Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1992, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1992, Blaðsíða 20
LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1992, 2^g Kvikmyndir Patriot Games: Jack Ryan í nýjum ævintýrum Tom Clancy er einhver vinsæl- asti rithöfundur nútímans. Clancy skrifar spennusögur þar sem vaidatafl á skákborði stórveldanna er gjaman undirtónn verksins. Aðalpersóna Clancy í öllum hans skáldsögum er bandaríski njósnar- inn Jack Ryan. Eins og viö var að búast náöi Hollywood tangarhaldi á sögum Clancy til kvikmyndunar og var fyrsta myndin gerð eftir fyrstu skáldsögu Tom Clancy, The Hunt for Red October. Þar lék Alec Baldwin Jack Ryan og fórst honum hiutverkið ágætlega úr hendi þótt Sean Connery í hlutverki rúss- nesks kafbátaforingja, sem flúði vestur um haf á kafbáti ásamt áhöfn, hafi verið sá sem skilaði hfutverki sínu best. Flestir gerðu ráð fyrir að Ealdwin myndi endurtaka hlutverk sitt í Patriot Games, sem var næst á list- anum hjá framleiðendunum Mace Neufield og Robert Rheme, og hik- uðu þeir ekki við að bjóða Baldwin hlutverkin en hann var kominn með stjömur í augun og gerði kröf- ur um hærri laun sem þeir Neufi- eld og Rheme gátu ekki sætt sig við og létu hann flakka. Greinilegt er að Alec Baldwin hefur ofmetið sjálfan sig þvi fram- leiðendumir leituðu hófanna hjá Harrison Ford og buðu honum mun hærri upphæð heldur en Alec Baldwin hafði farið fram á. Ford tók tilboðinu og hefur hann nú samiö um að leika Jack Ryan í að minnsta kosti þremur kvikmynd- um í viðbót. Bækur Clancy era mjög langar og uppfullar af tæknilegum fróð- leik og sögulegum bakgrunni en eins og góöum spennusöguhöfundi er einum lagið tekst honum að flétta söguþráðinn sniUdarlega saman og skapa spennu. Fróðleik- urinn og sögulegur bakgrunnur tapast að vísu í kvikmyndinni en áhersla er lögð á hraöa atburðarás. í Patriot Games er Jack Ryan, aldrei þessu vant, í fríi ásamt fjöl- skyldu sinni í London. Hann verð- ur vitni að árás hryðjuverkamanna og meðfæddur hæfileiki hans til að bregast við slíkum atburðum gerir þaö að verkum að hann verður skotspónn skæruliðanna eftir at- burðinn og í Hjölfarið fer Ryan að grafast fyrir um tilgang hryöju- verkamannanna. Nákvæmur undirbúningur Eins og Tom Clancy gerir, áður en hann byijar nýja skáldsögu, þá undirbjuggu aðstandendur Patriot Games sig vel áður en tökur hóf- ust. Leitað var aðstoðar hemaðars- érfræöinga, samtaka gegn hryðju- verkamönnum og lögreglumanna- samtökum til að fá sem sannverð- ugasta mynd af atburðum í mynd- inni en það hefur einkennt sögur Tom Clancy aö þær eru aldrei of fjarri raunveruleikanum. Kvikmyndataka hófst síðan í London í nóvember í fyrra og var þar unnið í mánuð en síðan flutti allt liðið sig til Bandaríkjanna og þar var unnið að tökum meira og minna í þijá mánuöi og var víða kvikmyndað, meðal annars á Mojave eyðimörkinni á vestur- ströndinni og á austurströndinni þar sem CIA hefur sínar heima- stöðvar og skóh sjóhersins er. Þess má geta aö allar innisenur, hvort sem þær vora innan aðalstööva CIA eða á heimili Ryans, voru kvik- myndaðar í Hohywood. Heildar- kostnaöur myndarinnar var mikill en myndin hefur þegar skilað aftur stórum hluta þess kostnaðar og hefur Patriot Games alla burði til að verða jafnvinsæl og The Hunt For Red October. Ástralskur leikstjóri Leikstjóri að The Hunt For Red October var