Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1992, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1992, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aörar deildir: (91)63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Ódýr röksemdafærsla Ef marka má framsöguræðu utanríkisráðherra í máli Evrópska efnahagssvæðisins, ætlar ríkisstjórnin að fara ódýrar og hálfkaraðar leiðir til að fá samninginn staðfestan. Hún ætlar að beita rökum, sem ekki sann- færa aðra landsmenn en handauppréttingamenn eina. Sorglegt er, að eitt mikilvægasta þingmál síðustu ára- tuga skuli ekki fá betri meðferð á Alþingi en hefðbund- inn skæting milli manna, sem hafa orðið svo heillaðir af hæfni sinni í pólitískum burtreiðum, að þeir hafa misst sjónar á varanlegri stjórnvizku og orðstír. Utanríkisráðherra lagði áherzlu á, að samráðherrar sínir í fyrri ríkisstjórn, sem nú sitja í stjórnarandstöðu, hafi þá ekki mótmælt ýmsum atriðum, sem þeir kvarti nú um. Þetta er afbrigði af gömlu lummunni um, að þið í stjórnarandstöðunni eruð ekki hótinu betri en við. Þetta kann að renna ljúft um kverkar handaupprétt- ingaliðs ríkisstjómarinnar á Alþingi. Hinir hiksta, sem hvorki hafa mikið áht á forustumönnum ríkisstjórnar- innar né forustumönnum stjórnarandstöðunnar og vilja fremur, að rætt sé efnislega um málið á Alþingi. í tíð fyrri ríkisstjómar var málið óljósara en það er nú. Ekki em efnisleg rök fyrir því að hallmæla fyrrver- andi ráðherrum fyrir tvískinnung; að hafa þá ekki ver- ið á móti óljósum drögum að niðurstöðu, sem núna er ljósari og sem þeir em núna fremur andvígir. Svo virðist sem utanríkisráðherra vilji ekki stjórnar- skrárbreytingu vegna þessa máls á þeirri undarlegu forsendu, að breytingar á stjórnarskrám valdi óstöðug- leika og ringulreið í stjómarháttum. Hann vísaði í fram- söguræðunni til þess, að svo hafi verið í útlöndum. Utanríkisráðherra raglar saman orsök og afleiðingu. Það era ekki breytingar á stjómarskrá, sem valda óstöð- ugleika og ringulreið, heldur eru það óstöðugleiki og ringulreið, sem valda því, að menn telja þurfa að breyta stjómarskrá til að fækka ágreiningsefnum sínum. Ennfremur virðist utanríkisráðherra halda uppi þeirri undarlegu kenningu viðskiptaráðherra, að fjög- urra lögmanna nefnd, sem utanríkisráðherra skipaði að eigin geðþótta, sé eins konar stjómarskrárdómstóll, sem hafi í eitt skipti fyrir öll afgreitt það mál. Fjórmenningar utanríkisráðherra skipta ekki hætis- hót meira máli en aðrir lögmenn, sem hafa látið í ljósi andstæð sjónarmið. Enda vora rök fjórmenninganna ekki harðari en, að samningurinn fæh í sér lítið valdaaf- sal og ekki meira en hefðbundið væri orðið. Það er hart aðgöngu, að léleg frammistaða stjóm- málamanna í fyrri málum skuh vera notuð til að rökstyðja, að þingmenn megi áfram framselja vald í samningi um Evrópskt efnahagssvæði. Samkvæmt því má aldrei spyma við fótum á óheihabrautinni. Utanríkisráðherra vísaði til Sigurðar Líndal prófess- ors, sem heldur því fram, að búvörulög og fiskveiði- stjórnunarlög og raunar mörg fleiri lög feh í sér valdaaf- sal Alþingis, sem sé stjómarskrárbrot. En hann dregur einkennilega ályktun af skoðun Sigurðar Líndal. Ef rökstuddar skoðanir era meðal fræðimanna um, að stjómarskráin sé