Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1992, Blaðsíða 18
LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1992.
Veiðivon
Tinnudalsá í Breiðdal:
Tókst að binda taumana
áður en laxinn rauk af stað
Veiöisögur geta verið ótrúlegar
eins og þessi sera kemur úr Breið-
dalnum.
Ungur maður var viö veiðar í
Tinnudalsá í Breiðdal og setti í góðan
fisk. Baráttan viö fiskinn stóð yfir í
10-15 mínútur en þá sleit fiskurinn.
Laxinn fór með langan taum með sér
og það átti eftir að skipta máli seinna
um daginn.
Veiðimaðurinn fór í burtu en kom
aftur í hylinn þar sem fiskurinn tók
og fór að renna. En ekki tók lax hjá
vininum.
AUt í einu sá veiðimaöurinn hvar
linan kom eftir hylnum og hann náði
hann henni eftir nokkrar tilraunir.
Hann batt tvo hnúta á línuna sína
en þá tók fiskurinn roku. En með
lagni og því að taka ekki mikið á lax-
inum landaöi veiðimaðurinn ungi
fiskinum innan tíðar.
Prestsfrúin er klók
með stöngina
Hún er klók í veiðinni, eiginkona
Gunnlaugs Stefánsson, alþings-
manns og klerks í Breiðdal. En séra
Sjöfn Jóhannesdóttir í Heydölum
hefur veitt þijá laxa í gegnum árin
og aðeins tekið þrjú köst. í fyrra
veiddi hún tvo laxa og núna fyrir
skömmu veiddi hún einn. Þetta gerð-
ist allt í þremur köstum hjá henni.
Þrátt fyrir þetta ótrúlega góða gengi
hennar í veiðinni hefur hún lítinn
sem engan áhuga. Hún fær alls ekki
delluna, ennþá.
Veiðin er meira
en della
Þrátt fyrir skítakulda um síðustu
helgi létu veiðimenn sig hafa það og
jafnvel meira.
Við fréttmn af nokkrum sem
veiddu fyrir vestan og veiðin var
þokkaleg miðað við veðurfar. Þeir
fengu 5 laxa og 12 bleikjur. En þegar
verst var var rok og hiti við frost-
mark. Samt var veitt. Ég held aö
veiðin sé meira en della.
Gæsaveiðin
bjargaði öllu
Veiðimaður einn fór vestur á
Strandir fyrir fáum dögum aö veiöa
lax og gekk laxveiðin illa. Hann fékk
einn lax en byssan var tekin með og
það bjargaði öllu því 4 gæsir áttu leið
fram hjá veiöihúsinu og lágu.
Kona veiðimannsins var hress með
hann og sagði að það væri allt í lagi
þó hann færi um næstu helgi líka.
Síöan voru tvær gæsanna snæddar.
-G.Bender
Það getur verið betra að hafa góðan mann f að stilla upp fyrir myndatökuna svo allt sé f lagi - miklu betra.
DV-mynd G.Bender
ÞjoðarspaugDV
Aumingja
eigendumir
Hreppstjóri á Suðurlandi
hengdi eitt sinn eftirfarandi aug-
iýsingu upp í einu búöinni á
staðnum:
„Eigendur graðfola eru strang-
iega áminntir um að láta vana
fola sína, annars verða þeir tafar-
laust geitir þegar til þeirra næst.“
.. Svo
JLIJV • • •
Auðnuleysingi og fýllibytta
hvíslaði eitt sinn þessari „speki"
að kunningja sínum:
„Ef ég gifti mig einhvem tíma
þá verður það konu sem er svo
rík aö ég geti séð sómasamlega
fyrir henni."
Ekkjan
Eidri piparsveinn f Keflavík bað
sér mun yngri konu með þessum
orðum:
„Má ég ekki bjóða þér þaö, Dóra
mín, að verða ekkja eftir mig?"
Beðið eftir
myndunum
Heyrt á Hlemmi:
„Hvert fórstu í sumarfriinu
þínu, Skúli?"
„Það hef ég ekki hugmynd um.
Myndirnar eru ekki komnar úr
framköllun."
Þolinmæðin
Úr innheimtubréfi til skuld-
seigs kaupmanns:
„Vér leyfum oss að tilkynna
yður að vér höfum gert meira
fyrir yður en eigin móðir. Vér
höfum beðið eftir yður í tólf mán-
uöi.“
Það eina sem vantar eru nýir skór með þykkum
sólum. Þeir fást á þriðju hæð. Nafn:
Heimilisfang:
Myndimar tvaer virðast við
fyrstu sýn eins en þegar betur
er að gáð kemur í ljós að á
myndinni til hægri hefur
fimm átriðum verið breytt.
Finnir þú þessi fimm atriði
skaltu merkja við þau með
krossi á hægri myndinni og
senda okkur hana ásamt nafni
þínu og heimiiisfangi. Að
tveimur vikum liðnum birtum
við nöfn sigurvegara.
1. verðlaun: TENSAI ferðaút-
varpstæki með kassettu að
verðmæti 5.220 krónur frá
Sjónvarpsmiðstöðinni, Síð-
umúla 2, Reykjavík.
2. verðlaun: Fimm Úr-
valsbækur að verðmæti kr.
3.950.
Bækumar, sem eru í verðlaun,
heita: Falin markmiö, 58 mínútur,
Október 1994, Rauði drekinn og Víg-
höfði. Bækumar em gefiiar út af
Frjálsri fjölmiölun.
Merkið umslagið með lausnixmi:
Finnur þú fimm breytingar? 169
c/o DV, pósthólf 5380,
125 Reykjavík
Vinningshafar fyrir hundraö
sextugustu og sjöundu getraun
reyndust vera:
1. Sigurður Sigurgeirsson
Fannafold 115,115 Reykjavík.
2. Sveina Karlsdóttir
Fellsmúla 16,108 Reykjavík.
Vinningamir verða sendir
heim.