Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1992, Page 4
4
MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1992.
Fréttir
18 ára plltur í ísklifri:
Nýrfrystitogari
til Akureyrar
Einn stærsti og allra glæsilegasti
frystitogari íslendinga kom til
heimahafnar á Akureyri á fóstudag.
Togarinn, sem ber heitið Baldvin
Þorsteinsson EA-10, er í eigu útgerð-
arfyrirtækisins Samheija hf. og er
um 1500 brúttólestir, um 66 metra
langt og tæplega 13 metra breitt.
Skipið var smíöað í Noregi og er
búið öllum fullkomnustu tækjum
sem völ er á, auk þess sem það er
styrkt sérstaklega til siglinga í ís.
Skipstjóri er aflamaðurinn kunni,
Þorsteinn Vilhelmsson, og sagði
hann við heimkomuna aö skipiö
hefði reynst mjög vel á heimleiðinni.
DV-simamynd gk, Akureyri
Hrapaði 20 metra
ofan í íssprungu
- slapp meö minni háttar meiðsl
Betur fór en á horfðist þegar 18 ára
piltur hrapaði um 20 metra ofan í
íssprungu í Gígjökli norðan til í Eyja-
fjaílajökli á laugardaginn.
Pilturinn, sem er meðlimur í Hjálp-
arsveit skáta í Kópavogi, var að æfa
ísklifur ásamt um 30 félögum sínum
úr hjálparsveitinni. Hann var að
byija að síga ofan í djúpa og þrönga
íssprungu þegar festing gaf sig með
þeim afleiðingum að hann hrapaði
niður.
Svo heppilega vildi til að hann lenti
í aflíðandi slakka sem dró úr fallinu.
Það vildi piltinum einnig til happs
að djúpur snjór var á þeim stað sem
hann lenti á og gerði það lendinguna
mýkri en ella.
Einn af reyndustu meðlimum
hjálparsveitarinnar seig strax niöur
í sprimguna til piltsins og hlúði að
honum þar til hann var hifður upp
úr sprungunni á börum. Þyrla Land-
helgisgæslunnar kom á staðinn og
fór með piltinn á sjúkrahús en
Félagar i Hjálparsveit skáta f Kópavogi hlúa að slasaða piltinum eftir að meiðsh hans reyndust minni háttar.
búið var að hífa hann á börum upp úr fssprungunni. DV-mynd fás -pj
Guðrún Gunnarsdóttir og Pálml Gunnarsson sungu sigurlag Jóns og voru
jafnframt útnefnd bestu fiytjendumir. DV-mynd gk
Landslagið 1992:
Gott að fá aura í budduna
- segir Jón Kjell, höfundur sigurlagsins
Gyifi Kristjánsson, DV, Akureryri:
„Ég hef aldrei sent inn lag í svona
keppni áður en komið nálægt mörg-
um af þessum keppnum sem upp-
tökustjóri og útsetjari fyrir ýmsa
aöila," sagði Jón Kjell eftir að lag
hans „Ég man hveija stund“ sigraði
í keppninni um Landslagið 1992 sem
haldin var í SjaUanum á Akureyri
um helgina.
„Auðvitað verð ég að þyKjast vera
hissa á að hafa unniö en ég held að
allir sem taka þátt í svona keppni
stefni á að sigra,“ sagöi Jón. Hann
fékk farandgrip fyrir sigurinn og
eina milfjón króna.
„Þessir peningar fara ekki allir í
minn vasa, flytjendurnir fá sinn hlut,
en minn hlutur fer í að koma mér
upp betri vinnuaðstöðu varðandi
tónlistina. Það er gott aö fá þessa
aura í budduna."
Guðrún Gunnarsdóttir og Pálmi
Gunnarsson sungu lag Jóns og voru
útnefnd bestu flytjendumir. í tengsl-
um við keppnina var að venju tón-
listarmaður heiðraður fyrir mikið og
gott framlag til dægurtónlistarinnar,
og kom það að þessu sinni í hlut Ingi-
mars Eydal en hann var jafnframt
formaður dómnefndar keppninnar.
Eigandi Draumsms handtekinn í annaö sinn:
Selur áfengi í sjoppunni
Eigandi sölutumsins Draumsins á
Rauðarárstíg var handtekinn viö
ólöglega sölu á áfengi og bjór i sölu-
tuminum á fostudagskvöldiö. Þetta
er í annaö skipti á nokkrum vikum
sem maðurinn er handtekinn fyrir
sama verknað.
Óeinkennisklæddur lögregluþjónn
keypti áfengi af manninum og í kjöl-
fariö var hann handtekinn. Maður-
inn virðist stunda það að kaupa
áfengi í áfengisverslun ríkisins og
selja síðan aftur á hærra verði. Viö
handtökuna var lagt hald á lítilræði
af áfengi í sölutuminum en heima
hjá manninum fannst líka eitthvað
af áfengi og bjór.
