Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1993, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1993, Page 14
14 MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 1993 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Jór> og Eiður Ráðherraskipti fara fram í dag. Össur Skarphéðinsson og Guðmundur Arni Stefánsson taka sæti í ríkisstjóm- inni en þeir Jón Sigurðsson og Eiður Guðnason láta af störfum. Jafnframt mun Sighvatur Björgvinsson færa sig um set úr heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu yfir í iðn- aðar- og viðskiptaráðuneyti. Athyglin hefur af eðlilegum ástæðum nokkuð beinst að hinum tveim nýju ráðherrum. Minna hefur farið fyr- ir umræðu um þá sem nú yfirgefa ríkisstjómina, þá Jón Sigurðsson og Eið Guðnason, sem gera meir en að láta af störfum sem ráðherrar. Þeir hverfa til nýrra og ann- arra starfa ef að líkum lætur. Um Eið Guðnason er það að segja að hann hefur setið á þingi í fimmtán ár og getið sér orð sem duglegur og tillöguglöggur maður. I starfi sínu sem ráðherra hefur Eiður ekki náð að láta mikið að sér kveða, en þar má frekar kenna embættinu heldur en manninum. Umhverf- isráðuneytið er nýtt af nálinni og hefur einhvern veginn ekki fengið fulla viðurkenningu, sennilega fyrir þá sök að íhaldssemi og tregðulögmál hafa komið í veg fyrir að þeir málaflokkar séu færðir yfir í umhverfisráðuneytið sem þar eiga heima. Munar þar mest um þá málaflokka sem heyra undir landbúnaðarráðuneyti og tengjast land- græðslu og landvemd. í því eins og öðm hefur hagur sauðkindarinnar verið metinn ofar hagsmunum þjóðar- innar. Að svo miklu leyti sem Eiður hefur haft ráðrúm til, hefur hann unnið gott og þarft verk í sínu ráðuneyti. Umsvif og áhrif Jóns Sigurðssonar hafa verið mikil á þeim stutta tíma sem hann hefur setið á þingi. Jón var þekktur fyrir efnahagslega ráðgjöf og yfirburðaþekkingu í hagfræði áður en hann hellti sér út í stjómmálin, þann- ig að menn komu ekki að tómum kofunum. Á þeim árum sem Jón hefur setið í ríkisstjóm hefur margt og mikið gerst í efnahags- og atvinnumálum. Mjög hefur losnað um allar viðjar sem atvinnulíf og atvinnu- rekstur hefur búið við, viðskipti miklum mun fijálsari en áður og einokun afnumin. Ekki síst fyrir tilstilh Jóns. Sannleikurinn er sá að Jón hefur verið öflugasti tals- maður fijálsræðis í verslunar- og viðskiptamálum á hin- um síðari árum og raunar gengið þar miklu framar og lengra en Sjáifstæðisflokkurinn sem hefur þó haft slíkt frelsi að leiðarljósi að nafninu til. Nægir þar að nefna afnám einokunar í útflutningi sjáv- arafurða ýmiss konar, einkavæðingu ríkisbanka og af- nám margvíslegra hafta og dragbíta sem viðskiptalífið hefur þurft að búa við. Þá hefur frelsi í gjaldeyrisviðskipt- um orðið að veruleika í hans tíð. Það hljóta að hafa verið Jóni Sigurðssyni vonbrigði að honum tókst ekki það ætlunarverk sitt að gera samninga um nýja stóriðju, en ekki verður hann sakaður um áhuga- leysi eða viljaskorti í þeim efnum. Á móti kemur að samn- ingamir um Evrópska efiiahagssvæðið eru í höfn. Stundum er sagt að það sé sami rassinn undir öllum stjómmálamönnum. Ekki er þetta allskostar rétt og eru þeir Eiður og Jón Sigurðsson góð dæmi um hið and- stæða. Þeir hafa ekki farið alfaraleiðir og hafa haft sjálf- stæðar skoðanir og mótað verulega stjómmálastörfin og stefnu þeirra á undanfómum árum. Það hefur verið Al- þýðuflokknum til styrktar að hafa menn í forystu, eins og þá félaga, sem hafa verið raunsæir, kreddulausir og fastir fyrir. Það er ekkert sjálfgefið að góðir menn fáist til stjóm- málaafskipta. Það ber að þakka það sem vel er gert. Ellert B. Schram Kratarmaka krókinn í síöustu kosningum bauð sig fram mikil sveit á vegum Alþýðu- flokksins og náðu 10 kjöri til Ai- þingis. Þeir ákváðu að yfirgefa samstarfið í ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar og færa sig á aðrar veiöilendur. Davíð Oddsson vann það til að bjóða krötum 5 ráðherra- stóla. Með því tryggði hann meiri- hlutastuðning í 10 manna þing- flokki Alþýðuflokksins við sljórn- armyndun sína þrátt fyrir