Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1993, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1993
Fréttir
Starfsmenn Stígamóta á útihátlðmn um helgina:
Stúlkur séu tvær eða fleiri saman
- ekki sjálfsagt fyrir stráka að notfæra sér drykkjuástand þeirra
Stígamót, ráögjafar- og fræðslum-
iöstöö um kynferðislegt ofbeldi, verð-
ur með forvamarherferð fyrir og um
verslunarmannahelgina þar sem
stúlkum er bent á að vera alltaf tvær
saman eða fleiri um helgina. Þá
bendir Heiðveig Ragnarsdóttir,
starfsmaður Stígamóta, strákum á
að ekki er sjálfsagt að notfæra sér
aðstæður þegar vinkonur þeirra eru
dauðadrukknar.
„Vinkonur þurfa að passa hver
aðra og mega ekki skilja eina eftir
dauðadrukkna einhvers staðar útí í
móa. Þetta gildir jafnvel um stráka
líka. Sumir notfæra sér aðstæðurnar
þegar krakkar liggja dauðadrukknir
úti í móa og það er auðveldara fyrir
ofbeldismenn að ráðast á stelpur sem
eru dauðadrukknar þegar svo marg-
ir eru saman komnir á útihátíðum
því að þær geta ekki látið heyra í
sér,“ segir Heiðveig.
Stígamót verða með þrjá fulltrúa í
Vestmannaeyjum, tvo í Þórsmörk og
tvo á Eiðum um verslunarmanna-
helgina. Þetta er í fyrsta skipti sem
Brynja Benediktsdóttir:
Kjötið var
mín eign
í kjölfar frétta um meintan inn-
flutning Bryndísar Schram á hráu
kjöti til landsins 2. júlí síðastliðinn
og yfirlýsinga hennar í fjölmiðlum
um að vinkona hennar ættí kjötið
hefur Brynja Benediktsdóttir sent
frá sér eftirfarandi yfirlýsingu þar
sem hún segist eiga kjötið.
„Að gefnu tilefni vil ég taka fram
að plastpoki sá sem sagður er vera
eitt helsta umræðuefni sumra ís-
lenskra fjölmiðla um þessar mundir
var mín eign ásamt innihaldi hans,
en ekki Bryndísar Schram. Ástæða
þess að ég hef ekki komið þessum
upplýsingum fyrr á framfæri er sú
að ég dvelst erlendis og hef ekki haft
spumir af fjaðrafoki í fjölmiðlum af
þessu tilefni fyrr en nú.
Jafnframt skal skýrt tekið fram að
það var aldrei ætlunin að smygla
neinu inn í landið enda engin tilraun
gerð til að fela pokaskjattann eða
innihald hans fyrir tollgæslumönn-
um. Mér er tjáð að tollgæslumenn
geri shka poka upptæka á degi hverj-
um þegar sýnt er að ekki er um
smygltilraun að ræða heldur ókunn-
ugleika á reglugerðarákvæðum. Ég
gerði mér því ekki grein fyrir að ég
hefði gerst sek um glæp, sem verð-
skuldaði þjóðarathygli, enda hefur
mér hvergi verið birt kæran.
Mér skilst hins vegar að Bryndís
hafi verið ákærð - í fjölmiðlum. Get-
ur verið að það sé ekki sama hver í
hlut á, Brynja eða Bryndís?
Ástæða þess að ég hélt ekki sjálf á
pokaskjattanum er sú að ferðataska
mín tapaðist í þessarri ferð og ég var
kölluð frá en taskan kom ekki í leit-
imar fyrr en nokkrum dögum
seinna.
Mér er að sönnu leitt að hafa vald-
ið vinkonu minni illu umtah að
ósekju og vakið „réttláta reiði“ hinna
siðprúðu - að tilefnislausu."
Þjóðhátíöin:
Loftbrú frá
Hellu til Eyja
Jón Þórðaisan, DV, Rangáxþingi'
Níunda árið í röð verður flug frá
Hellu á þjóðhátíðina í Vestmannaeyj-
um. Stanslaus loftbrú frá fimmtudegi
og aftur til baka á mánudag. Umboðs-
skrifstofan á Hellu veitir ahar upp-
lýsingar um flugið.
Stígamót senda fulltrúa sína í Þórs-
mörk en þar er ekki skipulögð útihá-
tíð.
Fuhtrúar Stígamóta halda til í vel
útbúnum gámum eða smáhúsum og
verða bækistöðvar þeirra merktar
Stígamótum, auk þess sem starfs-
konur miðstöðvarinnar verða á rölt-
inu með fjarskiptatæki þannig að
ahtaf er hægt að ná í þær.
Stígamót hófu í gær sölu á derhúf-
um með textanum „nei þýðir nei,
nauðgun er nauðgun". Húfan kostar
800 krónur og eru sölustaðir í Kringl-
unni, á BSÍ og Reykjavíkurflugvehi
aukHlaðvarpans. -GHS
G o t t v e r ö • K o d a k g æ ö i • Þ i n n h a g u r
Þú færð Kodak Express afslátfarkorl þegar
þú kemur með filmuna I framköllun hjá Kodak Express.
yr.ceöi
á 9. og 12. filmu.
Verslanir
Hans Petersen hf.:
Austurveri,
Bankastræti,
Glæsibæ,
Grafarvogi,
Hamraborg Kópavogi,
Hólagarði,
Kringlunni,
Laugavegi 178,
Lynghálsi
og Skeifunni 8.
HfiNS PETERSEN HF
á 15. og 18. filmu.
o t t v e r ð • K o d a k g æ ö i • Þ i n n h a g u r
L