Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1993, Side 18
18
MÁNUDAGUR 5. JÚLÍ 1993
Iþróttir
Sigurgleói Keflvikinganna var mikil eftir vítaspyrnukeppnina gegn Val i úrslitaleik A-liöanna.
DV-mynd gk
Úrslitaleikir
umsætiá
Esso-mótinu
A-lið:
1.-2. ÍBK-Valur 4-3
3.-4. Víkingur-ÍR 2-3
5.-6. Fjölnir-UMFA 0-1
7.-8. KA-Haukar 2-1
9.-10. Týr-Stjarnan 2-3
11.-12. Grindavík-KR 1-0
13.-14. Völsungur-UBK 5-4
15.-16. Fylkir-Þór 3-0
B-lið:
1.-2. ÍBK-ÍR 1-2
3.-4. Víkingur-Valur 1-4
5.-6. Fylkir-KR 1-3
7.-8. Fjölnir-Þór 5-4
9.-10. Völsungur-UMFA... 0-1
11.-12. Leiknir-Haukar 0-2
13.-14. KA-UBK 5-4
15.-16. Þróttur-Stjaman 1-0
C-lið:
1.-2. Víkingur-ÍR 1-0
3.-4. ÍBK-Haukar 3-2
5.-6. Fjölnir-KR ....2-1
7.-8. Fylkir-Stjarnan 2-1
9.-10. Þróttur-UBK ....6-5
11.-12. KA-Valur ....4-3
13.-14. Týr-UMFA .... 1-0
15.-16. Völsungur-Þór.... ....4-2
D-lið:
1.-2. KA-UBK .... 1-2
3.-4. Valur-ÍBK .... 1-2
5.-6. ÍR-Fylkir ....4-3
7.-8. Fjölnir-Þór ....0-1
9.-10. KR-Vikingur .... 3-0
„Þaðersvo
sártaðtapa"
Kef Ivíkingar voru
ótvíræðir sigurvegarar
- en ÍR-ingar stóöu sig einnig mjög vel á Esso-móti 5. flokks á Akureyri
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Þrátt fyrir að veðurguðimir hafi
ekki leikið við okkur þessa daga léku
strákamir bara af þeim mun meiri
krafti og innlifun þannig að ég held
að mér sé óhætt að segja að mótið
hafi tekist mjög vel. Það lögðu marg-
ir hönd á plóginn til að vel mætti til
takast og það er ánægjulegt að halda
utan um svona mót fyrir jafn-
skemmtilegan hóp og hér keppti frá
morgni til kvölds og ég held að allir
hafi farið ánægðir heim,“ sagði
Gunnar Níelsson, mótsstjóri Esso-
móts KA fyrir 5. aldursflokk sem
haldiö var á Akureyri um helgina.
Um 70 lið frá 21 félagi komu til
mótsins og vom keppendur því um
800 talsins. A, B, C og D lið félaganna
kepptu og er óhætt að segja að þau
félög sem stóðu sig best hafi verið
ÍBK og ÍR. Keflvíkingarnir sigmöu í
keppni A-liða, urðu númer 2 í keppni
B-liða og í þriðja sæti í keppni C og
D liða. IR-ingar unnu keppni B-hða,
urðu í 2. sæti í keppni C-liða, í 3. sæti
í keppni A-liða og 4. sæti í keppni D
liðanna.
Veðrið lék ekki við keppendur. All-
an tímann, sem mótið stóð yfir, var
norðan strekkingur og mjög kalt í
veðri. Eins og viö var að búast létu
strákarnir það ekki á sig fá, þeir tvi-
efldust bara og kappið hitaði þeim.
Þeir höltmðu hálfskælandi upp úr
erfiðum „tækiingum" og eftir tap-
leiki bmstu taugar sumra og þeir
grétu hástöfum. Þjálfaramir voru
því ekki bara í hiutverki stjómend-
anna heldur máttu þeir einnig standa
í því að hugga tapsára kappa í leiks-
lok oft á tíðum. í mótinu voru spilaö-
ir alls 220 leikir og skoruðu strákarn-
ir í þeim hvorki fleiri né færri en 778
mörk.
Valdimar sá skotharðasti
með 69 km skothraða
Gylfi Kristjáns3on, DV, Akureyri:
„Talaðu við mesta þrusarann,
hann heitlr Valdi og er í Breiöa-
bliki," sögðu pollamir og bentu DV
á aö hitta Valdimar Öm Helgason
úr Breiðabliki en Valdimar sigraði
í „skothörkukeppni" sem fram fór
í tengslum við Esso-mótið.
