Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1992, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1992, Blaðsíða 47
LAy>qAfiDAfiUR|5,;SEfiTlj:MBfiIl;199^ 59 —F' A&næli Gyða Stefánsdóttir Gyða Stefánsdóttir sérkennari, Þinghólsbraut 53, Kópavogi, er sex- tugídag. Starfsferill Gyða fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk stúdentsprófi frá MA1951, B.Ed.-prófi frá KHÍ1981 og B.A.-prófi í sérkennslufræðum við KHÍ1990. Gyða stundaði almenn skrifstofu- störfogfasteignasölu 1967-75, var kennari við Grunnskólann á Seyðis- firði 1981-90 og hefur verið sérkenn- ari við Selásskóla í Reykjavík frá 1990. Gyða var formaður Mæðrastyrks- nefndar Kópavogs 1974-76 og for- maður Sunddeildar Breiðabliks 1974-78. Fjölskylda Gyða giftist 19.10.1952 Sigurði Helgasyni, f. 27.8.1931, hrl. ogfyrrv. sýslumanni í Noröur-Múlasýslu. Hann er sonur Helga Ingvarssonar, yfirlæknis á Vífilsstöðum, og Guð- rúnar Lárusdóttur húsfreyju. Böm Gyðu og Sigurðar eru dr. Helgi Sigurðsson, f. 18.1.1952, krabbameinsyfirlæknir í Reykjavík, kvæntur Ingunni Vilhjálmsdóttur svæfmgalækni og eiga þau tvö böm; Júlía Siguröardóttir, f. 5.2.1953, hús- móðir í Kópavogi, gift Ólafi Þóris- syni vélstjóra og eiga þau þrjú börn; Stefán Sigurðsson, f. 1.7.1956, mat- reiöslumeistari og framkvæmda- stjóri veitingahússins Perlunnar, kvæntur Elínu Friðbertsdóttur hús- móður og eiga þau þrjú börn; Grétar Már, f. 15.4.1959, lögfræðingur og starfsmaður utanríkisráðuneytis- ins, kvæntur Dóru Guðrúnu Þor- varðardóttur og eiga þau tvö böm; Guðrún, f. 30.4.1961, móttökustjóri í Reykjavík, gift Guðjóni Viðari Valdemarssyni cand. oecon. og eiga þau tvö böm; Margrét María, f. 2.10. 1964, lögfræðingur og lögreglufull- trúi á Húsavík, gift Vigni Siguróla- syni dýralækni og eiga þau eitt barn. Systir Gyðu er Jakobína Birna, f. 4.5.1934. Foreldrar Gyðu: Stefán Runólfs- son, f. 26.6.1906, d. 22.9.1986, iðnað- armaður í Reykjavík, og kona hans, Margrét M. Helgadóttir, f. 15.2.1912, húsfreyja. Ætt Stefán er sonur Runólfs, skip- stjóra að Holti í Reykjavík, Stefáns- sonar, b. í Skutulsey, bróöur Hall- dóru, húsfreyju í Skutulsey, ömmu Jónatans hæstaréttardómara, toður Halldórs, forstjóra Landsvirkjunar en bræður Jónatans vom Jón, sýslumaður í Stykkishólmi, faðir Bjarna Braga seðlabankastjóra, og Einvarður, starfsmannastjóri Landsbankans, faðir Hallvarös rík- issaksóknara og Jóhanns, fram- kvæmdastjóra Sjúkrahúss Kefla- víkur. Stefán í Skutulsey var sonur Stefáns, b. í Skutulsey, Hallbjöms- sonar, b. í Skutulsey, Einarssonar. Móðir Stefáns Runólfssonar var Þóra Jónsdóttir, b. á Melum á Kjal- amesi, Jónssonar, b. í Norðurkoti, Jónssonar. Móðir Jóns á Melum var Ástríður Þorláksdóttir, b. á Króki, Þorkelssonar. MóðirÁstríöar var Jarþrúður, systir Sigríðar, Ámi Sigurbergsson Árni Sigurbergsson flugstjóri, Langagerði 13, Reykjavík, er sextug- urídag. Starfsferill Árni er fæddur að Svínafelli í Nesjahreppi í Austur-Skaftafells- sýslu. Hann var í Iðnskólanum í Reykjavík 1953-1957 ogfékk meist- arabréf í húsasmíði 1960. Hann var við flugnám í flugskólanum Þyt í Reykjavík 1954-1957 og starfaði við síldarleitarflug 1959 og 1960. Hann hóf störf hjá Loftleiðum hf. 1961 og hefur starfað hjá Flugleiðum hf. frá 1981. Árni hefur unnið sjálfboða- vinnu hjá Landgræðslu ríkisins. Fjölskylda Árni kvæntist 9.7.1960 Ebnu Hrefnu Hannesdóttur húsmóður, f. 29.6.1936. Hún er dóttir Hannesar Jónssonar, d. 1986, verkamanns, og Sigríðar Jóhannesdóttur, húsmóð- ur. Þau vom búsett á Seyðisfirði til 1964 er þau fluttu til Reykjavíkur. Böm Árna og Elínar em: Hannes, f. 10.2.1961, verkfræðingur, búsettur í Garðabæ, kvæntur Hólmfríði Guð- mundsdóttur, f. 13.4.1964, tann- lækni, og eiga þau dótturma Elínu Hrefnu, f. 12.7.1990; Þóra, f. 17.12. 