Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1993, Qupperneq 14
14
MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1993
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Vextir geta lækkað
Sitt sýnist hverjum um breytingar á vöxtum í kjölfar
kjarasamninganna. Þó eru meginatriði, sem menn ættu
að geta orðið ásáttir um.
Ríkisstjómin gaf yfirlýsingu um vaxtamálin í tengslum
við gerð kjarasamninganna. Þar segir, að ríkisstjómin
muni stuðla að áframhaldandi lækkun vaxta. Vextir af
ríkisverðbréfum höfðu farið lækkandi að undanfómu.
Nafnvextir í bönkum höfðu einnig lækkað í seinni tíð,
en óverulega. Ríkisstjómin segir í yfirlýsingu sinni, að
mikilvægt sé, að þessi þróun haldi áfram og aðgerðum í
peningamálum verði hagað þannig, að forsenda verði
fyrir lækkun vaxta. Þetta eigi einnig við um aðgerðir,
sem lúta að viðskiptum Seðlabankans og innlánsstofn-
ana, þar á meðal bindiskyldu.
Sala á ríkisverðbréfum hefur í auknum mæh farið
fram með fijálsu útboði á markaði. Þessu verði haldið
áfram og fjölbreytni í fi-amboði bréfa aukin, meðal ann-
ars með útgáfu ríkisverðbréfa í erlendri mynt á innlend-
um markaði. Lánsfjárþörf opinberra aðila „verður tak-
mörkuð eins og kostur er til að forðast neikvæð áhrif á
þróun raunvaxta," segir í yfirlýsingunni.
Þessi yfirlýsing má ekki viha fólki sýn. Samtímis hef-
ur ríkissjóður tekið á sig mjög auknar skuldbindingar,
sem að öhum líkindum munu verða tU að auka umsvif
ríkisins á lánsfiármarkaði. Nú stefnir í 13 mUljarða haUa
á flárlögum í ár - hið minnsta. Fyrir kjarasamningana
voru horfur á, að lántökuáform opinberra aðUa á innlend-
um markaði yrðu ríflega helmingur af öUum nýjum
spamaði ársins. Ríkið keyrir upp raunvexti með svo
miklum umsvifum á lánsfjármarkaði. Það yrðu afleiðing-
ar kjarasamninganna á raunvextina, ef ríkisstjómin
kemur ekki á óvart með stórfeUdum niðurskurði ríkisút-
gjalda.
Það yrðu skref í rétta átt, ef dregið yrði úr bindi-
skyldu. Óhæft er, að Seðlabankinn hafi hagnað upp á 2,3
mUljarða króna eins og var á síðasta ári.
En skiljanlegt er, að sumir bankamenn dragi í efa, að
áhrif kjarasamninganna verði vaxtalækkun að því er
tekur tU umsvifa rUdsins og aðgerða þess. Á hinn bóginn
má færa rök að því, að lækkun vaxta hafi „verið í pípun-
um“ frá því fyrir gerð kjarasamninganna.
Margir munu minnast þess, að Seðlabankinn taldi í
marz, að vextir gætu lækkað um 1-2 prósentustig vegna
aðgerða Seðlabankans. Þá hafði Seðlabankinn lækkað
útlánsvexti, sem viðstóptabankamir greiða fyrir fyrir-
greiðslu í Seðlabanka, og hækkað innlánsvexti, sem inn-
lánsstofnanir fá í Seðlabankanum bæði af lausum inn-
stæðum og bundnu fé. Seðlabankinn lækkaði þá einnig
vexti af tilboðum sínum í ríkisvíxla á markaði.
Þessar gerðir Seðlabankans hefðu vissulega átt að leiða
til vaxtalækkunar en gerðu það í raun ektó nema að
hluta. Því má halda fram, að bankamir eigi enn efdr að
standa við sitt með einhverri lækkun vaxta.
Hitt ætti þó að vega enn þyngra, að bankamir hafa
miðað nafnvexti við meiri verðbólgu en í stefhir. Viðmið-
unin hefur hingaö til verið aUt að 3ja prósenta verð-
bólga. Horfur hafa lengi verið á því, að verðbólgan yrði
mitóu minni. Því hafa nafnvextir verið óeðhlega háir.
Nú, efdr kjarasamningana, ættu bankamenn að opna
augun fyrir þessari staðreynd og lækka nafhvextina.
Áhrif kjarasamninganna á vaxtastigið em misvisandi.
En að öUu samanlögðu verður að telja, að vextir gætu
lækkað, vegna þess, að „lækkun sé í pípunum".
Haukur Helgason
NORO0
Af hverju sækja
Norðmenn um
aðild að EB?
Norska ríkisstjómin sótti um
aðild að Evrópubandalaginu til
þess aö taka þátt í hinni auknu
samvinnu Evrópuríkja og taka
jafnframt á sig sinn hluta af
ábyrgðinni á friði, framþróun og
stöðugleika í álfunni. Aðildarum-
sóknin var lögð fram eftir miklar
umræður. Norðmenn sækjast eftir
fullri þátttöku í sameiginlegri ut-
anríkis- og vamarstefnu EB og gera
sér grein fyrir síaukinni þýðingu
Evrópubandalagsins í alþjóða-
stjómmálum.
