Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1992, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1992, Blaðsíða 22
Sérstæð sakamál Verjandinn, dr. Driendl, ásamt Gerhard Reger. Uppeiörið Bemt Olsson. Hjónaband Gabriele Reger, sem var tuttugu og níu ára þegar það gerðist sem hér segir frá, og Ger- hards, sem var þá þijátíu og fímm ára, stóð í sjö ár. Þau bjuggu í Imm- enreuth í Þýskalandi. Reyndar var það mesta furða að það skyldi standa svo lengi því þau höfðu svo ólíkar skoðanir á því hvemig lifa ætti lífinu. Gabriele vildi fara spar- lega með fé og leggja fyrir en Ger- hard hélst illa á því. Hefði hann eytt peningunum í konu sína eða heimilið hefði kona hans líklega tekið aðra afstöðu til hans, en það gerði hann ekki. Pen- ingunum eyddi hann í það sem hann hafði sérstakan áhuga á. Þannig átti hann nokkra bíla, þrett- án mótorhjól, dýr hljómflutnings- tæki og stórt sjónvarp. Þá voru ó- taldar nokkur hundruð plötur og snældur. Þetta hafði kostað mikið fé og þótt bæði hjónin hefðu ágætar tekjur varð Gabriele að snúa við hverjum eyri áður en hún lét hann frá sér svo að henni tækist að greiða kostnaðinn við heimilis- haldið. Samt var þaö þeim í hag að þau bjuggu í lítUli íbúð í húsi sem foreldrar Gabriele áttu við Kemn- atharstræti. Vanrækti konu sína Mestum tíma sínum varði Ger- hard í að aka mótorhjólunum sín- um og bílum og þegar hann gaf sér loks tíma til að vera heima sat hann lengstum fyrir framan sjónvarpið eða hljómflutningstækin. Afleiðingin af því að Gerhard sinnti konu sinni næstum því ekk- ert varð sú að Gabriele fékk nóg af honum einn daginn og vísaði honum á dyr. Jafnframt krafðist hún skilnaðar en þá var hún farin að vera með fertugum Svía, Bemt Olsson. Hann var frá Alvesta í Sví- þjóð. Aðaláhugamál hans var bílar. Þess vegna hafði hann gerst félagi í bílaklúbbi í Immenreuth þegar hann kom þangað. Þegar hann hafði verið í klúbbnum um hríð kynntist hann Gerhard og skömmu síðar bauð Gerhard honum heim til sín til að sýna honum bOana sína og segja honum frá áhugamálum sínum. En það fór svo að Bemt reyndist fá meiri áhuga á Gabriele en bílunum og mótorhjólunum sem Gerhard átti. Vonsvikinn Gerhard varð nyög dapur yfir þvi að þessi nýi vinur hans skyldi sýna konu hans svo mikinn áhuga og enn meira fékk þaö á hann þegar honum varð Ijóst að Gabriele hafði ekki minni áhuga á Svíanum en hann á henni. Gerhard gerði sér þó vonir um að sá dagur kæmi, og það fyrr en síðar, að Gabriele sæi villu síns vegar, hafnaði Bemt og sneri sér aftur til sín. En honum varð Ijóst að líklega yrði sú von hans að engu þegar Gabriele tíl- kynnti honum að hún hefði sagt upp starfi sínu og hygðist fara í ferðalag til Svíþjóöar með Bemt. Kvöldið sem Gerhard fékk þessar fréttir fór hann heim til móður sinnar og borðaði hjá henni kvöld- mat. Síöan settist hann fyrir fram- an sjónvarpið í stofu hennar og horfði á sakamálaþátt. Þegar klukkan var orðin hálfeitt um nótt- ina ók hann heim tíl sín, en hann var nú sestur að í einstaklingsíbúð. Þar komst hann Qjótlega að því að hann gæti ekki sofnaö og settist því við hljómflutningstækin. Og þegar hann hafði hlustað á nokkur lög ákvað hann að hann yrði að ráða af dögum Svíann sem hafði stoUð konu hans. Næturferðin Um hríð íhugaði Gerhard hvemig hann gæti á bestan hátt komið fyr- irætlan sinni í framkvæmd. Reynd- ar var hugmyndin ekki ný en ýmis- legt krafðist þó frekari skipulagn- ingar. Loks reis Gerhard á fætur og gekk út að bö sínum. Hann opn- aði farangursgeymsluna og virti fyrir sér um hríð riffilinn sem þar lá. Síöan ók hann að húsinu sem Hús foreldra Gabriele. hann hafði búið í með Gabriele viö Kemnatharstræti. Þegar þangað kom gekk hann úr skugga um að riffillinn væri hlaðinn þeim fimm skothylkjum sem hann tók. Svo reyndist vera en tO öryggis tók hann með sér nokkur önnur skot- hylki sem hann stakk í vasann. Svo gekk hann að húsi tengdaforeldra sinna fyrrverandi. En til þess að enginn yrði hans var fór hann um stíg aö húsabaki og yfir auða lóð. Við kjallarann var hlemmur sem enginn lás var á. Opið var að vísu þröngt en Gerhard tókst að þröngva sér niður um það. Þá tók við þröng rás eða göng en við innri enda þeirra reyndist vera grind sem Gerhard fékk ekki haggað. Hann skreiö því aftur á bak að op- inu og kom sér út um það. Þá sótti hann verkfæri í böinn og fór síðan aftur niður um opið. Nokkru