1963, jarðeðhsfræðingur, búsett í Kaliforníu í Bandaríkjunum, gift Lámsi Thorlacius, f. 27.1.1964, eðlis- fræðingi; Sigríður Klara, f. 29.5. 1965, matvælafræðingur, búsett í Reykjavík, gift Óðni Ehssyni, f. 17.8. 1965, lögfræðingi, og er dóttir þeirra Klara, f. 24.10.1991; Berghnd Heiða, f. 12.4.1979. Systkini Árna: Sigurjón, f. 28.3. 1931, b. í Hamrahlíð í Lýtingsstaða- hreppi í Skagafirði, kvæntur Heið- björtu Jóhannesdóttur og eiga þau þrjú böm; Gísh, f. 19.5.1934, b. á Svínafelli í Nesjahreppi, kvæntur Sigríði Magnúsdóttur og eiga þau þrjú böm; Arnbjörn, f. 21.2.1936, vélstjóri á Höfn í Hornafirði og á hann fjögur börn; Guðmundur, f. 21.10.1937, flugvirki í Reykjavík og á hann fjögur böm; Sigurbjörg, f. 11.7.1940, húsmóðir á Hvalskeri í Rauðasandshreppi, gift Þóri Stef- ánssyni og eiga þau fjögur börn; Valgerður, f. 9.7.1941, húsmóðir á Ytri-Brekku II í Akrahreppi, gift Konráð Vilhjálmssyni og eiga þau átta böm; Jónas B., f. 31.8.1943, d. 16.4.1991, verktaki á Höfn í Horna- firði, var kvæntur Auöi Lóu Magn- Árni Sigurbergsson. úsdóttur og eignuðust þau eitt bam; Gróa R., f. 7.8.1944, verktaki í Reykjavík og á hún þrjú böm; Sig- ríður I., f. 6.9.1947, afgreiðslumaöur í Reykjavík og á hún sjö börn. Foreldrar Ama: Sigurbergur Ámason, f. 9.12.1899, d. 10.6.1983, b' á Svínafelli í Nesjahreppi, og Þóra Guðmundsdóttir, f. 24.9.1908, hús- móðir. Árni tekur á móti gestum í Skaft- fellingabúð, Laugavegi 178, á afmæl- isdaginn kl. 17-19. Vinsamlegast engin blóm, látið andvirðið renna til Landgræðslunnar. Guörún Ásgeirsdóttir Guðrún Ásgeirsdóttir, húsmóðir og beitningamaður, Hafnargötu 49, Bolungarvík, er fertug í dag. Fjölskylda Guðrún giftist 3.2.1979 Ingimar Baldurssyni, f. 7.8.1952, vörubO- stjóra. Hann er sonur Baldurs B. Sigurlaugsonar bifreiðastjóra, sem nú er látinn, og Soffiu G. Ingimars- dótturverkakonu. Böm Guðrúnar og Ingimars em: Baldur Guðmundur, f. 21.9.1973, verkamaður; Helga Salóme, f. 3.1. 1976, námsmaður; Soffia Ásrún, f. 11.7.1981; Karita Sigurlaug, f. 27.6. 1985; og Ánna Ingrún, f. 12.8.1990. Fóstursonur Guðrúnar er Hilmar Rúnar, f. 23.7.1971, húsasmiður. Systkini Guðrúnar em: Jón Sigur- geir, f. 9.3.1945, kvæntur Hjördísi Þorgilsdóttur, f. 4.4.1951; Benedikta Fanney, f. 11.1.1948, gift Jóni Fr. Gunnarssyni, f. 13.6.1946; Eva Margrét, f. 14.7.1951, gift Sigurði Aðalsteinssyni, f. 30.10.1957; Húni Sævar, f. 9.12.1954, kvæntur Bryn- dísi Sigurðadóttur, f. 10.6.1959; Ás- rún, f. 9.2.1958, gift Gylfa Þórðar- syni, f. 4.10.1943; Erla Þórunn, f. 12.2.1960, giftHallgrími Hallssyni, f. 9.4.1962; Guðmundur, f. 13.1.1962, kvæntur Ingibjörgu S. Guðmunds- dóttur, f. 22.10.1962; Kolbrún Rögn- valdsdóttir, f. 2.12.1964, gift Gunnari Njálssyni, f. 27.10.1957; Inga María, f. 27.8.1965, gift Sigurði Hansen, f. 8.10.1969; Rósa Sigríöur, f. 27.2.1968. Guðrún Ásgeirsdóttir. Foreldrar Guðrúnar eru Ásgeir Guðmundsson, f. 12.12.1919, land- formaður í Bolungarvík, og Kristr- ún St. Benediktsdóttir, f. 26.6.1927, húsmóðir. 