Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1993, Side 22
22
MÁNUDAGUR 3. MAÍ 1993
Menning
Jazzkvartett Reykjavikur.
Wayne Shorter sagði einhverntíma í viðtali: „Með
Miles (Davis) fannst mér ég vera selló eöa víóla, mér
fannst ég vera að leysast upp... og svo komu allir
þessir htir.“
Shorter, eða Shortarinn eins og hann er stundum
nefndur á þvi ylhýra, er gott djasstónskáld. Það var
vel til fundið að taka saman og flytja sýnishorn frá
einu frjóasta tímabih hans. Miles Davis kallaði það
smásagnatímabilið sem var undanfari epískatímabiis-
ins með Weather Report en þar réð Joe Zawinul mest
ferðinni og útsetningar voru oft viðamiklar.
í leik Jazzkvartetts Reykjavíkur í Listasafni Sigur-
jóns Ólafssonar síðastliðið miðvikudagskvöld mátti
með góðum vilja greina umrædda litadýrð í verkum
Shorters. Ekki síst þeim rólegri og hugljúfari svo sem
„Albatross", „Virgo“ og „Infant Eyes“. Flutningur
kvartettsins á síðastnefnda laginu, þessu einstaklega
Djass
Ingvi Þór Kormáksson
fallega lagi, var mjög smekklegur, svo maöur segi ekki
litríkur og hin voru fín líka.
„Armageddon" er ekki skemmtilegasta lag í heimi
og ekki tókst að gera neitt fyrir það. Fremur leiðin-
legt. En næsta lag, „Adams Apple" var skemmtilegt,
sem segir kannski meira um smekk pistlahöfunar en
músíkina sjálfa. Þetta lag var dálítið á skjön við hin
og sennilega hið elsta á efnisskránni. Þar er Shorter
í svipuðum hugleiðingum og Zawinul er sá síöast-
nefndi lék með Cannonball Adderley. Gamla eða fyrsta
fónkið við lýði, eða sálardjassinn og andi Horace Sil-
vers yfir vötnunum. Einfalt og gott.
Þekktustu lögin voru trúlega
„Ju-Ju“, „Speak no Evil“, „Yes or
No“ og „Footprints" og tókst flutn-
ingur þeirra vel ásamt síðasta lagi
fyrir uppklapp, „Witchhunt", þar
sem allir meðhmir kvartettsins
mögnuðu mikinn nomaseið í snar-
stefjunum sínum. Gestur kvöldsins
var Veigar Margeirsson trompet-
leikari og átti hann góða spretti.
Sóló hans einkenndust raunar
meira af sprettum en samfellu,
nema kannsi í „Footprints" sem er
líka spunavænt lag með tilliti til
hljóma. í laginu því voru greinilega
alhr komnir í stuð og orðnir heitir
og losnaði þá einhver kraftur úr
læðingi sem maður hafði kannski
saknaö framan af þótt vel væri leik-
ið og fagmannlega að verki staðiö.
Litir í Listasaf ni
Ingvar
Helgason hf.
Sævarhöföi 2.112Reykjavík
P.O. Box 8036, Simi 674000
INIISSAIM
Sendibfll ársins 1993
Enn og aftur hlýtur
Nissan viðurkenningu.
I þetta sinn var
Sunny Van kosinn
„sendibíll ársins 1993“.
Sunny Van er lipur og
einstaklega rúmgóður,
sendibíll með vökva og
veltistýri og 1600
rúmsentimetra vél
Farmrými 2,68 m3
Burðargeta 520 kg
Hurðaroþ aftan
br: l,20m h: 1,12 m.
á ótrulega hagstæðu verði
877.000.- án vsk.
kr.
Lögreglumaðurinn og vitnið. Andy Garcia og Uma Thurman í hlutverkum
sínum.