-ból
I dag mæljr Dagfari
Skattur ffyrir skatt
Dagfari hefur reynt af fremsta
megni að fylgjast með umræðunni
um þá þjóðarsátt sem menn vilja
gera um þjóöarsátt. Það hefur hins
vegar verið þrautin þyngri að átta
sig á öllu þessu sáttatali, bæði
vegna þess að margar tiUögur em
á hraðbergi og eins af hinu aö menn
em ekki fyrr búnir að gera tillögu
um þjóðarsátt en hver höndin er
upp á móti annarri og talsmenn
hinna ýmsu hagsmuna em ósam-
mála því sem þeir eiga aö vera sam-
mála um.
Dagfara finnst þetta miður því
margar snjallar hugmyndir hafa
verið settar fram. Mest finnst hon-
pm um hugmynd forsætisráðherra
sem gengur út á þaö aö leysa hnút-
inn með aðstöðugjöldin með því að
hækka tekjuskattinn. Þetta er í
rauninni töfraformúla.
Forsaga málsins er sú aö flestir
virðast sammála því aö fyrirtækin
þurfi aö fá niðurfelld gjöld og
skatta. í því sambandi er bent á að
skynsamlegast sé aö fella niður
aðstööugjaldiö af því að það er ó-
skynsamlegasti skatturinn. Að-
stöðugjald rennur til sveitarfélaga
og sveitarfélögin faRast út af fyrir
sig á að aöstöðugjald verði lagt nið-
ur ef eitthvaö annaö kemur í staö-
inn. Þar hefur hnífurinn staðið í
kúnni, vegna þess að menn em yf-
irleitt sammála um að létta þurfi
byröunum af fyrirtækjunum ef það
bitnar ekki á öðrum. Þannig vom
sveitarfélögin samþykk niðurfeU-
ingu aðstöðugjalds ef það bitnaði
ekki á þeim. Launþegahreyfingin
var samþykk að fella niður aö-
stöðugjöld ef það bitnaði ekki á
launþegum. Og ríkisstjómin var
eindregiö hvetjandi þess að að-
stööugjöld legðust niöur ef menn
fyndu eitthvað í staöinn.
Þaö bara fannst ekkert í staðinn
þangað tíl forsætisráðherra kom
fram með þá snjöUu hugmynd að
hækka skatta sem nemur niðurfeU-
ingu aðstöðugjaldsins! Hugmyndin
byggist á því að ríkið innheimti
hærri skatta tíl móts við aöstöðu-
gjaldið og afhendi síðan sveitarfé-
lögunum skattheimtuna. Þetta er
auðvitað afar lógískt og einfait og
nákvæmlega samkvæmt þeirri
kenningu forsætisráðherra að
skattar hækka ekki ef aðrir skattar
em lækkaðir á móti.
Enda þótt tekjuskattur sé hækk-
aður á einstaidinga sem þessu
nemur er það ekki skattahækkun
því aðstöðugjaldið er feUt niður í
staöinn. Að vísu em það fyrirtækin
sem borga aðstöðugjald en ein-
staklingar tekjuskatt en samt er
þetta ekki skattahækkun þegar
búið er að leggja saman og draga
frá vegna þess að það er innheimt
nákvæmlega jafnmikiö og áður.
Af einhveijum óskiljanlegum
ástæðum hafa fuUtrúar verkalýðs-
hreyfingarinnar veriö tregir að
samþykkja þessa patentlausn.
Sveitarfélögin sömuleiðis. Hug-
mynd forsætisráðherra hefur engu
að síöur orðið ofan á. Og henni
þarf aUs ekki að kvíða. Launþegar
þurfa ekkert að óttast. Bæði vegna
þess aö launin lækka vegna minnk-
andi vinnu, sem þýðir að skattam-
ir lækka líka, og þótt prósentan
verði hærri afhverri krónu verða
krónumar færri þegar launin og
skattamir lækka. Aftur sannast
hér kenning forsætisráðherra að
þaö er ekki skattahækkun þótt
skattar hækki ef hækkunin leiðir
ekki til þess að fleiri krónur em
greiddar. Sú er nefnilega útkoman
þegar búið er að leggja saman og
draga frá.
í raun og vem má Uka segja að
skattahækkanir á launþega leiði til
þess að launþegar fái launahækk-
untUað bæta sér upp skattahækk-
unina og græði á öUu saman.
Þetta dæmi mim þess vegna
ganga upp. TU að bæta upp tap fyr-
irtækja að undanfórnu þarf að
lækka skatta á fyrirtækjum með
því að lækka eða feUa niður að-
stöðugjald. Þannig verður tap fyr-
irtækjanna fært yfir á sveitarfélög-
in og tíl að bæta upp tap sveitarfé-
laganna býðst ríkið tíl að hækka
skatta tU ríkisins sem bætir síðan
upp tapiö hjá sveitarfélögunum
með því aö bæta við skatti á laun-
þega og tíl að bæta upp tapiö hjá
launþegum þarf á næstunni að
hækka launin hjá launþegum og
ýta vanda launþeganna yfir á fyrir-
tækin.
Af þessu sést að skattur fyrir
skatt er ekki skattur nema síður sé.
Dagfari