Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1993, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1993, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL1993 Spumingin Áttu von á góðu sumri? Eydís Mikaelsdóttir: Já, það verður gott veður í allt sumar. Reynir Einarsson: Já, að sjálfsögðu. Brynja Birgisdóttir: Já, þetta verður gott sumar. Samúel West: Það verður aUavega gott í Svíþjóð þar sem ég aetla að vera. Baldvin örn Ólafsson: Já, ég er alveg viss um það. Helga Haraldsdóttir: Sumarið verður gott, fyrst veturinn var slæmur. Lesendur Bikarmeistari iskotfimi Carl J. Eiriksson skrifar: Stjóm Skotsambands íslands, STÍ, hefur nú tilkynnt hver sé bikarmeist- ari íslands 1993 í riffilskotkeppni (enskri keppni). Þetta val á bikarmeistara 1993 stenst ekki samkvæmt reglum STÍ en reglurnar voru sendar til félaga með bréfi STÍ19. janúar 1993 og eru þannig orðréttar: - „Stjóm STÍ hefur ákveðið á síðasta stjómarfundi aö öU mót sem auglýst eru á keppnis- tímabUinu 1993 í nafni Stí gUda tíl bikarmeistara íslands með eftirtöld- um skilyrðum: EinstakUngur getur mætt í öU mótin á árinu, en aðeins þrjú efstu mótin gUda í lokamótið sem er Bikarmót STÍ og leggst það mót við hin fyrri þijú mótin og verð- ur sá aðili sem hlýtur flest stig í þess- um fjórum mótum bikarmeistari STÍ 1993.“ Skotþing 1991 samþykkti reglur um punktamót og val í landslið. í 3. grein segir: „í byijun hvers keppnistíma- bUs eru allir keppendur með 0 punkta. Að loknum puntkamótum hvers keppnistímabUs skal stiga- hæsti maður hvers flokks hljóta titil- inn Bikarmeistari STÍ....“ Keppnistímabilið 1993 hófst 1. sept- ember 1992 og lýkur 1. maí 1993, sam- kvæmt ákvörðun Skotþings. Á þessu tímabUi hafa verið haldin fimm Á æfingu í skotfimi. rifflamót sem auglýst voru í nafni STÍ: 7. nóv., 22. jan., 20. febr., 20. mars og 22. apríl. Síðastnefnda mótið var sjálft Bikarmót STÍ. Ég hef tekið þátt í mótunum 7. nóv., 20. febr., 20. mars og 22. april og hef unnið á þeim öUum nema mótinu 7. nóv. Þetta gefur 58 punkta samtals, þ.e. 13+15+15+15. Sá sem STÍ hefur tílkynnt að sé bikarmeistari STÍ1993 fékk einum punkti minna eða sam- tals 57 punkta, þ.e. 14+15+14 + 14. - Hvemig getur keppandi, sem fær einum punkti minna en sá sem hér skrifar, orðið bikarmeistari 1993? Yfirlýsingar útvarpsstjóra: Er vinátta glæpur? Magnús Ólafsson skrifar: Nú hefur Heimir útvarpsstjóri end- urtekið árásir sínar á Hrafn Gunn- laugsson meö því að finna nýjar ástæður fyrir brottrekstri hans. Nú er ástæðan óvinsældir Hrafns. Starfsfólk útvarpsins hafi komið tU hans og óttast um sinn hag er Hrafn kæmi aftur. Það er ekki nýtt fyrir- bæri því gamlir starfsmenn óttast aUtaf aUar breytingar. - Auk þess er vitað að við Ríkisútvarpiö, líkt og margar ríkisstofnanir, eru líklega helmingi of margir starfsmenn. Verst þótti útvarpsstjóranum að hann hafði að beiðni Hrafns látið segja upp fjórum starfsmönnum áð- ur en Hrafn kom til starfa. Þvi má ekki gleyma að meðal lausna á rekstrarvanda fyrirtækja og stofn- ana er sú aðgerð að fækka starfsfólki og endurskipuleggja reksturinn. - Hafa menn gleymt látunum þegar nokkrum leikurum, sem höfðu verið lengi við störf hjá Þjóðleikhúsinu, var sagt upp af nýjum þjóðleikhús- stjóra áður en hann hafði tekið við starfi? Svona afsökun útvarpsstjórans eft- ir á er hlægUeg og ekki loku fyrir það skotið að hún sé beinlínis gerð fyrir þá Svavar Gestsson og Pál Pétursson tíl stuðnings við ofsóknarherferð þeirra á hendur Hrafni Gunnlaugs- syni. Það er greinilegt að þeir menn sem standa að imdangengnum ofsóknum á hendur Hrafni Gunnlaussyni hafa engan skilning á vináttu og í þeirra augum gengur vinátta glæpi næst. Auðvitað er ætlunin með þessum persónulegu árásum á Hrafn Gunn- laugsson að gera forsætisráðherra, Davíð Oddsson, óhæfan og koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn. Skattur á vexti - hrun sparnaðar B.G. skrifar: í viðræðum aðila vinnumarkaðar- ins og ríkisstjómarinnar, sem nú hefur slitnað upp úr, kom fram krafa ASÍ um að skattleggja vexti og lækka þá líka, þó að allir viti bornir menn geri sér grein fyrir því að skattur á fjármagnstekjur hækkar vexti. Það ótrúlega gerðist í þessum samningaviðræðum að forsætisráð- herra léði máls á að leggja 10% nafn- vaxtaskatt á alla vexti, nema vexti lífeyrissjóða, sem verkalýðshreyf- ingin vildi ekki láta skattleggja, en lífeyrissjóðir eru sem kunnugt er stærstu sparifjáreigendur landsins. Verkalýðsforystan er sem sé að heimta nýjan skatt á launafólk. - Sama fólkið og þeir þykjast vera aö vinna fyrir. Nýleg yfirlýsing forsætisráðherra, að 10% nafnvaxtaskattur sé lítill, sætir furðu. Sem dæmi má taka al- Hringið í síma 63 27 00 millikl. 