Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1992, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1992, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1992. Norsku konungshjónin í opinbera heimsókn til íslands: Yonast til að böndin milli þjóðanna styrkist enn frekar Reykholt skipar sérstakan sess í huga Norömanna. Myndin var tekin er Ólafur V. Noregskonungur heimsótti staðinn í Islandsferö sinni 1988. DV-mynd Brynjar Gauti „Eg vil nú helst ekki láta spyija mig út úr Heimskringlu. Ég hef bara lesið kafla úr henni í skóla,“ sagði Haraldur V. Noregskonungur við ís- lenska blaðamenn í konungshöllinni í Ósló fyrir skömmu. Norska utan- ríkisráðuneytið hafði boðið blaða- mönnunum að ræða við norsku kon- ungshjónin í tilefni væntanlegrar heimsóknar þeirra til íslands nú eftir helgi. Heimskringla barst í tal því í ís- landsheimsókninni hggur leið kon- ungshjónanna að Reykholti, heim- kynnum Snorra Sturlusonar, höf- undar konungabókarinnar. Reyk- holt hefur alltaf skipaö sérstakan sess í huga Norömanna vegna kon- ungabókar Snorra, að því er Harald- ur konungur segir. Hann tekur undir orð foður síns, Ólafs V., að ef sögur Noregskonunga hefðu ekki verið rit- aðar ætti Noregur enga sögu. Hirðsiðir í höllinni Sagan var nálæg er gengið var her- bergi úr herbergi í höllinni við enda Karls Jóhannsgötu á konungsfund. Vefnaðir og málverk af sögulegum atburðum skreyttu veggina í höllinni sem sænski konungurinn Karl Jó- hann lét reisa á fyrri hluta nítjándu aldar. í slíkum húsakynnum eru hirðsiðir viðhafðir og það þótti ástæða til að minna íslensku gestina á þá. Ritari Sonju drottningar sagði að sér þætti aö blaðamenn ættu að hneigja sig þegar konungshjónunum væri heilsað ef menn hefðu ekki þá meginreglu að hneigja sig ekki. Hneigingar hefur undirrituð ekki stundað síðan í dansskóla hjá Rigmor Hansen þannig að íslenskir hnjáhð- imir voru of stirðir til slíkra æfinga. Og orðin „yðar hátign" böggluðust einhvem veginn á íslenskri tung- unni. Hlakkartil heimsóknarinnar í herbergi þar sem hátt var til lofts og vítt til veggja buðu ákaflega geð- þekk hjón til sætis. Sonja drottning minntist á kynni sín og Vigdísar Finnbogadóttur, forseta Islands, og kvaðst hlakka mikið til fyrstu ís- landsheimsóknar sinnar. Haraldur konungur kom í heimsókn til íslands fyrir 25 árum. „Ég vonast til þess að heimsókn okkar nú verði til þess að styrkja enn frekar þau bönd sem eru á milli íslands og Noregs," sagði kon- ungur. „Löndin eiga ekki bara sam- eiginlegan menningararf heldur eiga ísland og Norður-Noregur við svipuð vandamál að glíma þar sem skilyrðin til að komast af em þau sömu.“ Blessuð í Niðarósi í júní síðastliðnum ferðuðust norsku konungshjónin norður til Þrándheims þar sem þau hlutu bless- un í Niðaróssdómkirkju samkvæmt þúsund ára gamalli hefð. „Afi minn var síðasti Noregskonungurinn sem var krýndur," segir Haraldur. Afi hans var Karl Danaprins, sem kvæntur var Maud, dóttur dönsku prinsessunnar Alexöndm, og prins- ins af Wales, er síðar varð Játvarður VII. Englandskonungur. Eftir sam- bandsslit Noregs og Svíþjóðar 1905 völdu Norðmenn Karl sem konung sinn og tók hann sér nafnið Hákon vn. Fullveldið Snorra að þakka „Eftir flmm alda erlenda stjóm eignuðust þeir nýjan konung sem tók sér á hástóli sínum nafn þess manns sem forðum daga lét vega sögubónd- Sonja drottning: „Maður verður að vera maður sjálfur." DV-mynd