Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1993, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1993, Side 4
4 Fréttir MÁNUDAGUR 5. JÚLÍ 1993 Náttúrufræðingar kæröir: Þetta er ekki sand- kassi til að leika sér í stofu félags náttúrufræðinga. Starf- semin á rannsóknastofunni er við- kvæm og það hefði ekki verið for- svaranlegt að fara í svona aðgerðir nema að hafa neyðarvakt. Margrét heldur að ég hafi verið aö gaspra í farsímann en við buðum sendlunum að hringja í okkar veirufræðing með þessum farsíma til þess að gera grein fyrir hvort um bráðasýni væri að ræða eða ekki. Þetta var engin síma- fölsun heldur einungis öryggisatr- iði,“ sagði Haraldur. -bjb - segir Margrét Guðnadóttir yfirlæknir Margrét Guðnadóttir, yfirlæknir Rannsóknastofu Háskólans í veiru- fræði, hefur lagt fram kæru hjá lög- reglunni í Reykjavík á hendur þeim náttúrufræðingum sem tóku sér mótmælastöðu við rannsóknastof- una sl. fimmtudag. Náttúrufræðing- ar mótmæltu vegna meintra brota á ráðningarsamningum náttúrufræð- inga og meinatækna við stofnunina frá miðju síðasta ári. Kæra Margrétar er í þremur liðum. í fyrsta lagi kærir Margrét náttúru- fræðinga fyrir að hafa hindrað opin- bera starfsmenn sem ætluðu að koma til vinnu sinnar á stofuna sl. fimmtudagsmorgim. í öðru lagi eru náttúrufræðingamir kæröir fyrir að hafa hindrað sendla sem ætluðu að koma með sýni á rannsóknastofuna. Þá kærir Margrét sömu náttúru- fræðinga fyrir að hafa falsað síma- númer. „Þessi hópur sendi sjúkrastofnun- um á Reykjavíkursvæðinu bréf með símanúmeri um neyöarþjónustu rannsóknastofunnar umræddan dag en við höfum ekkert með þetta núm- er að gera. Þetta var gert án vitundar minnar sem á nú aðheita stjómandi hér á þessari deild. Ég sá veðurfræð- ing með farsíma hér, hvort hann hefur verið tengdur þessu númeri eöa ekki veit ég ekki. Það verður bara að koma í ljós. Það hlýtur að varða við hegningarlög aö dreifa röngu neyðamúmeri í sjúkraþjón- ustunni. Þetta er ekki sandkassi til að leika sér í heldur vinnustaöur sem hefúr hlutverki að gegna í sjúkra- þjónustunni," sagði Margrét í sam- tah við DV. Haraldur Ólafsson veðurfræðing- ur, varaformaður kjararáðs Félags íslenskra náttúrufræðinga, var með- al þeirra sem tóku sér stöðu á rann- sóknastofunni sl. fimmtudag. Hann sagði viö DV að hann gæti ekki tjáð sig um önnur kæruatriði Margrétar en hvað varðaði símanúmerið. „Við tilkynntum um númer þar sem við höföum veirufræðing á vakt á skrif- Sjálfstæðismenn í Reykjavík: Próf kjör ákveðið í lok nóvembermánaðar - prófkjörsslagurþegarhafinn Yfirgnæfandi líkur em á að próf- kjör sjálfstæðismanna til borgar- stjómarkosninganna í Reykjavík verði háð í nóvemberlok samkvæmt heimildum DV. Nokkurs titrings er þegar fariö að gæta og væntanlegir frambjóðendur eru famir að leita hófanna um stuðning við framboð sitt. Einkum virðast hinir óreyndari famir að ókyrrast. Þeir sem ekki hafa áður tekið þátt í prófkjöri flokksins. „Flestir af kollegum mínum hafa verið í þessu áður og þurfa ekki ann- að en að ræsa út kosningavélarnar. Ég er ekki búinn að ræsa neina vél en viö skulum segja aö ég sé að hanna hana,“ sagði Sveinn Andri Sveins- son. Hann er einn þeirra borgarfuU- trúa sem lýst hefur yfir að hann æth í framboð. Ekki finnst þó öllum að slíkt sé tímabært. Annar borgarfuU- trúi, Júlíus Hafstein, sagðist tií að mynda ekki telja rétt að lýsa nokkm yfir fyrr en ákveðið hefði verið form- lega hvort háð yrði prófkjör. Það má þó telja næsta víst. Enda sagði Júlíus að hann gerði ráð fyrir prófkjöri. Almennt virðast borgarfulltrúar, sem telja sig trausta í sessi, fara sér hægt. Borgarstjóri muri þó hafa hald- ið tvo fundi síðustu vikur með „sínu fólki og samstarfsmönnum". Nú síð- ast um fimmtíu manna fund í Húsi verslunarinnar. Fyrir um mánuði mun Sveinn Andri Sveinsson hafa kallað saman þröngan hóp manna á sinn fund þar sem prófkjörsmál vom rædd. Ekki hafa þó allir verið jafn- fljótir. Þó mun Uðskönnunum og óformlegum fundum hafa fjölgað ört siðustu vikur. Flestir viðmælenda blaðsins þóttust enn fremur vita að „hjóUn hafi farið að snúast" hjá mörgum borgarfulltrúanum að und- anförnu eins og einn viðmælenda blaðsins komst að orði. Einkum hef- ur komist hreyfing á málin síðustu tvær vikurnar. Er ljóst að ekki mun hægja á þeirri