John McTieman sem einnig leikstýrði Die Hard og þótti The Hunt For Red October mikill sigur fyrir hann. Kom hún honum í röð eftirsóttustu leikstjóra í Holly- wood. McTieman hafði ekki áhuga á að leikstýra Patriot Games, tók sér hvíld frá hasarmyndum og leik- stýröi The Medicin Man. Framleið- endur tóku það ráð aö taka áhættu með ástralska leikstjórann Phihip Noyce. Var hann valinn út á mynd sína, Dead Calm, ástralskan þriller er fékk lofsamlega dóma og góða aðsókn fyrir nokkram árum. Phillip Noyce fæddist í smábæn- um Griffith í New South Wales en flutti til Sidney 12 ára gamah. Hann fékk fljótt áhuga á kvikmyndum Kvikmyndir Hilmar Karlsson og sautján ára gerði hann sína fyrstu stuttmynd með aðstoð vina sinna. Þetta var áður en hann hóf nám í kvikmyndafræðum. Meðan hann var enn í námi gerði hann stuttmyndina Castor and Pollux sem fékk verðlaun sem besta ást- ralska stuttmyndin 1975. Hann hélt áfram að gera stuttmyndir í skól- anum, sem vöktu athygh, og um leið og hann kláraði námið réð framleiðandinn David Elfick hann til að leikstýra og skrifa handrit að Newsfront. Mynd þessi varð óhemju vinsæl í Ástrahu og þegar Ástralir héldu sína „óskarshátíð" 1978 var Noyce vahnn besti leikstjórinn og hand- ritshöfundur og Newsfront fékk verðlaun sem besta myndin það árið. Newsfront var fyrsta ástr- alska kvikmynd sem var valin á kvikmyndahátíðina í New York og hún var opnunarmynd á kvik- myndahátíðinni í London. Meðal leikara í Newsfront era Bryan Brown, Chris Haywood og Wendy Hughes. Fjögur ár Uðu þar til Noyce leik- stýrði sinni næstu mynd, Heatwave með Judy Davis í aðalhlutverki. Hlaut sú mynd einróma lof gagn- rýnenda og var sýnd á mörgum kvikmyndhátíðum, meðal annars í Cannes. 1983 gekk Noyce í félag með öðr- um þekktum áströlskum leikstjóra, George MiUer, og hóf störf hjá Kennedy-MiUer fyrirtækinu og leikstýrði mörgum sjónvarps- myndum og þáttaröðum. Er hann maðurinn á bak við nokkrar frá- bærar myndaseríur sem komiö hafa frá ÁstraUu. Má þar nefna The Dismisal og The Co wra Breakouts. Noyce sneri sér aftur að kvik- myndum eftir miðjan síðasta ára- tug og leikstýrði tveimur myndum; Echos of Paradise, sem þótti frekar mislukkuð, og Dead Calm en sú mynd hefur borið hróður hans víða og varð geysivinsæl. Vinsældir myndarinnar í Bandaríkjunum urðu tfi þess að Noyce fékk freist- andi tilboð. í Dead Calm léku aöal- hlutverkin Sam Neil og ung ástr- ölsk leikkona, Nicole Kidman, sem heldur betur hefur gert garðinn frægan síðan. Fyrsta kvikmynd PhiUips Noyce vestanhafs var BUnd Fury sem þótti varla meira en þokkalegur þriUer en vinsældir og gæði Patriot Games hafa örugglega gert það að verkum að Noyce þarf ekki að ótt- ast atvinnuleysi á næstunni. Há- skólabíó á sýningarréttiim á Patri- ot Games hér á landi og er áætlaö að hún verði sýnd í lok mánaðar- ins. -HK Harrison Ford leikur njósnarann Jack Ryan í Patriot Games. Kvikmyndir gerðar fyrir sjónvarp: Fyrir nokkrum árum þótti þekkt- um leikurum í HoUywood þeir taka niður fyrir sig ef þeir léku í kvik- myndum sem beUUínis voru gerðar fyiir sjónvarp en nú er öldin önn- ur. Þekktum HoUywoodstjömum, sem margar hverjar geta vaUð úr kvikmyndahandritum, finnst þaö ekkert miöur aö taka aö $ér góö hlutverk f sjónvarpakvikmynd, enda er oftast nær tryggður núkUl áhorfendaööldl Einnig hefur þaö feerst í vöxt aö stærstu sljömumar hafa gert sér grein fyrir að þær