AN/NTB Haraldur konungur: „Mikilvægasta hlutverkið er að vera sameiningar- tákn þjóöarinnar." DV-mynd AN/NTB ann í Reykholti,“ skrifar Jónas Kristjánsson, forstöðumaður Stofn- unar Áma Magnússonar, í Sögu ís- lands. Þar skrifar hann einnig að Heimskringla hafi með tímanum orðið þjóðbiblía Norðmanna og að hún hafi verið mesti aflvakimi í frels- isbaráttu þeirra á 19. og 20. öld. Það hafi því verið Snorra að þakka, meir en nokkrum öðmm einstökum manni, að Norðmenn urðu fullvalda þjóð. Sameiningartákn Norska jjjóðin syrgði ástsælan kon- ung er Olafur V., sonur Hákonar VH. og faðir Haraldar, lést 17. janúar 1991 á 88. aldursári. Eftir aö Þjóðveij- ar höfðu hertekið Noreg 1940 í seinni heimsstyrjöldinni tók Olafur, sem þá var krónprins, virkan þátt í andstöð- unni frá London ásamt fóður sínum. Marta krónprinsessa, dóttir Karls Svíaprins og Ingibjargar prinsessu, bjó ásamt bömunum þremur, Har- aldi, Ragnhildi og Ástríði, rétt utan við Washington DC þar til stríöinu lauk. Konungurinn og krónprinsinn urðu sameiningartákn Norðmanna meðan á heimsstyijöldinni stóð og vom hylltir sem þjóðhetjur er þeir snem heim aftur vorið 1945. Mikilvægasta hlutverkið Haraldur var aðeins þriggja ára er konungsfjölskyldan varð að flýja land. Hann var þvi orðinn átta ára er hann sneri aftur heim til Noregs. „Það rann ekki skyndilega upp fyrir mér að ég myndi verða konungur," segir Haraldur aðspurður hvenær hann hafi gert sér ljóst hvert yrði lífsstarf hans. „Þetta kom smátt og srnátt." Mikilvægasta hlutverk kon- ungs er að geta verið sameiningar- tákn þjóðarinnar, að mati Haraldar. Hann sagðist ekki vita hvort hann hefði rétt til að svara spumingunni um stöðu konungdæmisins í framtíð- inni en kvaðst vonast til að geta við- haldið hefðum foður síns og afa. Bömin send í ríkisskóla Sonja segir Hákoni Magnúsi krón- prinsi, sem nú er 19 ára, hafa þótt það eðlilegt að hann yrði konungur eins og afi hans. „Það er eins og með strák sem ætlar að feta í fótspor afa síns eða föður og verða slökkviliðs- maður." Drottningin leggur á það áherslu að bæði Hákon og Marta Lovísa, sem verður 21 árs síðar í þessum mánuði, hafi gengið í venju- lega leikskóla og gmnnskóla. Vinsæll krónprins Síðastliðið vor varð Hákon stúdent frá Kristilega menntaskólanum í Ósló. Tveimur vikum eftir aö hann útskrifaðist hóf hann nám í skóla norska sjóhersins. Hákon hefur Frá sklrn Hákonar krónprins árió 1973. Marta prinsessa er fremst í miðju. DV-mynd NTB 39 LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1992. áhuga á íþróttum og fer oft í leikhús. Hann er farinn að koma fram við opinberar athafnir og samkvæmt skrifum norskra dagblaða er krón- prinsinn svo vinsæll meðal ungra stúlkna að þær þyrpast að honum þar sem hann fer um. Að loknu menntaskólanámi fór Marta prinsessa til Englands þar sem hún gekk í reiðskóla. Hún nam einn- ig ensku við háskólann í Oxford. Prinsessan er nú komin heim frá Englandi og hefur meðal annars haf- ið nám í frönsku. Norsk tímarit hafa verið iðin við aö greina frá kærleik- um prinsessunnar og ungs Norð- manns sem er ári eldri en hún. Er blaöamaður DV spurði kon- ungshjónin hvort þau myndu leggja áherslu á að börn þeirra eignuðust maka af konunglegum uppruna svaraði Haraldur: „Eg hef nú sagt áður að þessari spumingu hafi verið svarað þegar ég kvæntist Sonju Har- aldsen." Afborgara- legum ættum Sonja drottning er af