kerfisbundið brotin í hverju stór- málinu á fætur öðra, eiga stjómmálamenn að taka efnis- lega á málinu í eitt skipti fyrir öh og fá niðurstöðu um, hvort eigi að stöðva þá þróun og snúa henni við. Utanríkisráðherra telur hins vegar, að ekki beri að taka mark á endurteknu þrasi og að beita megi hunda- lógík til að troða Evrópusamningnum upp á þjóðina. Jónas Kristjánsson Rétttrúaðir Serbarheyja trúarbragðastríð Heimspekilega sinnaöir menn en fomir í skapi hafa orðið til að draga þá ályktun af hruni valdakerfis lenínismans í Evrópu að þar sem rekja megi rætur þeirrar verald- legu trúarkenningar til áhrifa upp- lýsingarstefnunnar á evrópskan hugsunarhátt sé einsýnt aö hafna beri áherslu upplýsingarinnar á hlut hyggjuvitsins og rökhugsunar í að ráða fram úr viðfangsefnum mannlegs félags. Þess í stað beri að hverfa aftur til eldri og traustari gilda, eins og þau hafa fengið mót- un og tjáningu í opinberuðum trú- arbrögðum og hefð tengdri þeim. Prófsteinn á þessa kenningu er atburðarásin í löndunum sem mynduðu fyrrverandi sambands- ríkið Júgóslavíu. Á rústum kerfis- ins sem Tító kom á eftir leníniskri hefð er komin skipting í frumparta, fyrst og fremst eftir þjóðemi skil- greindu samkvæmt trúarhrögðum og kirkjudeildum. Afleiðingin er blóðugasta barátta sem háð hefur verið á evrópskri grund síðan heimsstyrjöldinni síðari lauk þar sem Serbar herja af fáheyrðri grimmd á Króata og múslíma í Bosníu. Yfirburðir Serba í ófriðn- um byggjast á greiðum aðgangi þeirra að þungavopnabirgðum fyrrum Júgóslavíuhers. Aðfarir Serba hafa ranglega verið kailaðar „kynþáttahreinsun" í fréttum ljósvakafjölmiðla og er það enn eitt dæmið um hversu þeir þar á bæjum sem vita eiga betur éta eftir umhugsunarlaust vitleysur sem einhver í hópnum hefur álpast til að koma á loft. Serbar sjálfir tala um „þjóðernishreinsun". Evr- ópuþjóðir eru allar með tölu af sama kynþætti, þeim kákasíska. Einn þjóðflokkurinn er Suður- Slafar og tii hans teljast allir þeir sem nú berast á banaspjótum í Bosníu og tala meira að segja sömu tungu, serbó-króatísku. Greinar- munurinn sem þama skiptir fólki í þjóðir er trúarbrögðin ein, Serbar tilheyra rétttrúnaðarkirkjunni, Króatar þeirri rómversk-kaþólsku og múslímar aðhyllast íslam. Veiðleitni Serba til að hrekja frá heimilum sínum í tveim þriöju hlutum Bosníu bæði múslíma og Króata, tvo þriðju hluta lands- manna, er gerð í nafni stofnunar Stór-Serbíu. Áhrifamiklir mennta- menn meðal Serba hafa boðað þá stefnu lengi í nafni rétttrúnaöar og sögulegrar tilvísunar, til að hnekkja megi úrslitum orrustunn- ar við Kossovo árið 1389, þegar herir Tyrkjasoldáns sigruðu Serba. Þrír helstu foringjar serbneska liðsins, sem situr um Sarajevo, höf- uðborg Bosniu, og margar borgir aðrar um noröanvert og austanvert landið eru háskólaprófessorar. Talsmenn Serba draga ekki minnstu dul á að í sínum augum heyja þeir trúarbragðastríð. „Þetta er trúarbragðastríð sem engum reglum lýtur," hefur fréttamaöur eftir einum þeirra. Annar kvartaði yfir aö Evrópuþjóðir skyldu ekki Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson kunna aö meta það hlutverk Serba að eyöa brúarsporði íslams í álf- unni meö aðgerðum sínum í Bos- níu. Bersýnilegt er, að dómi frétta- manna sem komist hafa til yfir- ráðasvæðis