Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1992, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1992. Svipmyndin Hver er konan? Réttarhöldin fóru ekki fram til að tryggja að réttlætið næði fram að ganga. Þess vegna var sú sem svipmyndin er af í slæmri aðstöðu. Veijendur hennar fengu ekki að vita um réttarhöldin fyrr en sólar- hring áður en þau hófust. Þeir báðu um þriggja daga frest til aö geta búið sig undir þau. Beiðni þeirra var auðvitað hafn- að. Sú sem hér er lýst var þá ekki vel á sig komin. Hún var nýhætt að hafa á klæðum þótt hún væri aðeins þrjátíu og átta ára. Um- breytingunum höfðu fylgt blæðing- ar og verkir sem höfðu dregið mjög úr kröftum hennar. Aðeins nokkrum árum áður hafði hún verið tahn ein fegursta konan í landinu. Nú hafði fangelsisvistin breytt úthti hennar mikiö á skömmum tíma. Hún var sökuð um ótrúlega mörg lagabrot, þar á meðal svik, hjú- skaparbrot og landráð. Böm hennar höfðu verið tekin af henni og átta ára sonur hennar var neyddur til aö bera vitni gegn henni. Fangelsiö var slæmt. Henni var haldið í gamalli lyfjageymslu þar sem enn mátti finna þefmn af ýmsu sem þar hafði verið geymt. Veg- gimir vora kaldir og rakir. Hún fékk bara eitt teppi til að halda á sér hita með. Fangelsissljórinn vildi láta hana hafa annað teppi en fékk ekki að gera það. í fyrsta sinn á ævinni bað hún um bækur. Áður hafði hún aldrei haft áhuga á bókalestri. Bróðir hennar hafði margoft beð- ið hana um að lesa bækur. Hann hafði sagt við hana að hún fyndi aldrei neina raunverulega ánægju í lífinu ef hún stundaði ekki bóka- lestur af og til. Nú fékk hún nokkrar bækur. Eig- inkona fangelsisstjórans hefur sagt svo frá að mesta ánægju hafi hún haft af bókum á við „Ferðir Cooks skipstjóra" og „Frægir skipstapar". Þótt einkennilegt megi virðast fékk hún að hafa hund sinn hjá sér. Hann hét Óðinn en það var sama nafn og á hundi ástmanns hennar. Til era margar lýsingar á kon- unni sem hér er lýst. Hún var lag- leg kona með Ijóst hár sem hafði á sér eilítið rauðleitan blæ. Hún var hávaxin og með fallegar hendur og vel mótaða handleggi. Ennið var ef til vill í hærra lagi og neðri vörin dálítið þykk. En nef- ið var lítið og munnurinn frekar mjór. Hún hló oft. Blá augun vora fjörleg og augnatillitið vingjam- legt. Þetta útlit hafði komið henni að góðum notum á fjölum leikhús- anna. Þar hafði hún oft komið fram við góðar undirtektir. Einkum fékk hún hól fyrir túlkun sína á Rosine í „Rakaranum í Sevilla". Það vora þó einkum framkoma hennar og töfrar sem einkennt höfðu hana. En nú var feguröin tekin að fölna. Réttarhöldin vora á næsta leiti. Saksóknarinn leiddi fram íjöru- tíu og eitt vitni gegn henni. Þau gengu hvert öðra lengra í grófum ásökunum sínum. Stuldur! Svik! Landráð! Morð með eitri! Þá var henni gefið að sök að bera ábyrgð á drykkjuskap eiginmanns síns. Hann var ekki lengur á lífi. Kon- an sem svipmyndin er af var orðin ekkja. Eiginmaðurinn hafði verið dæmdur til dauða átta mánuöum áður eftir svipuð réttarhöld. Hatrið sem bitnaði á henni var mikið. Nokkrir af óvinum hennar höfðu skrifað órakenndar og ógeð- felldar lýsingar á meintu kynlífi hennar. Nú voru þessi skrif lögð fram sem „sannanir“. Það var tilgangslítiö að reyna að verja sig fyrir nomaveiðurunum sem