Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1993, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1993, Side 14
u MÁNUDACUR 5. JÚM' 1993 Utgáfufélag: FRJALS FJÖLMIDLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Franikvæmdastjóri og útgáfustjóri: HORDUR EINARSSON Ritstjórar: JONAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aöstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELIAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON ogJNGOLFUR P STEINSSON Ritstjórn. skrifstofur. auglýsingar. smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11. blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SiMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91)63 27 27 aórar deildir: (91)63 29 99 GRÆN NUMER: Auqlýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SiMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning. umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIDJA FRJALSRAR FJÓLMIÐLUNAR HF . ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1368 kr. Verð i lausasölu virka daga 130 kr. - Helgarblað 170 kr. Nýting sjávaraflans í öllum þeim hremmingum sem yfir okkur ganga um þessar mundir vegna takmarkaörar sóknar í þorskstofn- inn hlýtur það aö vera höfuðverkefni næstu vikna og mánaöa að vinna betur og hagkvæmar úr þeim afla sem dreginn er á land. Nýtingin á því hráefni, sem fæst úr sjónum, getur skilað miklum og mun meiri verðmætúm en hingað til. Aukin verðmætasköpun er forgangsverk- efni og nánast eina úrræðið ef menn vilja halda uppi þeim lífskjörum sem íslenska þjóðin hefur vanið sig á. Sannleikurinn er sá að veiðimennskan hefur borið verðmætasköpunina ofurliði á liðnum árum. Ekki er langt síðan skipstjórar voru verðlaunaðir fyrir mestan afla án tillits til þess hvort sá metafli skilaði meira eða minna í peningum þegar upp var staðið. Þó hefur það lengi loðað við að einmitt þeir sem hafa ekki sést fyrir í veiðiákafa sínum hafa gefið sér minni tíma til að ganga þannig frá fiskinum að verðmætin væru í sömu hlutfóll- um og aflamagnið. Frágangur fisks um borð í veiðiskipum skiptir máh, jafnvel öllu máh. Ennfremur nýting hans og meðferð í fiskvinnslunni, hvað þá verkun og umbúnaður fyrir sjálf- an neytendamarkaðinn. Fuhyrt er að betri og skynsam- legri nýting á hráefninu geti skilað milljörðum í þjóðar- búið. Færa má að því sterkar líkur að mikhl og nánast ótakmarkaður aðgangur að miðunum hafi lengst af dreg- ið úr áhuga íslendinga á að huga að gæðunum. Magnið hefur ráðið ferðinni, veiðigræðgin og kapphlaupið á mhh skipa og útgerða. Við höfum hreinlega ekki gefið okkur tíma til að staldra við og skoða hvern fisk fyrir sig. Þeir hafa verið of margir th að það tæki því. Nú eru viðhorfin að breytast og verða að breytast í kjölfarið á niðurskurðinum á kvótanum. Ýmis teikn eru á lofti um vhja manna til aukinnar verðmætasköpunar. Frá því var sagt í síðustu viku að meðal verkefna Ev- reka, sem er samheiti á samstarfi Evrópuþjóðanna um rannsóknir og þróun til aukinnar framleiðni, sé svokah- að Hahos verkefni sem íslendingar, Spánverjar og Frakk- ar hafa unnið að og felur í sér nýja tækni í fiskiskipum, vinnslukeðja um borð. Með nýjum tækjum og breyttum vinnubrögðum hefur handverkum fækkað og fiskurinn er nýttur th fuhs. Á það einkum við um hausinn en í þorskhausnum er mikhl matur, bæði kinnum og gehum, sem hingað th hefur lítt sem ekki verið hirt um að nýta. Hugvitsmenn, sjómenn og útgerðaraðhar hafa náð verulegum árangri 1 þessari þarfagreiningu sem byggist á Hahos. Hér eru á ferðinni mikhr möguleikar sem geta dregið stórlega úr tekjutapinu af minni þorskveiðum. í haust verðu haldin sjávarútvegssýning á íslandi þar sem meðal annars verður kynnt það helsta á sviði tækni- nýjunga um borð í skipum, pökkun, flutningur og gæða- eftirht á fiskframleiðslunni. Vonandi markar þessi sýn- ing tímamót í þeim skhningi að íslendingar tileinki sér í framtíðinni þann hugsunarhátt að magnið sé ekki allt heldur gæðin og verðmætin sem aflinn býður upp á. í raun og veru þurfa stjómvöld að fylgja þessum hug- arfarsbreytingum eftir með því beinlínis að skylda út- gerðaraðha th að bæta nýtinguna. Aðhd okkar að evr- ópska efnhagssvæðinu opnar margar dyr inn á flögur hundmð mhljón manna neytendamarkað og þar gefast gulhn tækifæri með betri nýtingu og fjölbreyttari frá- gangi á flski sem við höfum veitt en ekki nýtt nema að htlu leyti. Hér höfum við verk að vinna. Ef ekki nú, þá aldrei. EhertB.Schram Stjórnviska naut- peningsins 1. júlí 1993 er svartur dagur í okkar menningarsögu, dagurinn sem virðisaukaskatturinn var lagður á íslenskar bækur. Það er orðið of seint að tína