fá frekar tækifæri tU aö sýna hvaö í þeim býr ef þær leika í ajónvarps- kvikmyndum. Er aú svo komið að margar úrvalskvikmyndir em frumsýndar hjá stóru sjónvarps- ar á j sem þær seljast vel. Sumum þess- í kvikmyndahús í Evrópu. Hér á eftir fer Usti yfir nokkrar sjón- varpskvikmyndir sem frumsýndar veröa í bandarísku sjónvarpi næstu tvo til þijá mánuði: Gypsy. Þetta er endurgerð þekktrar kvikmyndar sem gerð var á sjöunda áratugnum eftir söngleik um ævi Gypsy Rose Lee. I kvik- myndinni lék NataUe Wood titil- hlutverkiö. Nu er það Bette Midler sem spreytir sigá sama hlutverki. Mrs. ’arris Goes To Paris. Angela Lansbury, Diana Rigg og Omar Sharif leika aöalhlutverkin í þess- ari mynd um gamla konu sem kem- u)r í fyrsta skipti tU Parísar. Skylark. Glenn Close ieikur að- aölhlutverkiö. Endurtekur hún hlutveric sitt úr annarri sjónvarps- kvikmynd, Sarah, Plain and Tall FjaUar myndin um konu úr efri stéttum þjóöfélagsins sem byrjar nýttUfábóndabýU. The Man Upstairs. Ryan O’Neal leikur þjóf á flótta sem hittir eldri konu sem snýr honum til betri veg- ar. Það er engin önnur en Kathar- ine Hepbum sem leikur gömlu konuna. Bonds of Love. Kelly McGillis og Treat WiUiams leika aöalhlutverk- in, heUbrigöa stúlku og þroskaheft- an mann sem feUa hugi saman og fera aö búa saman gegn vilja fiöi- skyldna beggja. Það eru marglr »m sjft að mynd- In getur vorið af Stalín en færrl sjft að þao er Robert Duval sem kom- Inn er I gervl elnraeðlsherrant. Hann letkur I nýrrl sjónvarpskvlk- myndsembyflgðer ó œvi Stalins. reglufyrirtæki aö fóöur sínum látn- um og ákveður aö halda starfsem- inni áfram. Marina’s Story. Mynd þessi er byggö á ævi Marinu Oswald, ekkju Lee Harvay Oswald, moröingja John F. Kennedy, forseta Banda- rfkjanna. Það er Helena Bonham Carter sem leikur Maiinu. Father and Son, Louis Gossetíjr. og Blair Underwood leika tvo fanga sem komast aö því að þeir eru feðg- ar. Graccd Land. Hjónin Roseanne Barr og Tom Amold leika aðalhlut- veridn í þessari mynd sem byggö er á metsölubók eftir Laura Kalp- akin. Stalin. Mynd þessi er byggö á ævi StaUns og var hún tekin að mest- öUu leyti upp i Rússlandi og era leika Diane Keaton og Ed Harris. Heart of Justice. Biaöamaður rannsakar morö sem átti sér staö meðal fina fólksins, Eric Stoltz, Jennifer Connelly, Dennis Hopper og Vincent Price ieika aöalhlut* verkin. T-Boneft Weasel. Gregory Hines og Ciiristopher Lloyd leika tvo fyrrverandi glæpamenn sem snúa bökum saman í þessari gaman- Faye Dunaway leikur konu sem erfir einkalög- mynduö innan múra Kremlar. Það er Robert Duvall sem leikur hinn illræmda einræöisherra. Running Mates.Mynd um öld- ungadeildarþingmann sem stefnir að forsetaembættinu og konu sem gæti ef hún vildi eyðiiagt aUa möguleika hans. Aðalhlutverkin Devlin. Sakamálamynd þar sem Bryan Brown leikur löggu sem ákærð er fyrir morð sem hann hef- ur ekki framiö. Aðalvitniö gegn honum er tengdafaðir hans sem leikinn er af Lloyd Bridges. The Selling of Vince d’Angelo. Danny de Vito leikstýrir og leikur aöalhlutverkiö í þessari gaman- mynd um mafíuforingja sem reynir aö ná kosningu sem öldungadeild- arþingmaður. Double Jeopardy. Maöur veröur vitni aö því þegar fyrrverandi kær- asta hans fremur morð. Á hann að vitna gegn henni? Aöaihlutverkin leika Rachel Ward, Brace Boxieitn- er, Saily Kírkland og Seia Ward.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.