Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1993næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1993, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1993, Blaðsíða 20
32 FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ1993 íþróttir Markaskorarar Framara gegn Eyjamönnum, þeir Helgi Sigurðsson, Atli Einarsson og Rúnar Sigmundsson, sjást hér fagna öðru marki Helga í leiknum. DV-mynd GS Stórsigur Framara unnu Eyjamenn, 5-1, og hafa skorað 14 mörk í þremur síðustu leikjum „Það var mjög mikilvægt að byrja síðari umferðina með sigri og við erum komnir í annað sætið eins og stefnt var að,“ sagði Ásgeir Sigur- vinsson, þjálfari Fram, eftir að hafa sigrað fyrrum félaga sína, Eyjamenn, 5Í, í Getraunadeildinni á Laugar- dalsvelli í gærkvöldi. Leikurinn var mjög fjörugur og oft brá fyrir góðu samspili hjá báðum liðum. Atli Einarsson gerði fyrsta mark Fram á 9. mínútu en Nökkvi Sveins- son jafnaði metin 8 mínútum síðar með glæsilegu skoti í þverslá og inn. Friðrik Friðriksson bjargaði Eyja- mönnum þegar hann varði víta- spyrnu Helga Sigurðssonar en Helgi bætti fyrir það tveimur mínútum síð- ar þegar hann skoraði laglegt mark Eyjamenn virtust líklegir til að jafna í seinni hálfleik og fengu til þess ágæt færi sem ekki nýttust. Þess í stað voru það Framarar sem bættu mörkum við. Ath Einarsson skoraði þá með því að lyfta boltanum glæsi- lega yfir Friðrik í markinu. Á 77. mínútu skoraði síðan Helgi sitt ann- að mark og fjórða mark Framara með skalla í stöngina og inn og Rún- ar Sigmundsson bætti fimmta mark- inu við undir lokin. Framarar virðast vera komnir á skrið og skutust upp í annað sætið við sigurinn. Eyjamenn höfðu ekki heppnina með sér og mættu ofjörlum sínum að þessu sinni. „Ég er ekki svartsýnn á framhaldið þrátt fyrir tapið. Það eru öll hðin nema ef til vill tvö í fallhættu. Þetta er eini skellurinn sem viö fáum í sumar,“ sagði Jóhannes Atlason, þjálfari Eyjamanna, eftir leikinn. -BL ER SKEMMTILEGER TÍMI I RAMI \DA\? Ekki nema í góðum félagsskap. Hringdu og prófaSu SímastefnumótiS þar sem fjöldi fólks ó öllum aldri hefur fundið sér félaga. Þetta er spennandi og skemmtileg leiS til aS kynnast nýju fólki. Þetta er spennandi, þetta er rómantískt, þetta er öruggt. Mínútan kostar 39,90 kr. SÍMASTEFXEMÓT 99/1 8/9S Teleworld „Svona er fótboltinn. Við áttum sjálfsmark og jafnaði fyrir KA. meiraíleiknumentöpuðumsamt," Stjömumenn sóttu stíft í seinni sagði Sigurlás Þorleifsson, þjálfari hálfleik og komust aftur yfir á 60. Stjörnunnar. eftir að liðið hafði mínútu meö marki Jóns Þóröar- tapaðí óvænt fyrír KA, 2-3, í 2. sonar en þeir Steingrimur Birgis- deildinni í Garðabæ 1 gærkvöldi. son og Stefán þóröarson tryggðu Stjaman náði forystunni með KAsigurinnmeðtveimurmörkum marki Leifs Geirs Hafsteinssonar um miðjan seinni hálfleik. en Friðrik Sæbjörnsson, varnar- Maður Ieiksins: Bjarni Bene- maður Garðbæinga, skoraði síðan diktsson, Stjörnunni. -Hson Jafntefli á Króknum Gunnar B. Sveinsson, DV, Króknum: Tindastóh og Þróttur frá Neskaup- stað gerðu 1-1 jafntefh í 2. deild á Sauðárkróki í gærkvöldi. Leikurinn var mikill baráttuleikur en í heildina vom úrshtin sanngjöm. Kári Jóns- son kom gestunum yfir á 41. mínútu en Sverrir Sverrisson jafnaði fyrir Stólana þegar 5 mínútur voru liðnar af síöari hálfleik. Maður leiksins: Kári Jónsson, Þrótti. Glæsilegt jöf nunarmark Lið Breiðabliks og Grindavíkur skildu jöfn, 1-1, í 2. deild karla á Kópavogsvelh í gær. Hvorugu hðinu tókst,að sýna sitt rétta andht og var leikurinn ekki skemmtilegur fyrir áhorfendur. Þórarinn Ólafsson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Grindavík með góðu skoti frá vítateig. Blikarnir sóttu meira eftir markið og fengu kjörið tækifæri til að jafna undir lok hálfleiksins þegar þeir áttu þrjú skot að marki Grindvíkinga sem tókst að veija í öh skiptin. Síðari hálfleikur var jafn en um hann miðjan jafnaði Hákon Sverris- son fyrir Breiðablik með stórglæsi- legu skoti efst í markhornið vinstra megin, algjörlega óveijandi fyrir Þorstein