til rökin gegn slíkri skattheimtu á veikburða bókaútgáfu sem fyrir eitthvert kraftaverk hefur þrifist fram til þessa af sjálfsdáðum í okkar smáa málsamfélagi; rökin sem sýna að það er ekki einu sinni peninga upp úr þessari skattlagningu að hafa - þessi rök hafa öll heyrst svo oft á liðnum árum að einungis menn með vitsmunaþroska uxans berja ennþá höfðinu við steininn. Þegar svona er komið hlýtur maður að beina sjónum sínum að þeim stjórnmálamönnum sem bera ábyrgð á þessum verkum. Það er minnisstætt að þegar skattlagning var afnumin af bókum fyrir fáum árum voru allir á einu máli um ágæti þeirrar ákvörðunar. Allir vildu líka eigna sér hana á ein- hvern hátt, og ekki síst sjálfstæðis- menn, en þeim sveið mörgum að það skyldu vera alþýðubandalags- menn sem hefðu forgöngu um svo sjálfsagða og skynsamlega aðgerð. íhaldið heggur á hnútinn Sjálfstæðismenn flögguðu því mjög aö þegar baráttan gegn skatt- inum stóð sem hæst, haustið 1989, samþykkti landsfundur þeirra rpjög afgerandi ályktun gegn skatti á bækur. Þessi ályktun, sögðu menn, var það sem til þurfti og reið baggamuninn. Þetta var líka sögulegur lándsfundur, þegar Dav- íð hóf innreið sína í forystusveit flokksins á landsvísu, með nýjum tímum þegar orð og efndir standast á og loforð eru uppfyllt. Allir sjá nú hvers virði það er. Eymdarlegast er þó að heyra sjálfstæðismenn segja það núna að KjáOariim Einar Kárason rithöfundur þessi landsfundarályktun hafi bara verið í plati, eitthvert annað stefnu- markandi plagg frá flokknum hafi boðað þveröfugar leiðir. En það er varla hægt að komast lengra í hentistefnu og pólitískri hundalóg- ik en aö hafa tvö gagnstæð stefnu- mið i mikilvægum málum og vísa svo tfl þess sem hentar hverju sinni. Fjármálaráðherrann Kalígúla Og svo er það Friðrik Sophusson, þessi slétti og geðslegi stjórnmála- maður: það er opinbert leyndarmál sem öllum hlutaðeigandi er kunn- ugt að fjármálaráöherrann hefur gert bókaskatt að sinni helstu pólit- ísku sannfæringu. Það er sama hverjir reyna að telja honum hug- hvarf, jafnvel úr hópi nánustu sam- starfsmanna; það er sama hvaða tölur, útreikningar og kannanir eru lagðar fyrir hann, fjármálaráð herrann vill hvorki sjá né heyra, heldur stendur bara á sinni skoðun eins og hundur á roði. Um þetta berast með vindinum ýmsar skýr- ingar, jafnvel úr innsta hring, að hann hafi verið svo niðurlægður, svikinn og blekktur í einhverjum öðrum málum að hann leiti þarna hefnda eða að hann finni sig svo átakanlega skorta stefnu, hugsjón- ir og heildarsýn að hann hafi valið sér þarna einhvem afkima til að verja fram í rauðan dauðann, hvað sem skynsemin býður honum. Hann kann að hafa reiknað það rétt að fyrirstaðan yrði lítil frá þeim samtökum sem helst er ætlað að veita andóf í slíkri baráttu. En hann ætti að gera sér ljóst að eftir þennan dag má mikið vera ef hann verður ekki settur á bekk með stjórnvitringum á borð við Neró og Kalígúla af þeim sem skrásetja munu atburði samtímans. Einar Kárason „Það er minnisstætt að þegar skatt- lagning var afnumin af bókum fyrir fáum árum voru allir á einu máli um ágæti þeirrar ákvörðunar.“ Skoðanir annarra Seinagangur í réttarkerf inu „Seinagangur á málsmeðferð í réttarkerfmu, einkum meðferð refsimála, er til vansa og vafasamt er að hann standist ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu um aö menn skuii „njóta réttlátrar og opin- berrar rannsóknar innan hæfilegs tíma“. Það er ill- þolandi, bæði fyrir þann, sem borinn er sökum, og þann, sem sækir rétt sinn eða hefur orðið þolandi glæpsamiegs athæfis, að þaö taki réttarkerfið í land- inu mörg ár aö komast aö niðurstöðu og ákveða málagjöld." Úr forystugrein Morgunblaðsins 2. júlí. Mengun í höfum „Staðreyndin er sú, að hvað varðar ýmsa þætti sjávarmengunar eru islendingar ef til vill í meiri hættu en ýmsar aðrar þjóöir. Þar ber sérstaklega að nefna mengun af völdum þrávirkra efna, sem geta haft mjög alvarleg áhrif á lifandi verur. Nýlegar rannsóknir sýna þá uggvænlegu staðreynd, að þrá- virk efni geta borist óravegu um háloftin, en þegar þau koma í kaldara loftslag þéttast þau, og falla til sjávar." Úr forystugrein Alþýðublaðsins 2. júli. Skylduaðild að lífeyris- sjóðum „Skylduaðild að tilteknum lífeyrissjóðum er til að mynda umdeilanleg, þótt ekki beri að rasa um ráð fram og snarbreyta lögum þar í hvelli. Hitt er annað að sú staða hlýtur að koma upp fyrr en síðar að ekki verður hægt að nauðga fólki til að greiða tiund af launum sínum í sjóði, sem augljóslega geta aldrei staðið við þær skuldbindingar sem þeir taka á sig.“ Úr forystugrein Tímans 2. júlí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.