Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1993, Blaðsíða 4
4
MÁNUDAGUR 3. MAl 1993
Fréttir
Hlunnindi metin í peningum:
Laxveiðiferð sam-
svarar 27 þús-
undum á mánuði
-lifeyrisréttindi þingmanna 87 þús. kr. kaupauki á mánuði
Meta má lífeyrisréttindi alþingis-
manna sem 87 þusund krona kaup-
auka í hverjum mánuði og lífeyris-
réttindi ráðherra sem 176 þúsund
króna viðbót við kaup á mánuði.
Þetta eru niðurstöður Benedikts Jó-
hannessonar framkvæmdastjóra
samkvæmt grein í tímaritinu Vís-
bendingu.
Þessir útreikningar byggjast að
sjálfsögðu á meðaltölum og líkum,
þar sem allt þetta er misjafnt eftir
mönnum, lengd starfs og fleira. En
upplýsingamar eru mjög forvitnileg-
ar. .
í greininni kemur fram, að í síð-
ustu úttekt á lífeyrissjóði starfs-
manna ríkisins segir, aö lífeyrisrétt-
indum þeirra mætti jafna við, að
rúmlega 26 prósent af launum væru
greidd í iðgjöld. Þá er launaígildi
greiðslu atvinnuveitandans ekki 6
prósent heldur 22 prósent. Jafnframt
kom fram, að hjá þingmönnum væru
lifeyrisréttindin jafngildi 46 prósenta
launa og hjá ráöherrum samsvara
þau rúmlega 80 prósentum ofan á
laun.
Lífeyrisréttindi BSRB-fólks eru í
greininni metin sem 16 þúsund krón-
ur ofan á laun.
Hlunnindi forseta mikil
Forseti íslands heldur 60-80 pró-
sentum launa, eftir að hann lætur
af störfum. Ef forseti situr í 12 ár,
lætur nærri, að réttindin jafngildi 100
prósenta launaauka að mati Bene-
dikts.
Skattfríöindi forseta eru í greininni
metin á 230 þúsund krónur á mánuði.
Skattfríðindi sjómanna eru metin á
37.500 krónur á mánuði ofan á kaup.
Sjómaður sem er með 2,5 milljónir
króna í tekjur á árinu hefur jafnmik-
ið til ráðstöfunar eftir skatta og land-
verkamaður sem heföi 18 prósenta
hærri laun.
Hér sést, hvernig hugsa má sér verðmæti ýmissa hlunninda, reiknað i krón-
um á mánuði sem viðbót við kaup.
Lítum á kaupaukann, sem meta
má, að felist í einni laxveiðiferð
stjórnarmanns í félagi. Algengt er,
að stjómarmenn í fremur stórum
fyrirtækjum fái um 40 þúsund krón-
ur á mánuði í stjórnarlaun fyrir störf
sín. Ef miöað er við, að laxveiðitúr
fyrir stjórnarmann og maka kosti 175
þúsund krónur, þá er peningaígildi
feröarinnar fyrir stjórnarmanninn
um 325 þúsund krónur. Þá er reiknað
með, að stjórnarmennn séu með yfir
200 þúsund krónur í mánaðartekjur
og greiði því hátekjuskatt af viðbót-
artekjum. Þetta samsvarar því tæp-
lega 70 prósenta kauphækkun.
-HH
Eigendur Samherja hf. í brúnni á Baldvini Þorsteinssyni eftir mettúrinn.
F.v. eru Þorsteinn Vilhelmsson skipstjóri, Þorsteinn Már Baldvinsson fram-
kvæmdastjóri og Kristján Vílhelmsson útgerðarstjóri.
DV-simamynd gk, Akureyri
Baldvin Þorsteinsson, flaggskip Samherja hf.:
92,5 mil|jóna mettúr
lauk á 10 ára afmælinu
Gyifi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Auðvitað er ég ánægður en um
leið er mannskapurinn þreyttur eftir
langan og erfiðan túr,“ sagði aflakló-
in Þorsteinn Vilhelmsson, skipstjóri
á Baldvini Þorsteinssyni EA-10,
flaggskipi Samherja hf. á Akureyri,
er hann kom til hafnar aðfaranótt 1.
maí. Þorsteinn og áhöfh hans höfðu
ástæðu til að vera ánægöir því um
borð í skipinu var metafli íslensks
veiöiskips úr einni ferð, aflaverð-
mæti 92,5 milljónir króna. Og það fór
vel á því að skipið skyldi koma til
hafnar á 10. afmæhsdegi Samherja
sem hefur á þeim tíma orðið eitt alö-
flugasta útgerðarfyrirtæki landsins.
Þegar Þorsteinn hafði tilkynnt
„verklok" í hátalarakerfi skipsins
sagöi hann við DV að hann hefði
ekki átt von á slíkum uppgripum
þegar lagt var úr höfn. Skipiö var 34
daga í veiðiferöinni og var að veiðum
á Látragrunni, Grindavíkurdýpi og í
3 vikur á „Hampiðjutorginu" þar sem
skipið lenti í mikilh grálúðuveiði.
Skipið var með fullfermi og alls
veiddust 655 tonn upp úr sjó í ferð-
inni og afraksturinn var 435 tonn
þegar búið var að vinna aflann og
frysta. Uppistaðan í aflanum var
grálúða en einnig þorskur og karfi.
Fyrra aflamet íslensks skips var
rétt tæpar 80 mihjónir króna svo
metið var bætt hresshega. Háseta-
hluturinn þessa 34 daga sem veiði-
ferðin stóð yfir var líka ekki slorleg-
ur eða ein mihjón og 70 þús. kr.
