Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1993, Page 12
12
MÁNUDAGUR 3. MAÍ 1993
Spumingin
Ertu búin(n) að setja sum-
ardekkin undir?
Pétur Jóhannesson: Ég er með heils-
ársdekk.
Albert Heimisson: Já, ég er búinn að
því.
, Sigurður Richardsson: Nei, það borg-
I ar sig ekki að skipta strax.
Gísli Matthías: Nei, það liggur ekkert
á. Veturinn er ekki kominn!
Heiðar Björgvin: Ég á ekki bíl.
Ásdís Bjarnhéðinsdóttir: Ég er með
heilsársdekk.
Lesendur_________________________________
Um dyggðir, predikun þeirra og ástundun:
Hlbrigðivið
leiðaraiDV
Hjörtur Hjartarson skrifar:
í leiðara DV frá 27. aprO er fjallað
um nauðsyn þess að gera greinar-
mun á skoðunum manna og hins
vegar hlutskipti því sem þeir kjósa
sér og breytni. Leiðarahöfundur
bendir t.d. á að svokallaðar frjáls-
hyggjuskoðanir Hannesar H. Gissur-
arsonar geti verið jafn góðar þrátt
fyrir að hann þrífist ekki nema á
opinberu fé. - Þetta er hárrétt. Skoð-
anir manna geta verið fullgildar
hvernig svo sem þeir haga sér. En
þar með er ekki öll sagan sögð.
Taka má dæmi af þremur dánu-
mönnum í þessu samhengi. - Sjón-
varpsklerkur einn í Bandaríkjunum
predikaði af áfergju skírlífi, nægju-
semi og náungakærleik. Söfnuður-
inn stækkaði og predikanir hitnuðu.
En dag einn er guðsmaður þessi af-
hjúpaður. Og í ljós kemur að nægju-
semin er ekki nema í slöku meðal-
lagi, svo sem eins og 17 „Rollsar", 40
herbergja höll, dansmeyjar og guða-
veigar, og klerkur stundaði stóðlífi
með safnaðarbömunum.
Sá hluti safnaðarins, sem ekki
hafði aðgang að skemmtunum
klerksins, brást ókvæða við og
heimtaði að hann yrði settur af. En
það var ekki vegna þess að trú á
nægjusemi og skírlífi hefði dvínað.
Nei, ónei. - Menn vildu bara heyra
Davíð Oddsson forsætisráðherra og Hannes Hólmsteinn Gissurarson lekt-
or. - Vilja menn ekki hlýða á messur þeirra?
einhvem annan predika þær dyggð-
ir.
Leiðtogi Sjálfstæðisflokksins hefur
talaö ákaflega um sjóðasukk og póli-
tíska spillingu. Og fólk getur í sjálfu
sér fallist á að hann hafi nokkuð fyr-
ir sér í þeim efnum; a.m.k. hafi hann
sannað mál sitt á síðustu dögum
hvað varðar pólitíska spillingu. En
það er með hann líkt og hinn þurfta-
freka sjónvarpsklerk - og Hannes -
að menn vilja helst hlýða á messur
einhverra annarra.
Aö lokum stutt athugasemd við
leiðarann; Sá steinaldarbúskapur í
þjóðfélagsmálum, sem boðaður er af
nýfrjálshyggjumönnum (a la Thatc-
her), á ekkert skylt við þaö frjáls-
lyndi í skoðunum sem verið hefur
aðal Vesturlanda og stundum nefnt
frjálshyggja.
Eg að öllum háska hlæ
Helgi Hálfdanarson skrifar:
Föstud. 23. þ.m. birtist í DV vísa,
sem sögð var eftir Vatnsenda-Rósu,
talin ort á sjó og höfð á þessa leiö:
Ég að öllum háska hlæ
heims í éh ströngu.
Mér er sama nú hvort næ
nokkru landi eða öngu.
Ég vona að heimildarmaður DV mis-
virði ekki við mig leiðréttingu; en
þetta hefur verið prentað, flutt og
sungið á ýmsa vegu. Vísan er eftir
Níels Jónsson, sem kallaður var
„skáldi" og var uppi 1782-1857. Hún
er úr rímum, sem prentaðar voru í
Viðey 1836.
