Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1992, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1992, Blaðsíða 17
tÁUGARDAGTIR B7 SEPTEMBERT992. 17 Vönduð og níðsterk gleraugu í mörgum gerðum. Einnig fáanleg með sjónglerjum upp í -5 að styrkleika. Öll glerin eru sérstaklega hert. 18 UPPLYSINGAR í SÍMA 91-611055 PROFUN HF. Frá veislunni miklu eftir heimsmeistaraeinvígið í skák 1972. Þar dansar Anna Þorsteinsdóttir við Fischer. Sú Ijós- hærða til hliðar við Önnu er Ingunn, vinkona hennar. Dans þeirra vinkvenna við Fischer ærði erlenda blaðamenn og slúðrið í bænum blossaði upp. YANMAR E I G E N D U R ! \legna aukinnar uppbyggingar á varahluta- lager og viðhaldsþjónustu viljum við vin- samlegast biðja eigendurbáta með YANMAR vél að hafa samband við okkur sem fyrst og láta okkur í té ýmsar upplýsingar, svo sem: Gerð vélar, nafn báts og fl. r I lok september er fyrirhugað að fulltrúar okkar fari ferð um landið til skrafs og ráðagerða við YANMAR eigendur, núverandi og tilvonandi og í för með þeim verða tæknimenn, sem annast stillingar, viðhald og viðgerðir á vélum, fyrir þá sem þess óska. Söluþjonusta Eggal Viðhaldsþjonusta Skútuvogur 12A - 812530 V.Æ.S.HF Fosshálsi 1 S 67 47 67 KAFARA- GLERAUGU Dönsuðu við Fischer í veislunni miklu í Laugardalshöllinni: Skemmtilegt ævintýri - segja þær Anna Þorsteinsdóttir og Ingunn Thorarensen 20 árum síðar „Hann bauð okkur sérstaklega til veislunnar miklu. Þar mættum viö, 16 og 17 ára stelpurnar, innan um allt heldra fólk bæjarins. Við vorum frekar feimnar en stuttu eftir að Fischer kom til veislunnar kom Sæ- mundur Pálsson til okkar og sagði að Fischer vildi tala við okkur. Við fórum með Sæmundi að borðinu hans og settumst niður sín hvorum megin við hann. Eftir að hafa talað saman svolitla stund sagðist hann vilja dansa við okkur. Við tókum vel í það og dönsuðum við hann til skipt- is. Það var mjög skemmtilegt,“ segja þær Anna Þorsteinsdóttir og Ingunn Thorarensen. Anna og Ingunn lentu skyndilega í kastljósi fjölmiðlanna og milli tann- anna á slúðurkerlingum bæjarins ig skapi þeir væru og hvemig þeir kæmu yfirleitt fyrir. Eftir nokkrar skákir voru þeir famir að kannast við andlitin á okkur og kinkuöu stundum kolli eða brostu. Við fómm hins vegar ekki leynt með að við vomm aðdáendur Fischers. Það var eitthvað svo spennandi við hann, öll þessi dulúð, skáksnilldin og svo var hann alls ekki ómyndarlegur. Við fylgdumst mjög náið með honum.“ Boðið í Grillið - Hvenær hittuð þið hann fyrst? „Við fórum út á Hótel Loftleiðir, þar sem hann bjó, í von um að fá eiginhandaráritun. Við höfðum óljósa hugmynd um að hann ætlaði út svo við biöum bara. Skyndilega „Hann var feiminn og hlédrægur en var alltaf vingjarnlegur og mjög kurteis. Við vomm mjög hrifnar af þessari snilld og þeirri dulúð sem umlék hann. Það var eitthvað sem erfitt er að útskýra. En hann ræddi aldrei vandamál sín við skákborðið í Höllinni þar sem ýmislegt gekk jú á.“ Eftir dansleikinn mikla fengu Anna og Ingunn lítinn frið fyrir vin- um og kunningjum sem vildu vita allt um heimsmeistarann. Erlendir blaðamenn voru sérlega aðgangs- harðir en þeir fundu strax lyktina af ástkonusögum eða öðru í þeim dúr. Þær stöllur segja að faðir Ingu, Þorsteinn, hafi verið duglegur að koma þeim undan pressunni. Þegar kom að því að Fischer kvaddi Island mættu þær stöllur á Loftleiða- hótehð með htla gjöf handa honum að skhnaði. Þar var múgur og marg- menni eins og alltaf en þær fengu að hitta hann á herberginu og kveðja hann. Þær gáfu honum lítinn minja- grip og sáu hann síðan ekki meir. „Þetta var aht eitthvað svo saklaust og skemmthegt. Við sjáum kynni okkar af Fischer og einvígið sem eitt stórt og skemmthegt ævintýri." Önnu og Ingunni bregður óneitan- lega þegar þær sjá Fischer á myndum frá einvígi hans við Spasskíj í Svart- fjallalandi. „Hann hefur elst mjög illa. Kannski er það skeggið, við vit- um það ekki, en þetta er allt annar maður. Hins vegar eru dyntirnir á sínum stað. Það dylst engum.