Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1993, Blaðsíða 26
MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 1993
Fréttir
- margbreytileg verkefni sem fara eftir aldri og reynslu skólafólksins
Þúsundir nemenda á öllum aldri
um allt land hafa undanfarið streymt
út á vinnumarkaðinn. Stór hluti
þeirra í útiverkefnum á vegum sveit-
arfélaganna. Yngstu árgangarnir eru
gjarnan í hálfs dags vinnu en eldri
árgangarnir eru yfirleitt í fullu starfi
þó sum sveitarfélög hafi stytt vinnu-
tíma þeirra til að geta veitt sem flest-
um vinnu. í mörgum tilfellum vinna
nemendurnir aðeins tvo mánuði í
sumar.
Verkefni sumarstarfsfólksins eru
margbreytileg og fara gjarnan eftir
aldri og reynslu. Allir eru í garð-
yrkju og ræktun en eldri krakkar eru
auk þess til dæmis leiðbeinendur á
leilpanámskeiðum og vinna á sláttu-
véium, svo eitthvað sé nefnt.
„Við réðum 2000 sumarstarfsmenn
í fyrra og við reynum að hjálpa eins
mörgum og við getum nú. Ráðningar
standa yfir um þessar mundir en
samkvæmt nýjustu tölum er búið að
ráða 1321 sumarstarfsmann. Okkur
hafa þegar borist 3538 umsóknir um
sumarstörf en það er 400 fleiri en í
fyrra og enn bætist við,“ segir Gunn-
ar Helgason, forstöðumaður Ráðn-
ingarstofu Reykjavíkurborgar.
2230 fjórtán til fimmtán ára ungl-
isgar hafa sótt um hjá Vinnuskólan-
um í Reykjavík og verða þeir alhr
Þúsundir skólafólks hafa streymt út á vinnumarkaöinn að undanförnu og stór hluti þess fólks fær vinnu við garð-
yrkju og hreinsun opinna svæða hjá sveitarfélögunum. DV-mynd JAK
ráðnir. Vinnuskólinn hefur ráðið 145
leiðbeinendur en unglingarnir verða
dreifðir um allt höfuðborgarsvæðið
við vinnu við skóla, íþróttavelli og á
opnum svæðum auk þess sem hópar
starfa hjá hverfastöðvum gatna-
málastjóra og við gróðursetningu á
Nesjavöllum og Úlfljótsvatni.
500 umsóknir í Hafnarfirði
Vinnumiðlun skólafólks í Hafnar-
firði ræður rúmlega 200 unglinga og
framhalds- og háskólanema í bæjar-
vinnu í sumar en um 500 manns á
aldrinum 14-23 hafa sótt þar um
vinnu. Allir á aldrinum 14-15 ára fá
vinnu í unglingavinnunni í sumar
en yngstu árgangarnir tveir vinna
þrjá og hálfan tíma á dag alla daga
vikunnar. Eldri árgangarnir fá vinnu
sex tíma á dag í júní og júlí. Þá fá
nokkrir einnig vinnu í ágúst.
Um 160 manns verða við sumar-
störf á vegum Seltjamamesbæjar í
sumar, þar af 15 framhalds- og há-
skólanemar. Yngstu krakkarnir fá
vinnu í fjórar klukkustundir fjóra
daga vikunnar í júní og júlí en þau
eldri vinna fulla vinnu í allt sumar.
Mosfellsbær ræður um 300 manns
í sumarstörf í bænum, þar af 220
unghnga á aldrinum 13-15 ára og um
70 sextán ára og eldri en um 300
manns hefur sótt um vinnu í
Garðabæ. Um 40 eru á biðhsta og
verður reynt að finna þeim vinnu.
Tæplega 600 manns sótti um vinnu
í Kópavogi í vor. Fjórtán og fimmtán
ára krakkar fá sjáhkrafa vinnu hjá
Kópavogsbæ eins og hjá flestum öðr-
um sveitarfélögum en auk þeirra
fengu 190 krakkar 16 ára og eldri
vinnu hjá bænum. Þá eru 35 leiðbein-
endur í starfi hjá bænum en tæplega
60 krakkar vinna hjá ýmsum bæjar-
stofnunum. -GHS
Við f Ijúgum ú
Fjórir glœsilegirfe
Miðvikudaginn 30. jiiní verður hringt
í 4 skuldlausa áskrifendur ÐV.
Fyrir hvern þeirra leggjum við
3 laufléttar spurningar úr landafrœði.
Sá sem svarar öllum. spurningum rétt
fær í verðlaun eina afþeim fjórum ferðum sem
er ípottinum í júní og Ijst er hér til hliðar.
Verðlaunin verða afhent daginn eftir, 1. júlí,
og úrslitin birt í Ferðablaði DV
mánudaginn 3. júlí.
Allir skuldlausir áskrifendur DV,
njir og núverandi, eru sjálfkrafa þátttakendur
íþessum skemmtilega leik.
FLUGLEIDIR
Traustur íslenskur ferðafélagi
Stjörnuferð Flugleiða fyrir tvo
Flug og gisting í tvcer ncetur
Borgin sem bíður eftir þér við
Eyrarsund. Tívolí í sérstöku hátíðar-
skapi á 150 ára afmælinu.
Strikið og Ráðhústorgið í sumarstuði.
Lífsgleði, listir, afþreying og
skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Gist á Hotel Admiral,
góðu hóteli við Nýhöfnina.
Stjörnuferð Flugleiða fyrir tvo
Flug og gisting í tvcer nœtur
Heimsborgin á bökkumThames,
sígild, bresk, hlýleg og iðandi af
mannlífi á frábærum verslunarstrætum,
inni á góðum veitingastöðum og í
heillandi veröld leikhúsanna.
Gist á fyrsta flokks hótelinu
Regent’s Park Marriott.
Sumarstarf sveitarfélaganna:
Styttri vinnutími svo
fleiri fái vinnu í sumar
t