Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1992, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1992, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1992. Veiðivon DV Ekkert er skemmtilegra: Göngutúr upp með veiðiánum Þær eru margar veiöiámar sem bjóða upp á skemmtilega og langa göngutúra. Veiöimönnum fmnst líka gaman aö renna á nýjum svæöum. Eitt af þessum nýju svaéðum, sem veiðimenn hafa verið að kanna síð- ustu daga, er fyrir ofan Kambsfoss í Austurá í Miðfirði. Frá Kambsfossi upp að Valsfossi eru 11 km. „Þetta eru margir góðir veiöistaöir og ég held að það eigi eftir að veiðast vel þama í sumar," sagði Böðvar Sig- valdason er hann sýndi okkur svæð- ið kringum Valsfossinn fyrir fáum dögum. Gönguferð frá Valsfossi er þama hverjum veiðimanni nauðsynleg, veiðistaðimir em margir og nú hafa veiðst þama um 60 laxar. Víkurá í Hrútafirði geymir marga laxa Ein af þeim veiðiám sem rennur í Hrútafjörðinn er Víkurá. Sú á hefur að geyma marga laxa og töluvert af góðum veiðistöðum. Ég held að veiði- menn geti gengið af sér homin þarna - við ána en þegar veiðimaöurinn fær lax er allt í lagi, fiska sem taka agn veiðimanna strax vegna þess að eng- inn hefur rennt á þá lengj. Það er munurinn á stóm og litlu veiðiánum. Það var hreinasta hörmung að sjá veiöiámar í Hrútafirði, vegna vatns- leysis, þegar við vorum þama á ferð. Hvaisá og Laxá vom mjög vatnslitlar en Víkuráin hélt sínu. En núna hefur sem betur fer rignt vel og það hefur allt að segja, laxinn kemur í ámar. -G.Bender Á stærri myndinni er flugu kastað fyrir lax í Víkurá í Hrútafirði en á þeirri minnl hefur Leifur Benediktsson landað laxi. OV-myndir G. Bender Valsfossinn i Austurá í Miðfiröi hefur að geyma marga laxa þessa dagana. Hann lætur sig ekki muna um að ganga ennþá með árbökkunum hann Kristján Sigurmundsson. Hér er hann við Miðfjaröará fyrir skömmu. Finnur þú fimm breytingar? 167 Slappaðu af, maður. Samkvæmt siglingareglunum á hann að vfkja. Nafn: Heimilisfang: .............................*............................................................................................................ Þjoðar- spaug DV Sagt var að karl nokkur, sem átti konu er hét Þórdís, hjákonu að nafhi Valgerður og hryssu sem bar heitið Rauöka, hefði beðist þannig fyrir: „Drotönn minn góður, heyr mína bæn. Dreptu hana Dísu en láttu Völu lifa. En drepiröu hana Rauðku mlna þá eram við skildir að öllurn skiptum.“ „Hugul- semin" Heyrt í matsal Hótel Loftieiða. „Hún: „Þetta er í fimmta sinn sem þú ferð að veisluborðinu, Sighvatur. Finnst þér það ekki einum of mikið?" Hann: „Nei, alls ekki. í síðustu þrjú skiptín sagðist ég bara vera að sækja meira fyrir þig." Messuleiði Fimm ára gamall snáði á Siglu- firði fór í fyrsta skipti í messu fyrir stuttu og það í fylgd ömmu sinnar, sannkristiimar konu. Undir predikuninrú leiddist piiti óguriega, svo hann hnippti í ömrnu sína og sagði: „Amma, nú skulum viö fara heim.“ „Nei. Aldeilis ekki,“ hvíslaði sú gamla og sussaði á barnabamið. í skamma stund sat strákur rólegur, en um leið og presturinn laut höfði í hljóðri bæn, hnippti hann aftur í ömmu sína og sagði hátt: „Jæja, amma. Nú getum viö þó farið. Presturinn er steinsofhað- ur.“ Úr skólanum Kennslukonan: „Og á siötta degi skapaði guð manninn." Leifur: „En pabbi minn segir að við séum komin af öpum.“ Kennslukonan: „Þaö má vel vera, en héma í skólanum skipt- um við okkur ekki af ættfólki ykkar." Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1. verðlaun: TENSAI ferðaút- varpstæki með kassettu frá Sjónvarpsmiöstöðinni, Síðu- múla 2, Reykjavík, að verð- mæti 5.220 krónur. 2. verðlaun: Fimm Úr- valsbækur, að verðmæti kr. 3.950. Bækumar, sem eru í verðlaun, heita: Falin markmið, 58 mínútur, Október 1994, Rauði drekinn og Víg- höfði. Bækumar em gefnar út af Frjálsri fjölmiðlun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 167 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Vinningshafar fýrir 165. get- raun reyndust vera: 1. Sigmar Ólafsson Heiðarvegi 7, 800 Selfoss. 2. Vigdís Friöríksdóttir Jörandarholti 45, 300 Akranes. Vinningamir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.