Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1992, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1992, Blaðsíða 52
V/l FRÉTTASKOTIÐ °5H 62 • 25 * 25 lll m Hafir þú ábendingu eða vitneskju um Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað leyndar er gætt. Við tökum við frétta- í DV, greiðast 3.000 krónur. skotum allan sólarhringinn. : : . ' ■' .. - . LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1992. Smalaskortur í Öxnadal: „Meiri mannskap þarf í minna fé“ Það verða alvörugöngur í Svarfað- ardal í ár. „Það er rétt að það var gengið hér í tvö ár þó engin væri kindin og hóað og látið eins og það væri fullt af fé,“ segir Hjörtur Þórar- insson á Tiörn í Svarfaðardal. Á annað þúsund fjár er nú í daln- um. Göngur verða laugardaginn 12. september og réttað verður í Tungu- rétt daginn eftir. „Þó það séu ekki margar kindur er margt fólk, margir bílar, margir hundar og margir hest- ar,“ sagði Hjörtur í gær. J Öxnadal hafa menn þurft að aug- lýsa eftir smölum þó kindum hafi fækkað. „Það er nú svo að þegar fénu fækkar þarf meiri mannskap," sagði Þorsteinn Rútsson, bóndi að Þverá. „Þegar kindumar voru fleiri var hægt að leggja fleiri dagsverk á fjár- eigendur. Þegar fé var eðlilega margt í högum voru að jafnaði áætlaðar 20 kindur í einu dagsverki. Þegar fénu fækkar þarf að fækka kindunum í dagsverkinu. Þeir sem flest fé eiga þurfa hlutfallslega að leggja fleiri dagsverk í göngur ef þessi regla er notuð. Þess vegna er farin sú leið að auglýsa eftir fólki,“ sagði Þorsteinn. -IBS Engin ber á Ströndum Regína Thorarensen, DV, Selfossi: Nú finnast engin ber á Ströndum. Venjulega spretta bæði krækiber og bláber vel en nú bregður öðruvísi við. Bláber sjást ekki og annar helm- ingur krækiberjanna er grænn en hinn örlítið dökkur. Ég hef alltaf trú- að því að sólin skíni jafnt á réttláta og rangláta en því virðist ekki svo farið með blessuð krækiberin núna. í fyrra var mjög mikið af berjum og er hætt við að mörgum Ámes- hreppsbúum bregði við því margir eru mjög duglegir að tína ber. RAFMÓTORAR Voulsen SuAurlandsbraut 10. S. 880490. mw ■ m w m m m liðtipin i3ii n leysa pólitískt vandamál „Það er ekki framtíðarstefna ÁTVR að hýsa stammenn okkar. Húsakaupin á Egilsstöðum voru hins vegar lausn á pólitiskum vanda og komu í veg fyrir óþarfa röskun á högum útibússtjórans," segir Höskuldur Jónsson, forsljóri ÁTVR. ÁTVR keypti fyrir rúmu ári hús- næði á Egilsstöðum af Búnaðar- sambandi Austurlands fyrir tæpar 6 milljónir. Hluti húsnæðisins er ætlaður útibússtjóranum til íveru en hann er að jafnaði búsettur á Akveðið hefur verið að verja þremur milljónum króna í ár til að skipta húsnæðinu í tvennt og inn- rétta íbúð í öðrum helmingnum. Hinn helmingur hússins er hins vegar til sölu. Nýverið var leitað tilboða í verkið en þeim var öllum hafnað þar sem þau þóttu of há. Að sögn Höskuldar olh það miklu uppnámi hjá bæjarstjóm Seyðis- fjarðar þegar ákveðið var að flytja áfengisútsöluna frá Seyðisfirði til Egilsstaða. Áfengisútsalan hafi i raun verið trygging Seyðfirðinga fyrir