and- stöðu þorra kjósenda. Ráðherra- efnin studdu stjórnarmyndun og einn þeirra hafði tvö atkvæði. Síðan eru liðin tvö ár og þau hafa sannarlega verið þingliði Alþýðu- flokksins gjöful á vissan hátt. Þeir hafa verið aðgangsharðir við kjöt- katlana. Mikil örlög Athugum nú hvemig þessum 10 þingmönnum Alþýðuflokksins hef- ur vegnaö. Þeir hafa að vísu ekki unnið nein pólitísk afrek til heilla fyrir þjóðina en þeir hafa gætt vandlega sinna eiginhagsmuna. Jón Baldvin, Jón Sigurðsson, Jó- hanna, Sighvatur og Eiður urðu ráðherrar. Nú er Jón Sigurðsson farinn og telur sig eiga Seðlabank- ann vísan. Eiöur er að verða am- bassador; Karl Steinar Guðnason er að verða forstjóri Trygginga- stofnunar; Össur er orðinn ráð- herra. Rannveig Guðmundsdóttir verður um sinn að láta sér nægja að vera formaður þingflokksins, Sigbjöm Gunnarsson formaður fjárveitinganefndar og Gunnlaugur varaforseti Alþingis. Hver veit nema betri krásir bíði þeirra þriggja líka, endist stjóminni aldur. KjáUarinn Páll Pétursson alþingismaður Heillastjarna yfir varaþingmönnum Þá hefur lukkan verið ýmsum varaþingmönnum krata og öðram flokksbroddum þeirra hliöholl. Guðmundur Ámi er orðinn ráð- herra og alþingismaður. Magnús Jónsson varaþingmaður er orðinn veðurstofustjóri, Gísli Einarsson er að verða þingmaður, Petrina Bald- ursdóttir einnig. Guðmundur Ein- arsson varð aðstoðarmaður Jóns Sigurðssonar en hefur nú fengiö gott starf í Genf. Bjöm Friðfinns- son fékk ráöuneytisstjórastarf í tveimur ráðuneytum úr hendi Jón Sigurðssonar en er nú á forum í hálaunastarf á Evrópsku efnahags- svæöi; Jón Sæmundur Sigurjóns- son fékk starf hjá Sighvati, svo og formennsku í Tryggingaráði; Þröstur Ólafsson fékk starf aðstoð- armanns Jóns Baldvins. Kjartan Jóhannsson er sagður vera að yfir- gefa ambassadorsstól í Genf og ger- ast framkvæmdastjóri Efta. Svona mætti lengi telja. Víst er þetta fólk starfhæft margt og vel falhð til verka og sjálfsagt er aö óska því velfamaðar á nýjum vettvangi. Þó era starfshættir AI- þýðuflokksins á síðustu tveimur áram umhugsunarefni. Þessa litla hóps stjórnmálamanna hafa sann- arlega beðið mikil örlög á skömm- um tíma!!! Er að styttast til Ítalíu? Páll Pétursson „ Athugum nú hvernig þessum 10 þing- mönnum Alþýðuflokksins hefur vegn- að. Þeir hafa að vísu ekki unnið nein pólitísk afrek til heilla fyrir þjóðina en þeir hafa gætt vandlega sinna eigin- hagsmuna.“ Skoðanir annarra Rækjuidnaður er mikilvægur Menn virðast ekki gera sér grein fyrir því hversu miklu máli rækjuiðnaðurinn skiptir hér á landi. Við eram með 10,8% af heildarverðmæti sjávarafurða. Ég efast um að fólk viti þetta eða átti sig almennt á mikilvægi iðnaðarins. Það er bara þorskurinn sem er stærri og nú er hann í niöursveiflu þannig að ærin ástæða ætti að vera til að styrkja rækjuiðnaö- inn. Viö erum til dæmis stærri en loðnan og síldin til samans og höfum verið það í mörg ár. Vægi rækj- unnar fyrir þjóðarbúskapinn er því gífurlega mikið.“ Pétur Bjarnason í Alþbl. 11. júni Sjávarspendýr á að nýta „Menn eiga auðvitað ekki að draga þá almennu ályktun að allir hvalastofnar séu í hættu þótt sumir þeirra séu það, og þetta er í raun kjami þess máls sem við höfum haft fram að færa. Við viljum verja og vemda þá stofna sem ekki þola veiðar en leyfa veiðar úr sterkum stofnum. Niðurstaða umhverfis- ráðstefnunnar í Ríó var einmitt þessi. Þar var bein- línis gert ráð fyrir því að sjávarspendýr eins og hval- ir séu nýtt, á grundvelli meginreglunnar um sjálf- bæraþróun." Þorsteinn Pálsson í Mbl. ll.júní Misræmi í fjárveitingum Fjárveitingar til fyrirhleðslu stórfljóta og til sjón- vamargaröa skjóta nokkuð skökku við þann áhuga sem þjóðin sýnir á landgræðslu. Þama er stórhætta á stórvirkri gróðureyðingu og landspjöllum sem aldrei veröa bætt. Af202 milljóna króna heildarfram- lagi til Landgræðslu ríkisins á fjárlögum ársins 1993 era 19,2 milljónir til vamargarða við stórfljót á öllu landinu; þessi upphæð er álíka og framlag í einn lít- innhafnargarð.“ LeiðariTímansll.júní

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.