Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1993, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1993, Blaðsíða 40
52 MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 1993 Hægviðri um allt land Agnes Bragadóttir. Getspakur blaðamaður! „Langlíklegast er að eina breyt- ingin í ríkisstjórn í sumar verði sú að Jón Sigurðsson viðskipta- og iðnaðarráðherra taki við emb- ætti seðlabankastjóra og Karl Steinar Guðnason alþingismaður taki sæti hans í ríkisstjórn," skrifaði Agnes Bragadóttir blaða- maður í Morgunblaðinu þann 14. maí sl. Eiður fer hvergi! „Jafnframt er vitað að Eiður Guðnason hugsar sér ekki til hreyfings á miðju kjörtímabilinu og hyggst sitja sem umhverfis- ráðherra kjörtímabiliö á enda,“ mátti lesa í sömu grein Agnesar þann 14. maí. Á höfuðborgarsvæðinu verður vest- angola og skýjað í fyrstu en léttir Veðriö í dag smám saman til í dag. Hiti verður á bihnu 7-12 stig. Á landinu verður hægviðri um allt land. Víða þokuloft í fyrstu en léttir víða til í innsveitum í dag. Hiti verð- ur allt að 16 stig inn til landsins um hádaginn en annars á bihnu 2-10 stig, svalast við norður- og austurströnd- ina. Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri skýjað 6 Egilsstaðir skýjað 5 Galtarviti þokumóða 3 Hjarðarnes skýjað 5 KeflavíkurflugvöUur skýjað 7 Kirkjubæjarklaustur skýjað 6 Raufarhöfn alskýjað 2 Reykjavík alskýjað 7 Vestmannaeyjar skýjað 6 Bergen léttskýjað 8 Helsinki alskýjað 9 Ka upmannahöfn skýjað 15 Ósló skúr 8 Stokkhólmur léttskýjað 10 Þórshöfn alskýjað 6 Amsterdam skýjað 12 Barcelona léttskýjað 16 Berlín skýjað 12 Chicago skruggur 24 Feneyjar skýjað 18 Fraiikfurt alskýjað 14 Glasgow rigning 8 Hamborg skýjað 11 London rigning 12 Lúxemborg þokumóða 11 Malaga léttskýjað 18 MaUorca léttskýjað 16 Montreal heiðskírt 18 New York heiðskirt 18 Nuuk þoka -1 Orlando skýjað 24 París súld 12 Róm þokumóða 19 Valencia heiðskirt 16 Vín skúr 14 Winnipeg léttskýjað 13 'C£v 2° \ \ < Y r ^ J , ' < l , Veðrið kl. 6 fmorgun Ummæli dagsins Jón Baldvin styður ekki uppstokkun! „Frómt frá sagt munu þetta vera vangaveltur örfárra manna og ekki njóta nokkurs stuðnings ipeðal forystumanna Alþýðu- flokksins, síst formannsins sjálfs," stóð í sömu grein Agnesar í Mogganum 14. maí um þann möguleika að Guðmundur Ámi Stefánsson og Össur Skarphéð- insson tækju sæti í ríkisstjórn. Fækkun ráðherranna! „Þannig má vel vera að niður- staða kratanna verði sú aö fækka ráöherrum sínum um einn í rík- issljórninni, þannig að ráðuneyti Jóns verði þá sameinað öðrum ráðuneytum. Þannig er ekki talið óhklegt að kratar vildu sameina umhverfismál og iðnaðarmál og að formaður flokksins tæki við viðskiptamálum," stendur í grein Agnesar Bragadóttur í Morgun- blaðinu fyrir tíu dögum. Framtíðin! „Fæstir viðmælenda minna telja að þótt Jón Baldvin hafi vart átt annarra kosta völ en gera helstu óróaseggi þingflokks Al- þýöuflokksins að ráðherrum, þá Össur og Guðmund Árna, og múlbinda þá þar með að vissu marki, verði samstarf ráðherra- flokks Alþýðuflokksins með öllu andskotalaust á næstu mánuðum og misserum," segir Agnes í blaði ahra landsmanna 9. júní sl. 1 Smáauglýsingar „Þetta hefur farið stað en við erum með uppákomur útí um allan bæ. Þetta er annað árið í röö sem hátíðin er haldin og núna tengjast henni um 700 manns,“ segir Halldór Auðarson framkvæmdastjóri Óháðu listahá- tíðarinnar, Ólétt ’93, sem stendur yfir þessa dagana. Maður dagsins Halldór er hugmyndafræöingur- inn að Óháðu hstahátíöinni en nafngiftina, Ólétt ’93, skýrir hann þannig að ák