Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1993, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1993, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 1993 21 Sviðsljós Þaö var þéttsetið í Kaplakrika, á myndinni má m.a. sjá Guðríði Sigurðardóttur, Olaf G. Einarsson, Jónu Dóru Karlsdóttur, Guðmund Árna Stefánsson bæjarstjóra og Sverri Ólafsson, framkvæmdastjóra listahátíðarinnar. listahátíð Hafnarfjarðar fór glæsilega af stað Listahátíð Hafnarfjarðar var sett fóstudagskvöldiö 4. júní í annaö sinn. í ár er megináherslan lögð á tónhst- ina þótt aðrar listgreinar eigi þar einnig verðuga fulltrúa. Það var því við hæfi að opnunaratriðið voru tón- leikar Sinfóníuhljómsveitar íslands undir stjórn Petri Sakari í íþrótta- höll FH í Kaplakrika. Flutt voru tvö verk, Gloría eftir F. Pulenc og Sinfón- ía nr. 1 eftir J. Brahms. Einsöngvari var Sigrún Hjálmtýsdóttir en að auki tóku flmm hafnfirskir kórar þátt í flutningnum. Tahð er að u.þ.b. þrjú þúsund manns hafi komið í Kaplakrikann til að hlýða á tónleikana en til saman- burðar þá er það svipuð tala og sótti úrslitaleikin á milli FH og Vals í vor. Fjórar myndhstarsýningar voru síðan opnaðar á laugardeginum. í Hafnarborg sýnir kúbverski hsta- maðurinn Manuel Mendive. Á neðri hæðinni í Hafnarborg er sýning Al- berto Gutierrez sem kemur frá Mex- íkó. Guiterrez hefur ákveðið að gefa Höggmyndagarðinum í Hafnarfirði eitt af verkum sínum. Þau Ive Hagen og Gutierrez komust að því að heimurinn er einstaklega lítill á íslandi því þau voru ekki lengi að finna út sameiginlega kunningja. í Portinu eru tvær sýningar. Ragna Róbertsdóttir og Mario Reis sýna. Hann hefur ekki áður sýnt hér á landi en þekkir ísland þó vel því sumarið 1987 vann hann verk sín vítt og breytt um landið. Vatnshta- myndir hans eru unnar með því að rammi sem búið er að strekkja á Mario Reis til hægri útskýrir vinnu- brögð sín fyrir Beru Nordal og Pétri Arasyni. bómullarefni er lagður í vatn með bakhliðina upp. í efninu festast ýmis efni sem óuppleyst eru í vatninu. Það er því óhætt að segja að vatnshta- myndir hans séu afar óvenjutegar. I vikunni verður ýmislegt á boð- stólum, sýningar, fyrirlestrar og tón- leikar. -HMR Sverrir Guðjónsson, Salvör Nordal og Elín Edda Árnadóttir, voru mjög ánægð með tónleikana og sviðið i Kaplakrika DV-myndir HMR Mendive til hægri ásamt landa sín- um Roger L. Moré, við verkið Hombre con Cabiza de Pajaro, sem gæti útlagst sem maður með fugls- höfuö. Gunnar Gunnarsson, formaður stjórnar listahátíðar, og Pétrún Pét- ursdóttir, forstöðumaður Hafnar- borgar. Svæðanudd - námskeið - og reiki-heilun Fullt nám á stuttum tíma og 1. stig í reiki-heilun. Einn- ig 30 punktar og svasði í fótum sem gott er að kunna skil á. Upplýsingar í síma 626465 kl. 17-19 (fámennir hópar). Kennari Sigurður Guðieifsson reikimeistari. Mývatn - L&tr'abjarg ( Melrakkaslétta - Horn CQMBhCAMP ALLTAF KLAR I HVELLI NVR FAMILY MODENA Verð kr. 349.975 STGR. HANDY ÓDÝR KOSTUR Verð kr. 265.600 STGR. TITANhf Akureyri - Vagiaskógur - Vfk Steinakrýl Fyrir þá sem vilja mála sjaldan en gera það vel Þú vandar til verksins, þegar þú málar husið með Steinakrýli frá Málning" akrýl veitir steininum ágæta vatns vörn og möguleika á að að „anda“ betur en hefðbundin plastmálning. Viðloðun Steinakrýls er gulltrygg og því getur þú einnig notað það sem grunn undir Kópal-Steintex. Þú rétur málað með þessari úrvalsmálningu við hitastig, jafnvel í frosti. Hún vætu eftir um eina hylur fullkomlega í umferðum, veðr- er frábært og litaval Næst þegar þú sérð fallega málað hús - kynntu þér þá hvaðan málningin er tlmálninghlf - það segir sig sjálft -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.