Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1992, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1992, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1992. dv_____________Vísnaþáttiir Satt er bezt að segja þér „Þura í Garöi sextug" var fyrir- sögn greinar sem birtist í Þjóðvilj- anum fóstudaginn 26. janúar 1951. Höfundur hennar var Bjami Bene- diktsson frá Hofteigi og greinin var á þessa leið: „Fyrir réttum tíu árum kom Þura í Garði „yfir heiðar/í austanrembu og þorrasnjó" og settist að í Menntaskólanum á Akureyri. Hún var ráðin þjónusta okkar heima- vistarnemenda, tók sér bólfestu í Baðstofunni og stoppaði sokka. En örlögin höguðu því svo til að brátt hlóðust á hana mikil kennslustörf. Námsgreina hennar var raunar ekki getið í skólatöflu né stunda- skrá og hún fékk aldrei titil. Samt var hún vís til að byrja kennslu- stundir um hálfáttaleytið á morgn- ana, þegar við vorum að þvo okkur við vaskinn, og hún hætti þeim ekki fyrr en um miðnætti þegar maður varð að fara að reima af sér skóna. Þrátt fyrir þetta voru þessar kennslustundir alltaf jafnmikið fagnaðarefni, enda sóttu nemend- urnir meira eftir kennaranum en hann eftir þeim. Svona vinsæll lærifaðir var Þura. Hún var sem sé kennari í geðprýði, kátínu og normahteti. Það var nóg að gera fyrir kennara sem annaöist þessar námsgreinar því það var mikið um alls konar sorgir í heimavistinni, einkum hjartasorgir, en þaðan koma komplex og leiðindi og óeðli- legheit. Enga manneskju vissi ég nokkru sinni hæfari kennara í of- antöldum greinum, og aldrei var neinn kennari skylduræknari þeg- ar kallið kom til hans. Og nú ætla ég að segja sögu af meistara þess- um. - Eitt kvöld á þorra 1941 lagði þáverandi ritnefnd menntaskóla- blaðsins upp í dáhtla gönguför. Til- gangurinn var sá að yrkja í kyrrð náttúrunnar nokkrar stökur fil Þuru í Garði sem þá var nýkomin í skólann, heimsfræg í hverri sveit á íslandi fyrir vísur sínar - og ann- arra. Skyldu vísumar birtast í blaðinu og vera upphaf meiri kveð- skapar milh skáldkonunnar og nefndarinnar. Að vísu komu nokkrar stökur undir á göngunni en aðeins ein þótti prenthæf, hvort sem valdið hafa hstar- eða siðferð- isrök. Vísan var svona: Ertu, Þura, alkomin austan af Mývatnsheiðum? Hver er annars ætlunin? Ertu á karlmannsveiðum? En Þura svaraði dylgjum okkar þannig: Ekki kom ég yfir heiðar í austanrumbu og þorrasnjó á inenntaskólamanna-veiðar, Miklu hærra vonin fló. Krákan heima sagt er svelti, sú fær gnægð er burtu fer: Bjarma af gulli brezku ég elti og borðalagðan offiser. Hér var unninn slíkur úrshtasig- ur í fyrstu orrustu að nefndin lagði niður allar frekari yrkingar. Eng- inn lærisveinn Þuru í ofantöldum greinum hefur ennþá tekið fram sínum meistara.“ Einar Bragi skáld var góðkunn- ingi Þum í Garði og ég veit ekki betur en að eftirfarandi sé frá hon- um komið á ódagsettri og ómerktri blaðaúrkhppu: „Vísa, sem hún sendi mér í bréfi haustið 1942, eftir að við höfðum bæði legið mihi heims og helju sumarlangt, sitt í hvorum lands- fjórðungi, fmnst mér ágæt: Enginn rekur okkar spor út í sumardaginn, af því það kom aldrei vor eða sól í bæinn.