Serba, aö „þjóðerna- hreinsunin" fer fram eftir áætlun einhverrar miðstöðvar. Þorp eru hertekin, nógu margir drepnir á heimilum sínum eða á fómum vegi til að skelfa alla aðra múslíma og Króata. Þeim er síðan hleypt á flótta eftir að hafa undirritað afsal á húsum sínum og öðrum eignum eða reknir í fangabúðir, einkum vopnfærir menn. Serbar setjast um stærri borgir, halda uppi skothríö á þær af fall- byssum og sprengjuvörpum og út- varpa til borgarbúa boðskap um að múslímum og Króötum þar standi til boða að flýja heimkynni sín eða verða yfirbugaðir með sulti og sprengjuregni. Þegar þurfa þyk- ir er herflugvélum frá Serbíu sjálfri beitt til stuðnings serbnesku her- flokkunum í Bosníu. Ekki fer á milli mála aö Serbar svelta fanga sína, sjónvarpsmynd- ir, sem farið hafa um allan heim, eru til vitnis um það. Samhljóða frásagnir fanga og flóttafólks frá ýmsum stöðum um alla Bosníu hafa sannfært fréttamenn og starfsmenn líknarstofnana um aö í fangabúöunum og við töku bæja og borga hafa Serbar framið óhæfuverk í stórum stíl, sannkall- aða stríðsglæpi. Drukknir varð- menn hafa sér til gamans að skjóta fanga eða skera þá á háls og nauðga konum. Hafa Oryggisráð SÞ og Mannréttindanefnd SÞ þegar lagt drög að gagnasöfnun um slíkar aðfarir og að koma lögum yfir stríðsglæpamenn. Þeir sem hörmungamar dynja á eru að vonum beiskir yfir aðgerða- leysi alþjóðastofnana og Evrópu- stofnana til að hafa hemil á Serb- um. Matar- og lyfjasendingar til einstakra staöa, og þá máske ekki þeirra sem verst eru settir, mega sín lítils. Öryggisráðið hefur heim- ilað aðgerðir sem þörf kann að krefja til að koma við neyðaraðstoð um alla Bosníu en enginn hefur gefið sig fram til að fylgja eftir. Atlantshafsbandalagið og Vest- ur-Evrópubandalagið hafa hvort í sínu lagi komist aö þeirri niður- stöðu að 100.000 manna herhð þurfi til aö tryggja hjálparstofnunum för um alla Bosníu. Óllum ákvörðun- um um aðgerðir var síðan slegið á frest fram að friðarráðstefnu sem SÞ og EB gangast fyrir í samein- ingu í London frá þriðjudegi í næstu viku. Haldist Serbum uppi það sem þeir hafa verið að fremja í Bosníu síðan í apríl í vor er margháttaður voði á ferðum. Nóg er af trúar- bragðastyrjöldum í ýmsum áttum. Vígaferli kaþólskra og mótmæl- enda á Norður-írlandi hafa staðið á þriðja tug ára. Kristnir Armenar og múslimar í Aserbadsjan beijast um Nagorno-Karabakh. Hindúiskir Tamílar og búddiskir Singhalesar eigast við á Sri Lanka. Svona mætti lengi telja. Verði grimmdin Serbum til framdráttar getur það orðiö til að þeir verði teknir til fyrirmyndar og ýtt undir aö ófriðarbálunum fiölgi, einkum í fyrrum sovétlýð- veldum. Loks er vert að gefa því gaum að þjóðarmorð kristinna Serba á mú- slimskum Bosníumönnum hefur vakið sterkar tilfinningar í íslömskum löndum. Tyrkland og Pakistan hafa bæði boðist til að senda herlið á vettvang til að skakka leikinn. Þvoi Evrópuþjóðir hendur sínar af skelfingunni sem riðið hefur yfir Bosniu verða eftir- köstin ófyrirsjáanleg í sambúðinni við íslamska heiminn. Magnús T. Ólafsson Fangar úr hópi múslíma og Króata i matarbiðröð f fangabúðum Serba við Manjaca nærri borginni Banja Luka i Norður-Bosnfu. Þeim er skipað að hafa hendur á baki. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.