Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1993, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1993, Side 2
2 MÁNUDAGUR 5. JÚLÍ 1993 Fréttir 3500 ungmenni fylltu Þjórsárdal um helgina: Þetta var eins og um verslunarmannahelgi - segir lögreglan á Selfossi sem man varla annasamari helgi Um þrjú þúsund og fimm hundruö ungmenni voru samankomin í Þjórs- árdal um helgina þar sem þrjátíu hljómsveitir léku fyrir dansi, flestar óþekktar. Að sögn lögreglu gekk há- tíðin stórvandræðalaust fyrir utan slysið á piltinum. Talsvert var þó til- kynnt um þjófnaöi á svæðinu. Lög- reglan á Selfossi fékk liðsinni frá lög- reglunni í Reykjavík og úr Rangár- vallasýslu. Þá var mótshöldurum gert að vera með öfluga gæslu á svæðinu. Rauði krossinn var á staðn- um, svo og hjúkrunarkona, björgun- arsveitarmenn og konur úr Stíga- mótum. „Það má segja aö þaö hafi verið verslunarmannahelgar- stemmning þarna í aðalatriðum,“ sagði lögreglan á Selfossi í samtali við DV. Umferðin var mjög þung á Suðurlandi um helgina og níu manns slösuðust alvarlega í slysum. „Fyrsta helgin í júlí er alltaf mikil ferðahelgi og er eiginlega tekin við af hvíta- sunnuhelginni." Sveinn Sigurður Kjartansson, ann- ar aöalmótshaldari útihátíöarinnar í Þjórsárdal, sagðist ekki vita ennþá hvort hagnaður heföi orðið af hátíð- inni en það kæmi í ljós á næstu dög- um. „Við höfum allavega selt upp í kostnað," sagði hann. Sveinn sagðist nokkuð ánægður með hvemig til hefði tekist fyrir utan hið sorglega slys. Mjög sóðalegt var um að htast í Þjórsárdalnum í gær eftir að gestir voru farnir heim. Sveinn sagði að hann yrði næstu daga að gera dalinn hreinan eftir hátíðina en unnið var að hreinsun í allan gærdag. Flestar hljómsveitir, sem léku á hátíöinni, gerðu það fyrir ekki neitt en þó munu einhverjar hafa gert samning um greiðslu ef hagnaður yrði af samkomunni. „Við eigum eft- ir aö greiöa öll gjöld, virðisauka og þess háttar en það er mjög dýrt að halda útihátíð," sagöi Sveinn og sagðist ekki enn vita hvort þessar hijómsveitir myndu fá greitt fyrir að koma fram. „Ég held að þetta hafi tekist mjög vel. Við héldum vel utan um alla hluti og allir unnu vel saman.,Hér var stór hópur fólks í gæslustörfum og það er ekki síst því aö þakka að allt fór vel fram,“ sagði Sveinn. -ELA íris, Margrét og Anna voru að koma úr Þjórsárdal í gærdag reynslunni ríkari eftir viðburðaríka helgi. DV-mynd Brynjar Gauti Utihátíöin í Þjórsárdal: Engin salernisaðstaða og hræðilega kaK - segja þrjár ungar stúlkur héimkomnar af hátíöinni „Það var mjög gaman þó vissulega hafi veriö mikil drykkja á krökkun- um,“ sögöu þær Margrét Bjömsdótt- ir, Anna Aðalsteinsdóttir og íris Kristbergsdóttir,'I6 ára, sem voru að koma úr Þjórsárdal í gærdag. Þær sögðu að gestir heföu flestir veriö á þeirra aldri en einnig margir bæði yngri og eldri. „Reyndar var hræði- lega kalt á nóttunni en ágætt veður á daginn.