Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1992, Blaðsíða 15
15
LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1992.
«jp •■■■; 3mm\
P II II ■■
13 J 1
A þessum fyrstu haustdögum eru skólarnir að fyllast á ný af nemendum i leit að menntun og þjálfun sem á að auðvelda þeim að bjarga sér i þjóðfélagi framtíðarinnar. DV-mynd GVA
Þegar hjartað slær í Brussel
Fyrir þúsundir íslenskra bama
og unglinga er áhyggjuleysi
margra mánaða sumarleyfis að
baki.
Á þessum fyrstu haustdögum eru
skólamir að fyllast á ný af nemend-
um í leit að menntun og þjálfun
sem á að auðvelda þeim að bjarga
sér í þjóðfélagi framtíöarinnar.
í því efni er hlutverk skólanna á
næstu ámm í raun og vera tvíþætt.
Annars vegar að gera unga fólkið
hæft til að mæta á hinu alþjóðlega
markaðstorgi - sem mun ná til Is-
lands eins og flestra annarra Evr-
ópulanda - og keppa þar með góð-
um árangri við jafnaldra sína frá
öðrum þjóðum; um atvinnu, við-
skipti, menntun, rannsóknir,
menningarstarf.
Hins vegar að rótfesta unga ein-
staklinga svo rækilega í hefðum
íslenskrar menningar að þeir
sveiflist ekki á fullorðinsárum út
og suður um úthaf fjölþjóðlegra
samskipta eins og reikult þangið.
Það era vafalaust skiptar skoðan-
ir á því hvemig skólamir eiga að
rækja þetta hlutverk sitt - sem
verður mikilvægara með hverju
árinu. Skólamenn era vissulega
ekki hvattir til endumýjunar eða
nýhugsunar með þeim samdrætti
og niðurskurði sem knúinn er fram
ár eftir ár í menntakerflnu á sama
tíma og þjóðfélagið þarf að búa sig
undir að halda velli og vonandi
dafha við gjörbreyttar aðstæður.
Erlendir straumar
Það er nefnilega mikilvægt að
gera sér grein fyrir því að þau böm,
sem nú era að hefja skólagöngu,
koma sem fulltíða einstaklingar til
með að starfa í þjóðfélagi sem verö-
ur verulega frábragðið því samfé-
lagi sem ríkjandi kynslóð tók í arf
fyrir tiltölulega skömmum tíma.
íslendingar hafa vissulega færst
meira í þjóðbraut erlendra áhrifa
en áður var. En í þjóöfélagi fram-
tíðarinnar munu erlendir straiun-
ar leika um allt. Þar verður ekkert
skjól lengur í fjarlægðinni frá meg-
inlöndum í austri eða vestri. ísland
verður einfaldlega eins og örlítil
bláæð sem er beintengd viö blóð-
rásarkerfi Evrópubandalagsins.
Hjartað mun ekki lengur slá í
Reykjavík heldur í Brassel og Bonn
og svo auðvitað hjá Bundesbank í
Frankfurt.
Á þeirri leið er mikilvægasti
áfanginn samningurinn um svo-
kallað Evrópskt efnahagssvæði
(EES) en hann mun væntanlega
taka gildi um áramótin. Tengingin
við hjartað í Brassel, með þennan
samning sem fyrsta risaskrefið, er
vilji ráðandi þingmeirihluta sem
hefur afgreiðslu málsins í hendi
sér.
Þessi breyting er því óumflýjan-
leg.
Margir telja hana einnig hag-
kvæma í efnalegu tilliti.
Það hlýtur hins vegar aö ráöast
af því hvort einstaklingar og fyrir-
tæki hér á landi verða í stakk búin
til að mæta til leiksins með ein-
hveija von um sigur, af og til að
minnsta kosti. Margir efast um að
svo sé. Á hinu alþjóðlega markaðs-
torgi þýðir nefnilega lítið að sýna
þá snilldartakta ragls og ráðstjóm-
ar sem era á góðri leið með að gera
íslendinga fátæka á nýjan leik.
Hvað vill þjóðin?
Ljóst virðist að ekki verður leitað
álits þjóðarinnar á því sérstaklega
í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort hún
hefur áhuga á þessari breytingu.
Kröfunni um að spyrja þjóðina
hefur verið vísað frá með þeim
smekklegu rökum að landsmenn
séu alltof fáfróðir um málið. Sýnir
það enn og sannar að grunnt er á
forræðishyggj unni, jafnvel hjá
þeim stjómmálamönnum sem
mest hjala um frelsi og lýðræði.
Auðvitað hefur almenningur
ekki sett sig inn í smáatriði þessa
samnings. En ég þori að fullyrða
að það hafa fjölmargir alþingis-
menn heldur ekki gert. Hefur þó
enginn mér vitanlega gert kröfu til
þess að þingmenn fari í þekkingar-
próf í EES-fræðunum áður en þeir
fá að greiða atkvæði um samning-
inn.
Allir vita hvers vegna sljómar-
liðar era á móti þjóðaratkvæða-
greiðslu um beintenginguna við
Brassel. Raunverulega ástæðan er
óttinn við að landsmenn taki upp
á þeim skratta að segja nei. Það er
auðvitað sök sér að efna til at-
kvæðagreiöslu ef hægt er að ganga
út frá hagstæðum úrslitum sem
gefnum hlut. En það er einum of
langt gengið í þjónustu viö lýðræð-
ið að eiga það á hættu að almenn-
ingur segi nei við ríkisstjómina.
Þessi nýja Evrópa
Sjáið bara Dani, segja menn og
það má sjá hroll hríslast um þá alla.
Forystumenn svo til allra stjóm-
málaflokka í Danmörku sameinuð-
ust í áróðursherferö sem átti að
Laugardags-
pistill
Elías Snæland Jónsson
aðstoðarritstjóri
teija dönsku þjóðinni trú um aö
miðstýringarmartröð franska kerf-
iskóngsins Delors frá Maastricht
væri eftirsóknarvert fagnaðarer-
indi um nýja Evrópu.
Samt sögðu þeir nei. Þessi þjóð
sem margir héldu að kynni ekki
að nota það orð í samskiptum við
sér fjölmennari ríki.
Hvílík slys geta þá ekki hent ís-
lendinga sem era alkunnir þver-
hausar?
Það verður því engin atkvæða-
greiðsla. Samningurinn verður
samþykktur á Alþingi og tekur
gildi um áramótin. íslenska æðin
verður beintengd við blóðrásina frá
Brassel.
Það er því eins gott fyrir framtíð
íslensku þjóðarinnar að unga kyn-
slóðin hljóti þá menntun og þjálfun
sem geri hana hæfa til að nýta sér
kosti þessarar beintengingar og
veijast áfóllunum.
Gamla Evrópa
liflr enn
Það er alltaf verið að tala um
nýja Evrópu eins og íbúar þessa
heimshluta hafi skyndilega séð hið
eina sanna ljós, frelsast, eða fæðst
á ný, eins og sagt er í Ameríku, og
verið dýft oní.
Mér sýnist nú að sú gamla sé
langt í frá dauð.
Það fer nefnilega vofa um Evr-
ópu, svo vitnað sé til fleygra orða.
Vofa haturs, græðgi og mann-
vonsku. Og forystumenn þjóðanna
era ráðvilltir í stjómarráðum sín-
um. ÞeL- tala endalaust en aðhafast
ekki.
Fyrir þá sem hafa kynnt sér sögu
Evrópu á fyrri hluta þessarar ald-
ar, og sérstaklega aðdraganda
tveggja heimsstyijalda, hljóma
fréttir af atburðum og viðbrögðum
afar kunnuglega - eins og marg-
spiluð plata.
Balkanskaginn logar í ófriði -
einu sinni enn. Moröingjar og aðrir
ódæðismenn fara sínu fram. Það
hefur enginn raunverulegan vilja
til aö stöðva þá.
Hið eina jákvæða i stöðunni er
að það virðist Uðin tíð aö vestur-
evrópskir ráðamenn látí ófrið á
Balkanskaga steypa allri Evrópu í
bál og brand. Hvað kann hins vegar
að gerast í þeim ríkjum Austur-
Evrópu og Ásíu, sem hafa sterk
þjóðemisleg eða trúarleg tengsl viö
fómarlömb ofbeldis og haturs á
Balkanskaga, skal ósagt látið. Þar
getur einfaldlega allt gerst.
Útlendingahatur
En hatriö og ofbeldið er ekki
bundið við einhveija evrópska út-
kjálka.
Hvort tveggja hefur blossað upp
með ógnvekjandi hættí í sjálfu stór-
veldi meginlandsins, hinu samein-
aða Þýskalandi, þar sem útlend-
ingahatur fer sem eldur í sinu.
„Ungt fólk með hreinar hugsan-
ir“ fer enn á ný um landið, ræðst
á útlendinga og setur eld að híbýl-
um flóttamanna sem lögreglan
veitir litla vemd. Og gamlar konur,
sem vafalaust muna tímana
tvenna, fylgjast með árásarmönn-
unum af svölum húsa sinna, klappa
þeim lof í lófa og segja með tár í
augum við fréttamenn: Það ætti að
færa þessum ungu mönnum blóm-
vönd í þakklætisskyni.
„Deutschland Auslánderfrei!"
Það er slagorðið í Rostock og víðar
í Þýskalandi um þessar mundir.
Því er fylgt eftír með árásum á út-
lendinga, íkveikjum og manndráp-
um. Meðal almennings virðist í það
minnsta þögull stuðningur við
þessi ofbeldisverk vera harla út-
breiddur. Og ríkisstjómin í Bonn
heldur aö sér höndum. Einu við-
brögö hennar era aö reyna að ná
samkomulagi um að breyta stjóm-
arskránni svo auðveldara sé að
meina flóttafólki að komast inn í
landið.
Efasemdir
Það er ástæðulaust að hafa glýju
í augum þegar litíð er til Evrópu.
Þrátt fyrir aukið samstarf á efna-
hagssviðinu hefur hún hvorki end-
urfæðst né frelsast.
Og í ýmsum fjölmennustu ríkjum
álfunnar era nú veralegar efa-
semdir meðal almennings um
hvort fagnaðarerindið frá
Maastricht sé rétta leiöin til fram-
tíðarinnar.
Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunn-
ar í Frakklandi síðar í þessum
mánuði munu hafa mikil áhrif á
framþróunina. Ekki síst ef Frakkar
segja nei eins og Danir.
Hver sem niðurstaðan verður er
augljóst að skoðanir era afar skipt-
ar í Evrópu almennt. Efasemdir um
aö rétt sé að stíga ný risaskref til
evrópsks samstarfs era einfaldlega
mjög útbreiddar, ekki bara í Frakk-
landi heldur einnig í öörum stærri
ríkjum álfunnar.
Elias Snæland Jónsson
I