Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1993, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1993, Side 14
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Sigur Jeltsíns Úrslitin í þjóðaratkvæðagreiðslunni í Rússlandi teljast meiriháttar tíðindi. Fyrir það fyrsta er þau mikill sigur fyrir Jeltsín persónulega, en hann hafði í rauninni lagt sitt póhtíska líf að veði með kröfunni um þjóðaratkvæða- greiðsluna. í öðru lagi kemur það nokkuð á óvart að Rússar skuh styðja svo afdráttarlaust áframhaldandi við- leitni th umbóta og uppstokkunar sem raun ber vitni, miðað við það neyðarástand sem ríkir í landinu. í þriðja lagi er þátttakan framar öhum vonum, einkum þar sem Rússar eru ekki vanir slíkum kosningum, landið víð- feðmt og deilur um stjómskipun og flókið valdatafl engan veginn ær og kýr hins almenna borgara. Þvert á móti má ætla að hinn sauðsvarti almúgi hafi öðrum hnöppum að hneppa en taka afstöðu til margflókinnar og útþvældr- ar þrætu um stjómarfar, þingræði eða stjómskipulega stöðu forsetans. Slíkar spumingar mega einu ghda fyrir fólk sem hefur varla th hnífs og skeiðar. í Rússlandi hefur fólk verið frelsinu fegið. Afnám kommúnismans var líkn og sundurlimun Sovétríkjanna í samræmi við vhja þjóðarbrota og einstakra sjálfstæðra ríkja. En hinu má ekki gleyma að frelsið hefur ekki ver- ið tekið út með sældinni. í Rússlandi hefur ríkt skálm- öld. Þar hefur ástandið verið stjómlaust og agalaust. Glæpastarfsemi hefur grafið um sig, verðbólga er hæðum ofar og allur atvinnurekstur í algjörum lamasessi. Fólk hefur haft einhverja peninga handa á milli, en þeir hafa verið verðlausir auk þess sem vörur em af skomum skammti. Efnahagsástandið er vægast sagt geigvænlegt og ahar þessar hörmungar hafa auðvitað að einhverju leyti skrifast á reikning Jeltsíns. Síðast en ekki síst hafa þjóðarbrotin innan fyrrum Sovétríkja og í Rússlandi látið æ meir að sér kveða og veruleg hætta er á að þjóðarstríð og gamlar erjur blossi upp. Samt hefur Jeltsín tekist að sigra í krafti kosninga og lýðræðis. í því felst gífurlegur styrkur og vekur vonir um að breytingamar í Rússlandi og fyrrum Sovétríkjun- um kunni að heppnast án blóðsúthellinga og án afiur- hvarfs th einræðis. Þessar kosningar em að því leyti mikhvægar fyrir fleiri en Rússa að þær skapa skhyrði th stöðugleika og í bih að minnsta kosti koma þær í veg fyrir að Rússland tvístrist í sams konar öngþveiti og átt hefur sér stað í fyrrum Júgóslavíu. Þær gefa Jeltsín og fylgismönnum hans umboð th að halda stefnu sinni th streitu og úrsht- unum þarf að fylgja eftir með þingkosningum þar sem kjósendur fá tækifæri th að kjósa sína eigin þingmenn. Núverandi þing Rússlands er enn að megmstofhi th kos- ið í tíð kommúnista og er Jeltsín úötur um fót. Meginvandi Rússa um þessar mundir er sá að forseti og þingið hafa ekki verið samstiga. Nógu er erfitt að bylta þjóðfélaginu þótt ekki komi th stöðugur ágreining- ur helstu valdaðha um nýja umbótastefnu og framkvæmd hennar. Andstæðingar Jeltsíns eru kerfiskarlamir, flokkskommissaramir og gamla yfirstéttin sem skhur ekki í hverju lýðræðið er fólgið. Þess vegna neita þeir að viðurkenna sigur Jeltsíns í kosningunum og virðast ætla að vera við sama heygarðshomið. Sigur Jeltsíns ræður hins vegar úrshtum um það að þeir geta ekki látið kné fylgja kviði. Úrshtin em vamar- sigur og áfangasigur. Þau era jafiiframt léttir fyrir Vest- urlönd, sem hafa veðjað á Jeltsín. Það er ekki öh nótt úti í Rússlandi ennþá. Rússneskum almenningi er ekki ahs vamað. EhertB.Schram MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1993 „Ríkisstjómin gerir allt til að brjóta niður kjark og bjartsýni," segir Guðni m.a. í greininni. Rlkisstjómin: Vandamálið sem öllu klúðrar Ríkisstjóm Davíðs Oddssonar stefnir íslensku þjóðfélagi í strand með bæði aðgerðum sínum og ekki síður aðgerðaleysi. Á tveimur árum hefur þessi óheilla ríkisstjóm fengið erlendu verkafólki í hendur atvinnu sem var lífsbrauð ís- lenskra manna. Nú mæhst at- vinnuleysi hér rnn 6% og er að fest- ast í sessi sem viðvarandi vanda- mál. Hin nýja forysta Sjálfstæðis- flokksins lítur á atvinnuleysi sem hentuga svipu til að hirta verkafólk landsins með. Ríkisstjómin var stoinuð af harðsvíruðu frjálshyggjuliði úr bæði Sjálfstæðis- og Alþýðuflokki til að keyra samfélagið í þann far- veg sem nú blasir við. Innflutnings- öflin skyldu æðri framleiðsluat- vinnuvegunum, fjármagnið skyldi drottna yfir vinnunni. Eignimar skyldu faUa gæðingunum í