Ólafsson, markvörð Grindavíkur. Blikarnir vom hættu- legri það sem eftir lifði leiksins en sóknarleikur þeirra var ómarkviss og urðu því bæði hð að sætta sig við skiptan hlut. Maður leiksins: Hákon Sverrisson, Breiðabliki. -ih Það borgar sig að vera áskrifandi í sumar! Áskriftarsíminn er 63 27 00 ◄ ◄ ■* ◄ ◄ ◄ •< Iuaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaa* Þróttur vann í Mjódd Þróttarar unnu mikilvægan sigur á ÍR-ingum, 1-2, í 2. deildinni í Mjódd í gærkvöldi. Þróttarar vom sprækari framan af en það vom ÍR-ingar sem náðu forystunni með marki Heiðars Ómarssonar á 33. mínútu eftir varn- armistök Þróttara. 6 mínútum síðar jöfnuðu Þróttarar og var þar að verki Theodór Jóhannsson. í upphafi síð- ari hálfleiks skoraði Ingvar Ólason sigurmark Þróttara með glæsilegu skoti og þar við sat. Maður leiksins: Ingvar Ólason, Þrótti. Fram (2) 5 IBV (1) 1 1-0 Atli Einarsson (9.) 1- i Nökkvi Sveinsson (17.) 2- 1 Helgi Sigurðsson (34.) 3- 1 Atli Einarsson (55.), 4- 1 Helgi Sigurðsson (77.) 5- 1 Rúnar Sigmundsson (84.) Lið Fram : Birkir (3), Kristján (2), Kristinn R. (2), Ágúst (2), Pétur (2) , Ríkharður (2) (Rúnar (2), 73. mín.), Ingólfur(l), Steinar (1) (Óm- ar.(l) 79. mín.), Valdimar (1), Atli (3) , Helgi (2). Lið IBV: Friðrik (2), Sigurður (1), Yngvi (1), Martin (1) (Bjarnóif- ur (1) 38. min.), Jón Bragi (1), Rut- ur (1), Anton Björn (2), Makonc- hnly (2), Tryggvi (2), Nökkvi (2). Steingrimur (1). Gul spjöld: Kristinn R., Ingólfúr, Pétur, Valdimar, Steínar (Fram), Anton Björn, Makonchnly (ÍBV). Rauð spjöld: Engin. Dómari: Sæmundur Víglunds- son. ákveöinn og riss í sinni sök, fær góða einkunn. Áhorfendur: 837. Aðstæðiu-: Kvöidsól og hiti, kóln- aði þegar á leið. Góður grasvöllur. Staðan í Getraunadeild Akranes 10 9 0 1 3Í Fram 10 6 0 4 2Í 1-3 27 í-17 18 1-15 18 i—14 13 1-12 13 ?—18 13 FH 10 5 3 2 lí KR................. 9 4 1 4 1£ Valur 10 4 1 51 Keflavík 9 4 1 4 l£ í>6r y y y 3 í 1-9 12 ÍBV 10 3 3 4 1£ 1-20 12 Fylkir 9 3 0 6 £ 1-19 9 Víkingur....... 10 0 2 8 í 1- 32 2 Markahæstir: Helgi Sigurðsson, Fram........10 Haraldur Ingóifsson, ÍA...............8 Þórður Guöjónsson, ÍA.................7 Tryggvi Guðmundsson, ÍBV.......7 ■ Staðan í 2. deild UBK.........11 7 2 2 20-6 23 Stjaman.....11 7 2 2 21-11 23 Leiftur.....10 5 2 3 -19-16 17 Þróttur.R...11 4 3 4 17-17 15 Grindavík..... 11 4 3 4 12-13 15 ÍR..........11 4 1 6 16-17 13 KA..........11 4 1 6 14-19 13 Tindastóll..... 11 3 3 5 18-23 12 Þróttur, N..11 3 2 6 13-24 11 BÍ................... 10 2 3 5 13—17 9 Úrslití 4. deild í 1 ■ ■■ mm \ Fjölmargir leikir fóru fram í 4. dehd í gærkvöldi. Víkingur og Fjölnir gerðu 2-2 jafntefli í hörkuleik í Ólafsvik. Hjörtur Ragnarsson skoraði bæði mörk Vikinga í leiknum en Fjölnir er áfram í efsta sæti. Ármann vann Njarövík, 2-1, meö mörkum Ólafs Más Sigurðssonar og Atla Rík- harðssonar en Sigurjón Sveihs- son gerði mark Njarðvíkur. Aft- urelding vann Létti, 6 -2. Sumar- liöi Árnason og Björgvin Frið- riksson gerðu 2 mörk hvor og þeir Stefán Viðarsson eitt mark. Fyrir norðan vann Hvöt stór- sigur á Dagsbrún, 11-1. Hermann Karlsson gerði 3 mörk, Hallsteinn Traustason og Orri Baldursson 2 hvor og Axel Guðmundsson, Hörður Guðbjartsson, Siguröur Ágústsson og Albert Jónsson eitt mark hver. Árni Guöjónsson skoraði fyrir Dagsbrún. Neisti og KS gerðu l-l jafhtefli. Sören Larsen gerði mark Neista en Haf- þór Kolbeinsson svaraði fyrir KS. Sindri vann Val frá Reyöarfirði, 4-9, á Höfn. Þrándur Sigurðsson og Hermann Stefánsson, Magnús Eggertsson og Gunnar Valgeirs- son skoruðu mörk Sindra. Höttur malaði Austra, 7-1, á Egilsstöð- um. Ámi Ólason, Smári Brynj- arsson, Hilmar Gunnlaugsson, Sigurður Magnússon og Harald- ur Clausen skoruðu mörk Hattar og eitt markiö var sjálfsmark. Viðar Siguijónsson gerði eina mark Austra. Þá leika Huginn og KBS í kvöld. -RK/ÆMK/MJ/HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 169. tölublað (29.07.1993)
https://timarit.is/issue/194854

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

169. tölublað (29.07.1993)

Aðgerðir: