Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1992, Blaðsíða 14
14
LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1992.
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00
SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613.
SlMBRÉF: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Hin hliðin á hjálpinni
Aö minnsta kosti helmingur innfluttra hjálpargagna
í Sómalíu kemst ekki til skila. Sumir hafa nefnt enn
hærra hlutfall og taka þá með í reikninginn matvæli,
sem kaupmenn komast yfir og læsa inni til að geta selt
í smáum skömmtum á háu verði á svörtum markaði.
Ekkert bendir til, að íslenzkt hjálparstarf sé svo ein-
stakt, að það lúti öðrum lögmálum en aðstoð annarra
þjóða til Sómalíu. Þess vegna eru forustumenn íslenzka
hjálparstarfsins á hálum ís, þegar þeir segja beinlínis,
að hjálpin frá íslandi komist öll til skila.
Ríkisstjórnir Vesturlanda hafa til skamms tíma van-
rækt að sjá um ytri skilyrði þess, að vestrænt hjálpar-
starf í Sómalíu komi að öðru gagni en að friða samvizku
fólks á Vesturlöndum, er lítur á aðild sína að hjálpinni
sem eins konar blint guðsþakkarverk að gömlum sið.
Þetta kann að vera að breytast, því að Sameinuðu
þjóðirnar og Evrópusamfélagið hafa ákveðið að senda
fámennt herhð til Sómalíu til að vernda hjálpargögn
gegn óaldarflokkum, sem hingað til hafa tekið að
minnsta kosti helmings toll af öllum hjálpargögnum.
Brezka tímaritið Economist hefur lagt til, að reynt
verði að komast hjá þessari skattlagningu bófanna með
því að kaffæra Sómalíu í mat, svo að hann verði verð-
laus og alhr hafi nóg af honum. Rauði krossinn og aðr-
ar hjálparstofnanir hafa staðið gegn þessari hugmynd.
í rauninni á hjálparstarfið í Sómalíu þátt í að halda
úti óaldarflokkunum, sem hafa nóg að bíta og brenna
vegna yfirtökunnar á hjálpargögnum og vegna tekna,
sem þeir hafa af sölu þeirra. Þessar tekjur eru sumpart
notaðar til vopnakaupa til enn frekara ofbeldis.
Þannig getur hjálparstarf að sumu leyti snúizt upp í
þverstæðu sína, eins og raunar hefur líka gerzt í Júgó-
slavíu. Þar auðveldar tilvist hjálparstarfsins Serbum að
framkvæma þjóðahreinsunina. Hjálparstofnanir taka
við ábyrgðinni á fólkinu, sem hrakið er brott.
Þetta er mikið og vaxandi vandamál, því að ribbaldar
læra ahtaf betur og betur að leika á hjálparstofnanir
og misnota þær. Brýnt er, að vestrænar stofnanir fari
að skoða betur, hvemig og hvenær eigi að hjálpa fólki,
svo að áhrifin séu ekki þau að gera illt verra.
Löng harmsaga er af því, einkum í Afríku, að vest-
rænt þróunarstarf hefur haft þveröfug áhrif. Eitt fræg-
asta dæmið er stuðningur Norðurlanda við Tanzaníu,
sem hefur stuðlað að stjómarfari, er hefur gert þetta
eðhsríka land að einu af eymdarsvæðum álfunnar.
í Sómalíu er þjáning svo gífurleg, að erfitt er að tala
með rökum um hina hliðina á hjálparstarfinu. Ef til
vih er bezt að loka augunum og gefa til að friða samvizk-
una. En raunveruleg verður hjálpin fyrst, þegar Vestur-
lönd hafa beitt hervaldi til að gera hana kleifa.
Hins vegar hafa aðstandendur söfnunar á íslandi tal-
að svo óvarlega um árangur starfs síns, að nauðsynlegt
er að benda á, að í nálægum löndum vita menn betur
og ræða opinberlega um, hvemig megi læra af reynsl-
unni og standa betur að málum nú og í náinni framtíð.
Telja má ljóst, að Serbar nota hjálparstarfið í Bosníu
til að ýta ábyrgðinni af landflótta fórnardýrum sínum
á herðar alþjóðlegra stofnana og að óaldarflokkar Sóma-
hu lifa beinlínis á hjálparstarfinu og nota það til að
halda sveltandi almenningi í heljargreipum sínum.
Menn forðast að viðurkenna hina köldu staðreynd,
að vestræn mannúð þrífst ekki, nema kaldriíjaðir morð-
ingjar fái að horfa um leið inn í vestræn byssuhlaup.
Jónas Kristjánsson
Franskir kjósend-
ur ráða framtíð EB
Framtíö samkomulags Evrópu-
bandalagsríkja, kennd við hol-
lensku borgina Maastricht, um
frekari einingarþróun bandalags-
ins út þennan áratug, ræöst í þjóð-
aratkvæðagreiðslu í Frakklandi 20.
þessa mánaðar. Talsmaður Johns
Majors, forsætisráöherra Bret-
lands, sem þetta misserið fer með
formennsku í ráðherraráði EB,
hefur látið það boð út ganga að felli
Frakkar samkomulagið ætli Major
að taka aftur tillögu sína til breska
þingsins um staðfestingu þess af
Breta hálfu, og síöan verði að fitja
upp á ný.
Þar með væri úr sögunni tíma-
sett áætlun um sameiningu mynta
bandalagsríkja í eina og samhæf-
ingu efnahagsstefnu þeirra undir
yfirumsjá sameiginlegs seðla-
banka. Sömuleiðis færu forgörðum
óljósari áform um að móta sameig-
inlega stefnu allra ríkja EB í utan-
ríkismálum og vamarmálum.
Maastricht-samkomulagið fékk
fyrsta skellinn í vor þegar Danir
felldu aðild að því í þjóðaratkvæða-
greiðslu með naumum mun.
Skömmu síðar ákvaö Francois Mit-
terrand Frakklandsforseti að leit-
ast við að koma því á skrið á ný
með því að efna til þjóöaratkvæða-
greiðslu meðal Frakka.
Samvinnan í EB hefur fram til
þessa notið öflugs stuðnings í
Frakklandi. Þar að auki var Frakk-
inn Jacques Delors, formaður
framkvæmdastjómar EB, drif-
fjöðrin við gerð Maastricht-sam-
komulagsins. Frakklandsforseti
hafði því æma ástæöu til að ætla
að franskt almenningsálit væri
hliðhollt þeirri afstöðu sinni að
fylgja eindregið fullgildingu. En
þar að auki grunaði ýmsa að Mit-
terrand væri ósárt um að stjómar-
andstaðan yrði ekki á einu máli um
afstöðu í þjóðaratkvæðagreiðsl-
unni.
Það gekk líka eftir. Hörðustu
þjóðemissinnamir í gamla gaulh-
staflokknum undir fomstu
Phillippe de Villiers fundu Ma-
astricht-samkomulaginu allt til for-
áttu. Það gerði reyndar líka vinstri
armur Sósíalistaflokks Mitterr-
ands sjálfs með Chévenement, af-
settan landvamarráðherra, fyrir
leiðtoga. Þessar ólíku fylkingar
tóku ásamt kommúnistum og þjóð-
rembuflokki Jeans le Pens upp
harða áróðurshríð til að telja
Frakka á að segja nei við Ma-
astricht í kjörklefanum.
Fyrst eftir ákvörðunina um þjóð-
aratkvæði bentu skoðanakannanir
til ríflegs meirihluta, 60 til 70 af
hundraði meðal þeirra sem afstöðu
tóku, fyiir jáyröi við Maastricht.
Undir lok ágúst varð veruleg breyt-
ing á. Andstæöingarnir komust yf-
ir meöal þeirra sem höfðu myndað
sér skoðun í nokknun könnunum
í röð, hæst í 53%. Nánari sundurlið-
un á ástæðum fyrir afstöðu manna
leiddi í ljós að þar var ekki aðeins
að verki gamalkunn tortryggni við
skerðingu fullveldis og aukið yfir-
þjóðlegt vald til handa yfirstjórn
EB í Brussel, heldur einnig hjá
ýmsum stjómarandstæðingum
Erlend tídindi
Magnús Torfi Ólafsson
löngun til að ná sér niðri á Mitterr-
and, sem nú hefur setið á forseta-
stóh í ehefu ár samfleytt.
Þetta varð til þess að forustu-
menn stjórnarandstööuflokka sem
fylgja já-atkvæði létu í vaxandi
mæh th sín heyra. Jacques Chirac,
foringi gaulhsta og fyrrum forsæt-
isráðherra, hafði ekíri látið frá sér
heyra í tvo mánuði, en kom nú
fram opinberlega og skoraði á kjós-
endur að láta ekki fýlu út í forset-
ann verða til að þeir geröu stöðu
Frakklands í EB og framtíð evr-
ópskrar samvinnu varanlegan
óleik. Eðlhegt tækifæri til að láta í
ljós afstööu til ríkisstjómar sósíal-
ista kæmi hvort eð er brátt, í þing-
kosningum í mars.