Háskólabíó - Jennifer 8: ★★ %
Löggan, fórnarlamb-
ið og vondi karlinn
í þessari kvikmynd er að finna sniðugustu lausn sem ég hef séð á þvi
vandamáU sem hrjáir allar lögguformúlumyndir sem þurfa að enda á því
að löggan er í kapphlaupi við tímann að bjarga saklausa fórnarlamb-
inu/vitninu/konunni sem er í hættu akkúrat núna vegna þess að enginn
trúir löggunni að vondi karUnn sé svona vondur og fórnarlambið er ein-
samalt í stóru dimmu húsi og það —^^—
er þrumuveður: Hvernig á að T\ VÍkmVnHlT
bjarga fórnarlambinu/drepa vonda 1 *■/ ■*■ L'“'U"L
karUnn? Löggan er í tímahraki -----"— ---*
vegnaþessaðalliraðrirímyndinm Gísli Einarsson
eru ekki eins gáfaðir og löggan og ---------------------
búnir að tefja hana frá upphafi, jafnvel loka hana inni vegna gruns um
að hún sé vondi karlinn. Nú er klippt á milli löggunnar að brjóta umferð-
arlögin og vonda karlsins sem er að brjóta hegningarlögin en fórnarlamb-
ið reynir flóttaleiðina. Því hugmyndasnauðari sem handritshöfundurinn
er því Uklegra er að löggan birtist á síðustu stundu og bjargi fórnarlamb-
inu (sem reyndar aðeins trúgjörnustu áhorfendur áUta að sé í einhverri
hættu). Ef höfundinum finnst það einum of léleg lausn getur hann látið
fórnarlambið hætta að vera fórnarlamb í smátíma og bjarga sér sjálft út
úr þessum vandræöum með því að kalla á hjálp (yfirleitt bara forréttur
fyrir vonda karlinn) eða veita mótspyrnu. Ef það ber árangur og engin
þörf reyndist á löggunni getur vondi karlinn síðan lifnað aftur við svo
að löggan fái að sýna að ríkið kastaði ekki peningum sínum á glæ þegar
það menntaði hana og þjálfaði.
Jennifer 8 er lausnin á vandamálinu, svo sniðug og frumleg og óvænt
að það skiptir engu máli þótt atriðin rétt á undan hafi fengið mann til
að halda að höfundurinn hefði skyndilega sofnað við skriftirnar. Hann
hafi staðið sig vel, fengiö margar góðar hugmyndir og unnið vel úr flest-
um. T.d. fann hann lausn á því hvernig á að passa sig á því að sýna ekki
óvart hver vondi karlinn er í raun og veru og láta ekki alla vera of grun-
samlega. Hann felur reyndar vonda karhnn svo vel og lengi að ég var
farinn að halda á tímabili að það væri bara enginn vondur karl.
En þótt höfundurinn hafa vandað sig mikið þá hefur hann ekki lausn
á öllum vandamálum formúlulöggumyndarinnar, t.d. hvernig á að fá
áhorfendur til að þykja vænt um löggufélagann sem allir vita að er alltaf
feigur. Hvernig á að gera lögguna að persónu án þess að tefja fyrir spennu-
sögunni? Hvernig á að koma ástarsögunni fyrir í forinúlunni? Hann reyn-
ir en eyðir of miklum tíma í það og skemmir svolítið fyrir öllu því góða
í myndinni sem hann og aðrir gera.
En hvað hefur þú séð margar formúlulöggumyndir sem nota Heims um
ból undir ástarsenunni?
Jennifer 8 (band. 1992). Handrit og leikstjórn: Bruce Robinson (Withnail & I, How
to Get ahead in Advertising). Leikarar: Andy Garcia (löggan), Uma Thurman (lórnar-
lambiö), Lance Hendriksen (löggufélaginn), Kathy Baker, Graham Beckel, Kevin
Conway, John Malkovich (kvetaður).
OKULJOS
Fiat Uno '83-90 4.935 kr.
Mazda 323 '87-90 7.560 kr.
Ford Escort '80-'86 4.890 kr.
Nissan Primera '90-'93 14.918 kr.
Ford Escort '86-91 5.500 kr.
Nissan Sunny '86-'90 7.560 kr.
Ford Sierra '80-'86 9.980 kr.
VWGolf '84- 2.480 kr.
VW Polo '79-'90 3.155 kr.
Blossi sf.
Síðumúla 4 - Sími 681350