veðin fæöing sé að eiga sér stað með þessum uppákomum. Framkvæmdastjórinn vih ekki gera upp á mhlí dagskráratriða og segir að mjög mikil gróska sé í öllu. Sama hvort um leikhópa, rokk- hljómsveítir eða eítthvað annað er að ræða. „Tilgangurinn með þessari hátíð er ekki bara að fá hstamennina til að vinna saman heldur líka að sýna það að listin er fyrir alla og alls ekki bara fyrir þá sem fá boöskort- in send heim í pósti. Við erum lika aö vekja athygli á þeirri skoðun að í Iönó eigi að fást aðstaða fyrir óháða hstastarfsemi. Þar væri hægur vandi að vera með eitthvað í gangi nánast á hverju kvöldi allan ársins hring.“ Halldór telur aö alls kyns nefndir eigi að hætta að vera með puttana í þessum málum og honum finnst lítið koma til fyrirætlana Reykja- vikurborgar með Korpúlfsstaöi og segir þær vera ótímabærar og van- hugsaðar. Halldór segir að það hafi ekki verið létt verk að skipuleggja hátíð- ina en undirbúningurinn stóð sleitulaust í tvo mánuði og undir það síðasta fékk framkvæmda- stjórinnhtinn svefn. En hvað ætlar hann aö gera þegar hátíöinni lýkur 27.júni nk.? „Ég er óháður og það kemur bara í ljós. Ég geri það sem innsæið. segir mér hverju sinni en það hefur reynst mér ágæOega," segir Halldór Auðarson. Myndgátan Lausn gátu nr. 644: Myndgátan hér að ofan iýsir hvorugkynsorði. Bikar- keppni knatt- spymu f kvölaerúfiórir leikir á dag- skrá í bikarkeppni kvemia og Íþróttiríkvöld aragnii leilga í yngri flokkunum lijá strákunum. Leikmenn 1. deildar karla eru hins vegar í frh enda er landshðið að undirbúa sig fyrir leikinn við Ungverja nk. miövikudag. Bikarkeppnin: KR-Valur kl. 20 Haukar-ÍA kl. 20 Reynir S.-Stjaman kl. 20 Þróttur N.-UBK kl. 20 Skák Hvítur á leik í meðfylgjandi stöðu sem er frá Najdorf-mótinu í Buenos Aires á dögunum. Svarta peðið á d6 er í upp- námi. Má hvítur leika 21. Hxd6 eða er peðið „eitrað"? Granda Zuniga hafði hvítt, svartur er Bent Larsen: Bent Larsen lagöi lævísa gildru fyrir andstæðing sinn. Eftir 21. Hxd6? Re6! áttaði hann sig á því að svarið við 22. Dd2 yrði 22. - Hxd6 23. Dxd6 Hd8! 24. Dxe7 Hxdl+ 25. Bfl Bxe7 og svartur hefur unnið heilan hrók. Einnig er 22. Hxd8 Rxf4 23. Hxf8+ KxfB 24. gxf4 Dxe4 von- laust. Hvítur gafst því upp. Jón L. Árnason Bridge í sumarbridge síðastliðið miðvikudags- kvöld kom þetta spil fyrir. Algengast var að NS spiluðu tigul- eða laufbút en ein- staka spUarar í AV fengu að spUa háUta- samning. AV eiga 9 slagi í háUtasamningi en NS geta jafnvel fengið 11 slagi í tígul- samningi þó að slagirnir verði aldrei nema í mesta lagi 10 í laufsamningi. Flest- ir spUaranna í NS fengu að halda samn- ingnum, annaðhvort í lauf- eöa tígul- samningi. Sagnir gengu þannig á einu borðanna, vestur gjafari og AV á hættu: ♦ Á97 V G5 ♦ 1098763 + KD * 10865 V 1073 ♦ KD + G975 ♦ 42 V Á8 ♦ ÁG5 + Á108632 Vestur Noröur Austur Suður Pass Pass Pass 1+ Pass 1* 1» 2+ 2* p/h 3» Pass 3 G Austur var rólegur að opna ekki í þriðju hendi með 4-6 skiptingu í háUtum. Sagn- ir hjá norðri og suðri eru í bjartsýnara lagi en þeim tókst þó að þræða sig í þtjú grönd sem er mjög góður samningur á aðeins 23 punkta samlegu. Samningurinn byggist á því að laufið liggi ekki verr en 3-2 eða að laufgosi sé einspU ef laufm Uggja 4-1. Eins og spiUð lá var það óhjá- kvæmUega niður en sagnhafi slapp með 1 niður því að útspiUð var spaði. Það var því svekktur sagnhafi sem varð að játa sig sigraðan og þiggja lélegt skor vegna þess að fáum hafði hugkvæmst að spUa þijú grönd á spU NS. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.