borgaralegum ættum. Hún varð krónprinsessa er hún giftist Haraldi 29. ágúst 1968. Sonja og Haraldur höföu þekkst í níu ár áður en þau gengu í hjónaband. Ólafur Noregskonungur ákvað að heimila hjónabandið eftir að hafa ráðfært sig við ríkisstjómina, forseta Stórþingsins og fulltrúa stjórnmála- flokkanna í Stórþinginu. Talsverðar umræður urðu meðal stjórnmála- manna um framtíð norska konung- dæmisins er Ólafur tilkynnti að krónprinsinn myndi ganga að eiga konu af borgaralegum ættum. Meiri- hluti almennings tók fréttinni fagn- andi. Sonja er dóttir stórkaupmanns og er fædd 1937, sama ár og Haraldur. Hún ólst upp í Ósló og lærði kjóla- saum, bæði í heimaborg sinni og í Lausanne í Sviss. Síðar lauk hún prófum í ensku, frönsku og listasögu við Háskólann í Ósló. Sonja er of- ursti í norska hernum og hún var varaforseti Rauða krossins í Noregi í þrjú ár. Hún hefur mikinn áhuga á íþróttum og útiveru en stærsta áhugamáliö er listir. Undirbúningur vetrarólympíuleikanna í Lillehamm- er 1994 er í fullum gangi í Noregi og var Sonja með í ráðum við skipulagn- ingu menningaratburða í tengslum við leikana. Ekki hægt annað en að vera maður sjálfur En getur Sonja, sem hefur borgara- legan bakgrunn, verið hún sjálf í þeirri stöðu sem hún gegnir nú? „Já, sem betur fer. Það er ekki hægt annað,“ svarar hún og Harald- ur tekur undir þessi orð. Sonja segist hins vegar hafa þurft að þreifa sig áfram með hvað hún gæti, hveiju væri búist við af henni og hvaða kröf- ur væru gerðar til hennar. „Mér þykir spennandi aö koma fram sem fulltrúi þjóðar minnar og það er auövitað enn skemmtilegra ef verkefnin tengjast því sem ég hef sérstakan áhuga á.“ Reiömennska er eitt af áhugamálum Mörtu Lovisu prinsessu. DV-mynd NTB Heimsmeistari í siglingum Helsta áhugamál Haraldar kon- ungs er sighngar. Hann hefur nokkr- um sinnum tekið þátt í ólympíuleik- unum fyrir Noregs hönd. Árið 1982 varð hann annar í heimsmeistara- keppni og fimm árum seinna varð hann heimsmeistari. Haraldur var tíu ára þegar hann eignaðist sinn fyrsta bát og sigraöi í kappsiglingum á Óslóarfirði. Konungurinn gekk í herskóla í nokkur ár. Hann las auk þess hagfræði, stjómmálafræði og sögu í Oxford um tveggja ára skeið. Haraldur hefur eins og Sonja tekið þátt í undirbúningi vetrarólympíu- leikanna. í Noregi eru vetraríþróttir stundaðar af þorra þjóðarinnar og konungsfj ölskyldan er þar engin undantekning. „Norðmenn eru dug- legir við að sækja krafta í náttúr- una,“ segir Sonja. En það er ekki bara á vetuma sem drottningin fer á fjöll. Hún lýsir af Hákon krónprins er i skóla sjóhers- ins. Aö því er norsk blöö greina frá líta ungar, norskar stúlkur hann hýru auga. DV-mynd NTB miklum ákafa ferð sem hún fór í sumar á reiðhjóli eftir gömlum veg- arkafla meðfram Björgvinjaijám- brautinni þar sem er merkur menn- ingararfur, gamlar brýr og bygging- ar. íslenskunámið oflítið Haraldur konungur rifjar upp ný- lega heimsókn til sænsku eyjunnar Gotlands í Eystrasalti. „Mér þótti athyglisvert að mállýskan þar minnti á íslensku, eins og mállýskur í Vestur-Noregi, og þótti mér alls ekki erfitt að skilja hana. Þó að Haraldur Noregskonungur hafi ekki sökkt sér niður í Heims- kringlu eftir skólagöngu kemur í ljós að áhugi hann á íslensku er mikill og hann lýsir því yfir að íslenskunám norskra skólanemenda mætti vera miklu meira. -IBS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.