Valéry Giscard d’Estaing, áhrifa-
mestur miðjumanna og fyrrum for-
seti, hefur lengi haft sig mjög í
frammi í baráttunni fyrir jái, og
færðist ahur í aukana nú um mán-
aöamótin. Pierra Bérégovoy for-
sætisráöherra hefur fagnað lið-
sinni stjómarandstöðuforingja við
málstað Maastricht-samkomulags-
ins. Hlutfoll hafa líka snúist við í
skoðanakönnunum frá því sem var
fyrir hálfum mánuði. Fylgi við
Maastricht er komið upp í 53%
meðal ákveðinna, en þar að auki
eiga mhli 30 og 40 af hundraði eftir
að gera upp hug sinn. Næsta hálfan
mánuð stendur baráttan um fylgi
þeirra.
Mitterrand forseti hefur lagt drög
að því að forustumenn annarra EB
ríkja, svo sem Fehpe Gonzales, for-
sætisráöherra Spánar, og Helmut
Kohl Þýskalandskanslari geri
Frökkum grein fyrir hverju þeir
telja að úrshtin í Frakklandi skipti
fyrir verkefnin sem við EB blasa,
ekki aðeins innan bandalagsins
sjálfs heldur ekki síður gagnvart
EFTA-ríkjunum sem nú sækja um
aðhd og ríkjum Austur- og Mið-
Evrópu sem leita eftir samstarfi og
aðild síðar meir.
En þá skýtur upp því máli sem
mestu ræður um skyndilega rýrn-
un á trausti almennings á EB, getu-
leysi bandalagsins th að beita sér
að gagni th að stöðva ófrið og ógn-
aröld í fyrri lýðveldum Júgóslavíu.
Þetta atriði hefur mjög borið á
góma í deilunum fyrir þjóðarat-
kvæðagreiðsluna í Frakklandi.
Andstæðingar staðfestingar Ma-
astricht segja að þarna sjái menn
svart á hvítu að EB sé gagnslaust
þegar í harðbakkann slær, fylgis-
menn staðfestingar halda því fram
að nánari samruni í EB sé einmitt
ráðið til að gera bandalagið fært
um að beita sér skjótt og ákveðið.
Enn flækir það málið að um þess-
ar mundir reynir mjög á Evrópska
gengissamflotið, EMS. Seðlabanki
Þýskalands heldur vöxtum háum
th að vinna gegn verðbólgu af völd-
um þenslu sem af því hlýst að
kostnaðurinn af sameiningu
Þýskalands er aðallega íjármagn-
aður með lántökum en ekki skött-
um. Þetta verður th þess að Bret-
land, Frakkland og Ítalía verða að
vernda gengi gjaldmiðla sinna með
því að halda vöxtum hærri en þau
kysu með óheppilegum afleiöing-
um fyrir nýfjárfestingu og þar með
atvinnustig.
Um síðustu helgi snertu ítalska
líran og breska sterlingspundið
lægstu heimil gengismörk í sam-
flotinu og olli það ókyrrð á fjár-
magnsmarkaöi. Gengismálanefnd
EB fundaði þá í skyndingu og end-
umýjaði af hálfu ríkisstjóma og
seðlabanka skuldbindingu um að
styðja með öllum ráðum ríkjandi
kerfi, þar sem gengi einstakra
mynta getur sveiflast innan tiltek-
inna marka.
En felh Frakkar Maastricht-
samkomulagið, geta áhrifin orðið
víðtæk. Annaðhvort gætu pundið
og hran fahið eöa Þýskalandsbanki
fengi thefni til að lækka vexti og
þar með varðveita gengissamflotið,
vegna þess að greinileg merki sjást
um að verðbólguþrýstingur fer
rénandi í þýska hagkerfmu. Evr-
ópsk stjórnvöld og fjármálastjórar
bíða þvi 20. september í ofvæni.
Magnús T. Ólafsson
Felipe Gonzales, forsætisráöherra Spánar (t.h.), kom fram á fundi til stuðnings viö Maastricht-samkomulagið
í Strassbourg ásamt frönsku sósialistunum Michel Rocard, fyrrum forsætisráöherra (i miöið), og Laurent
Fabius, aöalritara flokksins. Simamynd Reuter