“ Stelpurnar sögðust hafa farið áöur á útihátíð um verslunarmannahelgi í Galtalæk og þetta mót hefði verið „hálfbrjálað" miöað við þá hátíð. Ein þeirra sagöist hafa séð mikið af slags- málum á laugardagskvöldið og um nóttina. „Þaö var líka eitthvað um nauðganir," sagöi hún. Stelpumar sögöust hafa orðið var- ar við sölu á bruggi á svæðinu og einnig á fíkniefnum. „Það var tals- vert um brugg," sögöu þær. Þá voru þær afar óhressar meö salernisaðstöðuna sem þær sögðu að hefði verið hörmuleg. „Það yfirfyllt- ist allt og var hræðilega ógeðslegt strax á föstudeginum. Fólkið þurfti að gera þarfir sínar á víöavangi," sögðu þær. Stelpurnar sögðust hafa borgað 2500 kr. inn á svæðið og nítján hundruö fyrir rútuferðir. Ein þeirra sagðist ætla aftur á slíka samkomu um verslunarmannahelgi en hinar verða ekki á landinu á þeim tíma. -ELA Hörmulegt slys í Þjórsárdal: Álján ára piltur í lífshættu Vestflarðagöngin: Flóðiðjafn- gildir 10 daga vatnsþörf Reykvíkinga Vatnsflóðið í Vestfjarðagöngum heldur áfram. Yfir helgina hafa um 2000 sekúndulítrar runnið úr vatns- æðinni, sem opnaðist við sprenging- ar um hádegisbflið sl. fimmtudag, og er það svipað magn og verið hefur. Miðað við þetta vatnsstreymi lætur nærri að um 700 þúsund rúmmetrar af vatni hafi runnið úr vatnsæðinni niður Tungudalinn til ísafjarðar. Jafngildir það vatnsþörf Reykvík- inga í um 10 daga. Ekki liggur fyrir hvaðan allt þetta vatn kemur en mið- að við hita þess, um 3 gráður, er tal- ið líklegt að um yfirborðsvatn sé að ræða. Vegamálastjóri, verktakar og fleiri fóru á laugardag inn í göngin. Við þá skoðun kom í ljós að vatnið kem- ur út á einum stað og er orðið mjög tært. Helgi HaUgrímsson vegamála- stjóri sagði í samtali við DV í gær að næstu dagar myndu skera úr um áframhald framkvæmda við Vest- fjarðagöngin. „Þetta er ansi mikið vatn. Erfitt er að meta hvaöan vatnið kemur. Jarö- fræðingar munu finna eitthvað út úr því en það getur tekiö sinn tíma. Á þessu stigi er ekki hægt aö útfloka neitt,“ sagöi vegamálastjóri. Tækjakostur fluttur til Ljóst er að mikiU aukakostnaður kemur í kjölfar flóösins. Greiðslur til verktaka fyrir aukaverk hafa fram að þessu aðeins verið um 2 mUljónir króna. Sökum lítilla áfalla við fram- kvæmdir og að verkið hefur verið á undan áætlun sagði Helgi aö einhver inneign væri tU að ganga á. Gísh H. Guðmundsson, staðarstjóri Vesturíss, verktakans í göngunum, sagði við DV í gær að ákvörðun yrði tekin eftir hádegi í dag um hvað yröi gert. Eins og sakir standa er líklegt að allur tækjakostur verði fluttur frá Tungudal, Skutulsfjarðarmegin, yfir í Botnsdal við Súgandafjörð. Búið er að grafa um 900 metra inn frá Botnsdal og frá gangamótum til Botnsdals um 550 metra. Af 3 kíló- metra gangalegg tU Súgandafjarðar á því eftir að grafa um helminginn. Þar hefur vatn einnig runnið út úr berginu, eða um 250 sekúndulítrar, og rennur enn. GísU sagði að ekki lægi fyrir hversu miklar tafirnar verða. „Vatnsflóðið getur alveg eins varað í nokkrar vikur og minnkaö síðan smátt og smátt," sagöi Gísli að lokum. -bjb Átján ára pUtur liggur þungt hald- inn og í lífshættu á gjörgæsludeUd Borgarspítalans eftir aö hafa orðiö undir rútubU í Þjórsárdal um fimm- leytið á sunnudagsmorgun. Slysið mun hafa