki hafður meö í ráðum
þegar sjávarútvegsmál eru annars
vegar.
Forsætisráðherra var alveg á
móti því að Hagræðingarsjóður
skyldi notaður til hagræðingar fyr-
ir sjávarútveginn. Ríkissjóður
hafði ekki efni á aö gefa kvóta úr
Hagræðingarsjóði. Hann vill þess í
stað að bágstödd sjávarútvegsfyrir-
tæki kaupi kvóta af Hagræðingar-
sjóði en fái síðan styrk úr ríkissjóði
til að standa undir kaupunum! Út-
koman verður að vísu sú sama, en
aðferðin er önnur af því að sjávar-
útvegsráðherra hefur ekki vit á
sjávarútvegsmálum og skilur ekki
aö ríkið getur ekki tapaö Hagræð-
ingarsjóði nema með því að borga
mönnum fyrir að fá kvóta úr Ha-
græðingarsjóði.
Meðan þetta fer fram halda sjáv-
arútvegsfyrirtækin áfram að tapa
og sægreifamir aka enn um á lúx-
uskerrum sínum til að undirstrika
tapið. Og þeir í utanríkisráðuneyt-
inu halda áfram að taka á móti
hjálparbeiðnum frá vanþróuðum
ríkjum þar sem farið er fram á að
íslendingar veiti ráðgjöf um veiðar
og vinnslu í sjávarútvegsmálum.
Útlendingar hafa án efa fylgst með
ofveiöinni og veiðimennskunni hér
heima og þeir hafa áreiðanlega
haft spurnir af viti forsætisráð-
herra á því hvemig leysa megi þau
mál án þess að nokkur tapi að ráði.
Þessa þekkingu veröur að flytja úr
landi. Það er ekki spurning.
Dagfari