I dag mælir Dagfari
„Góðan daginn, þetta er Gunnar
Helgi hjá Landsbréfum. Er Sverrir
við?“
„Er það áríðandi?" spurði síma-
daman.
„Já, þetta eru viðskiptahagsmun-
ir, bæði Landsbréfa og Landsbank-
ans. Mér hggur á að fá að tala við
bankastjórann."
„Augnablik,“ sagði stúlkan og gaf
samband við Sverri.
„Sæll vertu, Gunnar," sagði
Sverrir, „hvað er títt?“
„Sosum ekki mikið. Eitthvað títt
hjá ykkur?“ spurði Gunnar.
„Nei, ekki nema þetta djöfuls ves-
en með afskriftimar og þessar ei-
lífu reddingar meö skuldarana. Það
borgar enginn neitt. Svo hamast
þeir í póhtíkinni á vöxtunum og
heimta þá niður og svo erum við
að segja upp hundrað og fimmtíu
manns í bankanum. Það gengur
ekki lengur að reka bankann með
tapi. Þaö sem er einna verst í
augnablikinu er þetta þras í þessari
kvennalistakerhngu um laxveiðit-
úrana. Hún er að ergja okkur með
því að gera tíllögur um að þeir verði
lagðir af, rétt eins og það skipti ein-
hverju máh fyrir rekstur bankans,
hvort við bjóðum okkur sjálfum og
helstu viðskiptavinum bankans í
Laxílax
tíu starfsmönnum þegar þar að
kemur og þar að auki lokum við
nokkrum útibúum i vor og svo
máttu ekki gleyma þvi að þaö er
ódýrara fyrir bankann að bjóða
okkur í laxveiði, heldur en viö
höldum höldum hvor öðrum veislu
og þú skalt ekki hafa neinar
áhyggjur af þessu fjárhagslega, því
þaö er miklum mun ódýrara fyrir
bankann að hafa okkur í laxveiði,
heldur en að halda okkur uppi í
veisluhöldum. Það sjá alhr og þær
hjá Kvennahstanum líka, svo það
er spamaður í Þveránni, sannaðu
til,“ sagði Sverrir.
„Þetta er líka sami potturinn því
Landsbankinn borgar hvort sem
er brúsann meðan hann rekur
Landsbréfin, ekki satt?“ sagði
Gunnar.
„Biddu fyrir þér,“ sagði Sverrir.
„Þetta er ekkert mál. Við bjóðum
kvennahstakerlingunni með og þá
verður ekkert röfl. Steingrímur
kemur með í Þverána og Lúðvík í
Laxá og svo bjóöum viö annað-
hvort forsætisráðherra eða fjár-
málaráðherra og enginn segir neitt.
Enda mönnunum Ijóst að hér eru
miklir viðskiptahagsmunir í húfi.
Það sjá allir."
Dagfari
veiði við og við. Það er alveg dæma-
laust hvað fólk getur gengið langt.“
Já, ég var einmitt að hafa áhyggj-
ur af þessu, Sverrir. Ef þið getið
ekki boðið okkur, getum við ekki
boðið ykkur og ég lendi í mesta
klúðri með þetta vegna þess að ég
er búinn að panta í nokkrum ám
og við töpum stórfé á því að hætta
við að fara í laxveiðina í sumar.
Hér eru miklir viðskiptahagsmunir
í húfi, Sverrir. Við erum búnir að
panta í Þverá og svo aftur í Laxá
og við getum líka fengið að veiða í
Víðidalsá. Hvemig líst þér á þetta,
Sverrir?"
„Þetta eru góöar ár og ég hef ver-
ið að stúdera veiðina þama í fyrra
og hún var bara nokkuð góö en viö
verðum að velja réttan tíma, þegar
gengur í ána.“
„Ja, við vorum að hugsa um að
bjóða ykkur í júlí í Þverá. Hvemig
hst þér á það?“
„Mér hst vel á júh. Ég verö að
vísu í sumarfríi í júlí en þetta er
áríðandi og Landsbréf eru okkar
fyrirtæki og við verðum að sinna
viðskiptahagsmunum okkar og það
er ekkert spursmál. Ég fæ mig laus-
an. Ég fresta sumarfríinu, Gunn-
ar.“
„Það er fínt, Sverrir," sagði
Gunnar hjá Landsbréfum, „og svo
verö ég að vita hvenær þið ætlið
að bjóða okkur því ég þarf sjálfur
að taka sumarfrí og vil síöur taka
það á meðan ég er upptekinn í lax-
veiöi.“
„ Já, bíddu nú við,“ svaraði Sverr-
ir. „Seðlabankinn býður okkur í
byrjun júlí og við bjóðum Seðla-
bankanum um miðjan ágúst. Svo
veröum við í boði eins af viðskipta-
vinum bankans seinni partinn í
júlí og þurfum að bjóða þeim á
móti um mánaðamótin júní, júh og
hvað er þá eftir?"
„Viö hjá Landsbréfum gætum í
sjálfu sér þegið boð ykkar í júní,
ef þaö passar viðskiptahagsmunum
ykkar en þá er Þveráin dýrust og
ég veit ekki hvað þið hafið mikla
peninga í þetta, Sverrir."
„Hafðu ekki áhyggjur af kostnaö-
inum, Gunnar minn. Við verðum
búnir að segja upp tuttugu til þrjá-