1 — — — 1 :RT ÞÚ ÖRUGGLEGA ÁSKRIFANDI? mifik Á FULLRI FERÐ! 1 langömmu Matthíasr Þórðarsonar þjóðminjavarðar og Björn Þórðar- sonar forsætisráðhema, föður Þórð- ar, fyrrv. ríkissaksóknara. Jarþrúð- ur var dóttir Þórólfs, b. í Engey, Þorbjörnssonar, bróður Guðlaugar, langömmu Guðrúnar yngri í Engey, langömmu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, Sveins forstjóra og Péturs sendiherra. Guðlaug var einnig langamma Sigríðar í Hrólfs- skála, langömmu Péturs Sigurðs- sonar, fyrrv. fostjóra Landsvirkj- unnar, og Péturs Sigurgeirssonar biskups. Margrét er dóttir Helga, sjómanns frá Hafnarfirði, Halldórssonar, b. í Miðbæh í Eyjafjallahreppi eystri, Magnússonar, b. í Ystabæliskoti, Jónssonar, b. í Kumla, Jónssonar. Móðir Magnúsar var Sigríður Sveinsdóttir, b. á Skeggjastöðum í Landeyjum. Móðir Halldórs var Vigdís Bjamadóttir. Móöir Helga var Helga Nikulásdóttir. Móðir Margrétar var Kristín Sig- ríður Þorsteinsdóttir, b. og sjó- manns í Kletti í Hafnarfirði, Þor- Gyða Stefánsdóttir. steinssonar, b. og sjómanns í Ham- arskoti, Hcdldórssonar. Móöir Þor- steins í Kletti var Kristín Jónsdótt- ir. Móðir Kristínar Jónsdóttur var Kristín Kristjánsdóttir Welding, f. í Kaupmannhöfn 1761. Móðir Kristín- ar Sigríðar var Margrét Níelsdóttir, Friðrikssonar, Kristjánssonar Welding. Gyða tekur á móti gestum í dag, laugardaginn 5.9., klukkan 17.00- 19.00 á 4. hæð Perlunnar. 4- 'f- 90 ára 70 ára Magðalena Guðmundsdóttir, Dalbraut 21, Reykjavík. Magdalena Guðlaugsdóttir, Þambárvöhum I, Broddanes- hreppi. Helga Svanlaugsdóttir, Kársnesbraut 27, Kópavogi. 60 ára Ólafur Árnason, Hjallavegill, Reykjavík. 85 ára Ólafia Kristjánsdóttir, Álfaskeiði 64, Hafnarfirði. 50 ára Emelía Þórðardóttir, Bakkatúni 14, Akranesi. Kolbrún Ragnarsdóttir, Hrísmóum 3, Garðabæ. 80 ára Stefán Arnórsson, Búlandi VI, Búlandshreppi. Óuk&ji IliöcrS) Lúther Salómonsson, Sandholtil4, Ólafsvík. Langholtsvegi 105, Reykjavík. 75 ára 40 ara Jón Kristinn Kristinsson, Ásgarði 3, Keflavík. Ásthildur Kristjansdóttir, Hrafnistu við Kleppsveg, Reykja- vík. Kristin J óhannsdót tir, Bjarkarbraut 15, Dalvík. Kjartan S. Jónsson, Boöagerði 9, Öxarfiarðarhreppi. Adolf örn Kristjánsson, Vallarbarði 16, Hafnarfirði, Guðmundur Jón Jónsson, Huldubraut 4, Kópavogi. Halldór O.L. Guðmundsson, Hraunbæ 8, Reykjavik. Kristin Ólafsdóttir, Sigtúnil7,Selfossi. | I Ánnann Guðjónsson Ármann Guðjónsson sölumaður, Sléttahrauni 12, Hafnarfirði, er fimmtugurídag. Starfsferill Ármann er fæddur á Skagaströnd og alinn upp á Skagaströnd og í Hafnarfirði. Hann lærði húsasmíöi og stundaði nám í Iðnskólanum í Hafnarfirði og Meistaraskólanum í Reykjavík. Hann vann við iðn sína til 1980 en hefur verið sölumaður í Héðni hf. í Garðabæ síðan. Ármann Guðjónsson. Starfsferill Ármann kvæntist 18.6.1966 Jór* unni Ólafsdóttur, f. 23.3.1942, hár- greiöslukonu. Hún er dóttir Ólafs Sigvaldasonar, b. á Sandnesi í Stein- grímsfirði, og Brynhildar Jónsdótt- ur en Ólafur er látinn. Böm Ármanns og Jórunnar em: Óskar Þór, f. 24.8.1965, handbolta- maöur 1 Þýskalandi; og Hildur Aðal- heiður, f. 9.3.1979. Foreldar Armanns em Guöjón Ingólfsson, f. 14.9.1912, verkamaður í Hafnarfirði, og Aðalheiður Frí- maxmsdóttir, f. 6.1.1923. Ármann og Jórunn taka á móti gestum í dag, laugardaginn 5.9., í félagsheimih Hauka við Flatahraun, kl. 17-20.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.