skaut og Alþýðuflokkurinn fengi að auki bitlinga og góðar stöður bæði hér og í Brússel fyrir sína þjónkun. Enda talaði Halldór Blöndal beint frá hjartanu þegar hann kaUaði orð Össurar Skarphéðinssonar ómaga- orð í Hrafnsmálinu. í huga sjálfstæðismanna er Al- þýðuflokkurinn ómagi og atkvæði á Alþingi og fær greitt fyrir þjónk- tm síná við Ihaldið með embættum í kerfinu. Ömurlegt er hlutskipti Alþýðuflokksins og þeirra manna í flokknum sem era jafnaðarmenn í raun að láta Jónana reyra flokk- inn fastan við siglutré Sjálfstæðis- flokksins þegar stefnan er þjónkun við örfáa útvalda. Hvar er réttlætið? Ríkisstjórnin gerir allt til að bijóta niður kjark og bjartsýni. Niðurskurður og samdráttur á sér stað á öllum sviðum og beinist ekki síst að þeim sem höllum fæti standa. Hvemig á atvinnulaus maður að sjá fjölskyldu farborða, Kjállariim Guðni Ágústsson alþingismaður hvemig á hann eða hún að standa við skuldbindingar sínar? Eign- atapiö fylgir í kjölfarið og upplausn fjölskyldunnar. Vaxtastefnan stöðvar atvinnulífið Sjávarútvegurinn er rekinn með haúa og ríkisstjómin gerir ekkert en flestir vita þó að aðgerðaleysið leiðir til stærstu kjaraskerðingar í áratugi. Þá rekur þennan undir- stöðuatvinnuveg í strand og stærsta gengisfelling í 30 ár verður hvort sem menn vilja eða vilja ekki. Ríkisstjómin streitist við að halda uppi vaxtastiginu og ber við halla ríkissjóðs. Öllum ber saman um að vaxtalækkun bæti mest kjör heimila og grandvöll atvinnulífs. Loksins hafa fiestir áttað sig á þeirri staðreynd að það er ríkis- valdið og lífeyrissjóðimir sem ráða vaxtastiginu. Aðilar vinnumarkað- arins ráða vaxtakröfu lífeyrissjóð- anna og ríkisstjómin heldur uppi glæfralegri samkeppni við bank- ana um sparifé landsmanna í þjón- ustumiðstöð Friðriks Sophusson- ar. Þar er verið að bjóða sterkrík- um einstaklingum vaxtakjör á sparifé með vaxtaprósentu sem slagar upp í kjör á útlánum bank- anna. Enda er svo komið á innlend- um lánamarkaði að bankar og sparisjóðir hafa í sinni vörslu 170 milljarða króna en ríkissjóður 105 milljarða og hefur á tveimur árum aukið hlutdeild sína úr 52 milljörð- um í þessa tölu. Aftur á móti era lífeyrissjóðimir orðnir stærstir með 171 milljarð og margir þeirra lúta engum lögmn. Með vaxtastefnu sinni er ríkis- stjómin að rífa marga athafna- menn upp með rótum; þeir selja sín fyrirtæki og lifa á að renta fjár- magn sitt í skjóli ríkisins og gjalda enga skatta fdl samfélagsins. Vinn- an og verðmætasköpun er þó og verður það sem ræður því hvort hér lifir þjóð eða ekki. - Ríkis- sfjómin er vandamálið sem öllu klúðrar, hún verður að fara frá. Guðni Ágústsson „í huga sjálfstæðismanna er Alþýðu- flokkurinn ómagi og atkvæði á Alþingi og fær greitt fyrir þjónkun sína við Ihaldið með embættum í kerfinu.“ Skoðanir aimarra Ofsalaun á niðurleið? „Hvergi í heiminum tíðkast jafn háar launa- greiðslur og í Bandaríkjunum og hafa laun æðstu sfjómenda því til skamms tíma einungis verið tak- markað í sviðsljósinu annars staðar. Kemur þar líka til að upplýsingaskylda bandarískra almennings- hlutafélaga til hluthafa er mun víðtækari en í öðrum ríkjum. Langvarandi efnahagssamdráttur og versn- andi afkoma fyrirtækja hefúr þó leitt til þess að í Evrópu era hluthafar einnig famir að gera athuga- semdir við greiðslur til stjómenda." Úr forystugrein Mbl. 25. apríl Versnandi fréttir Sjónvarps „Mér finnst athyghsverðast hvað fréttir Ríkis- sjónvarpsins hafa versnað á undanfómum tveimur m þremur árum. Það er ekki nóg fyrir sjónvarpsstöð að hafa fréttastofu sem fyllir út í hálftíma fréttatíma á hverjukvöldi. Fréttastofa þarf að bjóða upp á frétta- skýringaþætti og grípa auk þess reglulega inn í dag- skráma þegar mikið liggur við. Alveg á sáma hátt og fréttastofa Ríkisútvarpsins... Ef til vill ætti fréttastofa Ríkissjónvarpsins aö veröa sér úti um faglegan yfirmann við hlið hins ráðdeildarsama Boga.“ Gunnar Smári Egilsson; Pressan 21. april Gjaldþrot sjávarútvegsins „Ein af meginforsendum þess, að takast megi að ná samstöðu um endurskipulagningu sjávarútvegs er að hagsmunasamtök sjávarútvegsins geri sér grein fyrir breyttri stöðu sinni. Þessi samtök hafa lengi verið svo öflug, að þau hafa nánast getað sagt ríkisstjómum fyrir verkum... Þaö hefur stundum verið rætt um það, hvort fara ætti gjaldþrotaleiðina í sjávarútvegi. Spumingin er ekki lengur sú vegna þess aö gjaldþrotaleiðin er í fullum gangi.“ Úr Reykjavíkurbréfi Mbl. 24. april

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.