Með stafsetningu höfundar er hún
á þessa leið:
Jeg að öllum háska hlæ,
á hafi sóns óþraungvu;
mér er sama nú hvört næ
nokkru landi’ eða aungvu.
Um vísu þessa fjallaði ég lítið eitt í
Lesbók Mbl. 9.7.1988 og lét þá að því
liggja, að þetta væri býsna góður
skáldskapur. Breytingar þær, sem
oröiö hafa á vísunni, virðast flestar
miða að því að bæta kveðandina. En
um leið hefur skáldskapur hennar
spillzt að sama skapi.
Það er t.d. nokkru lakara að tala
um að ná landi úr éli en af hafi, þó
að svo eigi að heita, að það geti stað-
izt. Og fráleitt er að gera vísuna að
sjóferðavísu. Hafið, sem þar um ræð-
ir, er „Sónar haf ‘ sem táknar skáld-
skap. Sem staka fjallar vísan á smell-
inn hátt um sjálfa sig og lætur einu
gilda, hvort úr sér verði boðlegur
skáldskapur í lokin eða ekki. - Vísan
sú arna er svo sem engin Ustasmíð.
En kveðskaparsmekkur þjóðarinnar
hefur breytzt, og að sinnar tíðar
hætti er hún þokkalega kveðin.
Eru Evrópuríkin að afvopnast?
Einar Ólafsson skrifar:
Margir telja að Evrópu sé hætta
búin á mörgum sviðum. Ekki er í
þessu sambandi verið að hugsa um
Evrópubandalagið eða tilraunir til
sameiningar á hinum ýmsu sviðum
sem gengur þó afar skrykkjótt svo
ekki sé meira sagt. Máhð snýst um
varnir álfunnar. og einstaka ríki
hennar. Þaö eru 'einfaldlega komnar
fram skoðanir ábyrgra manna í
mörgum löndum Evrópu um að alltof
geyst hafi verið farið af stað í afvopn-
unarmálunum.
Flestar þjóðirnar hafa skorið niður
fé til hermála og þaö svo að í raun
er engin Evrópuþjóð, nema ef vera
kynnu Bretar, sem hefur á að skipa
hermönnum nema til brýnustu
heimavama sem nauðsynlegar telj-
ast. Ástandið í fyirum ríkjum Júgó-
slavíu veldur öðrum ríkjum í Evrópu
miklum áhyggjum. Og dráttur á
ákvaröanatöku annarra Evrópuríkja
um hvort taka eigi á málum þar af
þeirri festu, sem nauðsyn er, má
DVáskilursérrétt
tilað styttaaðsend
lesendabréf
rekja til þess að aðrar þjóöir hafa
hreinlega ekkert bolmagn til að
senda þangað hermenn eða hergögn.
Ákvörðun Bandaríkjaforseta um
að fækka í herjum sínum í Evrópu
um 100 þúsund manns er einnig orð-
in eitt mesta áhyggjuefni margra
leiðandi manna í Evrópu. Agi og
styrkur Ervrópuheija, sem þó er til
staöar, fer dvínandi að sögn og t.d.
eru Frakkar mjög gagnrýnir á yfir-
stjórn friöargæsluliðs Sameinuðu
þjóðanna í Bosníu og hóta að kalla
lið sitt heim verði ekki veitt meira
fé til reksturs þess annars staðar frá
en Frakklandi.'
Allt er á sömu bókina lært í þessum
efnum og vandséð hvernig eða hvaða
Evrópuríki ætla að vera leiðandi í
sínum heimshluta líkt og Banda-
ríkjamenn vestra eða Japanir í Aust-
urlöndum. Eitt er nokkuð ljóst, að
Evrópa hefur afvopnast miklu fyrr
en efni stóðu til. Enginn þarf að halda
að vopnlaus eða vopnlítil ríki teljist
fallin til forystu.
Það er af sem áður var í Evrópu, á dögum kalda stríðsins.
DV
Hvareruhvala-
markaðir?
Jóhann Þorsteinsson hringdi:
í umræðunni um væntanlegar
hvalveiðar íslendinga hefur lítið
verið rætt um markaðsseutingu
þessara afurða. Ég tel ekki miklar
likur á að margir verði til að
kaupa hval - ekki einu sinm Jap-
anir sem eiga nóg með sig í þess-
um efnum.
VeikleikiVSÍ
L.P. skrifar:
Mér þykir VSÍ vera farið að
fórlast í samningamálunum þeg-
ar forráðamenn þess vilja láta
kanna hvort hægt er að gera
samning sem gildi til áramóta.
Ég hélt satt að segja að það væri
hagkvæmast að hafa enga sanm-
inga svo lengi sem hægt er.
Bikarmeistari
ískotfimi
Gylfi Ægisson skrifar:
í DV 28.4. birtist lesendabréf
eftir Carl J. Eiríksson. Þar gerír
Carl lítiö úr bikarmeistara í skot-
fimi með riffli, 1993, þótt hann
nafngreini hann ekki. Segist CaiJ
vera einu stigi hærri og vísar til
móts 7. nóv. 1992 sem teljist með
bikarmeistaramótinu 1993. -
Hann gleymir þó að geta þess að
það mót var lokamót ársins 1992,
sjálft íslandsmótið, og vissu allir
að það teldist ekki til bikar-
meistamótsins 1993. íslandsmót-
inu haíði seinkað og hafði verið
auglýst fyrr á árinu. Carl kærði
það mót en hann lenti þar í 3.
sæti á eftir þeim er hér skrifar
og Gunnari Bjamasyni, íslands-
meistara 1992. Þess má líka geta
aö Carl tapaði því máh en reymr
að teygja sig í stigin sem hann
fékk þar. Carl J. Eiríksson er góð-
ur skotmaður semégheflitið upp
til síöan ég fór að fylgjast með
honum fyrir mörgum árum. En
góðir íþróttamenn þurfa hka að
kumta að tapa, annars falla þeir
í áliti. - Ég læt þetta svo verða
lokaorð af minni hálfu um málið.
Gosdrykkjaverð
Gísli Guðmundsson skrifar:
Ég er einn þeirra sem keypt
hafa mikið af gosdrykkjum. Eg
hef dvalið erlendis í tæpa þrjá
mánuði og hef að sjálfsögðu keypt
þarlenda gosdrykki mun ódýrari
en hér. En þegar ég kom heim
komstégaðþvíaö gosdrykkir er u
mun dýrari en þegar ég fór. Af
markaðinum er nú horfið hið
vinsæla RC-Cola sem var á mjög
góðu verði (um 90 kr. 1,5 lítrar)
og tilboösverð á öðrum. - Nú eru
allir gosdrykkir i 'A lítra plast-
flöskum seldir á 100 kr. (a.m.k. í
söluturnum). Ekki veit ég hve-
nær þessi verðsprenging varð en
mér finnst gosdrykkjaveröið hér
oröið glæfralegt.
Eiui um „háska“-visuna
Guðbrandur Magnússon, fyrrver-
andi kennari, skrifar:
í lesendadálki DV þriðjud. 20.
apríl sl. er ofurlitil klausa: Hver
kann þetta? - Þó að stutt sé síðan
þetta var birt er hugsanlegt að
einhver hafi þegar sent inn upp-
lýsingai-. En sama er. Ég sendi
hér með vísuna eins og ég lærði
hana sem ungur maður og einnig
þá útgáfu sem er í bókinni „Saga
Natans Ketilssonar og Skáld-
Rósu“, ritaðri af Brynjólfi Jóns-
syni frá Minna-Núpi, og fmna
má á bls. 156.
Ég að öllum háska hlæ
hafi sóns á þröngy.
Mér er sama nú hvort næ,
nokkru landi eða öngu.
í bókinni segir: Réttust mun hún
þannig:
Jeg að öllum ltáska hlæ
heims á leiðum þröngvu: -
Mér er sama nú hvort næ
nokkru landi eða öngvu.