“ Hinum megin á sömu úrkhppu er innrammaður pistih með fyrir- sögninni: Vísur Þuru í Garði (Úr bréfi til Einars Braga, dagsettu í Garði 4. jan. 1946): „Nú um hátíöimar fór ég að taka til í hirzlum mínum og koma lagi á sendibréfasafn, sem ég á mikið og hægt er að gleyma tímanum við, rakst þar á vísu, er bréfritari eign- ar Kamban og hljóðar svo: Þegar við mér gröfin gín, gengur sól að viði, láttu ei drottinn ljós til mín, leyf mér að sofa í friði. Ég hefði átt aðra ósk og vildi sagt hafa: Þegar úr heimi þessum fer, þá skal ei horft til baka. Láttu drottinn ljós hjá mér, leyf mér að starfa og vaka. Umsjón Torfi Jónsson En þegar ég var komin á stað, var ekki svo gott að stöðva hjólið, og því hélt ég áfram: Eg hef frétt um annan heim einhvers staðar þarna, veltur í himna víðum geim. vænni og betri stjarna. Ahtaf er ég gleöigjöm, gott er að búa þarna. En æth þær verði að eignast börn, sem alveg sluppu hjarna? Svo kom þetta, þegar ég hafði pakkað inn bréfum frá þrjátíu gömlum kæmstum, og var þó ekki allt tahð: Satt er bezt að segja þér: svo varð mér gott th manna, að ennþá get ég omað mér við elda minninganna. Einar Ámason, bóndi í Landa- mótsseli í Ljósavatnshreppi í S- Þing., var mikill kunningi Þuru í Garði og kváðust þau oft á. Ekki veit ég thefni þessarar visu hans til Þum: Heyrðu gjaha af munni mér málið, snjaha kona. hla faha þagnir þér, - þið emð allar svona. Þormóður Pálsson frá Njálsstöð- um kvað, eftir að hafa lesið ljóða- kver Þuru í Garði: Hvað er nú orðið um Bárðarbás, svo bezta dæmið við tökum, hefurðu sett undir henghás hestburð af góðum stökum? Við báðum þig ekki um neitt stofustáss, en stuðlanna hagleik við prísum, á síðunum öhum var eftir pláss fyrir eitthvað af góöum vísum. Skagfirðingur, sem ég veit engin dehi á, kvað svo th Þuru í Garði: Það er von að þú sért leið og þig sé farið að langa, hafirðu lengi setið seið sveininn vhlta að fanga. Bylurinn þyrfti að bera pér bóndans heita vanga. Fimmta tuginn yfir er erfiö jómfrúrganga. Svo mun aftur sólin hlý sveipa hlíð og dranga, bæði svört og blá á ný ber á greinum hanga. Torfi Jónsson 01 11 VIITII MNSA? Kennslustaðir: Auðbrekka 17 og "Lundur" Auðbrekku 25 Kópavogi. Ath. fjölskyldu- og systkinaafsláttur Kennsla hefst fimmtudaginn 10. september. Kennsluönn er 15 vikur og lýkur með jólaballi. Kennum alla samkvæmisdansa: Suðurameríska, standard og gömlu dansana. Einnig barnadansa fyrir yngstu kynslóðina. Einkatímar eftir samkomulagi. Innritun og upplýsingar dagana 31. ágúst - 9. sept. kl. 10-19 í síma: 64 11 11 1 E // Simikori FÍD Betri kennsla - betri árangur '0// kUW Supadance skór á dömur og herra. ^URÐAR HA SDAGARU HUNDADAGAR RYKSUGUR ■:-CíC‘2~ '■ 'J TOTrTmWfwfn ORBYLGJUOFNAR ÞÚ FINNUR GOTT ÚRVAL ÖRBYLGJUOFNA OG RYKSUGA Á HUNDADÖGUNUM f JAPIS OG Á VERÐI SEM KEMUR SVO SANNARLEGA Á ÓVART F U L LT VERD ORBYLGJUOFNAR Panasonic NN-5100 Panasonic NN-5250 Panasonic NN-5450 Panasonic MCE-652 11.850 9.480 Panasonic MCE-655 13.650 10.900 Panasonic MCE-852 17.800 13.900 Panasonic MCE-54 19.300 14.900 Verðin hér að ofan miðast við staðgreiðslu BRAUTÁRHOLTI 2 OG KRINGLUNNIS. 625200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.