Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1993, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1993, Page 26
26 FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1993 Stúlkurnar átján sem keppa um titilinn fegurðardrottning íslands í kvöld. Myndin var tekin á æfingu í vikunni. Fegurðarsamkeppni fslands í kvöld: í slensk fegurð í grísku umhverfi - fegurðardrottningar undanfarinna tíu ára sýna fatnað „Það er kominn mikill spenningur í hópinn enda hafa stúlkumar verið við æfingar af fullum krafti síðan í byrjun apríl. Þær stúlkur, sem búa úti á landi, hafa þurft aö dvelja í borginni síðan. Stúlkumar þurfa aö leggja mikið á sig þennan tíma en þær læra líka margt í staðinn," segir Esther Finnbogadóttir, 23ja ára, framkvæmdastjóri Fegurðarsam- keppni íslands, en í kvöld keppa átj- án stúlkur um titilinn fegurðar- drottning íslands á Hótel íslandi. Stúlkumar koma hvaðanæva af landinu og hafa verið valdar í undan- keppnum sem farið hafa fram víöa um land í vetur. Síðustu vikumar fyrir keppnina em nánast fullskipað- ar hjá þessum imgu stúlkum. „Þær era þjálfaðar í líkamsrækt, göngu og sviðsframkomu. Þetta tekur allt sinn tíma. Einnig er mikil áhersla lögö á aðra hluti, svo sem viðmót þeirra hver við aðra og þeim er kennt aö vinna saman í hóp. Þær hafa til dæm- is verið á námskeiði hjá Módelsam- tökunum þar sem þær læra framkomu. Einnig hafa þær verið á snyrtinám- skeiði. Tíminn hefur farið í að byggja þessar stúlkur upp, draga það besta ffam i hverri og einni og efla félagsand- ann, sjálfstraustið og sjáifsöryggið. Það skiptir miklu máli hvemig fegurðar- drottning íslands hagar sér innan um fólk,“ segir Esther. Esther Finnbogadóttir, framkvæmdastjóri fegurðarsamkeppninnar, hefur haft í nógu aö snúast aö undanförnu. DV-myndir Gunnar V. Andrésson Stúikurnar hafa þó ekki einungis verið við stífar æfmgar. Þær hafa heimsótt Bláa lóniö, fariö í reiðtúra og komið fram á tískusýningum. Sumar bugast - Það er sagt að þær stúlkur sem taka þátt í keppninni gjörbreytist á einum mánuði bæði andlega og lík- amlega, er það rétt? „Já, það verður mikil breyting á þeim. Þó breytum við ekki þeirra karakter. Stúikumar eru þær sömu eftir sem áður en óneitanlega styrkj- ast þær líkamlega og verða glæsi- legri eftir alla þjálfunina. Þær þurfa að breyta mataræði sínu fyrir keppni og léttast ef þess þarf.“ - Kemur fyrir að stúlkur bugast fyr- ir keppni? „Jú, þaö kemur oft fyrir en þá er venjulega of seint að hætta við þann- ig aö við reynum að stappa í þær stál- inu, hjálpum þeim og hvetjum. Þegar stressið er hvað mest síðustu vikuna eiga þær oft til að brotna niður, enda era síðustu dagamir mjög erfiðir. Þaö hefur þó komið fyrir í upphafi æfingatímabilsins að stúlkur hætta við.“ Esther starfar sem framkvæmda- stjóri við keppnina í fyrsta skipti nú en hún sá um sviðsframkomu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.