„Það var mjög gatnan að vera
mesti þrusarinn en ég átti nú von
á að einhveijir myndu skjóta fastar
en ég,“ sagði Valdimar en hann
náöi að sparka boltanum með 69
km hraöa. Sá sem næstur kom kom
boltanum frá sér meö 67 km hraöa.
Valdimar er 11 ára og spilar á
miðjunni hjá B-liði Breiðabliks,
stór og sterkur strákur sem var
ekki allskostar ánægður með gengi
liös síns á mótinu. „Við byijuöum
vel, unnum báða leikina á fimmtu-
daginn en á fostudaginn vorum við
illa upplagðir og töpuðum tveimur
leikjum og enduðum í 4. sæti í okk-
ar riðli. En þetta er búið að vera
mjög skemmtilegt mót og gaman
héma,“ sagði Valdimar.
Valdimar Örn Helgason, mesti
„þrusarinn", lætur skotið riða af á
69 kítómetra hraða.
DV-mynd gk
Var rosalega
stressaður
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Þegar ég átti að taka vítið, sem
myndi tryggja okkur sigurinn, var
ég alveg rosalega stressaður. Ég ætl-
aði að skjóta í hægra hornið niðri en
hann fór í hornið uppi. Það er allt í
lagi því að viö unnum,“ sagði Krist-
inn Jón Ólafsson, fyrirhði IBK, eftir
úrshtaleikinn gegn Val í keppni A-
liðanna.
Keflvíkingarnir komust yfir meö
marki Sævars Gunnarssonar en
Snorri Steinn Guðjónsson jafnaði
fyrir Val. Fleiri urðu mörkin ekki og
kom því til vítaspymukeppni. Þá
tókst Valsstrákunum ekki aö skora
í einni tilraun sinni og allt valt á vít-
inu hjá Kristni Jóni í lokin. Skot
hans var fast og gott og mikið fagnað
í leikslok.
„Mér leið alveg æðislega vel þegar
boltinn fór inn. Ég hef aldrei tekið
víti í svona úrslitaleik áöur og það
var svo gott að skora úr því. Nú
hefndum við fyrir tapið í SHELL-
mótinu í Eyjum fyrir tveimur áram
en þá vann Valur okkur í úrslitum,
1-0,“ sagði Kristinn Jón.
Kristni Jóni var vel fagnað af sam-
herjum sínum og stuðningsmönnum
ÍBK í leikslok enda Esso-meistaratit-
illinn í höfn. DV-mynd gk
Gylfi löistjánsson, DV, Akureyii:
Sem dænu
um keppnis-
skap strák-
anna í Esso-
mótinu er til-
valið að nefna
Stefán Örn
Amarson úr
Víkingi.
Hann skoraði
tvö gullt'alleg
mörk í leik
Víkings og IR um 3. sætið í keppni
A-líðanna en það dugði ekki til.
ÍR sigraði, 3-2, og í leikslok flóðu
tárin hjá Stefáni.
„Það er svo sárt að tapa og ég
vildi vinna þennan leik, það er
svo leiöinlegt að gefast upp,“
sagði kappinn og þurrkaði tárin
eftir leikinn. Eitthvað vora
meiðsli að hijá hann líka þótt
hann hafi hvergi dregið af sér í
leiknum. „Ég er meö sködduð lið-
bönd á hægra hné og verk i hinu
hnénu," sagði Stefán.
„Annars finnst mér gaman á
þessu móti, það er gott að spila
héraa en svolitið kalt og þá verð-
ur maður bara að hita vel upp,“
sagði Stefán í lokin.
„Égerdá-
lítiðgóður“
Gylfi KriBtjánsson, DV, Akureyri:
„Ég er á
miðjunni og
jú, ég er dálít-
ið góöur."
sagöi Eyja-
peyinn Þórir
Ólafsson úr
Tý eftir að lið
hans hafði
leikið um 9.
sætið í keppni
A-liöa en tap-
að fyrir Stjörnunni, 2-3.
„Það er búið aö vera mjög gam-
an hérna á mótinu, það er svo
gaman að spila fótbolta og kynn-
ast mörgum strákum úr öðrum
félögum. Okkur í Tý hefði getað
gengið betur en þetta er allt í lagi
og verður bara betra hjá okkur
næst. Mér finnst mótið héma
vera líkt og Shell-mótið heima í
Eyjum, þetta er mjög skemmti-
legt,“ sagði Þórir.