Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1993, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1993, Side 8
8 MÁNUDAGUR 5. JÚLÍ 1993 Tilboð óskast i þennan sumarbústað við Álftavatn, 70 km frá Reykjavik. Bústaðurinn er með rafmagni, olíukyndingu og arni. Nánari upplýsingar i sima 12929 eftir kl. 19. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. borgarverkfræðingsins í Reykjavik, óskar eftir tilboðum i eftirfarandi verk. Bústavegur-Háaleitisbraut og Sléttuvegur. Gatnagerð og lagnir. Helstu magntölur eru: Uppúrtekt: 22.800 m3 Fylling: 19.300 m3 Púkk: 10.100 m2 Steyptar gangstéttir: 1.700 m2 Ræktun: 19.000 m2 Verkinu skal lokið fyrir 15. júlí 1994. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykja- vik, frá og með miðvikudeginum 7. júlí gegn 15.000 kr. skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 15. júlí 1993 kl.-11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR f. Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 IVECO 35-8 Góður sendibíll til sölu Árgerð 1987 - ekinn 130.000 km Verð kr. 1.150.000. Góð greiðslukjör Bílaumboðið hf. Krókhálsi 1, Reykjavík, sími 686633 - Beinn sími I notuðum bílum er 676833 Svæðameðferðog létt rafmagnsnudd ásamt acupunchturmeðferö með lacer Sérhæfing við bólgu í herðum, baki og höf- uðverk. ELSA HALL, Langholtsvegi 160, sími 68-77-02. Utlönd A annan tug flokksfélaga stjórnarandstöðuleiðtogans Vuks Draskovic tekur þátt i hungurverkfalli með honum. Þingmaðurinn Mihajlo Markovic sefur hér á Frelsistorginu í miðborg Belgrad. Símamynd Reuter ----^------- CVIICKH í 101 -U'- * OKHOUÚ Múslímar og Króatar koma fyrir sprengjum við friðargæslustöðvar: Yfirmenn liðs SÞ innikróaðir Múslímskir og króatískir hermenn hindra nú alla umferð til og frá þrem- ur bækistöðvum friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna í Bosníu, þar á meðal til aðalbækistöðva Sameinuðu þjóöanna í Kiseljak í miðhluta lands- ins. Aðgerðirnar hófust þegar múslím- ar í bænum Visoko komu fyrir sprengjum við inngang .stöðvar kanadískra friðargæsluliða þar til að koma í veg fyrir að Isica Rajic, æðsti yfirmaður hers Króata í miðhluta Bosníu, færi af svæðinu. Múslímar vilja handtaka Rajic vegna stríðs- glæpa. Króatar svöruðu með því að hindra umferð um aöalstöðvar Sam- einuðu þjóðanna í Kiseljak og komu fyrir sprengjum við kanadíska bæki- stöð í sömu borg. Phihppe Morillon, Nelson Mandela, leiðtogi suöur- afrískra blökkumanna, og F.W. de Klerk, forseti Suöur-Afríku, veittu viðtöku í Fíladelfiu frelsisorðunni úr hendi Bills Clintons Bandaríkjafor- seta í gær. Viðurkenninguna fengu þeir fyrir vinnu sína við að uppræta kynþáttaðskilnaðarkerfi Suður-Afr- íku. „Bandaríkin eru reiðubúin að hjálpa íbúum Suður-Afríku á ferða- lagi þeirra í átt til lýðræðisins," sagði Clinton við athöfnina sem fram fór í Fíladelfíu á þjóðhátíðardegi Banda- ríkjanna. Clinton hét að vinna að því á leiö- togafundi sjö helstu iönríkja heims- ins í Tókýó í þessari viku að færa „nýja og lýðræðislega Suður-Afríku inn í efnahagslíf heimsins". Athöfnin fór fram í blíðskaparveðri fyrir framan Independence Hall þar sem sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkj- anna var samþykkt þann 4. júlí 1776 og þar sem stjórnarskrá landsins var rituð árið 1787. Mandela og de Klerk vísuðu báðir í grundvallarhugsjónir bandarísku stjómarskrárinnar sem lykilatriöi í leit sinni að ríkisstjóm allra kyn- fráfarandi yfirmaður SÞ í Bosníu, er innilokaður í Kiseljak, og Jean Cot, nýr yfirmaður SÞ, kemst ekki til aö- albækistöðvanna. Bardagar héldu áfram í Bosníu um helgina. Serbar og Króatar einangr- uðu á fóstudaginn bæina Maglaj og Zavidovici sem eru undir yfirráðum múslíma. Þar með var skorið á mikil- væga flutningsleið fyrir norðan Sarajevo. Mikið mannfall varð bæði meðal hermanná og óbreyttra borg- ara. Sprengjum rigndi yfir Sarajevo um helgina. Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna vöruðu við því að vatns- skortur í borginni kynni að ieiða til þess að taugaveiki og blóðsótt brytist út. í gær gengu þúsundir manna um miðborg Belgrad, höfuðborgar Serb- F.W. de Klerk, Bill Clinton og Nelson Mandela við afhendingu frelsisorð- unnar í Fíladelfiu. Simamynd Reuter þátta sem eigi að taka við eftir 350 ára stjórn hvíta minnihlutans 1 Suð- ur-Afríku. Mandela hvatti bandarísk stjórn- völd til aö halda áfram að styðja hreyfingu andstæðinga kynþáttaað- skilnaöarstefnunnar. „Við hvetjum ykkur til að hvika ekki af leiö fyrr en frelsið hefur sigrað,“ sagði hann. Reuter íu, og kröfðust þess aö serbneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, Vuk Draskovic, og kona hans, Danica, yrðu látin laus úr fangelsi. Stjórn- málaskýrendur segja að með því að fangelsa hjónin hafi Slobodarf Mi- losevic, forseti Serbíu, rutt úr vegi síðustu ógnuninni við stjórn sína. Draskovic og kona hans voru hand- tekin 2. júní síðastliðinn er óeirðir brutust út í kjölfar mótmæla- gegn stjórnvöldum. Lögreglumaöur leflíf- ið í óeirðunum og margir mótmæ- lendur særðust. Draskovichjónin sættu barsmiðum við handtökuna og í fangelsinu og að sögn lækna eru meiðsl þeirra lifshættuleg. Draskovic hóf hungurverkfall síöastliðinn fimmtudag. Reuter Stuttar fréttir Burt frá Bagdad Vopnaeftirlitsnefnd SÞ ætiar að halda burt frá Bagdad, höfuðborg íraks, vegna deilna um eftirlits- myndavélar á flugskeytaskot- pöilum. Flugræningi skotinn Lögregla i Suður-Afríku réðst um borö í flugvél frá Svasílandi sem hafði verið rænt og var á flugvellinum í Jóhannesarborg. Fiugræninginn var skotinn og farþegunum bjargaö. 271 fórst á Filippseyjum Að minnsta kosti 271 fórst þegar fljótandi musteri á Filippseyjum sökk um helgina norður af höfuö- borginni Manilu. Vilja kjarnorkubann Franska stjómin hefur hvatt til þess að komið verði á allsheijar- banni við tilraunum með kjarn- orkuvopn eftir að Ciinton Banda- ríkjaforseti ákvað aö stöðva allar tilraunir vestra fram í september á næsta ári. Ráðherra sagðiafsér Rudolf Seiters, innanríkisráð- herra Þýskalands, sagði af sér um helgina vegna umdeiids skotbar- daga iögreglu og borgarskæru- liða. Reuter Mandela og de Klerk fá viöurkenningu vestra: Bandaríkin styðja leiðina til lýðræðis

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.