síðar hafði honum tekist að losa grindina og þá var honum opin leið inn í húsið. Morðið Er inn í kjaOarann kom lét Ger- hard það verða sitt fyrsta vérk að taka símann úr sambandi og losa vartappa svo ekkert rafmagn var nú í húsinu. Hann þekkti auðvitað vel til aOs innra og eftir stutta stimd var hann kominn að svefn- herbergisdyrunum í íbúð Gabriele án þess að nokkur hefði orðið hans var. Dymar stóðu hálfopnar. Hann gægðist inn fyrir og sá að í rúminu sváfu tvær manneskjur. En þaö var dimmt og hann gat ekki greint and- Ot mannsins við hhð Gabriele nógu vel til að geta gengið úr skugga um að þar lægi í raun Bemt en ekki einhver annar. Og þar eð Gerhard var kominn til að ráða Bemt af dögum ákvað hann að bíða dögun- ar til að vera viss um að skjóta ekki einhvem annan mann en Svíann. Þegar sólin kom upp féfiu geislar hennar inn í svefhherbergið og tóku af aOan vafa um hver það var sem lá við hOÖ Gabriele. Hægt og rólega lyfti Gerhard rifilinum og miðaði. Um stund skulfu hendur hans og þá fór han að velta því fyr- ir sér hvort hann væri í raun mað- ur til að fremja slíkan verknað. Bemt hafði jú verið félagi hans í klúbbnum. En svo náðu afbrýði- semin og hatrið yfirhöndinni. Ger- hard tók í gikkinn og við kvað hár skothvefiur. Maðurinn í rúmínu kastaðist tíl. Tapaður leikur Gerhard hljóp út úr svefnher- berginu, niður stigann og á dyr. Hann var horfinn sjónum Gabriele áður en hún hafði gert sér ljóst hvað gerst hafði. En þegar Gerhard var kominn út að bönum og hafði kastað rifíOnum í farangurs- geymsluna var sem honum yrði fyrst ljóst hvað hann hafði gert. Rólega settist hann undir stýri og ók af stað. Auðvitað hlyti grunur að fafia á hann á undan ööum öðr- um. Lögreglan gerði sér strax ljóst að hann hefði átt harma að hefna. Þá yrði ljóst að sá sem verknaðinn hafði framið þekkti vel til í húsinu því aöeins kunnugur maður hefði getaö farið þá leið inn í það sem hann hafði farið. Það dyldist ekki vökulum augum rannsóknarlög- reglumannanna. Loks rann það upp fyrir Gerhard að hann hlaut að hafa skifið eftir fingrafór um afit húsið, þar á með- al á símaleiðslum og vartappakassa í kjallaranum og þau yrðu hluti þess sem yrði honum að falli. Uppgjöfinog réttarhöldin Um hríð ók Gerhard um og íhug- aði stöðu sína. Og þar kom að hon- um varð ljóst að hún var vonlaus. Það væri því eins gott að sitja ekki í kvíða og bíða eftir handtöku. Hann ók því að næstu lögreglustöð og gaf sig fram. Þar var tekin af honum skýrsla. Er sanpreynt hafði verið að hún var rétt var hann sett- ur í varðhald og máfið fengið sak- sóknaraembættinu. MáOð var tekið fyrir í Landsrétti 126 í Weiden í Oberpfalz og áheyr- endabekkimir voru þéttskipaðir. Eitt af því sem vakti sérstak at- hygfi viðstaddra var kuldaleg og næstum kaldhæðin lýsing Ger- hards Reger á því hvernig hann hafði hefnt harma sinna með því að myrða Bernt Olsson. Og Ger- hard gerði enga töraun til að skýra verknaðinn á þann hátt að það yrði honum til málsbóta. „Ég skaut Bemt Olsson," sagði hann, „af því að hann stal konunni minni. Svo einfalt var það. Hann var félagi minn en sveik mig. Ör- lögin vora að verki. Ég skaut hann og ekki konuna mína af því aö ég elska hana enn. Það mun ég alltaf gera.“ Saksóknarinn spurði hann hveiju hann hefði vöjað koma fram með því að myröa elskhuga fyrrum konu sinnar. Þá svaraði hann því til að það hefði hann aldrei hugleitt. „En Gabriele hafði rétt fyrir sér þegar hún ásakaði mig,“ sagði hann. „Ég eyddi allt of miklum tíma í að horfa á sjónvarp og í áhugamálin mín. Hún beið í raun- inni bara eftir því að kynnast öðr- um manni og þegar ég fór að bjóða sænska vini mínum heim fór sem fór. Þau féllu hvort fyrir öðra. Ég vfidi bara að hún kæmi tíl mín aft- ur síðar.“ Sá dagur kemur ekki. Ef tíl vifi finnur Gabriele loks hamingjuna. Hún varð fyrir miklu áfaöi þegar hún vaknaði við skothvellinn í svefnherbergi sínu og sá manninn sem hún ætlaði að búa með fram- vegis Oggja látinn í rúminu við höðina á sér með skotsár. Og þegar réttarhöldin fóru fram hafði hún ekki náð sér og taöö er að það taki langan tíma. Gerhard Reger fær tíma tíl að íhuga það sem hann gerði. Veij- anda hans, dr. Driendl, gekk illa þegar hann reyndi að sannfæra réttinn um að skjólstæðingur hans ætti sér málsbætur. Dómurintt' kvað á um lífstíðarfangelsi. f

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.