Norðmenn eiga mikil viðskipti
við EB og vom á árinu 1991 í 7.
sæti sem innflytjendur til EB og 8.
mesta útflutningsland EB. Norð-
menn segja aö efnahagslegar að-
stæður í Evrópu kalii á sameigin-
legar aðgerðir til þess að minnka
atvinnuleysi og koma á varanleg-
um hagvexti. Þeir vilja taka þátt í
slíkum sameiginlegum aðgerðum
og segja það sérstaklega mikilvægt
fyrir opið hagkerfi og efnahagslíf
sem er nátengt öllum hræringum
hjá helstu viöskiptaþjóðum.
Séraðstæður Norðmanna
Norömenn benda á olíuauðlindir
sínar og að Evrópubandalagið við-
urkenni forræði aðildarríkja yfir
náttúruauðlindum sínum. Þeir
segja að ríkiseign á olíulindum
verði áfram undirstöðuatriði 1
norskri stjómarstefnu. Norðmenn
ætla sér stóran hlut í mótun orku-
stefnu Evrópubandalagsins.
Sjávarafurðir em 11% af vömút-
flutningi Norðmanna en sjávarút-
vegur þeirra gegnir stóm hlutverki
Kjallaiiim
Vilhjálmur Egilsson
framkvæmdastjóri Verslunar-
ráös íslands
í byggðastefnunni. Fyrir Norð-
menn er þýðingarmikið að tryggja
góða stjóm á fiskveiöum í sam-
ræmi við veiöiþol fiskistofnanna.
Norðmenn telja sig geta lagt mikið
af mörkmn til mótunar sameigin-
legrar fiskveiðistefnu EB. Þeir telja
að í aðildarviðræðunum verði að
taka tillit til sérstakra aðstæðna 1
norskum sjávarútvegi og gagn-
kvæman aögang að fiskimiðunum
eigi að miða við núverandi samn-
inga.
Norskur landbúnaður er stund-
aður við erfiðar veðurfarslegar að-
stæður sem hin sameiginlega land-
búnaðarstefna Evrópubandalags-
ins er ekki sniðin til að fást viö.
Norömenn telja að tillit verði að
taka til þessara sérstöku aöstæðna
og benda sérstaklega á byggðarlega
þýðingu landbúnaðarins. Norð-
menn leggja áherslu á að þeir hygg-
ist reka öfluga byggðastefnu innan
þess ramma sem EB leyfir og varð-
veita í meginatriöum núverandi
byggðamynstur og tryggja sem
jafnasta afkomumöguleika íbú-
anna.
Norskan verði EB-mál
Norðmenn vilja aö sérstakt tillit
verði tekið til samvinnu á norður-
slóðum, umhverfismála og áfengis-
stefnu sinnar. Að öðru leyti telja
Norðmenn sig vel geta búið við
hina sameiginlegu viðskipta- og
tollastefnu bandalagsins. Norð-
menn sækjast eftir öllum þeim
áhrifum sem þeim ber innan EB,
þ. á m. að norskan verði eitt af
EB-tungumálunum.
Vilhjálmur Egilsson
„Norömenn ætia sér stóran hlut í mót-
un orkustefnu Evrópubandalagsins.“
Skodanir annarra
Sjálfstæð borgarmenning
„Til að koma upp sjálfstæðri borgarmenningu í
landinu verður að læra allt sem nýtanlegt er af
bændamenningunni gömlu og bæta henni upp þá
annmarka sem hún hafði. Ekki 'J1 viðhalds henni,
eins og lengi hefur verið gert neidur til þess að
mannlíf og hugvit fái dafnað í iandinu með öðrum
hætti en á þeim vandamálakjörum sem fylgt hafa
borgarastéttinni íslensku undanfarna áratugi."
Þorsteinn Antonsson í Tímanum 25. maí
Elli kerling
„Vitað er að elli felst í grófum dráttum í því að
líkaminn slitnar, dagleg „notkun" veldur smám sam-
an skemmdum á vefjum líkamans. Þetta sht tengist
hins vegar ekki endilega hrömun, hún getiir ekki
síst átt sér stað í líffærum sem htið reynir á. Á sama
tíma dregur úr hæfni líkamans til aö veijast sjúk-
dómum og bæta þann skaða sem þeir valda. Þrátt
fyrir að sjúkdómar leggist tilviljanakennt á fólk, hgg-
ur hæfnin til að veijast þeim í genunum. Það er
skýringin á því hvers vegna sumir geta ástundað
óheilbrigða lifhaðarhætti alla ævi án þess að kenna
sér meins, en aðrir lúta í lægra haldi fyrir sjúkdóm-
um þrátt fyrir að hafa lagt áherslu á heilbrigt lífemi.“
Guðmundur Þorgeirsson í Mbl. 23. maí
Fjárlagagerð
„Það er ekki lengur þannig að fiármálaráöherr-
ann geri tihögur um hvað eigi að standa í fjárlaga-
frumvarpinu, og síðan leiðrétti hinir ráðherramir
það, sem þeir telja að hafi farið úr skorðum, í sam-
vinnu viö þingiö. Við höfum tekiö upp' ný vinnu-
brögð, sem hafa reynzt mjög vel; að fjárlagaundir-
■búningurinn á sér stað úti í ráðuneytunum og öh
ríkisstjómin ber síðan ábyrgð á niðurstöðunni.“
Friðrik Sophusson i Mbl. 25. mai