Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1993, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1993, Qupperneq 26
26 FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1993 Stúlkurnar átján sem keppa um titilinn fegurðardrottning íslands í kvöld. Myndin var tekin á æfingu í vikunni. Fegurðarsamkeppni fslands í kvöld: í slensk fegurð í grísku umhverfi - fegurðardrottningar undanfarinna tíu ára sýna fatnað „Það er kominn mikill spenningur í hópinn enda hafa stúlkumar verið við æfingar af fullum krafti síðan í byrjun apríl. Þær stúlkur, sem búa úti á landi, hafa þurft aö dvelja í borginni síðan. Stúlkumar þurfa aö leggja mikið á sig þennan tíma en þær læra líka margt í staðinn," segir Esther Finnbogadóttir, 23ja ára, framkvæmdastjóri Fegurðarsam- keppni íslands, en í kvöld keppa átj- án stúlkur um titilinn fegurðar- drottning íslands á Hótel íslandi. Stúlkumar koma hvaðanæva af landinu og hafa verið valdar í undan- keppnum sem farið hafa fram víöa um land í vetur. Síðustu vikumar fyrir keppnina em nánast fullskipað- ar hjá þessum imgu stúlkum. „Þær era þjálfaðar í líkamsrækt, göngu og sviðsframkomu. Þetta tekur allt sinn tíma. Einnig er mikil áhersla lögö á aðra hluti, svo sem viðmót þeirra hver við aðra og þeim er kennt aö vinna saman í hóp. Þær hafa til dæm- is verið á námskeiði hjá Módelsam- tökunum þar sem þær læra framkomu. Einnig hafa þær verið á snyrtinám- skeiði. Tíminn hefur farið í að byggja þessar stúlkur upp, draga það besta ffam i hverri og einni og efla félagsand- ann, sjálfstraustið og sjáifsöryggið. Það skiptir miklu máli hvemig fegurðar- drottning íslands hagar sér innan um fólk,“ segir Esther. Esther Finnbogadóttir, framkvæmdastjóri fegurðarsamkeppninnar, hefur haft í nógu aö snúast aö undanförnu. DV-myndir Gunnar V. Andrésson Stúikurnar hafa þó ekki einungis verið við stífar æfmgar. Þær hafa heimsótt Bláa lóniö, fariö í reiðtúra og komið fram á tískusýningum. Sumar bugast - Það er sagt að þær stúlkur sem taka þátt í keppninni gjörbreytist á einum mánuði bæði andlega og lík- amlega, er það rétt? „Já, það verður mikil breyting á þeim. Þó breytum við ekki þeirra karakter. Stúikumar eru þær sömu eftir sem áður en óneitanlega styrkj- ast þær líkamlega og verða glæsi- legri eftir alla þjálfunina. Þær þurfa að breyta mataræði sínu fyrir keppni og léttast ef þess þarf.“ - Kemur fyrir að stúlkur bugast fyr- ir keppni? „Jú, þaö kemur oft fyrir en þá er venjulega of seint að hætta við þann- ig aö við reynum að stappa í þær stál- inu, hjálpum þeim og hvetjum. Þegar stressið er hvað mest síðustu vikuna eiga þær oft til að brotna niður, enda era síðustu dagamir mjög erfiðir. Þaö hefur þó komið fyrir í upphafi æfingatímabilsins að stúlkur hætta við.“ Esther starfar sem framkvæmda- stjóri við keppnina í fyrsta skipti nú en hún sá um sviðsframkomu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.