ferö í bráö. -DBE A fjórðungsmóti norðlenskra hestamanna á Vindheimamelum mætti hinn harði kjarni hestamanna þvf veðrið var frekar ótuktarlegt framan af. Úr rættist þó sfðasta daginn. DV-mynd EJ Nýsköpun í náttúrunni Á Vestfjörðum búa fimm þúsund manns. Allt er það dugnaðarfólk sem hefur þraukað og þrælað fyrir þjóðarbúið í áranna rás og haft litla umbun fyrir. Var það mjög aö verð- leikum þegar þáverandi sam- gönguráðherra ákvað aö bora gat á fjallshrygginn milU Súganda- fjarðar og Önundarfjarðar annars vegar og ísafjarðar hins vegar. Þetta gat hefur verið kallað Vest- fjarðagöng. Þessi gangagerð er tímabær. Vestfirðingar hafa lifað á þorski og íslendingar hafa notið góðs af þorskveiðum Vestfirðinga og hafa svo ákveðið að launa Vestfirðing- um lífsbjörgina með því að reyta af þeim þorskvkótana hægt og síg- andi með þeim afleiðingum að Vestfirðingar eru smám saman að tína tölunni með búferlaflutning- um suður á möUna. Það eina sem komið hefur í veg fyrir fólksflótta er samgönguleysi og göngin, sem samgönguráðherra ákvað að reisa, voru kærkomin til að flýta fyrir því að Vestfirðingar kæmust í burtu. Þetta er nefnilega orðið kapphlaup um þaö hvort síð- asti Vestfirðingurinn kemst á und- an síðasta þorskinum. Þegar kapphlaup er háð Uggur mönnum á. Þá þarf að hafa hraðan á. Þess vegna höföu menn af skilj- anlegum ástæðum ekki tíma til aö rannsaka eða undirbúa gangagerð- ina en hófu framkvæmdir af mikl- um krafti. Þaö var ekki eftir neinu að bíða, Vestfirðingar vildu burt. Nú eru þeir búnir að bora sig langleiðina í gegnum fjallið og þetta eru hin myndarlegustu göng og ekkert nema gott um þau að segja ef frá er taUð það vandamál að göngin eru nánast ófær gestum og gangandi vegna vatnselgs. Vatn seitlar úr berginu og vatn flæðir eftir farveginum sem vegagerðar- mennimir hafa sprengt upp og samkvæmt nýjustu heimildum er vatnsmagnið á viö tvöfalda vatn- snotkun Reykvíkinga og tífalda vatnsþörf ísfirðinga. Stefnir nú flest í það að um Vestfjarðagöngin renni nýtt og föngulegt stórfljót og er þá ekki að spyrja aö náttúru- vemd íslendinga. Eða hver vill taka það að sér að spiUa náttúrunni og stöðva eðUlegt streymi árinnar í Vestfjarðagöngunum? Vestfirðingar hafa að sjálfsögðu af þessu nokkrar áhyggjur því ef göngin verða brúkuð fyrir nýtt stórfljót komast þeir Utt áleiöis nema eftir illfæram fjaUvegum og verður sú spuming áleitin hvort ekki þurfi að bora fyrir nýjum göngum til að bæta úr samgöngum þar vestra úr því Vegagerðin ætlar aö nota þessi Vestfjarðagöng undir árfarveg. Vegamálastjóri hefur hins vegar ekki sömu áhyggjur og heima- menn. Hann segir að það sé of snemmt að segja hvort fram- kvæmdimar séu í hættu. Vega- málastjóri viU sjá meira vatn og stærra fljót áður en hann kemst að niðurstöðu um hvort göngin verði bílfær. í þessum vinnubrögðum Vegagerðarinnar er fólginn mUdU spamaður því hér hefur verið tekin upp sú aðferð að rannsaka vegar- stæðið jafnóðum og þaö er byggt. Þannig verður vegagerð á íslandi jafnframt spennandi verkefni því menn vita aldrei fyrirfram hvort bifreiðar komast í gegnum göngin, sem era boruð í fjöllin, fyrr en vegamálastjóri hefur beðið átekta tíl að finna út hversu lengi fljótið muni renna í gegnum göngin. Sagt er að vatnsmagnið í Vest- fjarðagöngunum eigi rætur sínar að rekja til stööuvatna á heiðinni fyrir ofan og nú er bara að bíða og sjá hvort stöðuvötnin tæmast ekki á næstu.árum til að hægt verði að komast í gegnum þau. Ef vatnið heldur áfram að flæöa kemur líka til greina aö virkja fljót- ið og nýta þannig göngin til raf- orkuframleiðslu fyrir þá fáu Vest- firðinga sem eru innlyksa vestra og eins er hægt að hefja laxeldi í ánni og veiöa fiskinn beggja vegna ganganna þvi fiskurinn á ekki ann- arra kosta völ en synda ýmist út eða inn um göngin! Af þessu má sjá að það er algjör óþarfi að afskrifa þessi göng þótt þau verði ekki brúkleg til gegnum- keyrslu og það er alltof snemmt, eins og vegamálastjóri tekur fram, að segja til um það hvort fram- kvæmdirnar em í hættu. Rann- sóknir eru rétt að byrja og enn á eftir aö bora mikið og kannske kemur meira vatn og þetta þarf allt að athuga áður en Vestfirðing- um er hleypt í gegn til aö komast í burtu á undan síðasta þorskinum. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.