Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1993, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1993, Qupperneq 8
8 MÁNUDAGUR 3. MAÍ 1993 Utlönd Tamílar Forseti þings Bosníu-Serba lítt hrifinn af friðaráætluninni: Ekki hægt að f allast á hana eins og hún er inuáforseta Sri Lanka Ríkisstjóm Sri Lanka skýröi frá því i gœr að hún teldi aðskilnaö- arsinna tamíla bera ábyrgð á morðinu á Ranasinghe Premad- asa forseta. Forsetinn var sprengdur í loft upp í kröfugöngu 1. maí af íjórtán ára unglingspilti sem var með sprengjuna á sér. Lögreglan sagði að tilraeðismaðurinn heíöi brotið blásýruhylki sem hann var með um hálsinn. Uppreisnarmenn tamíia eru gjaman með blásýru til að kom- ast hjá handtöku. Alls létu 24 lííið í sprengjutil- ræðinuog38særðust. Reuter Stuttar fréttir Harðlínumenn á þingi Bosníu- Serba vöruðu við því í gær að það væri langt frá því ömggt að þeir mundu staðfesta friðarsamningana fyrir Bosníu sem leiðtogi þeirra, Radovan Karadzic, samþykkti. Karadzic sagði sjálfur að hann hefði sett stafi sína undir áætlun sáttasemjaranna Vance og Owens í friðarviðræðunum í Aþenu í gær eft- ir að hann hefði fengið fullvissu um að hægt væri að semja um land- svæði. Hann lagði áherslu á að hann hefði ekki undirritað friðaráætlun- ina heldur yrði þing Bosníu-Serba að samþykkja hana á fundi sínum á miðvikudag. „Ég tel að þaö verði að vinna hana upp á nýtt og að ekki sé hægt að fall- ast á hana í núverandi mynd,“ sagði Momcilo Krajisnik, forseti þingsins, sem þegar hefur hafnað því að sam- þykkja friðaráætlunina sem skiptir Bosníu upp í tíu sýslur. Karadzic sagðist mundu segja af sér ef þingið neitaði aö staðfesta frið- aráætlunina. Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagði að undirritun friðaráætlunar- innar af hálfu leiðtoga Bosníu-Serba væri .jákvætt skref' en Bandaríkin myndu þrýsta á um hertar aðgeröir gegn Serbum ef þeir kæmu ekki heið- arlega fram. Warren Christopher, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, aflaði sér stuðnings bresku ríkisstjórnarinnar í gær um að halda áfram að beita Serba þrýstingi til að samþykkja frið- aráætlunina ella eiga yfir höfði sér hugsanlegar hernaðaraögerðir. Vopnaglamur heyrðist í Sarajevo, höfuðborg Bosníu, í morgun og að sögn fréttamanna í borginni kvikn- aði í íbúðarblokk. Reuter Tambojardsetiur Oliver Tambo, sem kallaður hefur verið faöir blökkumanna- hreyfmgarinnar í Suður-Afriku, var jarðsettur í skugga moröa blakkra á hvítum íbúum lands- ins. Verfcföil í Þýskalandi Verkamenn í stáhðnaði í aust- urhluta Þýskaiands, nálægt Ber- lín, hófu verkfall sitt í nótt er þeir gengu út eftir næturvaktina. Þetta er fyrsta verkfallið í þessum hluta Þýskaiands í 60 ár. Flóð í Ekvador Gífurlegt vatnsflóð ruddi sér leið niður Paute dalinn í suður- hluta Ekvador. Flóðið átti þau upptök aö stlfla brast. Meira en 1500 heímili eyðilögðust en engir mannskaðar urðu þar sem allir íbuar svæðisins höföu verið flutt- ir í burtu. Dvölin í geimnum lengd Geimferðastofhun Bandarikj- anna hefur ákveðið að lengja dvöi geimfaranna mn borð í Coiumbiu um einn dag. FlelríDanhrsegjajá Samkvæmt glænýrri könnun Gallups í Danmörku munu 63 prósent þeirra sem tekið hafa af- stöðu til Mastricht-samningsins greiöa atkvæði með honum. 37 prósent eru enn á móti samn- ingnum. Kosið verður 18. maí. Reuter og Ritzau Lítill drengur hvílir sig við gröf bróður síns, króatísks hermanns frá Bosníu, sem lét lífið i bardögum við íslamstrú- armenn. Simamynd Reuter LíkKoresh fundið Bandarísk yflrvöld tilkynntu í gær að þau hefðu fundið jarð- neskar leifar ofsatrúarleiðtogans David Koresh. Hægt var að þekkja iík Koresh á tönnunum og skotsárum sem hann fékk er alríkislögreglan gerði árás á bú- garö hans náiægt Waco i Texas þann 28. febrúar. Tilkynning þessi var gerð á blaðamannafundi í Waco. Einnig var sagt frá því að fundist hefði skotsár á höfði Koresh en ekki er vitað hvort það batt enda á líf hans. Lík Koresh mun hafa fundist nálægt eldhúsi hússins en þaðan var söfnuðurinn í sambandi við alrikislögregluna. Alis hafa 72 lík fundist í rústum búgarðarins. Tværvikurog enginn hvalur Eftir tvær vikur á sjó hefur engum af fjórum norskum hval- veiðibátum tekist að veiða hval í rannsóknarskyni. Lengi vel gátu bátarnir ekki leyst landfestamar vegna veðurs en síöustu tvær vikur hefur verið þurrt í veðri. Hvalveiðibátamir fjórir hafa leyfi tii að veiða 49 hvali en tíma- bihð rennur út eftir aðeins eina og hálfu viku. Áhafnir bátanna hafa séð hvali en veðrið hefur gert þeim ókleift að skjóta þá. Reuter og NTB - Sumartíminn hjá okkur er frá átta til fjögur Vorið er komið og sumarið nálgast óðum. Hjá SJÓVÁ-ALMENNUM og Tjónaskoðunarstöðinni skiptum við yfir í sumarafgreiðslutíma, sem er frá klukkan átta til fjögur. Surnartíminn gildir frá 1. maí til 15. september. SJOVADlDALIVIENNAR Kringlunni 5 Draghálsi 14-16 < I < í < í Í i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.