orðið með þeim hætti aö drengnum, sem kom hlaupandi 1 brekku þar sem mikUl sandur var, skrikaði fótur svo hann datt í sama bih og rútubifreiðin var aö bakka á sama staö. Afturhjól bifreiðarinnar fóru yfir piltinn og mun hann bæöi hafa brotnað Ula og hlotiö innvortis meiðsh. Það mun hafa verið snarræði björgunarfólks á staðnum að þakka hve fljótt pilturinn fékk þá aðhlynn- ingu sem þurfti og þyrlan var einnig snögg á staöinn. Starfsfólk svæðisins rýmdi til svo þyrlan gæti lent en slys- ið átti sér stað eftir að tónleikum lauk. Vel gekk að halda mannljöldan- um frá slysstaðnum. -ELA DV Biskupstungur: Sexásjúkrahus eftðr bílveltu Sex voru fluttir á sjúkrahús eft- ir bíiveltu sem varð í Biskupst- ungura rétt eftir miðnætti á laug- ardagskvöldið, þar af var einn fluttur með þyrlu Landhelgis- gæslunnar. Þrír þessara aðila liggja enn á sjúkrahúsi og eru alvarlega slasaðir, þó ekki í lífs- hættu. Bifreið sexmenrúnganna, Range Rover jeppi, er mikið skemmd en tahð er að ökumaður- inn hafi misst bílinn út af á mal- arvegisemþarnaer. -ELA Svínahraun: Þrírásjúkrahús eftir bifhjólaslys Alvarlegt umferðarsiys varð í Svínahraum klukkan rúmlega átta á laugardagskvöldiö er bif- hjól og bifreið rákust saman. Tveir voru á bifhjólinu og einn í bífreiðinni og voru allir fluttir á sjúkrahús. Áreksturinn varö með þeim hætti að bifreiðinni var ekið á öfúgum vegarhelmingi og ók hún beint framan á bifhjólið. Öku- maður og farþegi bifhjólsins munu báðir vera nokkuð slasaðir þóekkilífshættulega. -ELA Breiödalsvík: Flutningabíllá toppinn 28 tonna flutningabifreið með 2ja tonna aftanivagn valt sunnan th í Breiðdalsvík á laugardags- kvöld. Ökumaðurinn mun hafa sofnaö undir stýri og vaknaöi upp við að bíllinn valt og lenti á toppnum. Mildi þykir aö ökumað- urinn skuli hafa sloppið með skrámur. Bíllinn var fullhlaðinn vamingi og var á leiö austur. Varningurinn mun hafa sloppiö ánteljandískemmda. -ELA Stuttarfréttir Karfiveiðistvei Úthafskarfaveiðar hafa gengið vel að undanfórnu. Nú þegar er kominn svipaður afli á land og allt árið i fyrra. Samkvæmt RÚV veiöa skipin stærri fisk og á meira dýpi en áður. Næraigjörtkal Dæmi eru um aö 90% túna á einstöku bæjum í Suður Þing- eyjasýslu hafi kalið. Að sögn RÚV standa margir bændur í sýslunni frammi fyrir miklum heykaup- um í haust. Uppeidisháskóli Samstarfsnefhd um uppeldis- menntun ræðir stofnun Uppeldis- háskóla. Ef af yrði myndu Kenn- araháskólinn, íþróttakennara- skólinn, Fósturskólinn og Þroskaþjáifskólinn sameinast. Rauðakrosssaga í tilefhi þess að nú eru 20 ár Iið- in frá því að Vestmannaeyjagos- inu lauk hefur Rauði krossinn gefiö út bók um þátt samtakanna í hjálparstarfinu. Björn Tryggva- son tók söguna saman að ósk Vestmannaeyjadeildar RKÍ. Pólsk menninganniðstöð Hafharfjaröarbær hefur til at- hugunar umsókn frá nokkrum Pólveijum sem vifja reisa versl- unar- og menningarmiðstöð i bænum. Um yrði að ræða hús í stíl pólsks herragarðs. Mbl. hefur eftir byggingarfulltrúa bæjarins að engar ákvarðanir liggi fyrir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.