Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1993, Side 19
MÁNUDAGUR 5. JÚLÍ 1993
31
DV
Fréttir
Svanurinn fær hér uppáhaldsfæðið, kleinu, úr hendi Jóns Bjarnasonar,
bónda á Bakka í Vatnsdal, í eldhúsinu á Bakka. Myndin var tekin haustið
1991 er svanurinn var tiður gestur á bænum. Heimilisfólkið á Bakka fær
ekki lengur að njóta samvista við svaninn því að hann fannst dauður í
Skotlandi í vor. DV-mynd Sveinn Jónsson
Húsráðendur á Bakka í Vatnsdal:
Söknuður eftir
svani sem drapst
í Skotlandi
- borðaði kleinur en leit ekki við flatbrauði
Fjölskyldan á Bakka í Vatnsdal í
Húnaþingi horfir nú á eftir svani
með sárum söknuði. Svanurinn
fannst dauður í Skotlandi í vor en
hann hefur síðustu sumur gert sig
heimakominn á Bakka ásamt fjöl-
skyldu sinni.
„Svanimir voru héma hjá okkur í
íjögur sumur. Fyrst komu karl- og
kvenfuglinn sumarið 1989. Síðan
eignuðust þau þrjá unga annað sum-
arið og fleiri komu næstu sumur. Það
var svo vorið 1992 að kvenfuglinn
kom ekki en þá frétti ég að hún hefði
flogið á húsvegg í Reykjavík í miklu
roki og drepist," sagði Kristín Láms-
dóttir, húsfreyja á Bakka, í samtah
við DV.
Eftir að kvenfughnn drapst náði
karlfughnn sér í aðra en að sögn
Kristínar kom hún aldrei með hon-
um heim á hlað á Bakka síðasta sum-
ar. „Ólafur Karl Níelsson fuglafræð-
ingur hafði samband við mig á dög-
unum og sagði mér að karlfuglinn
hefði fundist dauður í Skotlandi í
vor, en fughnn var merktur og auð-
þekkjanlegur. Við söknum svansins
mikið því hann var svo gæfur. Ég
vildi að ég gæti haft svona skepnu
hjá okkur. Hann var daglegur gestur
á hlaðinu og ég gaf honum m.a. heit-
ar kleinur í eldhúsinu hjá okkur.
Hann kom alltaf þegar ég steikti
kleinur en þegar hann fann flat-
brauðslyktina hjá mér lét hann ekki
sjá sig. Ég man að einu sinni át hann
12 kleinur í einu. Svo fór ég suður
th Reykjavíkur einn vetur og sá hann
á Tjöminni. Ég kahaði á hann og gaf
honum kleinur sem hann tók fegins
hendi.“
í sumar hefur Kristín tekið eftir
tveimur svönum á túni skammt frá
Bakka og hefur hún sterkan grun
um aö það séu afkvæmi svanapars-
ins umtalaða en þeir flugu nýlega á
braut. „Þeir komu aldrei heim á hlað
og við gátum ekki séð hvort þeir vom
merktir," sagði Kristín en þrír af
fyrmefndum ungum vom merktir á
sínum tíma.
-bjb
Danir fjölmenntu í Hólminum
Kristján Sigurðsson, DV, Stykkishólmi:
Á dögunum heimsóttu okkur hér í
Stykkishólmi rúmlega 80 manns frá
vinabæ okkar Kolding í Danmörku.
í hópnum voru 39 börn sem nema
við tónhstarskólann þar í borg ásamt
foreldrum og kennurum. Skólastjóri
tónlistarskóla Stykkishólms, Daði
Þór Einarsson, hafði veg og vanda
af heimsókninni og fréttaritari tók
hús á honum og Peter Hagn-
Meincke, kennara í tónlistarskóla í
Kolding.
Peter sagði börnin læra eftir svo-
kallaðri Suzuki-aðferð sem byggist
að hluta til á utanbókarlærdómi,
þ.e.a.s. nákvæmlega eins og bam
lærir að tala með því að heyra sömu
orðin endurtekin aftur og aftur. Pet-
er sagði um 25 ár síðan aðferðin barst
til Danmerkur og þess má einnig
geta aö hann hefur frætt íslenska
tónhstarkennara um ágæti hennar.
Hópurinn dvaldist hér í Hólminum
í 4 daga, hélt tvenna tónleika og ferð-
aðist um nágrennið. Einnig voru
Danimir nokkra daga í Reykjavík.
KEVIN LITLI
ER TÝNDIR
í REYKJAVÍK
Kevin er ljóshærður prakkari og nánast óútreiknanlegur í öllum sínum uppátækjum.
Þeir sem telja sig geta veitt einhverjar upplýsingar um ferðir Kevins, eru beðnir um að snúa
sér til næstu myndbandaleigu.
í tiefni þess að HOME ALONE 2 er komin út á myndband efnum við til ratleiks og er
öllum ráðlagt að hlusta vel á Bylgjuna FM 98.9 á morgun þriðjudaginn 6. júlí.
Allir geta tekið þátt og vegleg verðlaun verða í boði.
DRÍFIO YKKIIR ÚT Á NÆSTU MYNDBANUALEIGU 0G TRYGGIO YKKUR
EINTAK AF HOME A10NE 2.
FRÍTT PLAKAT FYLGIR H1IERRI ÚTLEIGDRI SPÚLU.