snjómokstri og að auki hafi bærinn haft umtalsverðar tekjur af þyrstum ferðalöngum. Málið hafi verið pólitiskt viðkvæmt byggðarmál og því hafi verið ákveðið að starfrækia áfram úti- búiö á Seyðisfirði eftir að nýtt útibú var opnað á Egilsstöðum í sumar. Höskuldur segir að þar sem núkl- um erfiðleikum sé bundið að selja hús á Seyðisfiiði liafi stjórnendum ÁTVR ekki þótt rétt að neyða úti- bússtjórann til að flytja til Egils- staða. Þá hafi heldur ekki komið til álita aö ráða nýjan útibússtjóra enda hafi hann starfað í áratugi fyrir ÁTVR. Því hafi þótt rétt að útvega honum húsnæði á Egils- stöðum. „Við þurfiun engar sérstakar heimildir til að kaupa fasteigiúr. Það á einungis viö um sölu. Hins vegar voru þessi kaup borin undir fjármálaráðuneytið,“ sagðí Hö- skuldur þegar hann var spurður um lögmæti þessarar ákvörðunar. Blómum prýdd bekkjardeild i Austurbæjarskóla. Svokallaðar busavígslur eiga sér langa hefð í menntaskólum landsins. Stutt er í galsann hjá ungviðinu og hefur mörgum staðið stuggur af ýmsum þeim aðferðum sem beitt er. Meðal grunnskólanema eru þessar athafnir hins vegar tilhlökkunarefni enda mikiisverður áfangi á mennta- brautinni. í Austurbæjarskólanum í Reykjavík eru krakkarnir byrjaðir að taka forskot á þessa sælu og vígja sér- staklega þá nema sem flytjast milli 7. og 8. bekkjar. Fyrir tilstilli Alfreðs Eyjólfssonar skólastjóra fer athöfnin hins vegar prúðmannlega fram. í stað vatnsgusu og málningarslettna fá krakkarnir rósir. DV-mynd GVA Innbrot í 14 hesthús: Stórfelldurþjófn- aðuráreiðtygjum Stórfelldur þjófnaður á reiðtygjum uppgötvaðist á Akranesi á fimmtu- dag. Brotist var inn í 14 hesthús í hesthúsahverfi að Æðarodda og það- an stohð 19 hnökkum, mörgum tug- um af beislum, múlum, skeifum og járningartækjum, auk ýmiss konar verkfæra til hestamennsku. Meðal annars var 50 til 60 nýjum skeifu- göngum stohð frá einum aðila. Talið er að verðmæti þýfisins nemi rúm- lega einni milljón króna. Málið er í rannsókn hjá lögreglu. Farið var inn um dyr á hesthúsun- um. Engar venúegar skemmdir voru unnar. í hesthúsahverfinu eru um 25 hesthús þannig að meirihluti hestamanna á Akranesi hefur orðið fyrir tilfinnanlegu tjóni, jafnt í]ár- hagslegu og því að persónulegir munir hafa horfið. Miðað við hveiju var stolið er ljóst að þjófarnir hafa verið á höttunum eftir nýlegum reiðtygjum því að shtnum hnökkum var til dæmis ekki stohð. Lögreglan á Akranesi óskar eftir upplýsingum um mannaferðir í hesthúsahverfinu á umræddum tíma. -bjb ÞREFALDUR 1. vinningur LOKI Er hún fyrst núna að upp- götva að Strandir eru ekki nektarnýlenda? Veðrið á sunnudag og mánudag: Hlýjast á Suðurlandi Á sunnudag verður nokkuð hvöss suðaustan- og austanátt á landinu, rigning og súld á Suðurlandi og Austfjörðum og skýj- að en þurrt að mestu á Norður- og Vesturlandi. Á mánudag verður norðan- og norðaustanátt. Skúrir verða á Norður- og Austurlandi en léttir til sunnanlands. Hiti verðin- 3-12 stig, hlýjast sunnanlands. - Veðrið í dag er á bls. 61

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.