14ogl6-eðaskrífið Nafn og símanr. vcrrtur aó fylgja bréfum gengt sparnaðarform sem ber 2% raunvexti. í 10% verðbólgu myndi 10% nafnvaxtaskattur jafngilda 55,5% skatti á raunvexti spamaðar- formsins, sem varla getur tahst lítið. Því hefur verið lofað árum saman í auglýsingum að spariskírteini ríkis- sjóðs verði ekki skattlögð. Hvað gera eigendur þeirra ef þetta verður svik- ið? Líklega leysa þeir þau út á gjald- daga og kaupa ekki ný. Og hvað ger- ir fólk þegar almennar spari- sjóðsbækur (sem oftast bera nei- kvæða vexti) verða skattlagðar? Kyssa á vöndinn? Er þá ekki eðli- legra að eyða peningunum í eitthvað þarft - eða óþarft? Kannski trúa forystumenn Sjálf- stæðisflokksins því að sparifjáreig- endur (þessir „ógnvekjandi kapítal- istar“) séu mestanpart gamalt fólk sem geri sér allt að góðu og haldi áfram að kjósa þá af sauðtryggum sljóleika? Og hvað gera sparifjáreigendur; kyssa á vöndinn? þurrðina Halldór Halldórsson hringdi: Mér er farið að blöskra fjasið um fiskþurrðina. Sífelldum barlómi og svartnætti er ýtt að þjóðinni í flestum fjölmiðJum og ekki síst ríkisfjölmiölunum í þessu efni. Muna menn eftir har- matölunum fyrir svo sem ári um að allur fiskur væri uppurinn í Barehtsháílhu? Það átti aö vera vegna skofts áætifyrirþorskinn, þ.e. loðnan væri ekki til staðar. Nú eru þeir að veiða þetta 7-8 ára garalan þorsk í Barentshafi. Að ætla að meta þorskstærðina með togararalii er auðvitað út í hött Fiskurinn þarf frið til að éta og það aflast oft ágætlega á línu og dragnót þótt ekkert fáist í troll. Aö flestu leyti erum viö sannar- lega að fara aftur í tímann með núverandi aögerðum. Græðum viðá verkefnunum? Gunnar Ólafsson hringdi: Ég vildi að einhver útskýröi hvortíslenska þjóðarbúið græddi eitthvað á hinni svokölluðu verk- takastarfsemi sem verið er að finna vítt og breitt um heiminn. Ég meina hvort þetta skih gjald- eyri í þjóðarbúið. Ég veitti þvi athygli þegar kjaraviðræður stóöu sem hæst aö í hhm sérkennilegaþátt „Þjóð- arsál“ hringdi Ðagsbrúnarmaður einn og taldi ákaflega mikhvægt að allt yrði gert til þess að lækka verð á matvælum. Þá riíjaöist upp fyrir mér aö á síðasta aðal- fundi Dagsbrúnar lagði þessi sami maöur til, og fékk samþykkt með harmkvælum, að Dagsbrún mótmælti harðlega öhum hug- myndum um svokallað GATl'- samkomulag sem þó yrði th þess að stórlækka verð á öhum nauö- synjum. - Ekki er þó aö efa að þá hefur þessi Dagsbrúnarmaður látið stjómast af umhyggju fyrir hagsmunum félaga sinna en ekki þeirri staðreynd að hann sjálfur hefur atvinnu af þvi að keyra út fóður til bænda. Sannleikann áborðlð Hermann skrifar: Er nú ekki tími til kominn að fá á borðið sannleikann um það hver þeirra þriggja, menntamála- ráðherra, ráðuneytisstjóri hans fyrrverandi eða núverandi fram- kvæmdastjóri Sjónvarps fer með rétt mál? Erþettðsamneysla? H.J. hringdi: Nýlega las ég um að könnun hefði verið gerð um hvort vilji væri meðal almennings að skatt- ur yrði lagður á sparifé. Það þóttu tíðindi að meiriíhuti aöspurðra var því fylgjandi. Er það ekki aht- af svo að þeir sem ekki vhja spara vifja ólmir ná í peninga hinna? Á þetta hlusta stjómmálamenn og fallast á að gera þeim eyðslu- sömu, sem eflaust eru í meiri-; hluta, til geðs eins og dæmin um eyðsluna sýna. Nú er komiö að því að við sem teljum spamað vera dyggö sýnum að okkur er alvara þegar við segjum að pen- ingunum okkar sé best variö af okkur sjálfum. Hjahð um meiri og meiri peninga th samneyslu og því þurfi endalaust aö hækka skatta er orðið marklaust. Og hvað sýnir fíni ráðherrabíhinn eða fínu marmaravínbúöirnar okkur? Er þetta nauðsynleg sam- neysla? Og hverjir leggja fyrir? Ekki þeir hálaunuðu sem ern vel tryggðir th elháranna. Fjármála- ráöherra ætti að lesa betur boð- oröin 10. Þar stendur: Þú skalt ekki gimast.... o.s.frv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.