“ _hlh fyrir réttum 20 árum. Þeim hafði tek- ist það sem aðrir létu sig aðeins dreyma um, að komast í návígi við stórmeistarann og síðar heimsmeist- arann í skák, Bobby Fischer - ekki aðeins einu sinni heldur margoft. í veislunni reyndu ófáar af fegurðar- dísum bæjarins að ná athygh Fisch- ers en varð htið ágengt. Anna og Inga slógu þeim alveg við. Heimsmeistaraeinvígi Bobby Fischers og Borís Spasskíjs, sem háð var í Laugardalshöh í júh og ágúst 1972, var með réttu kahað einvígi aldarinnar. Ekki var nóg með að ein- vígið sem slíkt væri merkhegt heldur aht uppistandið í kringum það þar sem mest fór fyrir ahs kyns sérvisku og tiktúrum í Bobby Fischer. Lengst af var allur almenningur á bandi Borís Spasskíjs, hann átti samúð fólks. Bobby átti sér fáa aðdáendur eða vini. Anna og Inga thheyrðu því ekki fjölmennum hópi. Þær vinkonur fylgdust með skák- einvíginu aht frá byrjun th enda. Faðir Ingunnar, Þorsteinn Thorar- ensen, umboðsmaður Reuters-frétta- stofunnar á íslandi, vann þá að frétt- um af einvíginu og stelpumar létu fátt fram hjá sér fara. Þær fengu að- göngupassa að Laugardalshöllinni og voru þar öhum stundum eftir vinnu á daginn. DV náði tah af Önnu og Ingunni en þær starfa báðar sem kennarar í dag. „Þaö héldu margir að við hefðum þröngvað okkur upp á Fischer í veisl- unni en það er ahs ekki rétt, dansinn í veislunni miklu átti sér langan að- draganda. Við vorum ahtaf við bak- dymar á Höhinni þegar Fischer og Spasskíj fóm inn eða út. Við höfðum það hlutverk að fylgjast með í hvem- birtist hann og virtist þekkja okkur. Hann spjahaði við okkur, vhdi vita hvort við hefðuin áhuga á skák og eitthvað fleira og við fengum okkar eiginhandaráritanir. Hann var mjög vinsamlegur við okkur.“ Anna og Ingunn segjast hafa kynnst Sæmundi og fleiri fylgdar- mönnum Fischers og segja það sennhegast Sæmundi að þakka að þær áttu fundi með Fischer. Anna segir að einu sinni hafi mamma hennar hringt í hana, þar sem hún var að passa, og sagt að Fischer vhdi hitta þær stelpurnar. „Þá var okkur boðið að borða í Grihinu á Hótel Sögu. Þar voru að- eins nánustu samstarfsmenn Fisch- ers, nokkrir gestir, Sæmundur og kona hans og síðan viö. Grillinu var lokað og allt var mjög flott og okkur þótti þetta geysheg upphefð. Eftir á að hyggja höldum við að Fischer hafi gert sér gein fyrir að mjög fáir íslendingar stóðu með honum. Aðdá- endur hans voru mjög fáir en við vomm í þeim hópi.“ Anna og Inga hittu Fischer nokkr- um sinnum eftir þetta, fóm í bhtúra og spjöhuðu við hann. Skákin var sjaldan umræðuefni, ahavega ekki eftir að hann hafði sett upp fyrir þær stöðu og bað þær að reyna sig. Ahir fundir Onnu og Ingunnar með Fisch- er voru leyndarmál, blaðran sprakk fyrst þegar þær dönsuðu við hann í Höhinni. Feiminn oghlédrægur - Hvernig kom hann ykkur fyrir sjónir? / blómabúð Pottablóm 20-50% afsláttur Gjafavörur 20-75% afsláttur Kerti, 20-40% afsláttur Garðyrkjuvörur, 20-70% Sjálfvökvandi ker 30-50% afsláttur Pottahlífar 20-75% afsláttur S iw9 GARÐSHORN 9 við Fossvogskirkjugarð - sími 40500

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.