Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1992, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1992, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1992. 2Í); fslendingar blása lífi í áfengismeðferð Dana: Mennta danska „alkólóga" Tveir íslendingar, þau Gizur Helgason og Guörún Ó. Islandi, hafa um tveggja ára skeið haft samvinnu við Fredriksbergspítala í Kaup- mannahöfn um meðferð á áfengis- sjúklingum eftir bandarískri fyrir- mynd. Það er nokkum veginn sama meðferð og íslendingar hafa notast við um árabil með ágætum árangri. Samvinnan er fólgin í því að spítal- inn sér þeim fyrir húsnæði, með ljósi og hita, síma og ræstingu. Sjóðir og stórfyrirtæki hafa hins vegar fjár- magnað sjálfa meðferðina hjá fjölda sjúklinga. Þessi tilraun er á lokastigi og verður brátt metin af dönskum heilbrigðisyfirvöldum. Gizuri og Guðrúnu þykir mikill fengur að því að geðdeild spítalans skuh meta ár- angur meðferðarinnar. Mat yfir- læknis deildarinnar vegur þungt þegar hið opinbera mun meta gildi hinna ýmsu forma áfengismeðferðar í Danmörku en þær eru margar og misjafnar. „Danir era því miður enn á anta- busstiginu og því er það afar brýnt og áríðandi að geta sýnt og sannað að hin íslensk/ameríska meðferð sé einmitt sú meðferð sem gerir áfengis- sjúklinginn edrú,“ segir Gizur. Gizrm segir þau Guðrúnu þegar hafa unnið hálfan sigur en fyrirtæki þeirra hefur fengið inni á spítalanum næstu fimm árin, þeim að kostnaðar- lausu. Gizur og Guðrún reka tvö fyr- irtæki í Danmörku: Alkohol Raad- givning, sem veitir fyrirtækjum að- stoð við mótun áfengisstefnu, og Fredriksberg centret or alkohol- behandling og uddannelse, sem rek- ur dagvistunarmeðferð á Fredriks- bergspítala. Mæta sjúklingar þá á hveijum degi í sex vikur og fá síðan eins árs efdrmeðferð þar sem þeir mæta eftir vinnu. Samvinna Gizurs og Guðrúnar hef- ur fengið töluverða umfjöllun í dönskum blöðum og það yfirleitt vin- samlega. Dönsk blöð sögðu síðast frá því að síðamefnda fyrirtæki Gizurs og Guðrúnar hefði komið á fót skóla sem menntar ráðgjafa í áfengismál- um. Er um eins árs nám að ræða sem sniðið er að námi sem ráögjafar fá á Hazelden-stofnuninni í Bandaríkjun- um. Er námið aðlagað danskri menn- ingu og hugsunarhætti. Hafa læknar, sálfræðingar og fleiri sérfræðingar um „alkólógum" en einn helsti sér- Jörgen F. Nissen, mun veita skólan- veriðfengnirtilaðkennavæntanleg- fræðingur Dana í áfengismálum, umforstöðu. -hlh NÚ GETUR ÞÚ EIGNAST GLÆSILEGT HJÓLHÝSI Á TILBOÐSVERÐI Á næstu dögum seljum við nokkur ný Hobby hjólhýsi og örfó notuð hjólhýsi með töluverðum afslætti. Aðeins er um að ræða fá hús og því um einstakt tækifæri að ræða. Munið góð afborgunarkjör okkar, 25% úfborgun og eftirstöðvar til þriggja ára. Umboðsmenn okkar eru: BSA á Akureyri, Bílakringlan í Keflavík og Bílasalan Fell á Egilsstöðum. ísli Jónsson & Co. Bíldshöfði 14 Sími 91-686644 Gizur Helgason, t.v., Guðrún Ó. ís- landi og Jörgen F. Nissen, einn helsti sérfræðingur Dana í áfengis- málum. Þau eru aö byrja aö mennta ráðgjafa í áfengismálum, svokallaða alkólóga. KAFARA' LUNGU SUPRA ARCTIC lungun hafa staðist ströngustu prófanir. Þau eru frostþolin í fyrsta og öðru stigi. Sex úthlaup, þar af tvö háþrýst. UPPLYSINGAR ÍSÍMA 91-611055 PRÓFUN HF. Reykjavík: rmir? Hallarmúla Kringlunni Austurstræti * Sendum einnig í póstkröfu ef óskað er! Egilsstaðir: Kaupfélag Héraðsbúa Kaupvangi 6 Vestmannaeyjar: Oddurinn Strandvegi 45 Akureyri: Bókval Kaupvangsstræti 4 Nú þegar ekólinn byrjar verður tilk>oð fyrir NrakkaklúW\nn á pennaveekjum. í eeptemb’er gefa eftirtaldir aðilar 10% afelátt í verelunum eínum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.