að verki voru. Þess vegna sat hin ákæröa lengst af þögul í réttin- um. Lögfræðingar hennar gerðu það sem þeir gátu. Þeir gerðu sér ljósa grein fyrir því aö starf þeirra gat reynst þeim lífshættulegt. Aðeins einu sinni var sem hat- ursmóðunni yrði blásið frá. Það var þegar blaöamaðurinn Hébert stóð á fætur og lýsti því yfir að hin ákærða hefði kennt ungum syni hans sjálfsfróun. Þá stóð hún á fætur og veifaði til mæðranna með- al viðstaddra og bað um stuðning gegn þessari fáránlegu ásökun. Réttarhöldin stóðu í tvo daga. Þá settust kviðdómendur á rökstóla. Enginn þeirra tólf þorði að leika hlutverk hetjunnar. Þeir vora því sammála í afstöðu sinni. Hún skyldi deyja! Aftakan skyldi fara fram þegar næsta morgun. Um kvöldið fékk hún síðustu máltíðina, steiktan kjúkling og vín. Að auki fékk hún blaö og penna svo að hún gæti sent síðustu kveðju sína. Hún er einstök. Þar vék hún aðeins að kærleikanum en nefndi hatrið ekki. Einkum bað hún um að syni hennar yrði fyrirgefið. Hann bæri enga sök. Þá sendi hún ástmanni sínum kveöju. Bréfið komst aldrei í hendur þess sem það átti að fá. Robespierre stal því og þaö kom fyrst í dagsins Ijós tuttugu árum síðar. Það dagaði. Daufir geislar haust- sólarinnar féllu á borgina. Sú sem svipmyndin er af gekk hnarreist á fund dauðans. Rúmlega þijátíu þúsund hermenn vora viðstaddir til að halda aftur af almenningi. Síðar hafði blað eitt þau orð um bana að hún hefði verið „hugrökk og áræðin allt til endalokanna". Hver var hún? Svarið er á bls. 56 Matgæðingur vikuimar_pv Blómkálsréttur húsbyggjandans Blómkál fæst nú á hagstæðu verði og því fannst Brynju Sigurð- ardóttur tilvalið að bjóða lesendum upp á blómkálsrétt sem hún hefur ákveðið að kalla blómkálsrétt hús- byggjandans. Brynja er eins og margir sjálflærð í eldamennsk- unni. Hún segist hafa gaman af að elda góðan mat og gerir það reglu- lega. Þau elda oft saman, hún og eiginmaöurinn, en hún segir hann þó heldur vaskari við pottana og pönnumar. Það sem þarf Blómkálsréttur Brynju er miðað- ur við fjóra. Það sem þarf er: 500-600 g blómkálshöfuö 250 g nautahakk 1 saxaður laukur 1 msk. smjör 1 dl tómatkraftur 1 dl kjötkraftur 1 tks. basilika Einnig þarf: 2 dl blómkálssoð 2 dl mjólk 2 'A msk. hveiti Brynja Sigurðardóttir. DV-mynd BG 2 dl rifinn ost pipar og salt Blómkálið hlutað Blómkáiið er hlutað og soðið smástund í söltu vatni svo það mýkist. Bómkálshlutamir era sett- ir í eldfast mót og 2 dl af soðinu er hellt frá og haldið til haga fyrir sósugeröina. Hakkið er steikt á pönnu í smjörinu ásamt lauknum. Þá er tómatkraftinum og kjötkraft- inum bætt út í og síðar salti, pipar og basiliku. Þetta er látið malla í um 5 mínútur. Þá er komið að sósunni. Blóm- kálssoðið er soðiö með helmingn- um af mjólkinni. Hveitinu er hrært (eða hrist) saman við það sem eftir er af mjólkinni og hrært út í sós- una. Hún er látin þykkna. Þá er rifnum ostinum bætt út í. Kjötið er síðan sett ofan á blóm- kálshlutana í mótinu og sósunni hellt yfir. Rétturinn er loks settur inn í ofn og bakaður í 10 mínútur við 250 gráður. Blómkálsrétturinn er borinn fram með heitu hvítlauksbrauði og fersku salati. Brynja skorar á Ragnar Matthí- asson hjá Gæðamat að vera mat- gæðingur næstu viku. -hlh Hinhliðin Engar byltingar 1 dagskrá rásar 2 „Rás 2 hefur yfirburðahlustun og meðan gengur vel er engin ástæða til að breyta breytinganna vegna,“ segir Sigurður G. Tómasson sem tók við stöðu dagskrárstjóra rásar 2 þann 1. september. Sigurður hef- ur starfað á rás 2 í fjögur ár og meðal annars stjómað Þjóðarsál- inni með Stefáni Jóni Hafstein. Aðspurður sagðist hann ætla að stjóma Þjóðarsáhnni áfram enda hefði hann ekki fengið leið á því. „Þjóðarsálin ber nafn með rentu og hún liQr mjög góöu lífi. í þættin- um fá allir að hafa sína skoðun og fleiri að hafa orðið en embættis- menn og stjómmálamenn,“ segir hann og bætir við að oft á tíðum spretti þar upp mál sem verði áfram í deiglunni. Sigurður er íslenskufræðingur og lendir hann því oft í því að svara fólki í beinni útsendingu um ís- lenskt mál. „Það er meginstefna að leiðrétta ekki málvihur þeirra sem hringja inn til okkar nema helst þeirra sem setja út á villur þeirra sem hringdu á undan. Aö mínu mati er talað og skrifað „betra“ mál en nokkum tíma áður,“ segir Sigurður G. Tómasson sem sýnir á sér hina hliðina. Fullt nafn: Sigurður Guðmundur Tómasson. Fæðingardagur og ár: 1. desember 1950. Maki: Steinunn Bergsteinsdóttir, veitingamaður á Búmannsklukk- unni. Böm Bergur 15 ára og Steinn 9 ára. Bifreið: Eg ek sjálfur á Skoda 120 ’88. Starf: Dagskrárstjóri rásar 2. skrárstjóri rásar 2. DV-mynd GVA Laun: Þau era lág. Áhugamál: Bóklestur, náttúrfræði og tónhst. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur i lottóinu? Eg hef oft fengiö þijá rétta. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Lesa góða bók og hlusta á Mozart. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Fyha út skattskýrsluna. Uppáhaldsmatur: Mér finnst matur góður. Humarsúpan hjá konunni er sérlega góð. Uppáhaldsdrykkur: Vatn. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur i dag? Helgi Sig- urðsson, knattspymumaður hjá Víkingi. Uppáhaldstimarit: Arbok fomleifa- félagsins. Hver er fahegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan maka? Heimur- inn er fullur af fahegum konum. Ertu hlynntur eða andvígur ríkis- stjórninni? Hvoragt. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Mig myndi langa til að hitta hann afa minn aftur. Uppáhaldsleikari: Rod Steiger er góður. Uppáhaldsleikkona: Meryl Streep. Uppáhaldssöngvari: Pavarotti. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Ég mér á engan uppáhaldsstjórnmála- mann. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Andrés önd. Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir. Ertu hlynntur eða andvígur veru varnarhðsins hér á landi? Andvíg- ur. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Rás 2. Uppáhaldsútvarpsmaöur: Jón Múh Ámason hefur alltaf verið minn uppáhaldsútvarpsmaður. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Sjónvarpið. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Jón Ársæh Þóröarson á Stöð 2. Uppáhaldsskemmtistaður: Sumar- bústaðurinn minn austur í Þing- vahasveit. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Víking- ur. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtíðinni? Rækta skóg. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí- inu? Ég veit ekki hvort ég tek sum- arfrí þetta árið. -JJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.